Morgunblaðið - 01.12.1963, Side 23
Sunnudagur 1. des. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
23
ÞAÐ ER SEGIN SAGA AÐ
VÖNDUÐUSTU HÚSGÖGNIN
Á HAGSTÆÐASTA VERÐI
FÁIÐ ÞÉR HJÁ OKKUR.
NÝKOMIÐ:
Heimaskrifborð m/bókahillu
Borð með tvöfaldri plötu
Svefnsófar 2 gerðir
Svefnstólar.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
H.F.
Laugavegi 13
Reykjavík.
Helena Rubinstein
gjafasettin eru komin
Aldrei meira úrval.
Gjörið svo vel að líta í gluggana
um helgina.
Reykjavíkurapóteki.
Verzíunarstjóri
óskast í kjöt og nýlenduvöruverzlun.
Uppl. á skrifstofunni Vesturgötu 2,
ekki í síma.
Austurver hf.
— Erlend tiðindi
if Framh. af bls. 16
' • Mið-Austurlönd. Klofning-
urinn og baráttan innan Araba-
ríkjanna ógna allri staðfestu.
• Indland er alltaf í hættu.
Kínverjar gætu hafið nýja inn-
rás í landið, hvenær sem þeim
þætti henta.
• S-Vietnam. Stjórn sú, sem
nýtckin er við, hefur enn ekki
sýnt, hve vel hún dugar. Sigur
kommúnista þar myndi leiða
nýja hættu yfir alla SA-Asíu.
• Kórea. Þar hefur allt verið
með kyrrum kjörum um langt
skeið, en endanlegir samningar
eða friður er ekki fenginn.
Á sama hátt og sovézkir ráða-
menn reyndu þolfrif fyrirennara
Johnsons, þá er ekki ósennilegt,
að hans þolrif verði einnig reynd.
Sumir fréttaritarar þóttust á
föstudag sjá fyrir eitt skref, frið-
samlegt að vísu, í þá átt. Þá til-
kynntu Sovétríkin eldflaugatil-
raunir á Kyrrahafi, og verður
það sennilega að teljast enn eitt
(og e.t.v. óvænt) skref í kapp-
hlaupinu til mánans.
Kennedy sagði eitt sinn: „Við
skulum aldrei semja, sakir
hræðslu; hins vegar skulum við
heldur ekki vera hræddir við að
semja“. Öðru sinni sagði hann:
»,Það þýðir ekkert að horfa fram
hjá því, að við erum ósammála
um margt — við skulum heldur
ekki horfa fram hjá því, að við
eigum margt- sameiginlegt, og við
skulum athuga vel, hvað við get-
um gert til að eyða skoðanamun-
inum“.
Þessi stefna kom vel fram, er
til kasta stórveldanna kom að
semja um Kúbudeiluna, sem
margir héldu að leiða myndi til
stórstyrjaldar. Segja má, að þar
til fyrir nokkrum vikum, hafi
menn þótzt þekkja afstöðu Sovét-
ríkjanna, og annarra ríkja, sem
þeim fylgja að málum. Stjórn-
málamenn þóttust geta dæmt af
reynslu, þ.e. af tímanum, sem
liðinn er, frá því Kúbumálið var
til lykta leitt sl. haust, og næst-
um sagt fyrir um stefnu Krús-
jeffs, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna: Hann var álitinn njóta vin-
sældanna af því að hafa samið
um tilraunabann. Hann var tal-
inn harður í baráttu sinni gegn
Kínverjum, mönnunum, sem
vildu leysa heimsvandamólin með
útrýmingarstyrjöld. Hann var tal
inn álíta „skynsama" kapitalista,
eins og t.d. Kennedy, mun betri
menn til að eiga samskipti við,
en Kínverja.
Stjórnmálamenn voru á þeirri
6koðun, að meginvandamál Krús-
jeffs væri hveitikaupin í Banda-
ríkjunum, og myndi hann fylgja
friðsamlegri stefnu, þar til um
þau kaup hefði verið samið.
