Morgunblaðið - 03.10.1963, Síða 24
o
KENNSLUBÆKUR FYRIR ALLA
SKOLA
BOKAVERZLUN SIGFUSAR
EYMUNDSSONAR AUSTURST.18
FERÐAÞJÚNUSTA OS
FARMIDASALA
ÁN AUKAGJALDS
Jeppinn drap hestinn,
slasaði mann og varð
óökufær
Gungnamenn af Eyvindorslaða-
heiði væntanlegir í dag
Stafnsrétt full af snjo
Akureyri, 2. okt.
í fyrrakvöld um níu leytið
varð árekstur milli jeppa og
ríðandi manns á þjóðveginum
fyrir neðan Grýtubakka í Höfða
hverfi. Maðurinn á hestinum,
Kristján Benediktsson frá Efri-
Dálkstöðum á Svalbarðsströnd,
meiddist allmikið og var fluttur
í sjúkrabíl til Akureyrar um
kvöldið. Liggur hann hér í
sjúkrahúsinu og líðan hans eft-
ir atvikum.
—Sv. P.
Hesturinn, sem Kristján reið
steindrapst við áreksturinn og
jeppinn, sem var úr Fnjóskadal,
varð óökufær. Slysið var ekki
tilkynnt til hreppstjóra fyrr en
í gærmorgun og gerði það rann-
sókn málsins örðugri en ella.
ERKI hafði í gær frétzt neitt
af gagnamönnum á Eyvindar-
staðaheiði, sem þangað fóru í
fyrradag á jarðýtu og tveimur
dráttarvélum með hálfbeltum og
með tvo sleða auk þess sem sex
menn fóru ríðandi, sagði Guð-
mundur K'lemensson í Bólstaða-
hlíð blaðinu í gær.
Sigurður Guðmundsson bóndi
og gangnaforingi á Fossi í Svart-
árdal stjórnar þessum sögulegu
leitum og er gert ráð fyrir að
gagnamenn komi niður að Stafni
í dag. Bæði er allmargt hrossa
og fé inni á heiðinni, en búið
var áður að smala út fyrir
Ströngukvisl.
í fyrradag var Svartárdalur
ruddur svo og hreinsaði jarðýta
úr almenningnum í Stafnsrétt,
en hann var fullur af snjó. í gær
var hláka fyrir norðan og óttast
menn að vaxi í ám svo að það
geti orðið Ul baga við fjárleit-
irnar.
Gert er ráð fyrir að réttað
verði í Stafnsrétt á íöstudag.
Grænlendingarnir, áður en haldið var frá Sögu í ráðherraveizl una í gærkvöldi.
Fara margs vísari heim
— segja grænlenzku bændurnir
GRÆNLENZKA bændafólkið,
sem dvalizt hefur á {slandi að
undanförnu í boði landbúnaðar-
ráðherra, mun halda heimleiðis
kl. 10 fJi. í dag. í gærkvöldi sátu
Grænlendingarnir kvöldverðar-
boð ráðherra, en skömmu áður
átti fréttamaður Morgunblaðsins
stutt samtal við Peter Motzfeldt,
formann grænlenzka Bændasam-
bandsins.
— Við Grænlendingar stöndum
íslendingum talsvert langt að
baki í sauðfjárrækt, sagði Motz-
feldt. Við höfum sama sauðfjár-
stofninn, en hér hefur hann ver-
ið alinn í 1000 ár — í Grænlandi
aðeins 50. Ég fór til Noregs fyrir
3 árum, var þar um vikutíma og
kynnti mér sauðfjárrækt. Ég sé
nú að þeixn tíma hefði verið bet-
ur varið á íslandi. Bæði er það,
að við höfum sama stofn og svo
er veðurfar einnig mjög svipað
hér og á Suður-Grænlandi.
— Beitiland fyrir sauðfé á
Grænlandi er heldur betra en
hér. Er það vegna þess, hve
stofninn er lítill. Meðalþungi
lamba á Grænlandi er hærri en
hér og kjötið þykir mjög gott.
Danir vilja heldur grænlenzkt
lambakjöt en færeyskt. Við þyrft
Afbrotavanda-
mál í velferðar-
ríkjum
Mann tekur út af belgisk-
um togara í hafi
Varðskip fer með lœkni til mióts við
togarann, en manninum tókst ekki
að bjarga
BLAÐIÐ hafði af því
spurnir í gær að tekið
hefði út mann af bel-
giska togaranum Van
Dyck frá Oostende. Var
varðskip kallað hingað
frá íslandi með lækni
til hjálpar manninum,
sem legið hafði 3 tíma
í sjónum. Togarinn var
staddur 25 sjómílur
suðaustur í hafi á leið
heim til Belgíu.
Með fyrirgreiðslu loft-
skeytastöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum og brezks togara
tókst Mbl. að hafa samband
við hinn belgiska togara. Sagð
ist hann hafa verið staddur
á 64.25 gráðu N.br. og 13.25
V.l. er slysið varð. Hefði
maðurinn farið fyrir borð kl.
12 á hádegi eftir belgiskum
tíma og hans verið leitað í
þrjár klukkustundir. Eftir
skilaboðunum, sem bárust um
talstöð hins brezka togara
virtist sem íslenzkt fiskiskip
hefði fundið manninn og kom
ið honum í hinn belgiska tog-
ara, en nánari staðfestingu á
þvi var ekki hægt að fá í gær-
kvöldi. Varðskipið Óðinn fór
með lækni á móti togaranum
og segir fréttaritari blaðsins
í Neskaupstað nánar frá því
í frétt hér á eftir.
