Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
1 Laugardagur 16. nóv. 1963
25 km. breið spilda af
Brúarjökli sígur fram
Jökulsá á Fjöllum og á Dal
kolmörauðar
Fagranesið á siglingu
BRÚARJÖKULXi skríður fram
norður úr Vatnajökli og samkv.
upplýsingum fjárleitarmanna hef
ur hann skriðið 2—3 km., eins og
skýrt var frá í Mbl. í gær. Jökulsá
á Fjöllum og Jökulsá á Dal eru
báðar þykkar af leirburði, og af
þvi sést að jökullinn skríður nú
fram á a.m.k. 25 km. breiðri
spildu, skv. upplýsingum Sigur-
jóns Rist, vatnamælingamanns.
Jöklarannsóknamenn gátu ekki
flogið yfir staðinn í gær, en á-
formað er að reyna að senda
menn úr byggð til að athuga
verksummerkL
Merkjosalo fyrir
vangefna
á morgun
HINN árlegi merkjasöludagur
Styrktarfélags vangefinna er á
morgun. Svo sem verið hefir
undanfarin ár, munu börn úr
skólum landsins bjóða merkin
til sölu, og er að því stefnt að
hvert heimili á landinu eigi þess
kost að kaupa merkin. Verð
merkjanna er kr. 10.00. Félagið
væntir þess að fólk taki börn-
unum vel, þegar þau koma og
bjóða merkin til sölu. Munið
að margt smátt gerir eitt stórt.
Athygli barna í skólum Reykja
víkur og Kópavogs er hérmeð
vakin á auglýsingu varðandi
merkjasöluna, sem fest hefir ver
ið upp í skólunum.
(Frá styrktarfélagi vangefinna)
Sigurjón Rist hafði samband
við vatnaathugunarmenn við árn
ar sem koma norðan úr Vatna-
jökli. Samkv. upplýsingum Bene-
dikts á Hólum, hefur ekkert ó-
venjulegt gerzt í Jökulsá í Fljóts-
dal, sem er austust. Aftur á móti
er Jökulsá á Dal þykk af aur,
þó hún sé vatnslítil og ísinn á
henni svartur, skv. upplýsingum
Páls Hjarðar í Hjarðarhaga. —
Sömuleiðis er Jökulsá á Fjöllum,
sem er vestan við, óvenjuleg á
þessum árstíma, skv. upplýsing-
um Kristjáns Sigurðssonar á
Grímsstöðum. Sigurjón segir að
engin nýlunda sé að árnar séu
þykkar af aur á sumrin, en í frost
um séu þær tærar. Það sé því
eitthvað á seyði þegar þær séu
eins og sementsvatn.
Sigurjón segir að úr því að
áhrifa gæti í Jökulsá á Fjöllum,
hljóti 25 km. spilda að hafa sigið
fram.
Sjá nánar um sams konar fyr-
irbæri árið 1890 á bls. 3.
Síldin gengin
grynnra en úður
Akranesi, 15. nóvember.
ÁTTA hundruð og tuttugu tunn
ur bárust hingað í dag af tveim
bátum. Síldina veiddu þeir sunn
arlega í Kolluál. Var hún gengin
grynnra en áður.
Haraldur hafði 450 tunnur og
Sæfari 370 tunnur. Síldin er hrað
fryst. Vél'báturinn Ver er í dag
í fyrsta róðri sínum með línu.
— Oddur.
Fagranes er á heimleiÖ
Nýr og glæsilegur farkosfur Vestfirðinga
SL miðvikudag fór nýl djúp-
báturinn Fagranes frá Bergen
og mun skipið fara beint til
ísafjarðar, og væntanlega kom-
iS þangað á sunnudag.
Skipið er byggt í Ankerlökken
Verft A/S í Florö í Noregi og
var samningur um smíði skips-
ins undirritaður 12. október 1962
af Matthíasi Bjarnasyni framkv.
stjóri f.h. h/f. Djúpbótsins og
Magne Winsents disponent í
Bergen f.h. Ankerlökken Verft
A/S í Florö.
Skipið var afhent 7. nóvember
í Florö og flutti R. Gundersen dis
ponent Ankerlökken Verft A/S
ræðu við það tækifæri og óskaði
hinum nýju eigendum til ham-
ingju með skipið og kvaðst vona
að heill fylgdi skipi og skipshöfn
í ferðum þess. Afhenti hann síð-
an Matthíasi Bjarnasyni skipið
„Fór á þetta litla
heimili um tima“
— segir skipstjórinn á James Barrie, sem
var á Litla-Hrauni í haldi
ísafirði, 15. nóvember.
RICHARD TAYLOR, skip-
stjóri á James Barrie, er tæp-
lega 32 ára að aldri, búsettur í
Hull. Hann hefur tvívegis áð-
ur komið í íslenzkan réttarsal.
Fyrir f jórum árum var hann
skipstjóri á togaranum Othello
og var þá tekinn að ólöglegum
veiðum út af Geirfuglaskeri
við Reykjanes. Var hann þá
dæmdur í lágmarkssekt fyrir
landhelgisbrot.
1 hitteðfyrra var hann dæmd
ur ásamt skipverjum sínum til
þriggja mánaða fangavistar að
Litla Hrauni fyrir líkamsárás
á lögregluþjón á ísafirði.
