Morgunblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1963 GAVIN HQLT: 17 IZKIISYNING Og ef ég hefði ekki verið jafn ákveðinn og raun var á að ger ast munkur, hefði ég líka litið oft ar en einu sinni á Josette. Eg varð að játa, að hún var gott dæmi um það, sem þær gerðust fallegastar þarna suðurfrá. Eg hafði séð henni líkar konur suð ur á Langbarðalandi, og eins í Provenee. Kannski hafði ég séð þær víðar, þessar svarthærðu og bláeygðu konur. Þegar hún gekk í áttina til mín í fyrsta skiptið, hoppaði hjartað í mér, en svo þegar hún kom nær, var ég ekk ert sérlega hrifinn af henni, eða kannski var ég ofurlítið hrædd ur við hana. Hún gat slegið karl mann í rot, án þess að þurfa að gefa honum högg í hausinn. Hún var eðlileg andstæða við Sally, og mér datt strax í hug, að þær mundu elskast eitthvað álíka og tveir afbrýðissamir kettir. Hinar stelpurnar voru líka fal legar, en bjánalegar. Þær höfðu engan persónuleika út yfir sýn ingargöngulagið og grallaralegt bros. Jafnvel þótt ég hefði ekki þótzt vera farinn að sjá fyrir endann á málinu, hefði ég ekki veitt þeim neina teljandi eftir tekt, og nú gat varla heitið, að ég athugaði í hverju þær voru. Og heldur ekki varð sagt, að ég tæki mikið eftir sýningargestun um. Að öllu samanlögðu voru þarna um fimmtíu manns, kaupendur, viðskiptavinir og nokkrir sér- staklega boðnir gestir, og Cli- baud hafði leigt nokkra kjafta- stóla í viðbót við þá sem fyrir voru á staðnum. Hann hafði vilj að láta mig vera í fremstu röð- inni, en ég kaus heldur sæti aft ast, rétt hjá stiganum, svo að ég gæti skotizt út, þegar stundin kæmi, en það sagði ég honum vitanlega ekki. Eg tók eftir ho.n um rétt hjá mér öðru hverju. Hann var á þeytingi fram og aft ur, taugaóstyrkur eins og leik- stjóri á frumsýningu, en tók samt engan þátt í stjóminni. Eg fréttí seinna, að þetta hefði allt verið þrautskipulagt fyrirfram í sam- ráði við frú Firnes, og stúlkum ar sjálfar. Gussie Ochs bar að einhverju leyti ábyrgð á skipu lagningunni, og virtist vera á harðahlaupum allan tímann, upp og niður stigann, að tjaldabaki, í ganginum, stanzaði öðru hverju til að segja eitt orð við Clibaud, og síðan hlaupandi frá honum, en Clibaud sjálfur kom fram sem húsbóndi, heilsaði gestun- um og hjálpaði búðarstúlkunum við að vísa þeim til sætis. Mestalian tímann var ein- hver umgangur á tröppunum milli búðarinnar og salarins, en þó ekki mjög mikill eftir að sýn ingin hófst. Sumt fólkið kom seint, annað fór snemma, og búð arstúlkurnar voru á eilífum þeyt- ingi fram og aftur, en ég veitti þessu ekki mikla eftirtekt. Eg hafði enga kristalskúlu til að sýna mér, að morð væri yfirvof andi, og kannski þessvegna var álceland Review Ódýrasta jólagjöfin til vina og viðskiptaaðila erlendis er nýja landkynningarritið ICELAND REVIEW. Kostar aðeins 40 krónur. — Fæst í öllum bókaverzlunum. ég ekkert sérlega vel vakandi. Fyrst og fremst var ég að hugsa um Sally, og stundina, sem óðum nálgaðist, þegar ég yrði að taka í taumana hjá henni. Einu sinni, þegar hún fór fram hjá mér á göngu sinni, leit hún beint á mig, og ég sendi henni ofurlítið glott í kveðju skyni. En mér leið ekkert vel. Þetta var glott krókódílsins, sem er í þann veginn að hramsa, en í hennar augum var ég bara kvennabósi, enda fitjaði hún bara upp á trýnið og hélt áfram göngu sinni. Sýningin hafði hafizt með sam kvæmiskjólum og loðfötum þeim tilheyrandi. Þessi loðföt voru af öllum tegundum og ég hafði lítið vit á þeim, nema það eitt, að þau voru rándýr. Þarna voru skinn af öllum hugsanlegum dýr um, sem ég kann ekki einu sinni nöfnin á. Stúlkurnar sýndu fyrst talsvert slangur af samkvæmis blending af hvorutveggja, en það gæti orðið eftir af mér að lýsa þeirri nánar. Kaupendurnir virt ust skoða með vaxandi áhuga, en minn áhugi fór minnkandi eftir því, sem stóri vísinn á klukkunni dragnaðist áfram. En þá kom Josette með hreysi kattarslag yfir kjólnum, og ég fann á mér, að sýningunni væri um það bil að verða lokið. Eg gef henni nánar gætur. Hún fór afar liðlega að því að renna slag inu af sér