Morgunblaðið - 22.12.1963, Side 32
iml h ■;
BB CALCULATOn ! H.BENEDIKTSSON HF 1
sparið og
notið Sparr
lítgáfu nokkurra bóka frestaö
vegna verkfailsins
Stendur á bókbandi á öðrum útkomnum
TALSVERÐIR erfiðleikar hafa
orðið á bókaútgáfu fyrir jólin
vegna verkfallsins. í gær kom
í bókabúðir bók um John F.
Kennedy, sem ekki komst í
bókabúðir fyrir verkfall og virð-
ist hafa verið beðið eftir henni,
því hún rann út eins og heitar
lum mur.
Nokkrar bækur „brunnu“ alveg
inni eða útgefendur frestuðu út-
gáfu þeirra. T.d. er blaðinu kunn
ugt um að Helgafell varð að
fresta útkomu greinasafns eftir
Einar Ól. Sveinsson, prófessor,
Bókfellsútgáfan hætti við að
gefa út 3 bækur í ár og nokkr-
ar bækur vantar á lista yfir á-
ætlaðar jólabækur frá ísafold.
þ.á.m. Lögfræðingatalið, sem
kemur eftir áramót.
Af mörgum bókum, sem út
roi’u komnar, hafði aðeins unnizt
tími til að binda hluta af upp-
laginu, sem svo seldist fljótlega
upp. Hefur verið mikil eftir-
spurn eftir sumum þeirra, og
rjúka þær út jafnört
og eintökin koma úr bókband-
inu. Útgefendur reka að sjálf-
sögðu feiknarlega á eftir bind-
ingu, því nú eru að verða sein-
ustu forvöð um jólasölu.
T.d. seldist æfisaga Hannesar
Hafstein upp jafnóðum og eitt-
jhvað kom af henni í bókabúðir
í gær, en hún hafði verið upp-
seld, að því er Steinar Þórðar-
son í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar tjáði blaðinu. Einn-
ig stóð mikið á Skáldatíma Hall-
dórs Kiljans Laxness og bók Dav
íðs Stefánssonar, sem ekki koma
MI'KILL póstur hefur legið í
strandfe rðaskipunum og milli-
landaskipuim í Rey-kjavíkurhöfn
vegna verkfallsins, mest í Gull-
fossi, og var unnið að því að
skipa honum upp í gær og búist
við að allur póstur næðist. Póst-
pokarnir í Dronning Alexandr-
ine fóru þó aftur til Danmerkur,
og eru væntanlegir flugleiðis
frá Danmörku á mánudag. —
Við reynum að gera það sem við
getum til að koma þessum pósti
til viðtakenda fyrir jólin, sagði
Matthías Guðmundsson, -póst-
meistari, er hann gaf þessar
upplýsingar í gær. — En það
er svo mikið að það er á tak-
imörkunum að við önnum því á
svo stuttum tíma. Húsnæðis-
aftur í bókabúðir fyrr en á mánu
dagsmorgun. Upplagið, sem kom
ið var í búðir af bókinni Afla-
menn, þraut einnig í verkfallinu,
en byrjaði að koma aftur í gær.
Þá sagði Steinar, að Prins Vali-
ant hefði selzt upp fyrstu daga
verkfallsins og sömuleiðis ein
barnabók frá Iðunnarútgáfunni
og kemur viðbót af hvorugri fyrr
en á mánudagsmorgun.
skortur er erfiðastur hjá okkur
óg háir okkur mjög, og sömu-
leiðis er varla fólk til að anna
þessu.
Allur póstur frá íslandi fer.
Það lítur vel út með jóla-
póstinn frá fslandi til annarra
landa. Allur flugpóstur hefur
verið sendur jafnóðum flugleiðis
utan með Pan American flug-
vélunum. í gærkvöldi fór póstur
með aukaflugvél F. í. til Dan-
merkur og Þýzkalands, og í
morgun til Norgegs, Danmerkur,
og Þýzkalands. Og á mónudag
verður sendur allur Evrópu-
póstur gegnum Glasgow, að því
er póstmeistari sagði. Ameriiku-
Framhald' á bls. 31
Póstinum náð úr
skipunum í gær
og Drottnfeigarpósturinn kemur flugleiðis
******
mmwmmmm*
v*»H*—m*M*«■
jpiiijjiii
ÍW/l'y//
E; r* . ~ J| Á mm ^ 1
James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjann», heldur A m.inn-
ingabókinni, sem hefur að geyma nöfn 5.400 íslendinga.
