Morgunblaðið - 22.12.1963, Page 6
6
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 22. des. 1963
65 ára / dag:
Dr. Árni Friðriksson
í DAG á dr. Árni Friðriksson,
íramkvæmdastjóri alþjóða' haf-
rannsóknarráðsins, 65 ára af-
mæli. Munu margir hugsa hlýtt
til þessa heiðursmanns þann dag
sem og endranær og óska honum
og fjölskyldu hans alls góðs.
Dr. Árni hefir unnið miikið
starf alla æfi. Hann byrjaði að
vinna fyrir sér jafnfraimt námi
og hefir unnið sleitulaust síðan.
Og þannig er dr. Árni gerðúr, að
hann mun áreiðanlega ekki sitja
auðum höndum meðan ævin end
ist.
Fyrstu kynni mín af dr. Árna
urðu fyrir um það bil 20 árum.
I>á vann hann m.a. að undirbún-
ingi íslenzkrar alfræðibókar og
bauð mér, nýkomnum frá námi,
að skrifa þar uim nokkur atriði
í mínu fagi. Ekkert varð þó úr
þessu samstarfi. Útgáfan reynd-
ist óframkvæmanleg vegna fjár-
skorts. En ég kynntist því þá
þegar og ávallt síðan, hversu
ótrúlega mörg áhugamál dr.
Árni hefir. í fræðigrein sinni er
Ihann löngu viðurkenndur og
dáður um allan heim. Bókamað-
ur er hann mikill og á dýrmætt
safn íslenzkra bóka. Eru ótaldar
þær stundir, sem hann hefir var-
ið til að leita uppi fágætar ís-
lenzkar bækur í ýmsum löndum.
Mikið yndi hefir hann af kveð-
skap og ekki síður tónlist — eink
um og sér í lagi sönglist. Áhuga-
málin eru ótæmandi. Sem lítið
dæmi raá nefna grein hans um
frímerkjasöfnun, sem birtist í
bókinni „Góðar stundir.“
Nánust kynni hefi ég fengið
af dr. Árna Friðrikssyni vegna
samvinnu okkar í landhelgismál-
inu. Dr. Árni hafði komið því
til leiðar sem fulltrúi íslands
1 alþjóða hafrannsóknarráðinu,
sköm-mu eftir síðari heimstyrj-
öld — þrátt fyrir harðvítuga mót
spyrnu, að ráðið mælti með frið-
un Faxaflóa undir al'þjóðlegu
eftirliti, í tilraunaskyni. Mundi
mörgum í dag þykja lítið til þess
koma, að Faxaflóa væri lokað
með þeim hætti. En á þeim árum
var það þrekvirki að fá slíka
ályktun samþykkta. Þriggja
mílna reglan og reglan um opna
flóa og firði stóðu þá að flestra
dómi óhagganlegar. Enda fóru
svo leikar, að alþjóða ráðstefnu
um málið, sem rikisstjórn ís-
lands boðaði til, varð að aflýsa,
vegna ónægrar þátttöku.
Þegar boðað var til ráðstefn-
unnar, var hún hugsuð sem einn
liður í allsherjarrannsókn af fs-
iands hálfu, enda stefnan mörk-
uð með landgrunnslögunum. Þeg
ar þessi alþjóða ráðstefna fór út
um þúfur, var einhliða sókn
markvisst haldið áfram. Á ölLum
stigum þessa máls var dr. Árni
með í ráðum og vann hann ómet-
anlegt verk við fiskifræðilegan
rökstuðning málsins, bæði á al-
þjóða ráðstefnum og við samn-
ingu greinargerða um málið. Er
engum blöðum um það að fletta,
að sá skilningur, sem málstaður
íslands var smám saman og í
vaxandi mæli sýndur á alþjóða
vettvangi, byggðist að verulegu
leyti á þeim rökum, sem dr.
Árni mótaði »g meitlaði með
ótrúlegu þreki, fróðleik og hug-
kvæmni. Þegar þess er gætt, að
é þessum árum var gengið af
þriggja mílna reglunni dauðri,
a.m.k. hvað ísland snertir, er
hér um Grettistak að ræða, sem
dr. Árni Friðriksson á sinn mikla
þátt í.
