Morgunblaðið - 26.01.1964, Side 2

Morgunblaðið - 26.01.1964, Side 2
2 MORGUNBLADID Sunnudagur 26. jan. 1964 Langur vinnutími mesta vandamalið Gott samstarf ríkisstjórnar og vinnustétta nauðsynlegt Úr svarrœðu forsœtisráðherra, Bjarna Benediktssonar, í fyrrakvöld Á fundi neffri deildar AlþingLs í fyrrakvöld svaraði forsætis- ráðherra, Bjarni Benediktsson, þeim Eysteini Jónssyni og Lúð- vik Jósepssyni í ýtarlegu máli. Hér birtist meginhluti niðurlags- kaflans í svarræðu forsætisráð- herra. — Til skýringar skai þess ffetið, að 1. þingmaður Aust- firðinga er Eysteinn Jónsson. „Hv. 1. þm. Austf. talar um ein hverja allsherjar sælutíma verka manna á árinu 1958, og að það sé enn ekki eða standi rétt í mörkum, að þeir séu búnir að ná sams konar kaupmætti og þeir hafi haft 1958- f>á miðar hv. 1. þm. Austf. við hinn margum- talaða lægsta taxta Dagsbrúnar og að menn vinni einungis 8 tíma Þegar verið var að ræða um lausn kaupdeilunnar í vetur og vorið var að reyna að ráða fram úr henni með skaplegum hætti, talaði enginn í alvöru um Það, að menn í raun og veru hefðu tekjur samkv. 8 tíma vinnu og lægsta taxta Dagsbrúnar. Þá var verið var að reyna að ráða fram sem menn í raun og veru hefðu tekjur af. Það er einungis eins og þessi lægsti taxti sé hafður til sýnis um það, hversu bág kjör almennings séu hér á iandi. Nú játa ég, að þetta er auðvitað Jágt kaup og vissulega bæri að rétta hlut þeirra lægst launuðu í hlutfalli við aðra.' Og það var einmitt ein af megintill. ríkisstj. í vetur, að reynt væri að gera átak til þess að bæta kjör þess- ara og annarra, sem í raun og veru kunna að vera illa staddir. Ekki hlustað á tillögur um að breyta launahlutfalli. En á það var ekki hlustað. Öll verkalýðshreyfingin sameinað- ist í algerri mótstöðu gegn þeirri hugmynd og taldi, að ekki mætti raska launahlutföllum frá því, sem þau höfðu orðið við síðustu samninga, ekki varðandi þá allra lægst launuðu. En hér kemur raunar margt fleira til greina. Þegar borinn er saman kaup- máttur launa 1958 og t. d. nú, verður að minnast þess, að 1958 var það kerfi viðhaft að reyna að hafa sem allra ódýrastar einmitt þær vörur, sem komu inn í vísitöluna, en hins vegar óheyrilegir skattar á ýmsu, sem talið var til óþarfa, en var í sjálfu sér enginn óþarfi, heldur einungis utan vísitölunnar. Þess vegna segir vísitalan frá 1958 svo sára lítið til um raunveru- leg lífskjör manna þá og nú. Nú hafa þessir sérskattar allir verið afnumdir auk þess, sem tolLskrá hefur verið samræmd þar að auki, svo að nú er úr sögunni þessi gífurlegi munur, sem var á ýmsum nauðsynjum áður fyrri eftir því, hvort þær komust inn í vísitölu eða ek’ki. Röng viðmiðun. Sjálf viðmiðunin er þess vegna röng. Einnig er hitt á að líta, að margir, sem áður voru í lægsta flokki Dagsbrúnar, eru nú komn ir í efri flokka, 2. eða 3. flokk, hvernig sem það nú er sundur- greint. Og jafnvel þó að við þessa mjög hæpnú viðmiðun sé miðað, sem ég áður gat um, kemur í ljós, að þegar litið er á þessar hækkanir í flokkum sem mikill fjöldi manna hefur notið og ég vil fullyrða, tiltölu- lega fleirj heldur en þeir, sem eftir eru í lægsta flokknum, þá breytist þessi mynd algerlega og kaupmáttur lægsta Dags- brúnarkaups fær á sig allt aðra mynd heldur en venjulega er í frammi höfð. Hér er um tvö atriði að ræða. Var eftirvinnan minni 