Morgunblaðið - 22.12.1963, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. des. 1963
Ráðstafanir til
almannavarna í
Reykjavík
SAMKVÆMT lögum nr. 94 1962
skal hefja ráðstafanir til al-
mannavarna, þar sem rikisstjórn
in ákveður, í samráði við hlut-
aðeigandi sveitarstjórn eða sýsiu
nefnd.
Hefur nú verjð ákveðið, eftir
að borgarstjórn Reykjavíkur hef
ur samþykkt, að hún telji rétt,
að hafinn verði undirbúningur
að almannavörnum í Reykjavík,
að þar skuli hafnar ráðstafanir
til almannavarna. Verði þær ráð
stafanir fyrst um sinn fólgnar í
eftirfarandi framkvæmdum:
1. Gengið frá viðvörunarkerfL
2. Hafin könnun á húsum,
einkum kjallarahúsnæði, er tal-
izt gæti nothæft sem skýli gegn
geislavirku úrfalli.
3. Leiðbeiningar til almenn-
ings.
(Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið, 21. desember 1963).
{ UM þrjúleytiff aðfaranótt laug (
/ardags var undirritaður hinnj
Jnýi kjarasamningur milli/
Dagsbrúnar og Vinnuveitenda 1
sambands íslands. Myndina'
’ tók Gisli Gestsson við það (
tækifæri.
Við borðið sitja Eðvarð Sig-j
urðsson, formaður Dagsbrún-'
ar, og Björgvin Sigurðsson, |
framkvæmdastjóri Vinnuveit-1
endasambandsins. Á bak við/
þá standa þeir þrír saman'
Kjartan Thors, Torfi Hjartar-
son, sáttasemjari, og Ingvar {
Vilhjálmsson, auk fleiri aðila (
úr samninganefndum beggja]
laðila.
Hver ók á
vegginn?
LAUST fyrir hádegi í gær, laug-
ardag, snerist rauður sendiferða-
bíll í hálku á Háteigsvegi, með
iþeim afleiðingum að afturendi
bílsins lenti á steingirðinigu við
hús, og braut hana. Sá sem vald-
ur var að þessu óhappi er vin-
samlegast beðinn að gefa siig
fram við umferðardeild rann-
sóitnarlögregluninar í Reykjavík.
Fá nú ferskt og
ómen^að vatn
Ólafsvík, 21. desember.
UM þesar mundir er verið að
taka í notkun nýja vatnsveitu
fyrir byggðarlagið. Vatnið úr
Gerðubergi og leitt um 4 km leið.
Fá Ólafsvíkur búar nú í
fyrsta skipti uim ára raðir ferskt
og ómengað vatn.
Kostnaður í daig er um 2
milljónir kx. en hann mun eiga
eftir að hækka enn, því ekki er
lokið tengingu við ibúðahverfi.
— H. K.
Hvar er enn ósamið?
Trésmiðir enn I verkfalli í gær
ENN er ósamið við f jögur verka-
lýðsfélög í byggingaiðnaðinum.
Trésmiðafélag Reykjavíkur er í
verkfalli, og hafði sáttafundur
ekki verið boðaður í gær. Þá var
haldinn trúnaðarmannafundur í
félaginu. Múrarafélag Reykjavík-
ur og Félag pípulagningamanna
eru ekki í verkfalli, en þau hafa
sagt upp samningum. Mál þeirra
eru hjá sáttasemjara. í gær
hafði ekki verið boðaður sátta-
fundur í máli neins þeirra.
Félög þesi voru upphaflega
aðiljar að samstarfsnetfnd verka-
lýðsfélaganna, en sögðu sig úr
henni vegna ágreinings um upp-
mælingarnar.
Bílstjórafélagið Frami hefur
lausa samninga við sérleyfishafa.
Málið er í höndum sáttasemjara,
en til verkfalls hefur ekki komið.
Mjólkurfræðingafélagið var
enin í verkfalli í gær, þó einungis
í sambandi við vinnslu mjólkur.