Virðing Árna og vinsældir á
alþjóða vettvangi eru miklar. Er
unun að fylgjast með honum þar
og lærdómsríkt að finna traust
það og þá vináttu, er hann nýtur
sem framkvæmdastjóri alþjóða
hafrannsóknarráðsins. Þegar
hann tók við því starfi árið 1953,
hafði hann þegar lokið verkefní,
er víða hefði verið talið ærið
ævistarf margra manna, með því
að byggja upp íslenzkar fiski-
rannsóknir og sanna mikilvægi
þeirra fyrir land og þjóð. Þýðing
armikill þáttur í því starfi var
j þjálfun samstarfsmanna og eftir-
manna við Fiskideildina. Á sext-
ugsafmæli dr. Árna ritaði nú-
sem í senn er óvenjulegum gáf-
um og starfshæfileikum gæddur
og hrókur alls fagnaðar í vina-
hópi, enda er kímnigáfa hans
framúrskarandi.
Um leið og ég óska dr. Árna
Friðrikssyni innilega til ham-
ingju með afmælið, vil ég færa
honum og fjölskyldu hans beztu
árnaðaróskir og þakkir fyrir
margt gamalt og gott.
Dr. Árni Friðriksson er enn
ungur og landar hans eiga áreið-
anlega eftir að njóta hæfi'.eiika
hans um langt skeið. Hvort sem
hann vinnur sín störf heima eða
erlendjs, er hann alltaf að vinna
fyrir ísland.
Hans G. Andersen
verandi forstöðumaður Fiski-
deildar, Jón Jónsson, fiskifræð-
ingur, grein í Morgunblaðið, þar
sem störfum hans í þágu ís-
lenzkra fiskirannsókna er lýst á
verðugan hátt. Þess þáttar mun
sjálfsagt minnzt einnig í dag.
Eins og áður segir, eru áhuga-
rnál dr. Árna Friðrikssonar víð-
feðm svo af ber. Hinir fjölmörgu
vinir hans eiga margar ógleyman
legar endurminningar um fjöl-
fróðan mann og góðan dreng,
Eiríkur Leifsson
Þ A N N 14. þ. m. fór fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík útför
Eiríks Leifssonar, kaupmanns og
fyrrum konsúls Finna. Kann lézt
að heimili sínu, Suðurgötu 26
hér í bæ, aðfaranótt 8. þ. m. eftir
langvaramdi vanheilsu.
Eiríkur var fæddur í Reykja-
vík 6. 4. 1901.
Foreldrar hans voru hjónin
Jónína Magnúsdóttir frá Miðseli,
hár í bæ, og Leifur Þorleifsson,
kaupmaður, og eru þau bæði dá-
in fyrir mörgum árum. Eina
systur átti Eiríkur, er hét Jón-
ína Vigdís, efnilag og elskuleg
stúlka, er dó um fermingu.
Eiríkur giftist eftirlifandi konu
sinni, Elmu Andersen árið 1926.
Vegna gamalla og góðra kynna
langar mig til að minnast þessa
góða vinar mins með nokkrum
orðum. Það eru nú meir en fjöru
tíu ár síðan kynni okkar byrj-
uðu, því kona mín og hann voru
systraböm. Kunningsskapuriinn
varð brátt að vináttu, sem hefur
haldizt alla tíð síðan.
Mér eims og fjölda mörgum
vinum þeirra hjóna, sem áttum
þess kost að njóta hinnar miklu
gestrisni á hinu indæla heimili
þeirra, munum aldrei gleyma
þeirra elskulega viðmóti sem
mætti manni, húsbóndinn mikið
meira prúðmenni og snyrtimenni
en almennt gerist; húsmóðirin
háttprúð og smekkvís í öllum
sínum verkum.
Þetta allt varð til þess að oft
var margt um manninn á þessu
fallega heimili, bæði af innlend-
um og erlendum vinum.
Frá unga aldri stundaði Eirík-
ur ýmis verzlunarstörf, bæði hér
á landi og erlendis, enda var
hann vel heima í öllu því sem
að verzlunarmálum laut. Um
skeið rak hann matvöiruverzluin,
einnig heildsölu og umboðssölu.