Þetta var trú margra.
Þeim varð þó ekki að henni, að
611u leyti. Til átaka kom tvívegis
við V-Berlín, prófessor Berghorn
var handtekinn i Sovétríkjunum,
sakaður um njósnir, og ekki til-
kynnt um handtöku hans í nær
tvær vikur. Sovézkar flugvélar
skutu niður flugvél frá íran, með-
sn Brezhnev, forseti Sovétríkj-
anna, var í heimsókn í Teheran.
Þá virðist nú, að sambúð Kín-
verja og Sovétríkjanna fari batn-
andi.
Eins og útlitið var fyrst f októ-
ber, þá hefði enginn af þessum
atburðum ótt að gerast. Bent hef-
ur verið á, að hvern þessara at-
burða megi skýra. Aðalatriðið er
hins vegar, að þeir gerðust á mjög
skömmum tíma, svo ört, að ýmsir
telja, að þá beri frekar að telja
einn, samfelldan atburð, tákn um
afstöðu.
Kann að vera, að í Sovétríkj-
unum séu menn, sem áhuga hafa
á því að spilla árangrinum af
undirritun Moskvusáttmálans?
Snemma í næsta mánuði kemur
miðstjórn kommúnistaflokks Sov
étríkjanna saman. Þá verður enn
tekið til meðferðar, hvernig skipt
skuli þjóðartekjunum milli vopna
búnaðar og annarra, friðsamlegra
verkefna.
Lítill vafi leikur á því, að inn-
an Sovétríkjanna er hópur
manna, sem lítur vafasömum aug
um allt, sem virðist draga úr
spennunni milli austurs og vest-
urs. Þá er dregur úr spennunni,
hækka raddir þeirra, sem telja
fé betur varið til framleiðslu
neyzluvara, en smíði ógnardýrra
vopna. Þeir, sem telja sig bera
ábyrgð á hernaðarmaetti Sovét-
ríkjanna, vilja hins vegar lítt
fara eftir þessum röddum.
Það er löngu kunn staðreynd,
að fáir menn verða eins valdalitl-
ir, falla eins í áliti, og sovézkir
hershöfðingjar á tímum friðar.
Sama er að segja um starfsmenn
leyniþjónustunnar, og síðast, en
ekki sízt, stjórnendur stóriðnaðar,
sem vaxa hratt *að völdum og á-
liti, er ófriðlega horfir, og þeim
er falin lausn verkefna, sem
iryggja eiga framtíð þjóðskipu-
lagsins.
Þessir þrír hagsmunahópar hafa
ætíð nokkuð til málanna að
leggja, þegar reynt er að stíga ný
skref til bættrar sambúðar. Eng-
inn efast þó um, að Krúsjeff sé
enn fastur í sessi. Er m.a. á það
bent, að fráfalls bandarísks for-
seta hafi ekki verið minnzt af
jafnmikilli samúð í Sovétríkjun-
um, frá því Roosevelt féll frá, en
þá voru Bandaríkin og Sovétríkin
samherjar.
E.t.v. felst í því framrétt hönd
Krúsjeffs, en í ljósi alls þessa,
segja stjórnmálafréttaritarar,
verður Johnson að marka stefnu
sína.
GLIT
LIST-
KERAMIK
HEIMA&
ERLENDIS
HÚSBÚNAÐUR HP
LAUGAVEG^p^^
Fserflokki
Skozkar lambsullarpeysur
3 tegundir — 10 tízkulitir.
Laugavegi 19 — Sími 17445.
Til sölu
VOLVO
áætlunarbifreið 26 farþega, smíðaár 1938, ný-
sprautuð með Chevrolet vél.
KAISER
fólksbifreið smíðaár 1954, skinnklædd að inn-
an. Selst með nýuppgerða vél, óísett.
Bifreiðarnar seljast ódýrt, miðað við staðgreiðslu.
Upplýsingar gefnar í síma 18585.
Bifreiðastöð Steindórs