Morgunblaðið - 03.12.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 03.12.1963, Síða 6
MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 3. des. 1963 * Á frakka og blankskóm eftir Guðmund Gíslason Hagalín Þessi mynd var tekin í Ariington kirkjugarðinum í Washing- ton sl. fimmtudag, er frú Jacq ueline K'ennedy lagði blóm á leiði manns síns. Fremst á myndinni má sjá eldinn eilífa, sem brennur við gröf forsetans látna. SÍÐAN í haust hefur Alþýðu- blaðið öðru hverju birt greinar um bókmenntaleg efni eftir Ólaf nokkurn Jónsson. Þótt margir menn séu á íslandi, sem heita þessu nafni, þykir mér líklegt, að þetta sé sá hinn sami og á undanförnum árum hefur skrif- að í ýmsis blöð og tímarit um bókmenntir, því að Alþýðublaðs- greinarnar virðast sverja sig í ættina við önnur skrif þess Ólafs. Þeim, sem birtar hafa verið í Al- þýðublaðinu, hefur verið skorinn þar stakkur af nokkurri viðhöfn, og læt ég mér til hugar koma, að höfundinum falli það ekki miður, því að allt, sem eftir hann hefur sézt, hefur frekast bent í þá áttt, að þar fari nú svo sem maður, sem ekki þykist þurfa að biðja afsökunar á, að hann sé „á frakka og blankskóm.“ „Varið ykkur,“ sagði karlinn, „að ég labbi ekki ofan á ykkur: ég er á dönskum skóm!“ Fyrir fám dögum rakst ég í dóti mínu á Alþýðublað frá 8. október sl. Ég hafði tekið blaðið frá og síðan gleymt því. En í því er grein eftir Ólaf Jónsson, að vanda mjög virðulega staðsett. Greinin er ekki löng, en hins vegar mundu engar ýkjur að segja, að hún sé lengri en þörf krefur, því að staðreyndirnar, sem þar koma fram, eru svo fyr- irferðarlitlar, að heita má, að þarna séu frakkinn og blank- skórnir einir á ferð. Staðreyndirnar eru þessar — og ekkert þar fram yfir: Den norske bokklubben hefur gefið út bók, sem heitir Nordisk poetisk árbok. í henni eru sýn- ishorn norrænna ljóða, sem út komu í fyrra. Þó er færeysk ljóð- list sett hjá. Sænsku, dönsku og norsku ljóðin eru birt á frum- málinu, en þau, sem ort voru á finnsku og íslenzku, hafa verið þýdd. Þau finnsku hefur Nils- Börje Stormbom þýtt á sænsku og ívar Orgland þau íslenzku á nýnorsku. Norska skáldið Paal Brekka hefur skrifað formála bókarinnar. Slík bók á að koma út árlega, og tilgangurinn er góðra gjalda verður og auðskil- inn. En þá eru það frakkinn og blankskómir, státin sérvizka höf- undar, sem lýsir sér í smekklausu og óeðlilegu orðfæri, hlálegum rökvillum og borginmannlegum og drýldnum staðleysum. Greinin heitir „ljóðalestur" — og gefur þetta heiti rangar og allt of hátíðlegar hugmyndir um efni greinarkornsins. Þá er það orðið „sýnishornabók" og tal höf- undar um stefnu í „yrkingum", en trúlega er það orð notað í samúðarskyni við olnbogabörnin færeysku. Höfundur kallar út- gáfu bókarinnar eitt þeirra sam- norrænu „uppátækja", sem vert sé að taka með „heilum“ fögn- uði, og bókmenntalegur „sam- gangur“ Norðurlandanna hefur honum virzt of „fátæklegur,“ enda tekur hann það fram, að „venjulegur" danskur, norskur eða sænskur lesandi sé oft „sinn- aður fyrir það,“ sem „kann“ að vera að gerast úti í „stóru lönd- unum.“ Bókmenntir Norðurland- anna eru tvímælalaust „hverjar fyrir sig útkjálkabókmenntir í Evrópu, en enginn þarf að bera kinnroða fyrir hlut Norðurland- ahna í heild heimsbókemnntanna, svokallaðra.“ Og takið nú eftir: „Því skyldi maður ætla, að bók- menntir Norðurlandaþjóðanna sættu áhuga, hefðu áhi'if, ættu markað hver hjá annarri. (Let- urbr. mín, G. G. H.) í næstu málsgrein ræðir hann um bók- menntamenn, sem „eitthvað eru sinnaðir fyrir samnorrænu." Síð- ar í greininni tekur höfundur svo til orða, að hann segist ekki ætla að „skemmta með skoðanahaldi,“ og þegar hann svo hefur lokið algeru innskoti, andvarpar hann og segir: ,Núnú, nóg um ólundar- efni.