Skóiðjuna stofnaði hann fyrir
mörgum árum og hefur stjórnað
henni jafnhliða öðrum störfum.
Ég, kona mín og fjölskylda
okkar vottum eftirlifandi konu
hans innilega samúð og þökk-
um fyrir allt og allt. Algóðan
guð biðjum við að styrkja hana
í hennar miklu sorg.
Blessuð sé minning þessa
látna vinar.
Kr. Schram.
★
Ég vil einnig fyrir mína hönd
og konu minnar segja nokkur
minningarorð við andlát vinar
okkar, Eiríks Leifssonar, 8. þ.m.
Það er í senn sárt og ljúft að
minnast góðra vina, sem skyndi-
lega eru kallaðir brott. Margt
svifur fyrir sjónir frá um það bil
15 ára sambýlisskeiði, en fyrst
og fremst er það minning um
glæsilegan mann, sem segja
mátti um með sanni, að væri
þéttur á velli og þéttur í lund,
óvenjulega háttprúður, háttvís
og ljúfmannlagux í daglegri um-
• Geyma síðustu
dagana til jóla
Jæja, þá eru prentararnir farn
ir að vinna svo við blaðamenn-
irnir verðum að taka til á ný.
Þetta hefur verið dauflegur
tími og hálf leiðinlegur — þessir
verkfallsdagar. Einn af eldri lög
regluþjónunum sagði mér, að
umferðin í bænum þessa síð-
ustu daga fyrir jól hefði verið
mun minni en t.d. fyrir 10 ár-
um — og hefur jólaumferðin þó
vaxið mikið ár frá ári. Á mesta
annatímanum hefur varla sézt
bíll í miðbænum — og þegar ég
gekk niður úr rétt fyrir kl. 9 í
fyrramorgun, þegar fjöldinn er
venjulega á leið til vinnu og
mikil umferð í miðbænum, sást
ekki bíll í Austurstræti.
Þetta er svo sem ekkert und-
arlegt, því það eru tiltölulega
fáir, sem framvísað geta próf-
vottorðum frá læknadeild Há-
skólans — eða eru í náðinni hjá
þeim, sem haft hafa með hönd-
um úthlutun á benzíni í verk-
fallinu. Töluvert hefur verið um
benzínhamstur þó fæstir hafi
reiknað með að verkfallið stæði
þetta lengi. Og sögur voru á
kreiki um hina og þessa sem
seldu sitt benzín og það ekki á
neinu smáverði. Fyrstu daga
verkfallsins var talað um 8 krón
ur fyrir lítrann — og nú í viku-
lokin var það komið upp í 15
krónur. En það getur svo sem
verið, að upphæðin hafi marg-
faldazt hjá þeim, sem fluttu sög
una. Fæstir mundu sennilega
kaupa lítrann á 15 krónur.
Betra að ferðast í strætisvagni
og geyma síðustu dropana til
jólanna.
Þetta óvenjulega ástand hef-
ur þó haft eitt gott í för með
sér — og það er, að umferðar-
slysum hefur fækkað til muna.
• Var tvo tíma að
keyra út
Töluvert hefur borið á
hamstri í búðunum og segir
kvenfólkið, að kartöflur, smjör-
líki, smjör, kaffi og annað slíkt
sé víðast hvar til þurrðar geng-
ið. — Enda sagði mér bílstjóri,
að Norðlendingar hefðu sent
ættingjum og vinum í Reykja-
vík mikið af matvælum síðustu
dagana. Fyrir vestan notaði fólk
líka hverja ferð til að koma
hangikjöti og öðru til vina í
Reykjavík, heyrði ég á mörgum
stöðum. Flugmaður sagði mér
líka, að hann yrði að fara huldu
gengni, stórgeðja en þó við-
kvæimur svo hann mátti ekkert
aumt sjá og hjálpsamur við þá,
sem báglega voru staddir. —.
Eiríkur var bótohneigður og fróð-
ur um margt, ræðinn i tounn-
ingjahópi, sagði vel frá qg gat
þá oft brugðið fyrir sig skeimimti
legri kýmni.