1958? En þá er einnig á það að lita, að höfuðmeinsemdin í efna- hagsmálum okkar nú er ekki sú, að menn út af fyrir sig hafi svo lágar tekjur, heldur að þeir þurfa ag vinna svo lengi fyrir tekjunum. Ég veit ekki, hvort gerð hefur verið á því nokkur heildarafihugun, sem mark sé tak andi á, hvort vinnutími sé lengri nú heldur en hann var 1958. Hins minnist ég, þegar hv. skrif- ari þessarar deildar, 3, þm. Vestf., (Sigurvin Einarsson), sagði það skömmu eftir að nú- verandi stjórn var mynduð, að það væri ein afleiðingin af hennar illu áformum, að eftir- vinnan mundi hverfa úr sögunni, svo að einhverja töluverða þýð- ingu hefur hún haft fyrir af- komu almennings einnig á hin- um sælu, ef svo mætti segja með skopmerki bak við, vinstristjórn- ar árum. En ef litið er á raunverulegar tekjur verkamanna nú og 1958, þannig að kaupmáttur atvinnu- tekna er metinn, þegar tillit hef- ur verið tekið til beinna skatta og fjölskyldubóta, og sagt er, að árið 1958 veiti 100, þá er það svo, og Iandið allt tekið, að miðað við 100 1958, þá hafa verkamenn núna 108.7 og verkamenn, sjó- menn og iðnaðarmenn höfðu 100 1958, en nú hafa þeir 116.3, svo að þeirra raunverulegu tekjur hafa vaxið á þessu tímabili. Þessar upplýsingar eru byggð- ar á gögnum, sem bráðlega munu birtast í riti Framkvæmdabank- ans úr þjóðarbúskapnum, en koma í raun og veru einnig mjög saman við ýtarlega töluskrá, sem kjararannsóknarnefnd hefur látið taka saman og sent frá sér, þar sem mjög svipuð mynd kemur fram, þar eru tölurnar öðru vísi upp settar, en heildarsvipurinn er sá sami, enda er þarna um sams konar staðreynd að ræða að sjálfsögðu. Hér er um að ræða almenna aukningu þjóðartekna, sem þessar stéttir sem betur fer hafa orðið aðnjótandi, eins og aðr ar launastéttir í Íandinu. Það er sem sagt síður en svo, að á þær hafi hallað frá vinstri stjórnar tímabilinu. Hlutfallið virðist vera alveg hið sama nú, eins og það var bezt, þegar vinstri stjórnin var víð völd. Það hefur verið ívið betra fyrir launastéttirnar á sumum árunum í milli. Ég skal ekki fara að rekja það, en ljóst er af þessu, að það er sízt á launa stéttirnar hallað, og það er sízt svo, að núv. ríkisstjóm hafi nokkra löngun til þess að halla á þær, hún vill að sjálfsögðu hag þeirra sem allra beztan og ætti ekki að þurfa að standa í rök- ræðum um slíkt á Alþingi. Það viljum við eflaust allir hver um sig, þótt okkur óneitanlega greini um leiðirnar, til þess að ná því marki. Samvinna við atvinnustéttimar En hv. 1. þm. Austf. gerði mjög mikið úr því, að nú væri ég far- inn að játa, sem áður hefði gert hróp að honum o. fl. fyrir það, að þeir hefðu viljað samvinnu við atvinnustéttirnar, að slík sam- vinna væri nauðsynleg. Ég hef aldrei látið mér til hugar koma annað en slík samvinna milli ríkis valds og höfuðatvinnustétta væri nauðsynleg og ætíð harmað, þeg- ar hún hefur ekki tekizt. Það, sem ég og margir fleiri víttum á vinstri stjórnartímunum var, að vinstri stjórnin lét utanþingsað- ilum úrslitavald í hendur yfir þeim málum, sem undir Alþingi eiga að heyra, eins og bezt sést á því, að sú hæstv. ríkisstjórn sagði af sér, án þess að um það væri rætt, jafnvel í ríkisstjóminni sjálfri, eftir að hæstv. þáv. for- sætisráðherra hafði fengið eins konar vantraust á Alþýðusam- bandsþingi. Það var þessi fram- koma og þessi afstaða, sem ég og