Morgunblaðið - 22.12.1963, Side 31

Morgunblaðið - 22.12.1963, Side 31
Sunnudagur 22. des. 1963 MORGUNBLAÐID 31 Þeir, sem biðu fars hjá F.Í. komast all- ir heim fyrir jól F.í. telur verkfallsstjórnina hafa mismunað flugfélögunum MORGUN'BLAÐIÐ sneri sér í gær til Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugfélags íslands, og spurði hann tíðinda af flugi félagsins á meðan á verkfalli stóð og eftir það. Sveinn sagði, að þegar verk- fallið hófst hefði öll starfsemi Flugfélagsins lagzt niður og ekkert verið flogið í 5 daga. En strax á öðrum degi verkfallsins, þegar í ljós kom, að Loftleiðir fengu að fljúga og notið fyrir- greiðslu á Reykjavíkurflug- velli samkvæmt undanþágu, þá sneri F. í. sér til launþega- samtakanna og bað um að fá að fljúga tii áætlunarstaða, en til vara að mega halda uppi flugi til þeirra staða innanlands, sem ekki höfðu aðrar samgöngur, þ .e. ísafjarðar, Egilsstaða og Enska knnttspyrnan í 24. umferð urðu úrslit þessi: 1. deild. Arsenal — Leicester .. 0—1 mörk Birmingham — Fulham ..... 0—0 — Blackburn — Aston Villa .. 3—0 — Blackpool — Liverpool .... 0—1 — Chelsea — Sheffield U..... 3—2 — Everton — Manchester U.... 4—0 — N. Forest — Tottenham .... 1—2 — Sheffield W. — Burnley ___ a—1 — Stoke — Wolverhampton .... 0—2 — W. B. A. — Bolton ........ 1—1 — Ipswich — West Ham .......3—2 — 2. deild. Bury — Leeds ............. 1—2 — Huddersfield — Derby ..... 0—0 — Manchester City — Rotherham 6—1 — Leyton O. — Norwich ...... 1—1 — Middlesbrough — Charlton . 2—3 — Newcastle — Plymouth ..... 1—1 — Northampton — Sunderland .... 5—1 — Southampton — Grimsby 6—0 — Swindon — Portsmouth .... 2—0 — Swansea — Preston ........ 5—1 — í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee — Falkirk ........ 4—3 — Rangers — St. Johnstone .. 2—3 — St. Mirren — Quéen of the Souths 3-2 Staðan er þá þessi: 1. deild. 1. Blackburn 2. 32 — 3. Liverpool 4. Arsenal 2. deild. 2. 2. Sunderland 3. Preston Hornafjarðar. Þessari umsóikn var aldrei svarað. Sagði Sveinn, að þegar ljóst varð að verkalýðsfélögin voru staðráðin í að mismuna flug- félögunum, þá hefði F.í. ákveðið, jafnskjótt og verkfall verzlunar- manna leystist, að hefja flug að nýju til þeirra staða, sem flugið ekki braut í bága við verk- föllin. Flugvélarnar voru fluttar til Keflavíkur og inanlands og millilandaflug hafið. Þótt ekki væri hægt að halda uppi full- 1 komnu áætlunarflugi leysti þessi þjónusta mikinn vanda I fólks, sagði Sveinn, sumpart I skólanemenda, sem ætluðu heim | í jólafri, og sjúklinga t. d., sem | voru á heimleið af sjúikrahúsum erlendis. Þessu var haldið áfram meðan verkfallið stóð og vil ég í þessu sarmbandi vísa algerlega á bug þeim ummælum eins forystu- manns Dagsbrúar, að Flugfélagið 'hefði framið með þessu verk- fallsbrot, sagði Sveinn. Hins vegar hefur engin viðunandi skýring fengizt á því, hvers vegna þeir mismunuðu Flug- félaginu í þessu máli, sagði hann. Strax í gær hófst áætlunar- flug milli landa og innanlands af fullurn krafti. Gullfaxi fór í gærmorgun til Glasgow og Kaup mannalhafnar og kom heim aftur seint í gærkvöldi. Skýfaxi kom heim í gærkvöldi frá Norður- löndum og fór um hæl aftur til