Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 24
7$orc/en's VORUR »»♦★»»»■»*»*♦♦*♦»♦*»*»♦■*+*+*+*+++** BRAGÐAST BEZT 245. tbl. — Laugardagur 16. nóvember 1963 sparið og notið Sparrl Gosið við Vestmannaeyjar heldur áfram: Gígbarmarnir komnir upp úr sjó og mynda eyju Jarðfræðingar nefna hana Séstey í GÆRMORGUN myndaðist lítil eyja á gosstaðnum 3 sjó- mílur vestur a£ Geirfuglaskeri. Sást á barm eyjarinnar í gærmorgun a£ varðskipinu Albert. Hæstur var norðvestur- barmur, ca. 8 m. hár. Var í gærkvöldi áætlað að lengd henn- ar mundi sennilega skipta nokkur hundruð metrum, og þæð vera 8—10 m., en mjög erfitt er að sjá þetta vegna gos- mökksins. — Gosið hélt áfram af sama krafti í allan gærdag, mældist hæst um 8 km, en lækkaði í milli og sást mökkurinn um allt 23,000 tunnur til A-Þýzka- lands GERÐIR hafa verið samning ar um sölu á 80 þúsund tunn- um af saltaðri Suðurlandssíld til Póllands, Austur-Þýzka- lands, Bandaríkjanna, ísrael og Svíþjóðar. Standa vonir til, að samningar takist við Tékka um sölu á a.m.k. 5 þúsund tunnum til viðbótar. Áætlað er að þetta magn samsvari um 140 þúsund tunn um uppmældum. Samninga- umleitanir standa enn yfir um sölu á Suðurlandssíld til ýmissa annarra landa. Siðustu saltsíldarsölur voru til Austur-Þýzkalands og nema þær 23 þúsund tunnum ú tf lutn i ngspökk uð u m. Suðurland. Inn undir mekkinum voru vindsveipir. 1 allan gærdag komu öðru hverju glóandi hraun slettur, eins og eðlilegt er eftir að gígurinn hefur náð upp úr sjó. Og farþegar í VORI JBjörns Pálssonar sáu kl. 4,30 snöggvast hátt gos, sem talið var að næði upp í 1000 fet. Vísindamenn voru í allan gær dag á Albert kringum gosið, og átti að taka kerfisbundið sýnís- horn í kringum það í alla nótt. 9 vindstig undir mekkinum, 5 fyrir utan. Ný eyja er risin, sagði dr. Þor- leifur Einarsson jarðfræðingur í símtali við blaðið í gærmorgun. Hann er staddur á varðskipinu Alfbert og sáu þeir eyjuna í gos- mekkinum um kl. 8 um morg- uninn. Sást hún illa inni í gos- mekkinum, en það sem hæst bar af gígbarminum var orðið 8 m. Mun það hafa verið norðvestur barmurinn. Þorleifur sagði að þeir hefðu siglt í morgun í 0,2—0,3 sjómílna fjarlægð frá gosinu. Hagl og vikurhrinur dundu á skipinu. Og undir mekkinum var vind- stroka, sem kom niður með gos- inu. Voru 9 vindstig undir mekk inum, en 5 fyrir utan. Sjóinn skóf talsvert og „þetta var ekk- ert þægilegt“, eins og Þorleifur orðaði það. Þorleifur sagði að gosið hefði á 128 m. dýpi. Eftir að eyjan væri komin upp úr kæmu gló- andi hraunflykki innan úr gígn- um, en þau sæjust óglöggt og ekki nema stundum innan í mekk inum, einnig kæmu stórar gos- bom'bur og færi grjótið upp í 300 m. hæð. Þegar hraunslett- urnar lentu á sjónum, gysi upp í 300 m. hæð. Gufumökkurinn var mjög hár í gærmorgun. Um kl. 8 var hann hæstur um 8 km. hár, en klukku stund síðar um 5 km. Væri þetta breytingum háð eftir veðr- inu. Þorleifur sagði að þetta væri greinilegt basalt gos, sem er það eðlilega. Vestmannaeyjar eru úr móbergi, myndaðar úr samrunn- inni gosösku. Séstey eða Séstei? Mbl. átti tal við dr. Sigurð Framh. á bls. 23. K« rsy;:í nt Uii, t **'■■*■• hí:;. Hjó af og ser sigldi vorpuna til hafs ísafirði, 15. nóv. VARÐSKIPIÐ Þór tók brezka togarann James Barrie H-15 að meintum ólöglegum veiðum innan fiskveiðitak- Fiskurinn þolir ekki öskufall Rætt við þaulkunnugan Eyjaskipstjóra um gosmiðin MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við Sigurgeir Ólafsson, skipstjóra á