„Ég hef stundað veiðar hér
við ísiand undanfarin 4 ár á
nokkrum skipum,“ sagði Tayl-
or er fréttamaður Mbl. ræddi
við hann í réttarhléi. „Ég er
er búinn að vera rétt ár með
James Barrie og þetta er
fyrsta veiðiferð mín eftir að
við aðstoðuðum við björgun
Richard Taylor, skipstjóri
ÍÉÍÍöllll
skipverja á Northern Spray,
sem strandaði undir Grænu-
hlíð Við höfum haft 5 daga
útihald og veður hefur verið
mjög slæmt og við höfum ekki
getað veitt nema í sólarhring.
Já, við lentum í smá vand-
ræðum hér um árið og ég fór
á þetta litla heimili dálítinn
tima. Þeir komu mjög vel
fram við okkur og við fengum
ágæta meðferð og mér líkaði
mjög vel við íslendingana,
sem ég kynntist þar. Ég er
mjög þakklátur Ásgeirsson
forseta, er hann ekki forseti
ennþá? — fyrir að náða okkur,
og ég ber engan kala til fs-
lendinga út af því máli. f gegn
um það fékk ég tækifæri til
að kynnast fólkinu og þykja
vænna um það og sérstaklega
kynntist ég sjónarmiðum fiski
manna og gerði mér grein fyr-
ir því, að við eigum allir við
sömu vandamálin að stríða.
— íslenzkt réttarfar? Ég hef
ekkert út á það að setja. Ef
maður er saklaus þá þarf mað
ur ekkert að óttast."
— H. T.
f.h. h/f Djúþbátsins. Matthías
flutti því næst ræðu og þakkaði
skipasmíðastöðinni fyrir góða
samvinnu og kvaðst vona að
þetta fagra og vel búna skip
reyndist vel og mætti þjóna því
hlutverki, sem það á að gegna
á þann hátt að allir mættu vel
við una.
M/s Fagranes er 143 brúttó
rúmlestir að stærð með 500 h.a.
Lister Blackstone aðalvél og 62
h.a. ljósavél og búið öllum full-
komnustu öryggis og siglingar-
tækjum. Halldór Gunnarsson
skipstjóri siglir skipinu frá Nor-
egi, en Ásberg Kristjánsson, sent
verið hefur skipstjóri á gamla
Fagranesinu tekur við því er
heim kemur.
Sömu jólafargjöld hjá
báðum flugfélögunum
MORGUNBLAÐIÐ birti sl.
fimmtudag frétt frá Flugfélagi
fslands um stórlækkuð flugfar-
gjöld milli íslands og Evrópu í
desembermánuði, svokölluð jóla-
fargjöld. Blaðinu hefur nú borizt
athugasemd frá Loftleiðum varð
andi frétt þessa. Segir þar að
bæði félögin hafi fyrir löngu orð
ið ásátt um þá reglu að bjóða
farþegum þessi ódýru fargjöld
til að auðvelda heimkomu um
jólin, og gilda nákvæmlega sömu
kjör hjá báðum félögum um
stórhátíðar. Fer fréttatilkynning
Loftleiða hér á eftir:
Dagblöð og útvarp hafa nú
birt fréttatilkynningu frá Flug-
félagi íslands um þær reglur,
sem gilda hjá Loftleiðum og Flug
félagi íslands um afslætti, sem
námsmönnum og öðrum er boðið
að njóta vegna ferða til og frá
íslandi um hátíðarnar. Er þar
frá öllu, svo sem vænta mátti,
rétt og skilmerkilega sagt. En
til þess að allur sannleikur þessa
máls sé sagður þá er hér um að
ræða reglur, sem bæði flugfélög-
in hafa fyrir löngu orðið ásátt
um að halda, til tryggingar því,
að þau bjóði farþegum sínum ná
kvæmlega sömu kjör í þeim
ferðum, sem þau fara til sam-
eiginlgra flugstöðva í Bretlandi
og á meginlandi Norður-Evrópu.
Þar hafa gilt- og gilda enn
— nákvæmlega sömu fluggjöld
— og alveg sömu kostakjörin
um stórhátíðar. Flugfélögin hafa
stundum varið sameiginlega
nokkru fé til þess að auglýsa
þau gjöld, sem félögin hafa bæði
boðið hverju sinni, en þar sem
nú hefir verið brugðið af þeirri
venju þykir rétt að vekja á því
athygli, að hinum sameiginlegu
flugleiðum félaganna eru allar
fargjaldareglur nákvæmlega sam
ræmdar og gjöldin af þeim sök-
um hin sömu hjá þeim báðum
— hvort sem gerður er dagamun
ur vegna stórhátíða eða ferðast
í annríki sumarvertíðarinnar.
GosmökkuriiQn sést
vel frú Fróðárheiði
Ólafsvík, 15. nóvember.
TVEIR menn héðan úr bænum
brugðu sér upp á Fróðárheiði kl.
1 síðdegis í dag til að athuga
hvort þeir sæu gosið við Geir-
fuglasker.
Þeir Guðjón Bjarnason og Sig-
þór Guðbrandsson fóru syðst á
heiðina og gengu þar upp á
næstu hæð. Þar blasti við þeim
óvanalega gott útsýni, þar á
meðal mikill gufumökkur í suð-
austri, sem virtist vera ca. þris-
var sinnum hærri á hæð en Esj-
an séð af heiðinni.
Mökkurinn virtist ná misjafn-
lega hátt, gjósa upp öðru hvoru.
Fólk streymir upp á heiðina til
að sjá mökkinn sjálft eftir að
þeir félagar komu til byggða.
Hér er fagurt veður í dag. Ein
ir 8—9 bátar komu inn með síld
arslatta, mest hafði Jökull 200
tunnur. Hér er búið að salta 1500
tunnur hjá Hraðfrystihúsi Ólafs-
vikur h.£. — FréttaritarL
4