Kaupmannalhafnar. Síðasta ferð til útlanda fyrir jól á vegum F. í. verður á Þorláksmessu, en þá flýgur Gullfaxi til Bretlands og Dan- merkur og heim aftur. Innanlandsflugið gekk vel í gær, að undanteknu ísafjarðar- flugi. Þrjár ferðir voru famar til Akureyrar. | dag verður væntanlega flogið til ísafjarðar, tvívegis. Búizt er við, að allir sem biðu fars heim fyrir jól, muni 'komast heim í tæka tíð. Látið sjóða í pottunum FYRIR RÚMUM &8 árum var ég é fyrstu samkomunni, sem Hjálp ræðisherinn hélt á íslandi. Öll þessi ár hefi ég verið vottur að hinu fagra starfi, sem er ávöxtur lifandi trúar. Hér er líknarher- inn í heillaríku starfi. Þegar við mig var sagt: „Hvar er trúin í verkinu?“, þá benti ég á Jen- sínu, sem seldi Herópið. Ég var inni á rakarastofu , inni í póst- húsinu og bankanum. Allsstaðar var Jensína brosandi. Og hið sarna má segja um margar ungar herstúlkur og brosandi hermenn, ®em með trúfestu og þolgæði vinna þau störf, sem þeim eru falin. Með gleði er kalli skyld- unnar hlýtt, hvort sem er í sól- skini, í stormi og rigningu. Hér má sjá þá trú, sem starfar í kær leika. Jólin nálgast og í sama mund é hverju ári má sjá þá jólamynd, sem ætti að gleðja þá, sem um göturnar ganga. Þú kannast við myndina. Sjáðu þá og þær, sem halda vörð hjá jólapottinum. Gönguta ekiki framihjá, leggjum gjöf í pottinn. Það á að sjóða Tvær nýjar bækur eft- ir Gísla Ástþórsson Gísli J. Astþórsson. Blaðinu hafa borizt tvær bæk- ur eftir Gisla Ástþórsson rit- stjóra. Aðra nefnir hann „Einfaldir og tvöfaldir“. Ægisútgáfan gef- ur hana út en tei'kningar og kápa er eftir Gísla. Bókin er 143 blaðsíður að stærð og skiptist í 3 kafla: Óheilög þienning, Ég, Bogesen og Amalíudagar. í formála Segir höfundur m.a.: „I þessari bók er slangur af fólki, sem ég hef þekkt og aragrúi af Uralerð hniin um Ennisveg Ólafsvík, 21. desember. UNNIÐ var að lagningu Ennis- vegar til 18. þ.m., en þá stöðvað- ist verkið vegna verkfalls, en bú- ið var að ganga þannig frá vegin- um, að hægt var að hleypa um- ferð um hann. Vegurinn hefur enn ekki verið formlega opnaður, en þó er hægt að fara hann milli Sands og Ólafsvíkur. Veginum er ekki full- lokið ennþá. Haldið verður áfram vinnu við veginn eftir áramót. Talsverð umferð hefur verið um veginn undanfarna daga og vænta menn sé mikils hagræðis af þessari samgöngubót. Leið þessi tekur nú um 15 mínútur, en áður var farið undir Ennið í Umferðarslys I gærmorgun var flughált á götum. Af þeim sökum varð slys í brekkunni sunnan við brúna yfir Setbergslækinn í Hafnar- firði. Þetta gerðist laust fyrir klukkan 9. Bíll fór út af veg- inum og valt. Lenti bílstjórinn undir honum og var þar fastur, er að var komið. Var hann flutt- ur á Slysavarðstofuna í Reykja- vík, en reyndist ekki mikið slas- aður. Bíllinn stórskemmdist. Fleiri bílar áttu í erfiðleikum vegna ísingar. Kl. 10.40 fóru tveir út af Keflavíkurveginum við kirkjugarðinn. Annar fór þar út af vegna hálku. Bifreiðar- stjórinn í hinum horfði svo mik- ið á fyrri útafkeyrsluna, að hann ók út af sjálíur. Báðir bílarnir skemmdust nokkuð, en ökumenn meiddust ekkert. i í pottinum og hvað kemur þaðan? Peningar, sem notaðir eru til þess að gleðja og