Morgunblaðið - 01.12.1963, Síða 25
[ Sunnudagur 1. de?.. 1963
MORGU N BLAÐIÐ
25
'^étu rs findressonar
Æaugavegí /7 - ‘TrnmncSíegi Z
stunduðu búskap voru alltaí ein-
hverjir unglingar á heimilinu,
oftast fleiri en einn í einu, sem
nutu þar skjóls og umönnunar
og auk þess dvöldu a.m.k. tvö
einstæð gamalmenni á heimilinu
en þau leituðu þangað í um-
komuleysi sínu til að bíða þar
ævikvöldsins.
í>ótt ýmislegt væri Magnúsi
mótdrægt á lífsleiðinni er hann
við leiðarlok mikill hamingju-
maður og margir myndu óska
sér slíkrar lífsbrautar.
Mesta gæfa hans á lífsleiðinni
var vafalaust sú að 27. sept.
1930 kvæntist hann eftirlifandi
konu sinni Ingunni Jónasdóttur
frá Borg í Króksfirði, frænku
sinni og fóstursystur. Sambúð
þeirra hefur veið slík, að þar
hefur aldrei borið skugga á.
Ingunn er mikilhæf kona, sem
stóð hugrökk og fórnfús við hlið
manns síns til hinztu stundar,
glöð og ánægð, enda unnust þau
mjög.
Þeim varð sjö bama auðið,
eitt dó í æsku, fimm eru gift og
búsett hér í borginni, yngsta
dóttirin er enn í foreldrahúsum.
Barnabörnin eru orðin þrettán
og verða nú ásamt foreldrum
sínum, ömmu sinni huggun í
harmL
Nú breiðir afi ekki lengur
stóra kærleiksfaðminn móti
barnahópinum og eiginkonunni.
Fyrir tæpum 25 árum kom
ég á heimili Magnúsar og Ing-
unnar sem vinnudrengur, ráð-
villtur og umkomulítill. Mér var
tekið með alúð og sérstakri nær-
gætni og húsbóndinn var mér
svo góður, að ég hændist að
honum. Fljótlega batzt ég heim-
ilinu þeim böndum, sem aidrei
hafa rofnað. Ég varð drengurinn
þeirra og eldri bróðir barnanna.
Það, að mér félli þessi ham-
ingja í skaut, þótti þeim sjólf-
sagður hlutur. Hjá þeim átti ég
síðan heima þangað til ég stofn-
aði mitt eigið heimili og ennþá
er ég sem heima hjá mér þar.
Á vináttu okkar Magnúsar féll
aldrei skuggi, milli okkar ríkti
svo gagnkvæmur kærleikur, að
heilli gat vinátta milli tveggja
óskyldra manna tæplega orðið.
Þegar nú leiðir okkar skilja
fóstri minn, hef ég svo margt
að þakka. Ég þakka þér öll heil-
ræðin, umhyggjuna og kærleik-
ann, sem þú miðlaðir umkomu-
litlum dreng, ég þakka blíða
viðmótið við konu mína og dótt-
ur og ótalmargt fleira vil ég
þakka. Umfram allt þakka ég
það óbifanlega traust, sem þú
sýndir mér til hinztu stundar.
Guð gefi að ég reynist þess verð
ugur.
Magnus Hákonarson
Ættingjum öllum og vinum
Magnúsar votta ég dýpstu sam-
úð. Mig brestur orð, indæla
fóstra mín, sem gæti orðið þér
og börnunum til huggunar. Við
skulum öll sameinast um eina
þakkargjörð og biðja honum ei-
lífrar blessunar handan við móð
una miklu.
Við þekktum bezt ást hans og
umhyggju og við trúum því, að
góðir menn gangi á guðs vegum.
Jón Ól. Bjarnasonu
Skyrta úr 100% cotton
Eykur vellíðan yðar
Athugið
Ú r v a 1 s æðardúnssængux
fást ávallt í dúnhreinsun-
airstöð Péturs Jónssonar.
Póstsendi. Sími 17, Vogar.
Auk þess fer straujuð skyrta betur
og er því hæfari, sem spariskyrta.
Minning
i. 9. maí 1899 — d. 24. nóv. 1963.
Á MORGUN, mánudag, fer
fram frá Dómkirkjunni í Reykja
vík útför Magnúsar Hákonarson-
ar, Laugateig 14.