Vestmannaeyja- bátnum Lunda, VE 110, en hann er manna kunnugastur á miðunum við Eyjar, þá ekki sízt á því svæði sem neðan- sjávargosið varð. Sigurgeir sagði: — Á þessum slóðum eru fræg fiskimið og hafa verið um áraraðir. Einkum hefur verið veitt þarna í þorskanet, en reyndar á línu líka. Við köllum þessi mið Heimabanka eða Eyjabanka, svona til að- greiningar frá Selvogsbanka. — Þar sem. gosið varð, er hóll í línu á Geirfuglasker, þar sem það ber í Súlnasker. Hóllinn er 20 faðma hár frá botni og niður á hann er 50 faðma dýpi. - — Við þennan hól hefur ver ið fiskað óhemjurrfikið, þar til fyrir þrem árum að þar varð ördeyða. Þarna hefur ekkert fengizt I þorskanetin, en ein- hver reytingur á línu. — í línu frá skerjunum og hólnum eru fjölmargir hólar, sem ná langt út 'á haf. Þar hefur fengizt fiskur á línu und anfarnar vertíðir. — Ég gizka helzt á, að gosið hafi orðið í umræddum hóli eða rétt við hann. Það verður fróðlegt að sjá hvernig botn- inn breytist þarna. — Þegar Hekla gaus árið 1947 fengum við öskufall á miðin og brá þá svo við, að allur fiskur hvarf af miðunum um tíma, en það lagaðist þó fljótlega aftur. — Ef við fengjum nú hafátt, sem bæri ösku frá gosinu nú inn á grunnmiðin, þá er lik- legt að fiskurinn hyrfi um tíma. — Það er gamalla manna mál, að fiskurinn þoli ekki öskufall. En standi gosið ekki því lengur og verði öflugt er fiskimiðum okkar ekki hætta búin á vetrarvertíðinni. markanna út af Stiga laust fyrir miönætti I gærkvöldi. Togarinn hjó af sér vörpuna og varð Þór að skjóta þrem- ur lausum skotum að togar- anum áður en hann stanzaði. Þór fór með togarann til ísa- fjarðar í morgun og réttarhöld í máli skipstjórans, Richard Taylor frá Hull, hófust hjá bæjarfógeta, Jóhanni Gunnari Ólafssyni, eftir hádegi. Meðdómendur eru Rögn- valdur Jónsson, forstjóri og Simon Helgason, hafnsögumaður. Fyrst kom fyrir réttinn skip- herrann á Þór, Jón Jónsson, og lagði fram skýrslu um töku tog- arans. Klukkan 23.30 sást skip er virtist vera á togferð innan fiskveiðitakmarkanna út af Stiga. Klukkan 23.38 var gerð fyrsta staðarákvörðun og reynd- ist togarinn þá vera 1.4 sjómílu fyrir innan. Rétt á eftir sást, að togarinn togaði með stjórnborðs- vörpu í sjó. Togvírarnir sáust greinilega þegar ljóskastara varð skipsins var beint að þeim. Gef- ið var stöðvunarmerki með hljóð- pípu og ljósmorsi og enn var gerð staðarákvörðun og var tog- arinn þá 1.5 sjómílu fyrir innan. Enn var gefið stöðvunarmerki og togarinn kallaður upp í tal- stöð og síðan skotið lausu skoti, Var síðan gerð þriðja staðar- ákvörðun og var togarinn þá 1.2 sjómílur fyrir innan. Klukkan 23.50 var sett út dufl 0.95 sjóm. fyrir innan. Klukkan 23.56 sást að togar- inn hafði sett á meiri ferð og við nánari athugun sást að hann var búinn að losa sig við vörpuna og hélt til hafs. Gefin voru stöðug stöðvunarmerki og skipið kallað upp og einnig var skotið öðru lausu skoti. Rétt eftir miðnætti var enn skotið lausu skoti og stöðvaði togarinn skömmu síðar. Skipstjórinn á James Barrie óskaði eftir að fá að hafa sam- band við brezka herskipið Dunc- an og þegar því samtali var lok- ið samþykkti hann að fara með varðskipinu til hafnar. 2. stýrimaður varðskipsins, Magnús Emilsson, og tveir há- setar, fóru um borð í togarann. Viðurkenndi Taylor að hafa ver- ið innan fiskveiðimarkanna, en neitaði að hafa verið að veiðum. Frh. af bls. 23 SjÉlfstæðisfólk! Varðarkaffið í Valholl verður ekki í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.