hjálpa. Hverjir verða hjálparinnar að- njótandi? Fátækt fólk, börn og gamalmenni. Mér hefir oft verið það mikil ánægja að sjá gleði- brosið, er tekið var á móti gjöf- unum, og hátíðlegum stundum fagnað, er hressandi veitingar voru bornar fram og söngurinn lyfti hug og hjarta í hærra veldi. Hve fagurt hlutverk að styrkja (hugfallið geð og beina sólar- geislunum til þeirra, sem þrá hina styrkjandi og vekjandi gleði. Á hverjum degi fram að jólum gefast mönnum mör.g tækifæri til að leggja fram gjöf, sem kallar á hátiðarbrosið. Ég vona að Hjálpræðisiherinn fái enn að njóta þeirrar gleði, sem er í því fólgin að taka við brauðmu frá 'hendi Drottins og bera það fram fyrir mannfjöldann. Stuðlum að þvi að sigur og fögnuður fylgi blessunarríku líknarstarfi. Þetta á að vera einn báttur í jólágleð- innL Bj. J. Loftleiðir taka farþega og póst FLUGVÉLAR Loftleiða byrj uðu aftur að taka farþega og póst til og frá íslandi strax í gærmorgun, en þær höfðu hvor ugt flutt vegna verkfallsins með an á því stóð. Margir íslending- ar höfðu pantað far heim fyrir jólin, en hafa væntanlega kom- izt með öðrum flugvélum eða komast nú heim. fjöru. Við beztu skilyrði var hægt að fara fjöruleiðina á hálf- tíma, en sæta þarf sjávarföllum. Hins vegar hefur leiðin frá Ólafs- vík til Sands fyrir Jökul tekið um tvo tima. — H. K. fólki, sem ég hef ekki þekkt, en myndi gjarna vilja þekkja. Sumt í bókinni . er satt og sumt er málum blandað og sumt er alls ekki satt, satt að segja. Teikn- ingar eru nýjar af nálinni, stund- um stuðst við fyrirmyndir, stundum ekki.“ Hina bókina nefnir Gísli „ísa- fold fer í síld og hann Krummi og hann Ólafur köttur“. Bóka- forlag Odds Björnssonar á Akur-' eyri annast útgáfu þessarar bók- ar. Einkum mun hún ætluð yngri. lesendum. Bókina hefur höfundur prýtt myndum eftir sjálfan sig. Hún er 63 síður að stærð og skiptist í 6 kafla. Prentuð er bókin í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Þetta er 4. og 5. bók höfundar. Hinar fyrrj eru „Uglur og páfa- gau'kar“, „Hlýjar hjartarætur" og „Brauðið og ástin“. Nýja Cloudmast- ervélin kemur á aðfangadag HIN nýja Cloudmaster-flugvél, sem Flugfélag fslands keypti af SAS fyrir skömmu, kemur vænt- anlega til Reykjavíkur í fyrsta skipti á aðfangadag, fullhlaðin. Prammi rak út Skerjafjörðinn PRAMMI frá Vitamálastjórn- inni, Grettisprammi, s-litnaði upp í fyrrinótt í Fossvogi og raik út Skerjafjörðinn. Varðskipið María Júlía hélt á staðinn, en vitaskipið Árvakur var tiltæikt og náði það í pramm- ann. Benzínþjófnaður , f FYRRINÓTT var brotizt inn í geymsluhús Hitaveitu Reykjavík- ur í Laugardal. Þangað hafði ver- ið farið inn til þess að komast að ( rafmagnsrofa, sem er í sambandi við benzíngeymi, sem þarna er. Úr geymi þessum var síðan stolið 100 lítrum af benzíni. Drnumndísin DRAUMADÍSIN heitir ný skáldsaga eftir Árna Ólafsson frá Blönduósi. Þetta er fimmta bók hans og eru hinar fyrri að mestu uppseldar. Fyrri bækurnar hafa haft sveitina að baksviði, í þeirri nýju gerir hann borgarlífið að yrkisefni. Sögusviðið er fyrst og fremst Reykjavík, en einnig ger- ist hún að nokkru í sveit svo og erlendis. — Vlsindasjóður Framh. af bls. 2 það. Borgarsjóður skuldbindur sig til að leggja til sjóðsins um 10 ára skeið jafnháa upphæð og sjóðurinn vex við peningagjafir og vaxtatekjur, þó ekki hærri fjárhæð en kr. 100.000.00 að með altali á ári. