Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 16. nóv. 1963
BRJALADA HÚSIÐ
ELIZABETH FERRARS
Það gerðist þannig. Eitt vorið
fékk ég hettusótt og varð alvar
lega veikur, eins og fullorðnir
verða oft, af þessum hvimleiða
sjúkdómi. Meðan ég lá, tók ég
að lesa glæpareyfara. Eg hafði
aldrei lesið þá áður, þar eð ég
hélt að þeir hæfðu ekki manni
með menningarlegt hugarfar. En
ég fann, að þeir hrifu mig. Þessi
sniðuga og slynglega samsetn-
ing þeirra hreif mig, svo að ég
gleypti þá í mig. Það var aðal-
lega vélræni þátturinn í þeim,
sem vakti áhuga minn. Eg fór að
hugsa um, hvort það væri nú í
rauninni mögulegt að nota þess
ar gildrur og veiðibrellur með
árangri — þessar byssur, sem
hægt var að hleypa af, langt í
burtu, sjálfvirkar eitrunarað-
ferðir, eiturloft, sem hægt var
að leiða gegn um pípur, o.s.frv.
Var það virkilega hægt að nota
þessar brellur, eins og þeim var
lýst? Loksins tók ég að gera
tilraunir. Eg gerði þær í laumi,
af því að ég hélt, að konan mín.
með sitt strang-menningarlega
hugarfar, mundi sennilega ekki
skilja þennan áhuga minn. Allt
til þessa dags, hefur hún enga
hugmynd um tilraunir mínar,
því að ég hef varðveitt leyndar
málið vandlega. Þegar ég svo
hafði prófað ýmsar morðaðferð
ir, sem ég hafði lesið um, tók ég
að finna upp nýjar sjálfur, eins
og eðlilegt var. Aðferð mín við
þessar prófanir var sú að útbúa
áhldið nákvæmlega eftir lýsing-
unni, en þó þannig, að það var
algjörlega skaðlaust. Svo kom ég
því þannig fyrir, að einhver
annar en ég sjálfur skyldi ýta
á hnappinn, taka í gikkinn, eða
hvað það nú var, sem gert var
til að láta áhaldið verka, þannig
að hann sjálfur varð fyrir því.
Ekki veit ég hversu oft konan
mín er búin að verða fyrir þess-
uim gervimorðum mínum. Ég
segi „morð“, en annars hef ég
búið til áhöld til íkveikju og
þjófnaðar; ég hef fundið upp að
ferðir til að læsa tómum her-
bergjum innan frá, og ég hef
æft ímyndunarafl mitt á öllum
sviðum glæpastarfsemi. Eg held
mér hafi ekki dottið í hug, fyrr
en nú alveg síðustu dagana, að
neitt illt væri í þessum æfingum
mínum. Þessi leynd mín var að-
eins til þess gerð að hafa næði
við þær. Eg áttí ekki nema einn
félaga við þessa dægradvöl mína
— og hann óafvitandi. En hið
illa liggur að baki öllum skemmt
unum mannsins . . .
Hér greip Toby fram í, en
hann hafði verið fljótari að lesa
en Vanner: — Þú getur sleppc
næsta blaði, það er bara um upp
runa syndarinnar. Hann hlýtur
að hafa verið með sektarkennd
frá fyrsta fari, úr því að hann
var að fara bak við konuna sína.
En hérna fer það að skána aft-
ur.
Fry hafði haldið áfram;
Svo kom þá refsingin mín: Eg
myrti án þess að vita af því. Þeg
ar ég hafði áður gert tilraunir
með eitur, notaði ég ekki raun-
verulegt eitur, heldur eitthvað
meinlaust, jafnvel meðöl. Samt
átti ég birgðir af eitri, sem ég
hafði hnuplað í tilraunaskyni í
Hildebrandstofnuninni, nokkru
áður. Einu sinni notaði ég fyrir
handvömm, eina af þessum eitur
tegundum í staðinn fyrir venju
lega gerviefnið. Handvömm? Já,
það var mín handvömm, en ekki
ihins mikla vilja, sem hafði á-
kvarðað refsingu mína. Eg myrti
— og ég myrti það, sem var
kært. Og svo varð ég að myrða
aítur og aftur. Þið munuð finna
í skúffunni vinstra megin í skrif
borðinu, litla vasabók, þar sem
getur um hin mörgu skemmti-
legu morð, sem ég held, að mætti
fremja án þess að upp kæmist. tryggni í augnaráðinu. —
Aðferðin, sem ég notaði við að ©nigu að síður
En
myrða Lou Capell og Roger
Clare, stendur þar skrifuð. En að
ferðin, sem ég notaði til að
myrða sjálft uppáhaldið mitt,
hana Vanessu, er leyndarmál og
verður það að eilífu. Enginn fær
nokkru sinni að vita, hvernig ég
fór að því eða hvernig ég faldi
elskaða litla líkamann hennar.