Eiríkur var vel heirna i verzl-
unar- og viðskiptamálum okkar
og fylgdist vel með þróun þeirra
rnála á Norðurlöndum og víðar,
enda hafði hann dvalið árum
saman erlendis. Honum kom
þessi þekking að góðu haldi, er
hann varð aðalræðismaður Finna
hér á landi eftir síðari heiims-
styrjöldina, en þá j ukuat ferða-
lög og samskipti milli landanna
svo mjög, að það sem áður var
einungis lítið starf, varð brátt
mjöig umfangsmikið og marg-
þætt starf með margs konar
fyrirgreiðslu, en það amnaðist
Eiríkur með mikllli kostgæfni
og prýði og óvenjulegri rausn
ásamt þeim störfuon sem að at-
vinnu hans lutu. Hann lét af
hendi störf aðalræðismanns
Finna hér á landi að eigin ósk
árið 1954.
Eiríkur var höfðingi heim að
sækja og eiguim við vinir hans
margar ánægjulegar endurminn-
ingar frá samverustunduim á
heimili hans, sem við þökkum
af heilum huga. — Þakklæti
okkar beinist þá og til eftirlif-
andi konu hans, frú Ölmu And-
ersen, sem nú situr eftir með
sorg og söknuði, en þau höfðu
búið saman í hamingjusömu
hjónabandi um 37 ár og var sam-
búð þeirra eins ástúðleg og bezt
verður á kosið ög virtist svo að
iþar sem annað færi þar færi og
hitt. Frú Alrna bjó manni sínum
hið fegursta og smekklegasta
heimili, sem hann kunni vel að
meta.
Ég og kona mín vottum frú
öknu fyllstu samúð í sorg henn-
ar og einnig nánustu ættingjum
og vinum og starfsfólki hans,
sem starfað hafði hjá hönum
yfir 20 ár, en jafnframt viljum
við láta þá von í ljós, að þær
björtu minmingar, sem þessi vin-
ur okkar skildi eftir sig, megi
græða sorgina og söknuðinn, þvi
við trúum, að þar séu guðs veg-
ir, sem góðir menn ganga.
Blessuð sé minning hans.
Jón ólafsson.
höfði til þess að losna við alla
þá, sem væru stöðugt á eftir
honum með hangikjöt og rjúp-
ur fyrir ættingja eða vini í út-
löndum. Hann sagði, að það
væri svo sem engin ný bóla. Fyr
ir hver jól væri pakkaflóðið ó-
stöðvandi, fæstum dytti í hug að
borga undir bögglana. Nú væri
búið að banna flugfólkinu að
taka alla þessa pakka.
En það eru ekki aðeins þeir,
sem fara til útlanda, sem eru
hlaðnir kunningjabögglum. —
Einn kunningi minn, sem kom
fyrir nokkrum dögum utan af
landi með Birni Pálssyni, var
beðinn fyrir það marga böggla
til fólks víðs vegar um bæinn
— að það tók hann yfir tvo
tíma að keyra þá út. Segið þið
svo að blaðamenn séu ekki með
eyrun opin.
• Bókaútgáfan
í erfiðleikum
En nú hefur færzt líf í alla
hlutina og vonandi fá allir jóla-
póstinn sinn fyrir jólin. Allt er
að komast í eðlilegt horf á ný,
Verzlun verður sjálfsagt mikil
á morgun enda opið til mið-
nættis. Samt sem áður verður
jólaverzlunin að vonum mun
minni en undanfarin ár og er
líklegt að margir bókaútgefend-
ur standi nú höllum fæti. Allt
hjálpaðist að. Prentunin tafðist
í fyrra prentaraverkfallinu og
bókbandsstofurnar höfðu ekki
afgreitt nálægt því alla, þegar
þetta verkfall skall á. Ég þekki
til bókaútgefanda, sem ætlaði
að senda fimm bækur á mark-
aðinn. Aðeins komu tvær, þrjár
komust aldrei lengra en í bók-
bandið. Ýmsir útgefendur
höfðu aðeins náð hluta bóka
sinna úr bókbandinu fyrir verk-
fallið.