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fer með stjórn sjóðsins ásamt ein um ættingja Þórðar Úlfarssonar, er hún tilnefnir. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum á að fara fram á aldarafmæli Þórð- ar Sveinssonar 20. des. 1974, en þar næst á afmælisdegi Þórðar Úlafrsson 14. júní og svo til skipt is þá daga, en sjóðstjórn ákveð- ur hvort úihlutun skuli fram fara á hverju ári eða lengri tíma líði milli úthlutana. Borgarráð féllst fyrir sitt leyti á ákvæði skipulagsskrárinnar og fól borgarstjóra að flytja gef- endum þakkir fyrir höfðinglega gjöf. (Frétt frá skirfstofu borgar stjóra). Leitað bráða- birgðaaðildar að GATT RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveð ið að leita viðræðna við samn- ingsaðila að hinu svokallaða Al- menna Samkomulagi um Tolla og Viðskipti, (General Agree- ment on Tariffs and Trade eða GATT), um bráðabirgðaaðild Islands að því samkomulagi. Slík bráðabirgðaaðild myndi gera íslandi kleift að taka þátt í viðræðum um tolla- og við- skiptamál, sem GATT-samnings- aðilarnir ráðgera á næsta árL Mikil ös í verzlunum VERZLANIR voru opnaðar til kl. 10 í gærkveldi og var mikil ös í búðunum, þrátt fyrir rign- ingu og leiðindaveður. Vörur, sem ekki hafa fengizt afgreiddar meðan á verkfallinu stóð, eru líka að byrja að koma í verzl- anir. Nauðsynjavörur, sem vantað hefur, svo sem sykur, smjörlíki og smjör, voru strax í gær aftur komnar í búðir. Aðeins birtur úr- dráttur úr fógeta- úrskurði í FÓGETAÚRSKURÐI um lög bann við aðgerðum Félags járn- iðnaðarmanna gegn Stálwík h.f., sem birtur var í blaðinu í gær, féllu niður úrfellingarmerki, sem áttu að sýna að aðeins var um úrdrátt úr úrskurðinum að ræða. Birt var upphaf og niðurlag fógetaúrskurðarins, en sleppt málavaxtalýsingu og forsendum fógeta fyrir honum. Úrfellingar- rnerkin áttu að koma á undan orðunum „Því úrskurðast:“. — Póstinum Framhald af bls. 32 póstur fór í gærkvöldj og fer daglega eftir það. Hvað skipapósti út á land líð- ur, er það að segja að Hekla fór vestur i gærkvöldi, Skjald- breið fer líklega til Vestmanna- eyja í dag og Herjólfur á mánu- dag. Geysileg aðsókn að pósthúsum. í gær var byrjað að bera út jólapóstinn í Reykjavík og verð- ur því haldið áfram á mánudag og þriðjudag. Er mikið af auka- fólki við það, einkum unglingar 14—16 ára. Mikil örtröð varð við póst- húsin á ménudagskvöld, og þá voru síðustu forvöð til að skila jólapósti. Reiknuðu póstyfir- völdin með að vera þá búin að fá nýtt húsnæði á Laugaveg 126, þar sem hægt yrði að vinna við jólapóstinn, en vegna verkfalls- ins tafðist það og verður opnað þar eftir áramót. Svo mikil aðsókn var á mánu- dagskvöld að aðalpósthúsinu að ekki var hægt að loka því fyrr en klukkan að verða hálf eitt, en þá loks komust allir inn, sem biðu með bréfin sín. í póst- húsinu við Langholtsveg, þar sem húsnæði er svo lítið, að tiltölulega fáir komast að i einu, var ekki hægt að komast að fyrr en kl. 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.