Eins og er — og ég bið ykkur
að trúa hreinskilni minni — er
það jafnvel mér hulið. Eg mun
einhverntíma komast að sann-
leikanum, draumurinn og raun-
veruleikinn munu koma saman,
og þá fæ ég að vita allt. En svo
gæti ég dáið fyrr og þá fær eng
inn, ekki einu sinni ég sjálfur,
nokkurn tíma að vita það. Það
er skelfilegt og þá skelfingu ætla
ég ekki að opinbera neinum
manni, heldur reyna að hugleiða
þetta hræðilega verk mitt, svo
að dauðinn er mér nauðsynleg-
ur. Hver gæti þol'að slíka refs-
ingu og lifað það af?
Adolphus Fry.
Vanner leit á Toby.
Morðæði, sagði hann.
Toby svaraði: — Eg bjóst meira
eða minna við þessu, en það var
þó bara tilgáta, því ég hafði svo
fátt við að styðjast, en ég var
farinn að halda, að þetta gæti
verið eina skýringin. Og þess
vegna vildi ég fá þig hingað,
Vanner — ég ælaði mér aldrei
að fara að rabba rólega við
Adolphus Fry.
Vanner var að fitla við hök-
una á sér og hleypa brúnum, og
leit svo á handritið með tor-
— Heyrið þið mig, sagði Georg
rólega, úr glugganum. — Það er
manneskja í talsverðri lífshættu
núna. Ef við brygðum nógu
fljótt við, gætum við ef til vill
bjargað hennL
14. KAFLI.
Þeir litu á hann, án þess að
skilja, hvað hann var að fara,
en þá æpti Toby upp: — Frú
Fry! Það er einhver af þessum
bannsettu vítisvélum einhvers-
staðarl Hvar er hún? Hvert er
kerlingin farin?
Georg svaraði: — Eg held að
þú ættir að lofa fulltrúanum að
gera skyldu sína við gamla
manninn, og koma með mér. Eg
veit, .hvert við eigum að fara.
Vanner sagði: — Svo þú ert
þá búinn að fá heyrnina aftur?
— Við ættum að flýta okkur,
sagði Georg.
— Gott og vel, farðu bara með
honum, sagði Vanner, við Toby.
— Verið þið að minnsta kosti
ekki fyrir mér hérna. Er nokkur
sími hér í húsinu? Hann fór út,
að leita að síma.
Toby og Georg hittust úti við
hliðið. Á veginum stóð bíll Max
Potters.
— Hvernig náðirðu í hann?
spurði Toby.
— Stal honum, hvaraði Georg
og þeir stigu báðir inn í bílinn.
— Halló, sagði Toby, þegar
bíllinn fór af stað. Hvert erum
við að fara? Til Wilmers End?
Georg hristi höfuðið.
— Hvert þá?
En athygli Georgs var öll við
— Sláðu ekki hana móður þína.
fornbílinn. Hann var óþolinmóð
ur og önugur við hann, og reyndi
að pína hann upp í meiri hraða,
en hann hafði náð á undaníörn
um árum.
Allt í einu æpti Toby: — Hilde
brandstofnunina?
Georg hristi höíuðið.
— Mér líkar þetta ekki, sagði
Toby. — Hvað erum við að fara?
Og hvað hefur þú verið að haf-
ast að síðan í gærkvöldi?
— Það sem mig langar nú
mest að vita, sagði Georg, — er,
hvernig þú komst að því, að það
væri gamli maðurinn? Þú sagð
ir mér aldrei, hvað þú gizkaðir
á.