og sýna kjólinn, sem undir var. Og rauðar neglurnar voru áberandi á loðskinninu. Hárauðar. Nú, þær voru allar með þannig litaðar neglur — Jenny og Myrtle, Josette _ og Sally. Meira að segja Gussie Ochs og hinar búðarstúlkurnar, />g næstum allir kvengestirnir. Eg sá í anda þessar rauðu negl ur mjakast yfir skrifborðið, und ir daufum bjarmanum frá vasa Ijósinu, og enn var ég sannfærð- ur um, að Sally ætti hömdina, sem ég sá. .Klukkan var orðin fjögur. Nú mundi nornin — írú Thelby — vera að loka skrifstofunni sinni og labba út í síðdegisteið sitt. Nú var tíminn það sem mestu máli skipti fyrir mig, en hann átti bara að vera ennþá mikil- vægari en mig óraði fyrir, þá í bilL Ég stóð upp, gekk út að glugg anum, sem vissi út að hliðargöt- unni og leit út. Ég gat séð lang- leiðina niður að Bond Street, en engan fótgangandi sá ég, sem líktist neitt. Og þó átti hún að vera á leiðinni í tehúsið, ef hún hefði farið að fyrirmælum mín- um. Tvær mínútur yfir fjögur! Ég hafði annað augað á Dally- stræti, hitt á sýningunni og það þriðja á úrinu mínu. Það voru til samans þrjú augu. Ég hlaut að vera að verða eins og hann Argus gamlL Josette með loðslagið var á leiðinni að bogadyrunum, vinstra megin við stólana. Einhver stöðv aði hana til þess að líta betur á flíkina. Josette setti upp höfð- ingjabros. En eins og hún fór að því, hefði hún getað verið af- greiðslustúlka í barnum þar sem hún Ada var. Sex mínútur yfir fjögur og ekkert bólaði á Selinu úti á göt unni. Sjö mínútur . . Átta. . . Clibaud kom til mín út að glugganum. Hann virtist ekki vera orðinn neitt sérlega tauga- óstyrkur. Þetta hafði allt gengið vel, svo að nú gat hann slappað af. En hann var þreyttur eftix áreynsluna. Litlu svörtu augun í teknu andlitinu horfðu biðj- andi á mig, rétt eins og ég gæti eitthvað hjálpað honum. — Þér hafið verið að horfa á sýninguna. Ef til vill hafið þér orðið einhvers var? — Ég hef orðið þess var, að þér eruð ágætur kjólateiknari, sagði ég. Hann svaraði þessum gull- hömrum engu. Hann hleypti brúnum, svo að þær komu sam- an. Hann sagði: — Ég hef haft augun hjá mér allan tímann til að aðgæta, hvort nokkur væri að gera uppköst. En það er nú ann: ars ólíklegt á svona sýningu. Þjófarnir hafa engan áhuga á samkvæmisklæðnaði. Mig langaði mest að segja: „Já, það haldið þér“, en ég sagði: — Það sagði frú Thelby mér. En vitanlega hef ég bara verið að skoða og reyna að kynn ast fólkinu hjá yður. — Já, samþykkti hann. — Já. Þreyttu augun virtust vera að horfa á eitthvað langt í burtu. — Þetta er leiðindamál, og ég hef haft mkilar áhyggjur af því. Ég vona, að yður takist að kom- ast fyrir það. — Það tekst mér, sagði ég. — Verið þér bara rólegur. Látið mig um þetta alltsaman- Meðan þessu fór fram, var ég alltaf að horfa út um gluggann. Ég sá ekki Selinu, en ég hafði emgar áhyggjur af því lengur. Mér datt í hug, að hún hefði bara farið eitthvað ofurlítið fyrr en venjulega. — Við erum nú komnir að síðustu númerunum, sagði Cli- baud. — Það eru þrjú eftir. Þér skuluð líta á Claudine þegar hún kemur næst. Þá verður hún í því allra fallegasta. Á eftir fáum við okkur glas af víni, eða þá te -— þeir sem það vilja heldur. Ég var þyrstur og gaf borðinu auga, sem veitingarnar voru á, og stóð úti í horni. Þarna voru flöskur og glös og maður í hvít- um jakka var byrjaður að hrista kokteila. — Hvað verður af stúlkun- um? spurði ég. — Fara þær beint í búningsherbergið? — Nei, nei. Þær dr'ekka með okkur. Svo skipta þær um föt á eftir. Þetta yrði þá auðvelt fyrir Sally. Hún þyrfti ekki annað en draga sig út úr hópnum. Trúleg- ast var, að aðstoðarkonan tæki þátt í samkvæminu, og þá yrði stúlkan ein í búningsherberginu. Þá mundi hún bregða sér úr kjólnum óg hlaupa beint inn í skrifstofuna hennar Selinu, og hengja hann þar inn í skápinn. Clibaud sagði: — Viljið þér hafa mig afsakaðan. Ég held, að frú Maley-Baker vilji eitt- hvað tala við mig. Ég fór ekki aftur í stólinn minn, en drollaði úti við glugg- ann. Mér lá ekkert á. Jafnvel þó ég biði þangað til Sally læddist út hefði ég nógan