Neskaupstað, 2. okt.
í kvöld kom varðskipið Óð-
inn hingað með lík af spánska
sjómanninum, sem drukknaði
af belgiska togaranum Van
Dyck.
Fréttamaður Mbl. átti tal
við skipherrann á Óðni, Þór-
arin Björnsson og skýrði
hann svo frá:
Óðinn lá inni í Viðfirði er
brezkur togari tilkynnti kl.
14.15 í dag að belgiskur tog-
ari, Van Dyck, hefði misst
mann fyrir borð, en náð hon-
um aftur eftir um 3 klst. með
lífsmarki. Var togarinn. þá
staddur um 25 sjómílur suð-
austur af Hvalbak og bað um
að læknir yrði sendur á móti
sér með skipi. Norðfjarðar-
radíó hafði samband við Óð-
in og kom hann kl. 15.15 til
Norðfjarðar og tók þar yfir-
lækni sjúkrahússins, Jón
Árnason, og var síðan haldið
á fullri ferð á móti togaran-
um, Áður hafði yfirlæknirinn
haft samband við togarann
gegnum Norðfjarðarradíó og
gefið fyrirmæli um hvernig
skyldi haga sér við lífgun
mannsins. Óðinn hitti síðan
belgiska togarann 6 mílur
norðaustur af Hvalbak kl. 17.
24, en kl. 17.41 var komið með
manninn um borð. Þegar voru
hafnar lífgunartilraunir í
framhaldi þess sem gert hafði
verið um borð í togaranum,
en án árangurs. Litlu síðar til-
kynnti yfirlæknirinn að mað-
urinn væri látinn.
Hingað kom svo Óðinn kl.
19.50 í kvöld og var líkið lát-
ið í land hér. Hinn látni heit-
ir Pais Giseti og er Spánverji.
Ekki sagðist Þórarinn vita um
aðdraganda slyssins, en kvað
togarann halda beint heim til
Beigíu þar sem sjópróf færu
fram.
— Ásgeir.
REKTOR Hamborgarháskóla
prófessor, dr. jur. Rudolf Siev-
erts, flytur fyrirlestur í boði Lög
fræðingafélags íslands í hátíða-
sal Háskólans í dag fimmtudag
3. okt. kl. 5.30. Fyrirlesturinn
fjallar um afbrotavandamál í vel
ferðarríkjum.
Öllum er heimill aðgangur að
fyrirlestrinum.
um að auka sauðfjárstofn okkar
a.m.k. um helming, en það, sem
helzt háir okkur, er heyskortur
á veturna. Okkur vantar vélar
til að rækta jörðina. Leggja þarf
í miklar fjárfestingar, til þess að
þurrka stór landsvæði. Hér á ís-
Framh. a bls. 10
Sfórtjón
/ ofsa-
roki í
Ólafsvík
Ólafsvík, 2. okt.
SÍÐASTLIÐNA nótt gerði hér
afspyrnu rok af suðaustri og
mun vindhraði hafa komizt
upp í 12 vindstig. Hér urðu
talsverðir skaðar. 1
Tveir bátar 12—13 tonn að1
stærð slitnuðu frá hafnargarð
1 inum og rak upp í fjöru. Ekki
1 er enn vitað um skemmdir á
þeim. Þá fauk þak af ný-
byggðu íbúðarhúsi og þök af
I hafnarskúrnum og fleiri skúr
) um. Uppsláttur fauk um koll I
I við hús, sem verið er að
byggja og skemmdust mót
' talsvert.
í Fróðárhreppi fauk þak af |
1 nýju íbúðarhúsi á Tröð. 1
I Símasambandslaust var
| milli Grundarf jarðar og Ólafs
I víkur um tíma, en veðrinu
slotaði á 7. tímanum í morg- ^
* un. — H jörtur.
Ólafur Bjarnason yfir-
læknir ver doktorsritgerð
HINN 19. október kl. 2 síðdegis
fer fram doktorsvörn við Lækna
deild Háskóla íslands. Ólafur
Bjarnason, yfirlæknir, sérfræð-
ingur í meinafræði, mun þá verja
doktorsritgerð sína, er hann
nefnir Uterine Carcinoma in Ice-
land“, eða Krabbamein í legi á
íslandi. Læknadeildin hefir tek-
ið ritgerðina gilda og verða and-
mælendur þeir Pétur H. J.
Jakobsson, yfirlænkir og Júlíus
Sigurjónsson, prófessor.
Ólafur er fæddur 2. marz 1914,
sonur hins kunna skipstjóra og
aflamanns Bjarna Ólafssonar á
Akranesi og konu hans, Elínar
Ásmundsdóttur. Ólafur lauk
stúdentsprófi 1935 og kandidats-
prófi frá Háskóla íslands 1940.
Hann vann kandidatsár sitt við
spítala í Reykjavík, en réðst 1940
til Rannsóknarstofu Háskólans
og hefir unnið þar siðan, nú sið-
ast sem yfirlæknir þar. Hann
stundaði sérnám í meinafræði í
Lundúnum 1% ár auk þess sem
hann hefir nokkrum sinnum far-
ið í skemmri námsferðir utan.
Ólafur er kvæntur Margréti
Jóhannesdóttur frá Hofsstöðum í
Skagafirði.