Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 16. nóv. 1963
Lausaskuldum iðnaðarins Hefting sandfoks
1957-1961 breytt í föst lán við Þorlákshöfn
TVEIR þingmenn Sjálfstæðis
flokksins, þeir Sveinn Guð-
mundsson og Jónas G. Rafn-
ar, hafa lagt fram frumvarp í
Neðri deild um hreytingu á
lausaskuldum iðnaðarins í
föst lán.
Er lagt til í fru'mivarpinu að
Iðlárvasjóði verði heimilt að gefa
út sérsíakan flokk vaxtabréfa í
þeim tilgangi að breyta í föst lán
lausaskuldum iðnfyrirtækja, sem
skylt er að greiða iðnlánasjóðs-
gjald, samkvæmt ákvæðum iaga
nr. 45 3. apríl 1963 og hafa ekki
fengið nægileg lón til haefilegs
tíma til framkvæmda, sem þau
hafa ráðizt í á árunum 1957—
1961, að báðum árum meðtöldum.
Ákvæði eru í fruimvarpinu um að
ríkissjóður ábyrgist þær skuld-
bindingar, sem Iðlánasjóður stofn
ar til vegna framangreindra á-
kvæða. Lán skulu aðeins veitt
gegn veði í vélum og fasteignum
iðnfyrirtækja og skal hámarks-
lánstími vera út á fasteignir 15 ár
og út á vélar 7 ár. Einnig er á-
kvæði um að lánin að viðbættum
Þingfréttir
í stuttu máli
Töluverðar umræður urðu
s.l. fimmtudag í Neðri deild, þeg
ar framhaldið var 1. umræðu um
staðfestingu á bráðabirgðarlög-
um um lausn kjaradeilu verk-
fræðinga. Töluðu við umræð-
una þeir Ingólfur Jónsson, sam-
göngumálaráðherra, Þórarinn
Þórarinsson (F) og Lúðvík
Jósefsson (K). Töldu stjórnar-
andstæðingar að með þessum
bráðabirgðalögum hefði ríkis-
stjórnin markað þá stefnu í
framtíðinni, að laun starfsmanna
hjá einkafyrirtækjum ættu að
ákveðast af launakerfi ríkisins.
Taldi L.J. meira segja ríkisstjóm
ina hafa spilit fyrir
samningaviðræðum á milli at-
vinnurekenda og verkfræðinga
með því að setja framangreind
bráðabirgðalög.
Ingólfur Jónsson sagði að vissu
lega hefði verið mörkuð ný
stefna en þó ekki sú sem stjórn-
arandstæðingar héldu fram. Hin
nýja stefna væri hins vegar sú,
að munurinn milli launa verk-
fræðinga sem störfuðu hjá einka
hjá ríkinu hins vegar, hefði ver-
ið minnkaður til muna frá því
sem áður var. Áður höfðu verk-
fræðingar í þjónustu einkafyr-
irtækja haft mun hærri laun
en þeir sem störfuðu hjá ríkinu,
enda hefði það komið greinilega
fram í samningatilraununum, að
verkfræðingar, sem ekki störf-
uðu hjá ríkinu töldu eðlilegt að
þeir fengju 20 þús. kr. á mánuði,
þegar verkfræðingar hjá ríkinu
áttu að fá samkv. kjaradómi
14.440. Ráðherrann kvað það
undrunarefni að heyra stjórnar-
andstæðinga tala um að bráða-
birgðalögin hefðu truflað samn-
ingaviðræður milli verkfræðinga
og atvinnurekenda. Það hefði
ekki verið gripið inn í fyrr en
slitnað hefði upp úr þessum við-
veðskuldum þeim, sem hvíla
fyrri veðréttum, skulu ekki nema
hærri fjárhæð en 60% af mats-
verði veðsins.
í greinargerð með frumvarpinu
segir m.a.
Eitt að erfiðusbu viðfangsefn-
um iðnfyrirtækja undanfarinn
áratug hefur verið skortur á láns
fé. Hin þráláta verðbólga, sem
ríkt hefur síðusbu tvo áratugi,
hefur haft í för með sér, að stöð-
ugt fieiri krónur hefur þurft til
þess að viðhalda ákveðinni fram-
leiðslustarfsemL Þau ákvæði,
sem lengst af hafa gilt um skatt-
lagningu fyrirtækja og verðlagn-
ingu á þessu tómabili, haf a komið
í veg fyrir, að þau gætu aukið
rekstrarfé sitt til samræmis við
aukna rekstrarfjárþörf, vegna
hækkunar á verðmæti hráefna-
birgða og annars þess, sem til
framleiðslunn’ar þarf. Við þetta
hefur svo bætzt misræmi í útián-
um bankanna til hinna einstöku
atvinnuvega og getuleysi Iðn-
lánasjóðs til veitingar stofnlána.