— Eg hefði sagt þér það ef
þú hefðir ekki horfið út í myrkr
ið.
— Hvernig fannstu þetta út?
Georg straukst fram hjá hjól-
reiðamanni.
Toby sagði: — Það var ekki
fullnægjandi. Of miklar getgát-
ur. Og ég er meira að. segja
enn ekki viss um, að hann sé
eins brjálaður og hann lætur i
þessu skrifi sínu, eða hvort eitt
hvert vit liggur að baki brjál
seminni. Þú skilur, ef hann hef
ur gert sömu vitleysuna og Eva,
að halda, að eitthvert ástarævin-
týri væri á ferðinni hjá Lou og
Roger, og þau váeru í þann veg
inn að giftast, þá hafði hann
ærna ástæðu til að reyna að
hindra það. Ef þau hefðu gifzt,
hefði Vanessa orðið áfram i
fóstri hjá Fry-hjónunum. En Lou
og Vanessu þótt vænt hvorri um
aðra. Lou hefði áreiðanlega orð
ið bezta stjúpa. Og það þýddi
sama sem, að Fryhjónin hefðu
misst af álitlegri fjárupphæð.
Það var eitthvað skrítið í bros
inu á Georg. — Ef svo hefur
verið, Tobbi, hversvegna kálaði
han.n þá ekki Clare, blátt áfram,
og lét Lou í friði?
Skýrsla Dennings um Profumo-máliö
(V) Rannsókn háyfirdómarans
Miðvikudaginn 29. maí 1963,
átti forsætisráðherrann fund
með siðameistaranum og háyfir
dómaranum (Lord Chancellor)
og þar bað forsætisráðherrann
háyfirdómarann að hefja sjálfur
rannsókn á gögnum þeim, er mál
ið snertu, og 30. maí ritaði for-
sætisráðherrann bréf til hr. Wil
sons, til að tilkynna honum
þetta:
„Eg hef verið að hugleiða
samtal okkar á mánudaginn.
Eg er persónulega sannfærð-
ur um, að öryggisþátturinn í
Wardmálinu hefur verið und
ir nægilegu og vandlegu eft
irliti, en ég tel mikilvægt, að
þér þurfið ekki að vera í nein
um vafa um það.
Því hef ég beðið háyfirdóm
arann að athuga vandlega
skýrslur öryggisþjónustunnar
og önnur gögn, sem mér
hafa borizt í sambandi við
mál þetta og gera hverja þá
rannsókn, sem hann telur
nauðsynlega með hjálp ör-
yggisþjónustunnar og lögregl-
unnar, og tjá mér, ef hann tel
ur að frekari aðgerðir séu
æskilegar".
Háyfirdómarinn hóf rannsókn
sína 30. maí 1963, og gaf skýrslu
13. júní 1963. En á meðan á því
stóð, hafði margt gerzt,
15. KAFLI.
Afsögn hr. Profumos.
Öryggisþátturinn, sem hr. Wil
son hafði vakið máls á og heila
brotin, sem átt höfðu sér stað
hjá blöðunum í Fleet Street
höfðu sín áhrif. í vikunm, frá
27.—30. maí, hittu siðameistar-
inn og einkaritari forsætisráð-
herrans Profumo að máli, hvor
í sínu lagi. Profumo var tjáð,
að svo virtist sem rannsókn
mundi fara fram. Ef nokkur veila
væri í frásögn hans, mundi það
skaða ríkisstjórnina ósegjan-
lega. Hann var alvarlega áminnt
ur um, að ef nokkuð væri ósatt í
yfirlýsingu hans í þinginu, ætti
hann að játa það ótilkvaddur.
Hann neitaði enn, að nokkuð
sem hann hefði sagt, væri ósatt.
Honum var sagt, að háyfirdómar
inn mundi vilja tala við hann í
næstu viku.