“ Bragð er að . . .! Og nóg mundi nú komið af dæmum um státna sérvizku i orð- færi — og málleysur, rökleysur og smekkleysur, sem trúlega eru hennar afkvæmi. En þá eru eftir nokkrar drembi legar staðleysur. Þá er greinarhöfundur hefur vikið að því, að málið tálmi Dön- um, Norðmönnum og Svíum við lestur bókmennta nánustu granna sinna og frænda, segir hann: „Þetta þykir okkur fslending- • Þankar Tveir, setm nefna sig „SIG- URSTEF“ til samans, senda Vel vakanda eftirfarandi bréf og hafa gefið því ofangreint nafn. Velvakandi hefur ekki aðstöðu til þess að dæma um réttmæti ýmissa ummæla þeirra, sem eru vægast sagt all'hörð gagn- rýni á vissa veitingastaði. Að sjálfsögðu er forsvarsmönnum þeirra staða heimilt rúm til andsvara hér í dálkunum. „Um hvítasunnuna síðast- liðna stakk imgur frarmaks- samur piltur upp á því við fé- laga sína að leggja upp í úti- legu og anda að sér tæru og heilnæmu sveitaloftinu yfir helgina. Þjórsárdalurinn varð fyrir valinu, eins og frægt er orðið. Frétt sú, að hópur ætlaði í Þjórsárdalinn, barst eins og eldur í sinu meðal ungling- anna í bænum. Enda lá straum urinn þangað yfir hvítasunn- una. Þar bar á ölvun, eins og gefur að skilja, þar sem ung- lingar, ekki síður en fullorðið fólk safnast saman og heíur ekkert til skemmtunar, sem getur kallazt, og þá einkennist allt af eirðarleysi, sem hefði e_kki orðið, ef skipulagt hefði um furðu sæta, sem erum læsir á norsku og sænsku eftir að hafa lesið svolitla dönsku í barna- skóla.“ Sleppum því, sem er hjá- kátlegt við orðalagið, en höllum okkur að þeirri fullyrðingu, að íslendingar séu læsir á norsku og sænsku að loknu námi í barna- skóla. Sú fullyrðing er fjarstæða. Menn eru ekki einu sinni læsir á dönsku að því námi loknu, og þeir, sem hafa unnið í bókasöfn- um, hafa sannreynt, að afarerfitt er að fá þorra manna, sem les dönsku ,til að lesa bók á sænsku. Þá telur frakkamaðurinn það „hæpið tiltæki“ að „láta mann- inn“ — þ.e. ívar Orgland þýða íslenzku ljóðin á nýnorsku. Svo kemst hann þá út í hugleiðingar um, hvort ekki mundi henta að prenta þau á íslenzku með prósa- þýðingum neðanmáls! .... Hon- um hefur víst fundizt eitthvert kusk falla á frakkann og blank- skóna um leið og hann hafði orð- að þessa hugmynd sína, því að svo segir hann: „Ef nauðsynlegt telst að þýða íslenzku ljóðin til að þau séu lesendum sæmilega aðgengileg — væri þá ekki rétt að fá þau þýdd á eitthvert það mál, sem venjulegum lesanda ut- an Noregs (og sumum norskum) er skiljanlegra en islenzka?" Hann segir ennfremur: „En ný- norsk mállýzka er því miður verið, eins og gert var 5 Þóm- mörkinni, en þá sá Æskulýðs- ráð um skemmtiatriði. Það gaf góða raun, og má vonast til, að svo verði næsta sumar. © Ekki aukin höft Sökum drykkiuóláta þeirra, sem voru ? Þjórsárdai, var skipuð nefnd, er skyldi rann- saka málið og koma með til- lögur til úrbóta. Txllögurnar komu, og voru á þann hátt, að höftin voru aukin á sviði á- fengismála. Er þetta mesta skyssa hjá nefndinní; með aukn um höftum verður því meira farið bak við iög'n, en það gefur ekki góða raun að selja lög, sem menn gjarnan brjóta. Með sama áframha.’d', koma smátt og sma'í aftur bannáiín alræmdu yfir ísiendinga. Myndi því ekki gefa fcetri raun að slaka svoliuð á höft- unum, svo að betra yrði að fylgjast með því, sem fram vindur, svo að það yx'ði hægt að gera ákvarðani'' í sambandi við áfengismá'in. Fólki innan 21 árs aldurs er yfirleitt ekki hleypt inn i vin- veitingastaðina. Hjón, sem git't- ast xmg, hann t.d. 23 árs, bún 18-20, geta ekki farið saman út ámóta skiljanleg venjulegum skandínavískum lesanda og t. d. íslenzka og færeyska.