Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 23
f Laugardagur 16. nóy. 1963 MORGUNBLAÐID 23 — Gosið Kvöldvaka leikara FÉLAG íslenzkra leikara efndi til leikarakvöldvöku í Þjóðleik- húsinu mánudaginn 4. þ.m, en sú viðleitni félagsins til söfnun- ar í félagssjóð hefur legið niðri um nokkurra ára skeið. Kvöld- vaka þessi reyndist hin vinsæl- asta, og hafa færri en vildu kom- izt á þær þrjár sýningar, sem verið hafa til þessa. Þarna koma fram flestir af þekktari fé'lags- mönnum F.Í.L., ýmist á leiksviði eða utan þess, og vekja óskipta kátínu áhorfenda. Að öðrum atriðum kvöldvök- unnar ólöstuðum vekur leikara- hljómsveitin sennilega mestan hlátur, enda er hér um mjög ó- venjulegt og sérstætt skemmti- atriði að ræða. Og einsöngur Framh. af bls. 24 Þórarinsson á varðskipinu Al- bert um 9 leytið í gærkvöldi. Hann sagði að gosið væri svipað að styrkleika og verið hefði, en eftir að eyjan myndaðist þeytt- ist glóandi hraun miklu lengra upp, líklega í nokkur hundruð metra hæð. Einnig væri í mekk- inum talsvert af eldingum, sem benti til að í honum væri aska. Hann sagði að eyjan nýja, sem vísindamennimir nefna Séstey með tilliti til þess að hann megi kalla Séstei ef á þarf að halda, sjáist stöku sinnum í mekkinum. Glóði það mikið inn í mekkin um að þar sé greinilega hraun að ná upp. Gjall sáldrast niður. Og sagði Sigurður að stöku flugvél færi óþarflega nærri, því slettur gætu orðið stórar. En gjallið sekkur jafnóðum. — Annars er það eitt af okkur að frétta, að við gægjumst öðru hverju upp á mökkinn, og snúum meira lóðrétt en lágrétt, sagði Sigurður. Unnsteinn hefur á orði að bezt sé að skjóta landhetjun- um í land í kvöld, við séum bara fyrir. Hann og aðstoðarmenn hans ætla að taka kerfisbundin sýnishorn allt í kringum gosstað- inn í alla nótt. En ég óska þess bara að ég fái að bjóða honum upp á eldgos á Vatnajökli, svo ég geti látið hann liggja á ís er eitt mesta vandamál Vest- mannaeyinga. Mbl. hafði samband við Veður stofuna og ræddi málið við Jón Eýþórsson. Hann sagði að norð- austan blástur hefði verið á gos- staðnum, 7 vindstig og 8 stiga frost í gærkvöldi. Og spáð væri að hvessti á austan, svo ekki ætti að vera ástæða til að óttast þetta í dag. Áhorfendur og vísíndamenn á staðinn. í gær og fyrradag var stöð- ugur flugvélastraumur yfir gos- stöðvunum, allar flugvélar á lofti. Flugfélagið flaug yfir, Björn Pálsson með sínar vélar og all- ar einka- og leiguvélar. Gosmökkurinn sást alla leið á Snæfellsnes, og var greinilegur í Reykjavík. Fjöldamargir óku á Kambabrún til að sjá hann. Vísindamenn eru á varðskip- inu Albert á Gosstöðvunum. — Þar eru dr. Sigurður Þórarins- son við athuganir, dr. Guðmund- ur Sigvaldason, jarðefnafræðing ur, dr. Þorleifur Einarsson, jarð fræðingur, dr. Unnsteinn Stefáns son, haffræðingur, Svend Aage Malmberg, haffræðingur o.fl. Árna Tryggvasonar með undir- a v*rð að það að gos eru miklu huggulegn á landi. Arnfinnssonar er leik Róberts bráðsmellinn. Leikarar hafa fá tækifæri til að halda þessa kvöldvöku sína, því flest kvöld er leikið í leik- húsunum, en þó eiga þeir venju- lega frí á mánudögum. Er þess vegna ákveðið að endurtaka kvöldvökuna á mánudagskvöld, og verða þá tvær sýningar, kl. átta og ellefu. — / landhelgi Framh. af bls. 24 Fyrir réttinn komu svo þrír stýrimenn varðskipsins og háset- arnir tveir, sem höfðu farið um borð í togarann. Staðfestu yfir- mennirnir skýrslu skipherra. — Magnús Emilsson, 2. stýrimaður, kvaðst hafa beðið hásetana tvo að athuga togvírana þegar komið var um borð í togarann. Voru þá báðir endarnir niðri í netalest og voru þar þrír menn að búa sig undir að splæsa saman vír- ana. Voru þeir stöðvaðir við það verk og síðan höfð gæzla á vírunum. Togaramenn höfðu náð í nýja vörpu, sem lág í hrúgu á fram- þilfarinu, en voru ekki búnir að slá undir. Hásetar báru það, að vírarnir hefðu greinilega verið höggnir. Að loknum