Minningarbókin um
Kennedy send utan
Nöfn 5400 íslendinga verða geymd í
skialasafni John F. Kennedy
MINNINGABÓK sú, eða bækur,
sem íslendingar rituðu í nöfn
sín þúsundum saman vegna and-
láts John Fitzgerald Kennedy
Bandaríkjaforseta, verður í
næstu viku send til Bandaríkj-
anna, þar sem bækurnar verða
geymdar í skjalasafni Kennedy's.
Skýrði James K. Penfield, am-
bassador, Bandaríkjanna, frétta-
mönnum. frá þessu í gærmorgun.
Penfield amibassador kvaðst
enn einu sinni vilja þakka þann
hlýhug, sem íslendingar hefðu
sýnt varðandi hið sviplega frá-
fall forsetans. Hann sagði að
meira en 5.000 manns hefðu kom
ið í sendiráðið, meðan minninga-
bókin lá þar frammi, og ritað
þar nöfn sín. Auk þess hefði
fólik á Hornafirði opnað slíka
Snem.ma í gærmorgun byrj-
aði vinna við höfnina. Þar
biðu 10 flutningaskip, auk
Gullfoss, eftir affermingu,
og var nú tekið til hendinni.
í sumum skipunum voru
vörur, sem lágu undir
skemmdum, eins og t. d. kál
í Gullfossi og Langjökli, svo
og á fjórða hundrað lestir af
appelsínum í Rangá. Var þessu
skipað upp í gær og hefur
sem. betur fer lítið af því
skemmzt. Þessa mynd tók
ljósm. blaðsins Ól. K. Mag.
er verið var að skipa appel-
sínum upp úr Rangá. Þær
höfðu beðið yfir 8 sólarhringa
í skipinu í höfninni vegna
verkfallsins. Blásið var á þær
lofti með 5 ventlum allan
tírrann og lítur út fyrir að
farmurinn hafi sloppið lítið
skemmdur frá þessu.
bók, og liðlega 300 manns ritaS
nöfn sín í þá bók sem síðan var
send sendiráðinu um radarstöð-
ina í Hornafirði. Einnig hefði
verið ritað í bók í Keflavík, og
munu alls hafa ritað nöfn sín
í þessar bækur um 5.400 íslend-
ingar.
Ambassadorinn sagði, ag sendi
ráðinu hefði borizt skeyti fyrir
nokkru, þar sem mælt var fyrir
um að minnihgarbækur skyldu
sendar frú Lincoln, sem var
einkaritari Kennedy's. Mun hún
hafa yfirumsjón í Washington
varðandi skjalasaín Kennedy's.
Venja hefur verið í Bandaríkj-
unum að bókasöfn séu sett á
stofn í minningu eða til heiðúrs
fyrrum forseta. Þannig er til
Bókasafn Franklin Roosevelt,
Eisenhowers, Trumans o.fl. Við
Harvardháskóla hefur verið haf-
in fjársöfnun ti.l að standa
straum af byggingu bókasafns,
sem ráðgert er að beri nafnið
„John F. Kennedy Memorial Li-
brary“. Yrðu minningarbækurn-
ar trúlega geymdar þar er tímar
líða.
Penfield amibassador sagði, að
fjöldi manns hefði ritað í bæk-
urnar fyrir hönd fjölskyldna
sinna, og að auk þess hefðu
margir skrifað sendiráðinu eða
hringt þangað tiil þess að láta I
ljós samúð sína. Fyrir allt þetta
óskaði sendiherrann að þakka
íslendingum.
Auk undirskriftanna fylgir
ræða biskups, herra Sigurbjöirns
Einarssonar, flutt í dómkir-kjunni
forseta Sameinaðs Þings, Birgis
Finnssonar, forsætisráðherra,
Bjarná Benediktssonar og ann-
arra ráðamanna í enskxi þýð-
ingu.