“ Þegar ég las þennan blankskó- aða þvætting, datt mér í hug at- vik frá þeim árum, sem ég ferð- aðist hverfi úr hverfi í mörgum fylkjum Vestur- Suður- og Aust- ur-Noregs og flutti erindi um ís- land og íslendinga. Einu sinni að skemmta sér. Væri ekki réttara að lækka aldurstak- markið niður x 18 ára. Þegar fólki irman 21 árs er neitað um inngöngu á vínveitingastaðina, er afsökunin; „ví»iiausu“ stað- irnir eru fyrir ykkur. Þar er átt við Þórscaíé, Breiðfirðinga- búð og Alþýðuhúskjallarann. Á þessum stöðum er svoköiluð vetrargarðsmenning alisráð- andi, sem allir kannast við. Eftir hvern dansleik í Þórs café er lögregluvörður fyrir utan, og veitir oft á tíðum ekki af. Húsakynnin í Breiðfirðinga búð eru vart mannsæmandi, og einnig er eldhættan mikil. Væri því ekki betra, að fólk sem orðið er 18 ára, fái ínn- göngu í betri staðina, því þar umgengst það eldra fólkið og ætti því að læra að meðhöndla vín á réttan hátt. Því maítæk- ið segir: „Hvað ungur nemur, sér gamall temur.“ • Of mikill þroskamunur Svo er Lídó ofarlega í nug- um manna, sem fjalla um vandamál unglinga. En ætli að þeir hafi kynnt sér ástandið þar? Á þeim stað skemmta ung lingar á aldrinum 16-18 ára sér, en þangað er ekki bjóð kom ég síðla dags í smábæ einn, átti að flytja þar erindi um kvöldið. Mér hafði verið útveguð vist í litlu gistihúsi, sem var eign roskinnar ekkju. Hún kom að máli við mig og spurði, hvort ég flytti erindi mitt á norsku. Ég svaraði því játandi. Hún kvaðst þá mundu koma og hlusta á mig, Framh. á bls. 14 andi unglingum allt upp 5 21, árs að skemmta s-Ar, því að á þessum árum er þroskamun- urinn mjög mikill. Skemmtisibaðurinn Lídó var ætlaður unglingum til að e>ða kvöldstund þar við dans og aðra skemmtun, án áfengis. En staðurinn hefur misst sinn fyrri ljóma, vetrargarðsmenn- ingin hefur haldið innreið sina. Hvort heldur má kenna ungling unum sjálfum um það, eða húsráðendum, er þetta átakan- legt. Greinarhöfundar komu f LJdá rúmlega 11 að kvöidi laugar- dagsins 2. nóvember og langar til að nefna nckkur dæmi serrj betur mættu íara. a) Sóðaskan ir fram úr hxífL b) Afgreiðs’.nn með afbrigð- um léleg við matbanr.n. c) Allmargir '.xrtust undir á- hrifum áfengis © Ófögur lýsing Bréfarusl, sælgæli og vind- lingastubbar lágu sem hráviðl um öll góií Jafnvel kiósett- pappír var hirgað og þangað um stigapa'U-, i. Sjaldan var hreinsað úr öskufc''kkunúm. Ff einhver æt'j'i að kaupa vi3 matbarinn, sx harux afgreiðslu- stúlkurnar borðandi framan við viðskiptavinina og svo var varla hæft að fara frain á afgreiðsiu. Þar að auki var afgreiðslub- .'ðið allsóðalegt, ef laust ekkert þurrkað af þvL Ungt fól-r, sem þarna var slangraði u n eiru' og undir á- hrifum áfe’ig'S, og var sorg- legt að sjá nvað tumar stúik- urnar vonx oiðnar sjúskaðar Eins og málin standa nú. er ekkert skrítið, þótt unga ióik- ið sé losaralegt. ]>að þarf að gera róttækar breytingar cg koma því ? kring, að skemmt- anir miði að því að þroska unglingana ug kenni þeim að njóta heilbrigðar skemmturar, Umhveríið lixfu.r mikil áhrif á fólk. Væri því ekki úr vegi að skipa skyntama nefnd til að ráða bót á þessu vandamáli allra tíma? Því fyrr, bví betra, Virðingarfylist, SIGbKSTEF“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.