margir aðrir töldum sízt horfa til heilla. Til viðbótar því, sem við þá sýndum fram á og höfum raun ar oft rifjað upp, að þó að þetta kæmi á daginn, að Alþýðusam- bandsþingið væri þarna formlega látið hafa líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér, þá var það engan veg- inn ætlun stjórnarherranna þá að láta Alþýðusambandið ráða efni málsins. Það, sem ávallt var um að ræða, var, að ríkisstjórnin vildi senda Alþýðusambandsþing- ið heim, til þess síðan ein ásamt sínum þingmeirihl. að ráða mál- um til lykta. Nei, það er auðvitað nauðsyn- leg samvinna milli ríkisstjórnar og Alþingis annars vegar og höf uðstétta samtaka þjóðfélagsins hins vegar og ég ítreka það, að það er hætta á ferðum, ef slík samvinna næst ekki. En vitan- lega verður þá hvor aðili að gera sér grein fyrir, hvað til hans verkefnis heyrir og ætla sér ekki annan hlut heldur en eðli máls- ins og stjórnskipun segir til um. Það tjáir ekki fyrir almennings- samtök, hversu fjölmenn, sem þau eru að ætla sér að beita sínu valdi svo, að ótvíræður úrskurð ur kjósenda, löglega kjörnir full- trúar á Alþingi og löglega kjör in ríkisstjórn og þeirra vilji sé að engu hafður. Slík samvinna horfir sízt til þjóðarheilla alveg eins og það er ljóst, að það tjáir ekki fyrir ríkisvaldið, þó að rík isstjórnin og Alþingi sé sann- fært um, að það hafi skynsamleg úrræði í ýmsum efnum, ef þau úrræði brjóta gersamlega í bága við almenningsálit í landinu eða það, sem öflug stéttarfélög telja sér algera lífshagsmuni, þá er ekki líklegt, að slíkar ákvarðan ir löggjafans, ríkisstjórnarinnar 'hafi mikla raunhæfa þýðingu. Um þetta þekkjum við ótal mörg dæmi og þarf ég ekki að fara að rekja alla þá sögu hér. En allra sízt mega stéttarsamtökin ætia sér að fara að taka að sér yfir stjórn í lansinu, meðan þannig til háttar, að þau eru gersamlega ólýðræðislega uppbyggð, bæði varðandi þeirra skipulag allt saman, kosningarhætti, kjör- skrár og annað slíkt. En þó að ég sjái annmarka á skipun þess ara almenningssamtaka, sem við nú tölum um og ég á þar við fleiri en eitt, sem ýmislegt er út á að setja, þá er það engu að síður, þetta eru öflugir aðilar og vissulega ber að reyna að ná samkomulagi við þá í ýtrustu lög og vissulega er það rétt, að þeir geta aldrei gersamlega til lengdar gengið á móti vilja meiri hluta sinna félaga, vegna þesis að þá mundu þeir, þrátt fyrir ýmiss konar hömlur og ofbeldi risa upp, svo að segja má, að hér sé um flókið og margþætt mál að ræða. En ég vil minna hv. 1. þm. Austi. á það, að þegar við vor- um saman í stjórn 1950 og verið var að setja efnahagslöggjöfina þá, þá töldum við hvorugur okk- ar okkur of góða til þess , heldur töldum það eitt eðlilegt að semja við þáv. Alþýðusamöandsstjóm um mjög veigamikla breytingu á þeirri löggjöf. Við höfðum þá báðir komið okkur saman um, að gengisskráninig skyldi tekin upp til endurskoðunar, hvenær sem allsherjar kauphækkun hefði átt sér stað. Alþýðusambandsstjóm- ifi gekk á fund ríkisstj. og óskaði eftir, að þessu væri breytt. Rík- isstj. varð við þeirri ósk, og ég er í engum vafa um, að það, að við urðum við þeirri ósk, átti rikan hlut að því, að vinnufrið- ur hélzt töluverðan tíma á eftir. Ég vil einnig minna á verkfallið, sem var fyrir jólin óg hygg haust ið 1952. Þá var vitað, að það var töluverður ágreiningur milli Dagsbrúnarstjórnarinnar