Með Magnúsi hverfur af sjón-
ersviðinu góður maður, sem lifði
þannig, að hann var alltaf við-
búinn sínu skapadægri. Hann
var fæddur á Reykhólum í Barða
•trandarsýslu, sonur hjónanna
Arndísar Bjarnadóttur og Hákon
•r Magnússonar, sem þar bjuggu
um tuttugu ára skeið.
Arndís var dóttir bændahöfð-
ingjans Bjarna Þórðarsonar, sem
lengi bjó á Reykhólum.
Magnús ólst upp hjá foreldr-
um sínum í stórum systkinahópi.
Reykhólaiheimilið var þá eitt
fjölmennasta heimilið á Vestur-
landi. Hann stundaði nám við
bændaskólann á Hvanneyri og
lauk prófi þaðan vorið 1920.
Skömmu síðar fór hann til Nor-
egs og dvaldi þar um 5 ára skeið
við ýmis störf, auk þess sem
hann stundaði nám við lýðhá-
skóla. Eftir að hann kom úr
Noregsferðinni stundaði hann
ýmis störf næstu árin, en hóf
búskap árið 1931 í Reykjafirði
I Vatnsfjarðarsveit, var bóndi
þar og víðar við ísafjarðardjúp
til ársins 1948, að hann flutti á-
eamt fjölskyldu sinni til Reykja-
víkur, þar átti hann heima til
æviloka og vann verkamanna-
vinnu, lengst af var hann hafn-
arverkamaður.
Margir ættmenn Magnúsar
hafa þótt stórir í sniðum og
■terkir persónuleikar. Þeim hef-
ur komið betur að láta geisla
sviðsljósanna leike um sig en
standa í skugganun. að tjalda-
baki. Að þessu leyti var Magnús
ólíkur frændum sínum þótt ætt-
armótið væri ö!lum kunnugum
ljóst.
Magnús var að eðlisfari hlé-
drægur, dulur í skapi og dagfars
prúður. Deilur og dægurþras
leiddi hann hjá sér að jafnaði.
Fáa átti hann óvildarmenn, en
marga vini. Teldi hann sér mis-
boðið Vcir hann fastur fyrir og
lét þá ekki hlut sinn fyrir nein-
um, enda greindur vel og gleggri
en margir, sem meira láta að
sér kveða. Góðvildin var sterk-
usti þátturinn í skapgerð Magn-
úsar — af henni miðlaði hann
öl! um, sem hann umgekkst, en
' þó mest þeim sem næstir honum
stóðu. Hjálpsemi hans var grun-
laus, þar sást hann aldrei fyrir.
Aldrei voru ástæður hans svo
elæmar, að hann væri ekki með
ellan hug við að rétta skyldu-
liði sínu hjálparhönd. Fórnfýsi
hans var slík, að aldrei hafði
hann svo litlu að miðla, að það
væri ekki velkomið þeim sem
voru hjálparþurfi. Svo hófsam-
ur var hann, að sá eiginleiki ein
kenndi allan lifsferil hans.
Magnús hugsaði aldrei um að
safna veraldarauði, enda taldi
hann aðrar hugsjónir háleitari
en gróðasjónarmiðið. Það mun
líka vera fátítt, að menn með
lyndiseinkunn hans safni að sér
veraldlegum auði.
Þótt hann væri verkamaður
og bóndi allt sitt líf og tilheyrði
þeirri stétt þjóðfélagsins sem
mest leggja á sig líkamlega, var
hann illa fallinn til líkamlegrar
áreynslu.
í öndverðu stóð hugur hans
til annarra starfa, en þeirri köll-
un fékk hann ekki að þjóna.
Sem barn var hann veikbyggð
ur og heilsa hans varð aldrei
góð. Því var það, að þó hann
gengi til starfs af kappi og vilja-
festu varð hann heilsu sinnar
vegna að slaka á fjTrr en hann
vildL
Með aldrinum hrakaði heilsu
hans og tvo til þrjá síðustu ára-
tugina gekk hann aldrei heill
til skógar, en hann kvartaði
aldrei. Jafnvel við, sem áttum
trúnað hans, vissum ekki hvað
honum leið, en undruðumst
þrautseigju hans og æðruleysL
Heimilið var stórt og þurfti
mikils með, börnin voru sex, sem
á legg komusL Gestrisni var
mikil, hvar sem heimili þeirra
stóð og hvort sem húsrýmið var
mikið eða húsakynnin þröng,
hópuðust vinir og vandamenn
saman á heimili þeirra hjóna til
að njóta nærveru þeirra, hve-
nær sem færi gafst. Meðan þau
f jölskylduna