eiðfestum fram- burði varðskipsmanna kvaddi dómurinn til tvo sérfróða menn til að athuga togvírana á James Barrie og sérstaklega enda þeirra. Var síðan gert réttarhlé til kl. 18, en þá var kominn til ísafjarð- ar Gísli ísleifsson, hrl., verjandi skipstjórans. Kom þá fyrir rétt- inn Richard Taylor, skipstjóri. Var honum lesin skýrsla skip- herrans á Þór og gerði hann nokkrar athugasemdir við hana. Sagði Taylor, að þegar togar- lnn hefði snúið við með Þór að ná í dufl, sem varðskipið hafði sett út, þá hefði hvorki togara- menn né 2. stýrimaður á Þór, sem var um borð í togaranum, séð varðskipið taka upp neitt dufl. Þrátt fyrir þetta kvaðst Taylor ekki neita því, að hafa verið fyr- ir innan fiskveiðitakmörkin. Hann sagðist ekki hafa gert stað- arákvörðun og því vel hafa getað verið nokkrum milum fyrir inn an, en hélt fast við, að hann hafi ekki verið að veiðum. Sagði hann, að nokkrir skipverjar hefðu verið að störfum í lest, en aðrir á þilfari að undirbúa að setja undir nýja vörpu. Hann hefði leitað inn fyrir fiskveiði- mörkin vegna veðurs, þar sem þungur sjór hefði verið fyrir utan en sléttari sjór nær landi. Skipstjórinn kvaðst hafa misst vörpu sína fyrr um daginn um 16.2 mílur NV af Galtarvita, tæp- ar 3 mílur utan markanna. Kvaðst hann hafa sett þar út lítið dufl og tveir eða þrír togar- ar frá Grimsby hafi ætlað að slæða eftir henni. Hefði afturvír- inn slitnað fyrst og forvírinn 10 mínútum síðar. Hann sagði, að höggvið hefði verið á vírendana á þilfari til þess að búa þá undir splæsingu. Skipstjórinn var spurður um þá staðhæfingu varðskipsmanna, að þeir hafi séð tvo togvíra aftur af skipinu. Svaraði hann því til, að varðskipsmenn hlytu að hafa mjög góða sjón, því skyggni hafi verið svo slæmt, að þeir hefðu ekki getað séð neina víra, jafn-, vel þótt þeir hefðu verið í tog- blökkinni. Sjálfur kvaðst hann hafa beint kastljósi sínu á Þór og ekki þekkt varðskipið fyrr en það var komið alveg að skips- hliðinni og haldið að þarna væri flutningaskip. Hann kvaðst ekki hafa heyrt né séð merki frá varð- skipinu vegna veðurs. Grimsby- togari hefði kallað sig upp í talstöð og sagt að Þór væri að kalla og hafði hann þá strax sam- band við varðskipið. Taylor skipstjóri sagði, að þeg- ar hann hefði kennt varðskipið hefði sín fyrstu og eðlilegu við- brögð verið að taka á rás og hafi hann sett á fulla ferð og stefnt til hafs. Þegar varðskipsmemn komu um borð í togarann hefði ekkert það verið á þilfari sem bæri vott um að hann hafi verið að veiðum og vörpurnar verið niðri í netalest. Skipstjóri óskaði að lokum eftir því, að stýrimað- ur og bátsmaður yrðu kvaddir sem vitni. Að þessu loknu var lögð fram skýrsla dómkvaddra manna sem athugað höfðu togvírana og kem- ur þar fram, að vírarnir hafi ver- ið höggnir. Var rétti þá frestað til kl. 9. Þegar réttarhöldunum var haldið áfram í kvöld komu fyrir réttinn stýrimaður og bátsmaður togarans. Staðfestu þeir með eið- festum framburði framburð skip- stjóra um það hvar og hvernig togarinn hefði misst vörpu sína. Að réttarrannsókn lokinni var málið sent til saksóknara ríkis- ins. — Högni. —- 30 ár Framhald af bls. 1. Kennedy sagði stjórnina hafa mótmælt því harðlega , að pró- fessorinn hefði ekki fengið að ræða við sendimenn Bandaríkj- anna í Moskvu. Varðandi frekari umræður um menningartengslin sagði Kennedy augljóst, að til- gangslaust væri að hefja viðræð- ur um menningarmál, ef sambúð ríkjanna væri slík, að maður, sem aldrei hefði nærri njósnum kom- ið, væri handtekinn og ekki gef- inn neinn kostur á að bera hönd fyrir höfuð sér. ♦ Mistök — telur Steinbeck John Steinbeck, rithöfundur, sem um þessar mundir er stadd- ur í Moskvu, sagði á fundi með fréttamönnum í bandaríska sendi ráðinu í gær, að Sovétstjórnin hefði með meiri rétti getað hand- tekið hann en Barghoorn, því að hann hefði spurt sovézka embætt ismenn margra óþægilegra spurn inga. Kvaðst hann