Föstudaginn 31. maí var þing-
inu frestað sökum sumarleyfis
ins. Forsætisráðherrann fór í
stutt frí til Skotlands. Profumo
hjónin fóru í stutt frí til Fen-
eyja, til fimmudags 6. júní. Blöð
in bjuggust við, að nú mundi eitt
hvað gerast. Á flugvellinum í
London voru Profumohjónin að
sótt af blaðamönnum og Ijós
myndurum. Þau komu til Fen-
eyja um kvöldið. Profumo sagði
mér, að hann hefði þá ákveðið
það með sjálfum sér, að hann
gæti ekki lengur gengið með
þessa hræðilegu sök á samvizk-
unni. Hann ákvað að segja konu
sinni alla söguna. En fyrst borð-
uðu þau kvöldverð í ró og næði
Eftir kvöldverðinn sagði Pro-
fumo konu sinni alla söguna —
í fyrsta sinn — að hann hefði
átt óleyfilegt samband við Christ
ine Keeler. Hann sagði henni frá
öllum smáatriðum. Þau töluðu
um þetta fram eftir allri nóttu
Profumo sagði: „Elskan mín, við
verðum að fara heim nú, eins
fljótt og við getum og horfast í
augu við málið“. Og það gerðu
þau. Þau töldu það of áberandi
ef þau færu fljúgandi, svo að
þau fóru daginn eftir með nætur
lest og komu heim með ferjunni.
Svo vildi til (eftir að þau
höfðu ákveðið heimferðina), að
um kl. 9,30 á laugardagsmorg-
un, komu talsímaboð til gisti-
hússins í Feneyjum, um að hann
þyrfti að koma heim einum
degi á undan áætlun. Það var
satt. Háyfirdómarinn var að
•hefja rannsókn sína og vildi
tala við Profumo á miðvikudag,
5. júní. En þau höfðu þegar á-
kveðið heimförina.
Profumohjénin komu til Eng-
lands á hvítasunnudag, 3. júní,
og snemma næsta dag fóru þau
í bíl til Summolk til Hare-hjón-
anna, (sem voru miklir vinir
þeirra). Profumo sagði Hare
sannleikann. Eftir að hafa feng
ið ráðleggingar hjá honum,
sneri hann aftur til Londo«n og
4. júní hitti hann siðameistarann
og einkaritara forsætisráðherr-
ans. Hann sagði formálalaust:
„Eg verð að segja ykkur, að ég
svaf raunverulega hjá ungfrú
Keeler og yfirlýsing mín um það
efni var ósönn“. Vitanlega lá
það í augum uppi, að hann gat
ekki lengur setið í ríkisstjórn-
inni. Hann varð að segja af sér
Þá fóru þessi bréf á milli:
„Kæri forsætisráðherra.
Þér munuð minnast þess, að
ég gaf persónulega yfirlýs-
ingu í þinginu, 22. marz, í
tilefni af tilteknum ásökun-
um.
Um þær mundir hafði al-
mannrómurinn, sakað mig um
að hjálpa til við hvarf vitnis
og jafnvel að hafa gerzt sekur
um brot gegn öryggi lands-
ins. Svo alvarlegar voru þess
ar ásakanir, að mér varð á að
halda, að persónulegt sam-
band mitt við þetta vitni, sem
einnig hafði orsakað sögu-
sagnir, væru hlutfallslega lít
ilvægari. í yfirlýsingu minni
sagði ég, að engin ósiðsemi
hefði verið samfara þessu sam
bandi. Mér þykir mjög fyrir
því að játa, að þétta var ekki
sannleikanum samkvæmt, og
að ég hefði blekkt yður og
starfsbræður mína, og svo
þingið. Eg bið yður skilja, að
ég gerði þetta til þess að
vernda konu mína og börn —
að ég sjálfur hélt — sem voru
blekkt á sama hátt — svo og
lögfræðilegir ráðunautar mín
ir.
Mér hefur orðið það ljóst,
að með þessum blekkingum
hef ég orðið sekur um alvar-
legt misferli, og þrátt fyrir
það, að hinar ásakanirnar
eru ósannar, get ég ekki hald
ið áfram að vera í ríkisstjórn
yðar, né heldur í neðri mál-
stofu þingsins.
Eg get ekki lýst fyrir yður
innilegri iðrun minni eftir
þau vandræði, sem ég hef kom
ið í bæði yður og starfsbræðr
um mínum í ríkisstjórninni,
kjósendum minum og flokkn
um, sem ég hef þjónað í und
anfarinn aldarfjórðung. ^
Yðar einlægur
Jack Profumo.
Til háttv. Harold Macmillan,
forsætisráðherra".