tíma til að verða á undan henni inn í skrií- stofuna hennar Selinu. Áhorfendumir voru teknir að gerast óþolinmóðir. Ef til vill voru þeir þyrstir, eins og ég. Skvaldrið í þeim lét hærra í eyrum en áður. Josette sat og hópur í kring um hana. Ginette og Adrienne voru á síðustu hringferðinni sinni. Sally kom ekki. Stóri vísirinn á klukkunni drattaðist frá 4.15 til 4.16. En þá kom hún. Hún kom í silfri og hreysi- kattarskinnum, og Clibaud flýtti sér til hennar þar sem hún stóð uppi á sýningarpallinum ofan við tröppurnar. Kvöldkápan úr hreysikattarskinnum var meist- araverk, og kristalskraut glitr- aði í rauða hárinu. Með yndis- . legri armhreyfingu lét hún loð- kápuna renna niður af öxlunum. Þá gekk Clibaud að til að taka hana upp, en Sally stóð eftir sveipuð silfurlit. Ég varð allt í einu bálvondur við hana. Mig langaði mest til að draga hana afsíðis og öskra fram an í hana, að hún væri bölvaður bjáni, að gefa sig í slagtog með glæpamönnum. Hún var eins og drottning, þar sem hún stóð þarna, en fegurri en nokkur drottning. Mig langaði að bjarga henni en gat það ekki. Ég var að vísu úlfurinn, en ekki úr þeim hópn- um, sem hún fyrirleit. Ég var leigði úlfurinn, sem tók borgun fyrir að bíta af henni hausinn, og eftir nokkrar mínútur hæfist sú athöfn. Eða það hélt ég. Clibaud leiddi hana niður af pallinum, lagði loðkápuna um axlir henrn, og hún gekk stolt í bragði eftir ganginum. En þá var hún umkringd af hópi af fólki, og öllum, sem ekki kom- ust að veitingaborðinu. Ég sá rauða hárið með djásninu í, og ég sá Clibaud við hliðina á Sally. Hann brosti bjánalega við öllum hrósyrðunum, sem dundu á hon- um. Ég sá stúlkuna vera að tala við nokkra kaupendur og hæjá, eins og henni þætti eitthvað ósköp gaman að lifa. Mér var innanbrjósts eims og hýenu — mig langaði til að hlæja, eins og þær eru sagðar gera. Ég gekk ekki að veitimgaborð- inu. Mið langaði hvorki í kok- teil né sérry og te hefði kæft mig. Mér var óglatt. Sumir gestanna voru að flýta sér að komast af stað. Klukkan sagði tuttugu og fimm mínútur yfir fjögur. Ég 'sá í anda nom- ina vera að drekka te og bíða eftir hringingu frá mér í tehús- inu við Bond Street. Ég óskaði, að hún gæti kafnað af teinu. Ég gekk niður þrepin og út gegn um búðina. Ég sá Gussie Ochs rétt við dyrnar, en veitti henni enga athygli. Ég gekk beint inn í skrifstofuimnganginn og eftir gangirium upp stigann. Rétt þegar ég kom upp á fyrstu hæð, fór maður inn í lyftuna, skeliti hurðinni aftur og ýtti á hnapp. Ég stanzaði og horfði á, þegar lyftan skrölti upp. Ég þekkti mamninn, en hann ekki mig. Ekki enn. Það var Bentoa Thelby. Mér datt í hug, að hann hefði verið að finna frænku sína — — að hún væri ekki farin enn, þrátt fyrir alvarlega áminningu mína. Og klukkan var næstum hálf- fimm! Ég flýtti mér að skrifstofunni, en fann, að hurðin var læst, svo að ég notaði lykilinn, sem hún hafði léð mér, og gekk inn. Þarna var enginn maður. Nú komst ég aftur á þá skoð- un, að Selina hefði farið fyrr en venjulega, og það ýtti undir þá trú, að klukkan þama inni var fimm mínútum of fljót. En hversvegna hafði Thelby þá komið þarna einmitt nú? Hann hafði gengið út frá því, að frænka hans færi klukkan fjögur, svo að ekki hefur hann haft í hyggju að hitta hana. Sally hafði sagt honum, að hún yrði ekki búin að sýna hreysi- kattarkápuna og silfurkjólinn fyrr en hálffimm, svo að ekki hafði hann komið að sækja þýf- ið. Vitanlega hafði ég nú ekki séð annað en að hann fór inn í lyft- una á fyrstu hæð. Það var ekk- ert, sem benti til þess, að hann hefði farið inn í skrifstofuna, en samt hefði ég þorað að veðja mínum síðasta eyri upp á, að svo hefði verið. Jólabazar Á JÓLABAZARNUM, Karfavogi 41 fást margskonar jólaskreytingar. Sólveig Eggerts Pétursdóttr. Drengjaföt - Drengjaföt nýkomin drengjaföt úr Terylene — og ullarefnum, stærðir frá 5 ára, gott verð. VERZLUNIN SEL Klapparstíg 40. Drengjabuxur — Karlmannabuxur Terylene, mjög hagstætt verð, allar stærðir. VERZLUNIN SEL Klapparstíg 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.