þeirrar skoð- unar, að prófessorinn hefði verið handtekinn fyrir mistök lágt- settra embættismanna og málið myndi leysast innan skamms. — 4/jb/ng/ Framihald af bls. 6 Á GÍSLI Guðmundsson (F) o.fl. hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um aflatryggingasjóð sjáv- arútvegsins. Á Frumvarp um heftingu sand foks og græðslu lands hefur ver- ið lagt fram í Neðri deild. Flutn- ingsmenn eru Björn Fr. Björns- son (F) og Gísli Guðmundsson (F). SIGRÚN SVEINSSON MIR löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi i þýzku. Simi 1-11-71. Vestmannaeyingar hafa verið að hafa af því áhyggjur, að átt kunni að breytast og þeir fái vik- urgjall yfir sig, og bera þá mest- an kvíðboga fyrir að fá það á >ök sín og í vatnsból, en það Tennurnar stóðn í honum Messina, 1S. nóv. AP „SOS — falskar tennur standa manni“ — Svohljóðandi neyðarskeyti barst í gær- kveldi frá rússneska kaup- skipinu „Faisabad", sem statt var á Messinasundi. Vélbátur var þegar sendur út að skip inu til þess að ná í manninn. Var það 51 árs Rússi, Alex- ander Kusmin og átti hann orðið allerfitt um andardrátt Kusmin hafði setið að kvöldverði ásamt öðrum skip verjum, er annar faiski góm- urinn hans losnaði og rann niður í hann. Þar sat hann fastur og varð hvorki bifað upp né niður komið. Læknir í Messina náði gómnum upp og setti hann á sinn stað — og ’Kusmin hélt glaður ti/1 skips sins. — írak Framhald af bls. 1. Aflak, sem er framkvæmdastjóri Baathflokksins í Sýrlandi og einn af stofnendum hans. Eru menn þessir í þrettán manna stjórn sambands Baath-sósíal- ista, er kjörin var á leynileg- um fundi í Damaskus í fyrrvet- ur. í gær var tveim ráðherrum íraksstjórnar, þeim Taleb Huss- ein Shabib, utanríkisráðherra, og Hazen Kawad, innanríkisráð- herra — svo og Mohammed Huss ein, ofursta sendifulltrúa íraks í Damaskus — vísað úr landi. Fóru þeir flugleiðis til Líbanon ásamt fjórum mönnum úr stjórn Baathflokksins í írak, — og er nú talið, að E1 Bakr, forsætis- ráðherra og Ammash, landvama- ráðherra, séu nú einráðir innan flokksins. Kvennoneínd Dómkirkjunnnr snfnor fé KVENNANEFND Dómkirkjunn- ar vinnur sem kunnugt er að því að prýða kirkjuna og halda henni sem snyrtilegastri og fallegastri. Til þess safnar hún fé og mun m.a. hafa kaffisölu í Sigtúni næst komandi sunnudag kl. 3, þar sem einnig verða seldir handunnir munir, sem konurnar hafa gert. Vilja konurnar nú skora á Reyk- víkinga að styðja þær í því að prýða Dómkirkjuna með því að drekka hjá þeim síðdegiskaffið á sunnudag.* Kirkjunefnd kvenna hefur m.a. gefið nýjan og dýrmætan altaris- búnað í Dómkirkjuna. Nú stend- ur fyrir dyrum að innrétta sal á kirkjuloftinu og vantar til þess mikið fé, sem konurnar vilja að sínu leyti reyna að afla. Undan- farið hafa þær verið að vinna muni sem t.d. eru hentugir til jólagjafa og hafa þá á boðstólum í Sigtúni við Austurvöll. HELGARRAÐSTEFNÁ Helgarráðstefna um stefnu- skrá Heimdallar hefst í Val- höll í dag kl. 14.00 og lýkur á morgun (sunnudag). Sjá nánari auglýsingu annars staðar í blaðinu. Ekkert flogið til ísafjorðor í viku ísafirði, 15. nóvember. EKKERT hefur verið flogið alla vikuna. í dag stóð til að flug- vél kæmi og höfðu farþegar ver- ið boðaðir á afgreiðslu Flugfé- lagsins, en þegar þangað kom var tilkynnt að hætt hefði verið við flug, þar sem tvær flugvél- ar hefðu orðið veðurtepptar, önnur á Akureyri en hin í Vest- mannaeyjum. Mikil óánægja er hér með þjón ustu Flugfélagsins og þykir mönnum ótækt að ekki skuli vera flogið fremur til ísafjarðar eftir að samgöngur hafi legið svo lengi niðri, en til staða sem búa að miklu betri samgöngum á sjó og landi, svo að ekki sé minnzt á „gosflug“, sem Flugfé- lagið auglýsir dag eftir dag í útvarpinu. Ekkert dagblað hefur sézt hér síðan verkfallinu lauk, sáralítill póstur og mikill fjöldi fólks bíð- ur eftir flugfari. — H.T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.