Morgunblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 3
MORCUNBLAÐIÐ ð j Sunnudagur 22. des. 1963 T Stelpurnar klippa Jólatré, sem þær lita, ©c segjast ætla nr.sð heim til mömmu, til að punta upp á jólunum. tíimi ársins fyrir börn á þess- um aldri, eru í nánd. Þegar forstödukona barna- hekniiisins, hún Ida, sem fjöld inn allur af börnum bæjarins þekikir og þykir vænt um, opnaði fyrir okkur, var háv- aðinn eins og í fuglabjargi. Ljósmyndarinn var umkringd uir krakkahóp, sem horfðu með aðdáun á ljósmyndatæk- in framan á honum. . — Er ekki langt að bíða eftir jólunum? spurðum við. — Ég veit hvað eru margir dagar til jóla, svaraði einn hnokkinn. Ég á almanak. Það var jólatré í glugganum sem ég opnaði í morgun. — Eruð þið búin að skrifa jólasveininum um það sem ykkur langar til að fá í jóla- gjöf? — Ég fæ bíl, svaraði annar alveg ákveðinn. — Hvernig veiztu það? — Ég veit það bara! Nú kom einn, miðaði fingr- inum og sagði pomm. — Nei, nei, segir Ida ákveðin. Við skjótum ékki fólk hér. Það er alveg bannað, jafnvel þó það sé bara með platbyssum. Nemi í fóstruskólanum, situr og kennir hóp áf börn- um að lita, klippa út og búa til litil jólatré úr pappir. Nem arnir frá í haust læra af þvá Fóstrurnar kenna minnstu krökkunum barnalög. En í dag eru skrýtnu tækin ljósmyndarans eiginlega meira spennandi en leikurinn. sjö, átta og einn í viðbót. Þeir eru miklu fleiri en þetta kringum tréð. — Það er af því allir jóla- sveinakrakkarnir eru með, segja börnin til skýringar og eru ekkent í vandræðum með það. Ida segiir að seinni h.luta dags, þegar börnin eru orðin þreytt sé mjög gott að kveikja á kertum og ganga í kring, ljósin rói börnin. í öðru herbergi sitja tvær fóstrur með yngstu börnin og kenna þeim ýmsa barnasöng- ’ va. Og þá helzt söngva, sem þau geta tekið þátt í með lei'k. „Gekik ég yfir sjó og ■ land“, syngja þau og hoppa þegar kemur að -Hopplandi. Svo syngja þau „Jólasveinn ég treysti á þig“. Þarna er heill hópur af börnum; einn af færeyskum ættum, annar af kínverskum ættum og einn hálf Arabi. Það er æði þröngt um manninn. — Það er stærra hús heima hjá mér en 'hér í Steinahlíð, segir einn snáðinn. En fóstrurnar hafa þetta allt í hendi sinni og engir árekstrar eru hjá 50 börnum innan 6 ára, þó deg- inuim sé að ljúka og eigi að fara að sækja þau heim í hátt inn. Og svo er kveikt á aðventu- kransinum hjá stærri krökk- unum og þau dansa í kring- um hann. — Hvað eigum við að syngja? segir Ida. — Jólasveinar einn og átta, hrópa þau í kór. Og þegar söngurinn byrjar, fara no.kk- ur að sk»íða. — Jólasveinarn- ir eru að koma á sleðum niður brekkurnar. — Af hverju eru svona margir jólasveinar, einn, tveir, þriír, fjórir, fimm, sex, BRÁÐUM koma blessuð jólin byrja litlu krakkarnir að Syngja snemma í desember. Og það verður langt hjá þeim að bíða eftir að jólin komi nú loksins. Á síðari árum hafa mörg þeirra þó fengið hjálpar taeki til að telja dagana, kert- in og jólaalmanökin, þar sem opnaður er gluggi eða brend- ur ákveðinn bútur af kertinu á hverjum degL Fyrir nokikrum dögum lit- um við inn á barnaheiimilið í Steinahlíð, þar sem 50 börn 2ja til sex ára una sér í góðri gæzlu á daginn. Þar leyndi sér ekiki að jólin, dýrlegasti Ida dansar kringum kertaljósin með börnunum. Jólasveinar einn og atta, syngja þau. (Ljósm. Mbf. Sv. Þ.) blessuð jólin“ að vinna á barnaheimilunum í tvo mánuði og fara þá að- eins einn dag í viku í skólann. Krakikarnir hafa oddlaus og alveg hættulars skæri, og reika tungurnar út í munn- vikin, svo mjög vanda þau sig. „Bráðum koma Kosið í nefndir og rái á Alþingi MIÐVIKUDAGINN 11. desember s.I. Tar kosið í ýmsar nefndir og ráð á fundi Sameinaðs þings. Bar það til tiðinda, að Alþýðubandalagið hafði •kki þingstyrk til að koma nokkrum manni í nefnd og féllu allir þeir, sem fulltrúar Alþýðubandalagsins stungu