Nýmjólk er því dreiift á mark-
aðinn, en ekki rjóma, smjöri
o.s.frv. Fundur var í félagi mjólk
urfræðinga um málið kl. 6 í gær-
kvöldi, og var hafnað þar 15%
tilboði. Síðar í gærkvöldi boðaði
sáttasemjari fund með mjólkur-
fræðingum.
Fyrir norðan og austan er á-
standið víða þanpig, að verka-
lýðsfélögin hafa fylgt fordæmi
verkalýðstfélagsins Einingar á
Akureyri og Bílstjórafélags Ak-
ureyrar, sem auglýstu, að verk-
falli væri aflétt, en auglýstu jafn
framt einhliða, án samráðs við
vinnuveitendur, að allir kaup-
taxtar hækkuðu um 15%. Ætti
tsixti þessi að gilda til 15. maí.
Þannig er ástandið t. d. á Húsa-
vík og í Siglufirði, en á Aust-
fjörðum er ástandið óljósara. f»ar
mun sums staðar a.m.k. í ráði að
fara þessa leið. Á öllum þessum
stöðuim, nyrðra og eystra, mun
vinna vera með eðlilegum hætti
að mestu leyti.
Verkalýðsfélagið Jökull í Ól-
afsvík hóf verkfall sl. miðviku-
dag. Á fundi í gær var sam-
þykkt að semja við vinnuveitend
ur á sama grundvelli og sam-
starfsnetfndin gerði fyrir sunnan,
og stjórninni veitt heiimild til
þes að aflýsa verkfalli.
Ástandið á Akureyri
AKUREYRI 21. desemiber.
Hér virðist unnið með eðli-
legum hætti í dag, eftir því sem
næst verður komizt. Tekin hef-
ur verið upp vinna, t. d. hjá
Útgerðarfélaigi Akureyringa, —
KEA, í flestum vinnuiflokkum
hjá Akureyrarbæ og almennt
við byggingar. Á nokknum vinnu
stöðum er þó ekki unnið enn, t.d.
í tunnuverksmiðjunni, ein þar
sem nú er laugardagur, hefur
ýmsum sennilega ekki þótt svara
kostnaði að kynda upp húsnæði
fyrir svo stuttan vinnudag.
Vinnuveitendur á Akureyri
hafa ekki tekið afstöðu til þeirr-
ar ráðabreytni verkalýðsfélags-
ins Einingar og Bílstjórafélags
Akureyrar að grípa til einhliða
aðgerða, með því að auglýsa nýja
taxta, án undangenginna samn-
inga, enda hafa taxtarnir ekki
verið auglýstir enn, og engin
skritfleg tilkynning borizt vinnu-
veitendum frá nefndum félögum.
Skv. upplýsingum frá Bimi
Jónssyni, formanni Einingar, er
nú síðdegis í dag verið að iganga
frá útreikningi taxtanna, og
prentun þeirra er um þær muind-
ir að hefjast.
Vinna liggur niðri í öllum
verksmiðjum hér, þegar frá eru
táldar verksmiðjur SÍS og KEA.
Hálft á þriðja hundrað iðnverka-
menn og konur hafa því ekki
enn tekið upp vinnu. Eins og
sagt var í Mbl. í gær, munu iðn-
rekendur á Akureyri ræða málið
nánar á mánudag og taka þá
sínar ákvarðanir og afstöðu til
hinna nýju samninga Iðju og at-
vinnurekanda. — Sv. P.
Prestsvígsla í
Dómkirkjiuini
BISKUPINN yfir fslandi,
herra Sigurbjörn Einarsson,
vígir í dag kl. 10.30 í Dómikirkj-
unni tvo kandidata, Felix Ólafs-
son til Grensásprestakalls og
Frank Halldórsson til Nespresta-
kalls. Sr. Bjarni Jónsson, vígslu-
biskup, aðstoðar vig vígsluna.
Vígsluvottar auk hans eru séra
Óskar J. Þorláksson sem lýsir
vígslu, Jón Thorarensen og séra
Guðmundur Óli Ólafsson. Felix
Ólafsson predikar. Dr. Páll
ísólfson leikur á orgelið.