Úr því hefur að vísu rætzt á
síðustu tveimur árum og þá fyrst
og fremst er farið var að veita
ræðum. Svo mikið hefði borið
á milli verkfræðinga annars veg
ar og atvinnurekenda hins veg-
ar, að það hefði verið alveg
vonlaust að brúa bilið með frjáls
um samningum og því orðið að
grípa til þess úrræðis að gefa
út bráðabirgðalög um gerðar-
dóm í deilunni.
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt
fyrir Alþingi frumvarp til laga
um Lífeyrissjóð barnakennara.
Er hér um að ræða endurskoð-
un á þessum lögum en á s.l.
sumri fór stjórn Sambands ísl.
barnakennara þess á leit við fjár
málaráðuneytið, að það hlutað-
ist til um, að lög um Lífeyris-
sjóð brr* ikennara og ekkna
þeirra væru endurskoðuð í sam-
ráði við stjórn sambandsins og
samræmd hinum nýju lögum
frá síðasta Alþingi um Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins.
-k HALLDÓR Ásgrímsson (F)
oJl. endurflytja nú frumvarp,
sem lagt var fram á síðasta
þingi um breyting á vegalög-
um. Miðar breytingin að því, að
ýmsir vegir á Austurlandi verði
teknir upp í tölu þjóðvega.
Framhald á bls. 23
Iðnlánasjóði hluta af hinum svo-
nefndu PL—480 lánum. Fyrsta
iánið af því fé fékk sjóðurinn til
umráða síðari hluta ársins 1961,
15 millj. kr. Með nýjum lögum
um Iðnlánasjóð á þesu ári er
einnig stuðlað mjög að eflingu
útlánagetu hans í framtíðinni,
m.a. með árvissum tekjum (iðn-
lánasjóðsgjaldi). sem iðnfyrir-
tækjum er gert að greiða til sjóðs
ins.
Frumvarpi þessu, ef að lögum
verður er hins vegar ætlað að
bæta úr þeim örðugleikum sem
skapazt hafa í iðnaðinum, áður
en umræddar úrbætur koma til
framikvæmda. Hliðstæðar að-
gerðir hafa verið gerðar til þess
að bæta fjárhagsaðstöðu sjávar-
útvegsins meg lögum nr. 48 frá
1961 og landlbúnaðarins með lög-
um nr. 15 frá 1962.
Á FUNDI í Sameinuðu þingi
sl. miðvikudag gerði Ragnar
Jónsson (S) grein fyrir þings-
ályktunartillögu um athugan-
ir og framkvæmdir til sam-
göngubóta á Fjallabaksleið
hinni nyrðri en tillögur flyt-
ur hann ásamt Sigurði Ó. Ól-
afssyni (S).
Ragnar Jónsson kvað um tvær
Fjallabaksleiðir að ræða, er
liggja á milli Vestur-Skaftafells-
sýslu og Rangárvallasýslu, Fjalla
baksleið hina nyrðri og hina
syðri. Syðri leiðin væri allmiklu
skemmri, en hins vegar erfiðari
yfirferðar. Af
þeim sökum
hefði lítið verið
gert til að lag-
færa hana og að
áliti kunnugra
manna, mundi
slík lagfæring
hafa mikinn
kostnað í för
með sér. Fjalla-
baksleið hin nyrðri væri hins
vegar víða vel greiðfær frá
náttúrunnar hendi og á allan
ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Sigurður Ó.
Ólafsson, Ragnar Jónsson og
Guðlaugur Gíslason, hafa lagt
fram í Sameinuðu þingi til-
lögu til þingsályktunar um
auknar framkvæmdir til heft-
ingar sandfoks og upphlásturs
við Þorlákshöfn. Tillagan er
svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að hlutast til um,
að auknar verði framkvæmd-
ir til heftingar sandfoks og
uppblásturs við Þorlákshöfn.
í greinargerð með tillögunni
segir svo:
Sem kunnugt er, hefur Sand-
græðsla ríkisins haft með hönd-
um sandgræðslu og hefíingu sand
foks á svæðinu frá Ölfusá til
Selvogs um árabil. Er þetta land-
hátt betri yfirferðar. Auk þess
væri hún ein fegursta öræfaleið
landsins, enda farin ár hvert af
miklum og sívaxandi fjölda
ferðamanna. Þar væru vatnsföll
fá aðeins tvær ár sem nokkuð
kveður að, Jökulkvísl og Ófæra
á Skaftártunguafrétti. Heppileg
brúarstæði væru fyrir hendi á
báðum þessum ám og brýr á
þessum stöðum þyrftu ekki að
verða dýrar.
Það væru allmörg ár sagði R.
J. síðan þessi forna þjóðleið
hefði verið rudd og opnuð fyrir
bifreiðir. Vegurinn hefði verið
lagfærður nokkuð á hverju ári
og farið því smábatnandi. Væri
nú svo komið að vegurinn mundi
fær flestum léttari bifreiðum
yfir sumartímann ef árnar væru
ekki þar til trafala. Þær væru
oft ófærar, vegna sandbleytu
öðrum bifreiðum en þeim sem
hafa drif á öllum hjólum. Leið-
in væri því ónothæf fyrir alla
þungaflutninga.