vpp á. Hér á eftir verður rakið, hverj- Ir hlutu kosninguu son, Björn Jóhannesson og Jörundur Brynjólfsson. Menntamála ráð í menntamálaráð voru kjörnir af A-lista: Vilhjálmur Þ. Gíslason, Bald- vin Trygvason og Helgi Sæmundsson. Af B-lista: Kristján Benediktsson og Jóhann Hannesson. Korðurlandaráð. í Norðurlandaráð voru kosnir aðal- menn af A-lista: Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason og Sigurður Ingi- mundarson, af B-lista Ásgeir Bjarna- •on og Ólafur Jóhannesson. Varamenn af A-lista: Matthias A. Mathiesen, Ólafur Björnsson og Birgir Finnsson, af B-lista: Helgi Bergs og Jón Skaftason. Vfirskoðunarmenn ríkisreikninga Sem yfirskoðunarmenn ríkisreikn- Angs IWW voru sjálfkjörnir Jón Pálma Varamenn af A-lista: Sigurður Lfn- dal, Hörður Sigurgestsson og Halldór HaJldórsson. Af B-lista: Andrés Kristjánsson og Svavar Helgason. Stjórn vísindasjóðs. Sem aðalmenn vopu sjálfkjörnir af A-lista: Ármann Snævarr, Einar Ól. Sveinsson og Þorbjörn Sigurgeirsson. Af B-lista Halldór Pálsson. Varamenn af A-lista: Páíl Kolka, Steingrímiur Þorsteinsson og Magnús Magnússon. Aí B-lista: Tómas Tryggvason. Þingvallanefnd. Sjálfkjörnir af A-Iista: Sigurður Bjarnason og Emil Jónsson. Af B- lista Hermann Jónasson. Gjöf Jóns Sigurðssonar. ^ í stjórn verðlaunanefndar Gjafar Jóns Sigurðssonar voru sjálfkjörnir af A-lista: Sigurður og Þórður Eyjólfs son. Af B-lista: Magnús Már Lárus- son. Útvarpsráð. í útvarpsráð voru kjörnir af A- lista: Sigurður Bjarnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Benedikt Gröndal. Af B-lista: Þórarinn Þór- arinsson og Þorsteinn Hannesson. Varamenn af A-lista: Kristján Gunn arsson, Valdimar Kristinsson og Steifán Júlíusson. Af B-lista: Rannveig Þorsteinsdóttir og Jónas Jónsson. Áfengisvarnarráð. í áfengisvarnarráð voru sjáífkjöm- ir af A-lista: Magnús Jónsson, Kjartan J. Jóhannsson og Ólafur Þ. Kristjáns- son. Af B-lista: Guðlaug Narfadóttir. Varamenn af A-lista: Páll V. Dan- íelsson. Sveinn Helgason og Karl Karlsson. Af B-lista: Gunnar Árnason. Atv!nnuleysist.rygginga>rsjóður. í atvinnuleysistryggingarsjóð voru kjörnir af A-lista: Matthias Á. Mat- hiesen. Óskar Hallgrimsson og Pétux Sigurðsson. Af B-lista: Hjálmar Vil- hjálmsson. Varamenn af A-lista: Jónas Pétursson, Magnús Ástmars- son og Einar Ingimundarson. Af B- lista: Guttormur Sigurbjörnsson. Atvinnubótasjóðuf. í stjórn atvinnubótasjóðs voru kjörnir af A-lista: Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason og Emil Jónsson. Af B-lista: Halldór E. Sigurðsson og Ingvar Gíslason. Varamenn atf A-lista: Jónas Péturs- son, Jón Árnason og Birgir Finnsson. Af B-lvsta: Björgvin Jónsson og Örlygur Hálfdánarson. Tryggingarráð. í tryggingarráð voru kjörnir af A- lista: Gunnar Möller, Kjartan J. Jó- hannsson og Vilhjálmur S. Vilhjálms- son. Af B-lista: Ðjarni Bjarnason og Ásgeir Bjarnason. Varamenn: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ágúst Bjarnason og Björgvin Guðmundsson. Af B-lista: Dandel Ágústimisson og Jón Arn- þórsson. Jólasöngvar í Neskirkju UNDANFARIN ér hefur Bræðrafélag Nessóknar gengizt fyxir jólasöngvum barna og ungl- inga í Neskirkju síðasta sunnu- dag í jólaföstu. Næstkcnmandi Guðsþjónusta í Neskirkjiu, þar Guðsþjónusitu í Xeskirtkju, þar sem fermi nga rbörn fxá í haust lesa ritningargreinar, lúðrasveit drengja leikur og barnaikór Mela skóla syngur jólasöngva, en að lokutm syngur söfnuðurinn jóla- sákna og sóknarpresturinn, séra Jón Thorarensen, flytur bless- unarorð. — Ekki ihafa sálanarnir fengizt sérprentaðir í ár vegna verkfallsins, en sálmabækur fyr- ir söfnuðinn eru í kirkjunnL Bræðrafélag Nessóknar mun siíð- ar láta prenta sérstaka jóla- sálmabók í samráði við sóknar- prestinn. Jólasöngvarnir í Nes- kinkju á sunnudaginn hefjast kl ö e. h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.