— Fjárlög
Framhald af bls. 1. .
starf og óskaði því gleðilegra
jóla. Lét hann í ljós þá von, að
þingmenn mættu allir heilir
hittast á nýju ári.
Eysteinn Jónsson þakkaði for-
seta árnaðaróskir hans í garð
þingmanna. Óskaði hann forseta
og fjölskyldu hans gleðilegrar
hátíðar og alls fairnaðar. Tóku
þingmenn undir það með því að
rísa úr sætum. Var þingfunduim
síðan frestað til 16. janúar.
Vísindasjóður stofnaður
við Borgarsjúkrahúsið
með 150 þúsimd króna gjöf frd
hjónunum Unni Jónsdóttur og
TJlfari Þórðarsyni, lækni
fyrir þíðviðri um allt land, en
enn var 2—5 stiga frost norð-
vestan lands. Mikið lægðar-
Talsverð frost eru austan •,
15 st. frost í Ósló og 5 st. frost
í London.
Á FUNDI borgarráðs 17.
desember var lagt fram
bréf hjónanna Unnar Jóns
dóttur og Úlfars Þórðarsonar
læknis, þar 9em tilkynnt er, að
þau hafi ákveðið að stofna með
150 þús. króna framlagi sjóð,
Vísindasjóð Borgarsjúkrahúss
Reykjavíkur, til minningar um
Þórð Sveinsson lækni og Þórð
Úlfarsson flugmann.
Bréfið er á þessa leið:
„Þegar nú styttist óðum til
þess að Borgarsjúkrahúsið tek-
; ur til starfa, kemur vafalaust
| upp í huga margra Reykvíkinga
sú ósk, að þetta sjúkrahús megi
verða borgarbúum bæði til
heilsubótar og verndar og til
sóma og álitsauka fyrir borgina,
að starfið hið innra megi svara
til fagurs og glæsilégs útlits
hússins. Til þess að svo megi
verða veltur á miklu, að efni-
legir og vel menntaðir læknar
telji eftirsóknarvert að starfa
við sjúkrahúsið. Fátt má telja lík
legra til þess að laða lækna að
slíkri stofnun en þá von eða
vissu að geta þar beitt sér al-
veg sérstaklega að ákveðnum
verkefnum helzt vísindalegs eðl
is, í sínum sérgreinum eða í
framhaldi af þeim.
Nú er það svo að ekki er
eðlilegt að gera ráð fyrir því,
að í fjárhagsáætlun Borgarspít-
alans séu í framtíðinni fyrirhug
aðar greiðslur, sem ekki varða
rekstur, viðhald eða aukningu
sjúkrahússins í venjulegum skiln
ingi.
Það væri því vel til fallið og
' raunar lyftistöng fyrir allt lækn-
, isstarf í Borgarsjúkrahúsinu, ef
það hefði til umráða fjármuni ti’
vísindalegra rannsókna, tilrauns
og annarra starfa á þessu svið;
læknisfræðinnar, sem fram tfæri
utan við venjuleg störf stofnun-
arinnar en a hennar vegum o|
sem allra mest innan hennaj
veggja.
í því skyni að þetta megi mef
tímanum verða mögulegt, vilj
um við hjónin stofna sjóð meí
150.000,- króna framlagi. Meí
þessu viljum við minnast tveggjí
ættingja okkar, en um leið sýní
Reykjavík nokkurn vott þakk-
lætis fyrir þau ár, er við höfun
lifað hér og starfað.
Fylgir hér með skipulagsskrí
fyrir slíkan sjóð, og vonum við
að borgarstjórn geti fallizt á þæj
tillögur, sem í henni felast.“
Aðalefni skipulagsskrárinnai
er það, að úr sjóðnum skuli út
hlutað styrkjum í því skyni a<
örva og styrkja vísindalegar at
huganir, rannsóknir og tilraunir
er fram fari á Borgarsjúkrahús
inu eða í Jiáinni samvinnu vil
Framh. á bls. 31