Tilgangur þessarar tillögu
kvað framsögumaður vera að fá
nauðsynlegum umbótum hraðað,
með það fyrir augum að gera
svæði afgirt og algerlega friðað
fyrir ágangi búfjár. Því er ekki
að neita, að nokkuð hefur áunn-
izt þarna í baráttunni við sand-
inn, en þó ekki svo, að viðhlit-
andi geti talizt, því að ávallt er
um mikið sandfok að ræða á
þessum stað. Er vegurinn til Þor-
lákshafnar af þeim sökum oft
illfær yfirferðar vegna sand-
ágangsins.
í Þorlákshöfn er nú ört vax-
andi byggð og ýmsar stórfram-
kvæmdir þar á döfinni, sem eðli-
lega skapast með bættum hafn-
arskilyrðum á staðnum. Fiskverk
un fer vaxandi ár frá ári, fryst-
ing, söltun og skreiðarverkun.
Fyrir alla þessa starfsemi er
sandurinn hinn mesti skaðvald-
ur, sem nauðsynlegt er að út-
rýma. Hefting sandfoksins er þvl
mjög aðkallandi, og er tillagan
þess vegna fram borin.
leiðina færa fyrir þung flutninga
tæki. Ef samgöngur lokuðust
yfir Mýrdalssand vegna náttúru-
hamfara væru miklir möguleik-
ar fyrir því að hægt væri að
nota Fjallabaksleið nyrðri sem
samgöngu og flutningaleið um
takmarkaðan tíma. Þetta væri
þó aðeins framkvæmanlegt, ef
áðurnefndar ár yrðu brúaðar og
nokkurt fé veitt til að bera ofan
í veginn á stöku stað. Að lokum
sagði Ragnar Jónsson: „Það er
óþarft að lýsa fyrir háttv. al-
þingismönnum hvers virði það er
fólkinu í dreifbýlinu, að sam-
göngur geti farið fram með eðli-
legum hætti. Ef verulegar trufl-
anir verða þar á, getur það vald-
ið lítt bætanlegu tjóni. Ekki sízt
ef það skeði um mesta flutnings-
tíman að vorinu eða haustinu
meðan sláturtíð stendur. fbúum
Vestur-Skaftfellssýslu, þeim sem
fyrir austan Mýrdalssand búa,
er Ijóst að öryggi þeirra, hvað
samgöngur snertir, yrði stórum
aukið með því að gera þær um-
bætur á Fjallabaksleið hinni
nyrðri, sem við flutningsmenn
tillögunnar leggjmn til.“
á 1
Fjallabaksleið nyrðri verði
fær þungaflutningum
^ Hvar eiga 14—15 ára
unglingar að skemmta
sér?
Fjórar ungar stúlkur senda
Velvakanda þetta bréf:
„Kæri Velvakandi!
Geturðu útskýrt. það fyrir
okkur, hvernig stendur eigin-
lega á því, að allir dansstaðir
eru bannaðir unglingum innan
16 ára? Af hverju er ekki a.m.k.
eitt hús opið fyrir unglinga frá
15 til 18 ára, t.d. „Lidó“? Af
hverju má ekki æskan vera
þar? Ekki er áfengi leyft þar.
Krakkar, svona 14—15 ára,
eru alveg brjálaðir í að fá að
vera þar, sérstaklega á laugar-
dagskvöldum. Þá er alltaf upp-
selt fyrir kl. tíu. Og ekki eru
allir þar inni orðnir 16 ára.
Þeir, sem ekki hafa náð þeim
aldri, hafa „reddað" sér inn með
einhverjum brögðum og í fyrstu
kannske með vonda samvizku,
en svo gleymist það, þegar
„Tónar“ leika af öllum kröftum
fjörug lög.
Er alveg ómögulegt að hafa
„Lidó“ eða eitthvert annað
danshús opið fyrir unglinga
14—15—18 ára? Það er alltaf
verið að tala um að æskan hafi
„Lidó“. Eru 15 ára krakkar ekki
æskan? Hvar eiga krakkar
14—15 ára að vera, hvað eiga
þeir að gera um helgar?
Þegar þeir hafa gert árang-
urslausar tilraunir til að kom-
ast inn í „Lidó“, komast þeir í
vont skap, „redda“ sér um far
til Hvols eða Hlégarðs, detta í
það, og koma svo þunnir eða
fullir heim.
Hvað er þetta betra? Hvera
vegna mega 14—15 ára krakkar
ekki skemmta sér í heiðarleg-
um félagsskap í LÍDÓ?
Fjórar óðar.
P.S. Ef það kæmi að ein-
hverju gagni, þá gætum við
safnað nokkrum hundruðum
undirskrifta, því að við mælum
fyrir munn flestallra unglinga,
14—15 ára“.
Svo mörg eru þau orð hjá
ungu stúlkunum, og mega nú
allir æskulýðsfulltrúar svara
þeim hér í dálkunum, ef þeir
gerast ekki of langorðir.