annars vegar og Alþýðusambandsstjóm- arinnar. Alþýðusamibandsstjóm- in beitti sér fyrir þeirri lausn, sem fékkst, mjög lítilli kaup- hækkun, en vömverðslækkun eða hindrunum á hækkunum í staðinn. Það mátti líkja þeirri lausn að ýmsu leyti við þær till., sem ríkisstj. bar nú fram hinn 3. desember. Það var vitað, að forráðamenn Dagsbrúnar voru mjög óánægðir með þessa lausn. Engu að síður gat Alþýðusam- bandsstjórnin fengið henni fram gengt og það var fyrir gott sam- starf þá á milli þáv. ríkisstj. og þeirra, sem þá réðu í Alþýðu- samtbandinu. Eftir það hélzt vinnufriður að mestu þangað til 1955. Yafalaust hefði margt bet- ur mátt fara einnig á þessum árum, en ég minni á, að það var ekki vegna þess að Alþýðusam bandsstjórnin á þessum árum væri í höndum flokka okkar, mín og hv. 1. þm. Austf. Ég hygg einmitt, að það hafi verið stjóm- arandistöðuflokkur, Allþfl., sem þá fór með æðstu völd í Alþýðu- sambandinu. Og það var enginn fullkortnnn trúnaður eða vinátta þar á milli, en engu að síður tókst í tveimur örlagaríkum mal um að ráða þeim til lykta með skynsamlegu samkomulagi og samvinnu. Og ég vil enn treysta því, að slíkri samvinnu sé hægt að koma á milli ríkisstj. og verkalýðs- foringja, jafnvel þótt þeir standi á öndverðum meið í stjóirnmál- SJÁLFSTÆBISFÉLAG Akur- eyrar heldur fund í Sjálfstaeðis- húsinu næstkomandi mánudags- kvöld, 27. janúar, klukkan 8.30 Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 1964. Framsögumaður verður Jón H. Þorvaldsson, bæjarfulltrúi, Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn. um og verkalýðsforingjarnir séu í stjórnairandstöðu við þá ríkis- stj. sem þeir eru að semja við. En það krefst auðvitað þess, að báðir aðiljar vilji ná samlcomu- lagi, að þeir setji e.t.v. metnað og stærilæti eitthvert til hliðar, að þeir geri sér grein fyrir, hverju hægt er að ná til hag- sælda fyrir almenning hverju sinni, leggi mesta áherzluna á það, en ekki sýndarkröfur, sem skapa stöðugt hærra og hærra kaup, stöðugt meiri örðugleika fyrir atvinnuvegi og stöðugt ó- vissa eða jafnvel minnkandi kaupgetu fyrir hið háa kaup, sem knúið hefur verið fram. Mesta vandamálið. Ég veik að því hér áður i minni ræðu, að eitt okkar mesta vandamál væri ekki það, að al- menningur hér á landi væri svo tekjulágur, heldur væri það hinn langi vinnutími, sem á bjátaðú Ég geri mér ljóst, að úr þessu verður ekki bætt nema á nokkru árabili og til þess þarf vafalaust mikið átak, en það er einnig víst að úr því verður ekki bætt nema með samvinnu rikisstj., verka- lýðs og atvinnurekenda. Og ég ítreka það, sem hv. þm. Austf. vitnaði einnig til i sinni ræðu, að ég hefði áður sagt, að ég teldl þetta nú vera mest aðkallandi vandamálið fyrir íslenzkan verka lýð og e.t.v. mest aðkallandi vandamálið varðandi lifskjör islenzku þjóðarinnar, og ég tel, að það væri hið eina rétta, að margar smádeilur og ýfingar væru settar til hliðar, meðan menn sneru sér að því heils hug- ar að reyna að leysa þetta mjög erfiða, en þó áreiðanlega leysan Iega vandamál, ef góðvilji frá öllum er fyrir hendi. 10. sýningunni í Ásgrímssnfni nð ljuku í OKTÓBER s. 1. var 10. sýn— ingin opnuð í Ásgrímssafni, og stendur hún aðeins yfir í 4 daga ennþá Lýkur sýningunni sunnu daginn 2. febrúar, og verður safnið þá lokað í hálfan mánuð meðan nýrri sýningu er kocmið fyrir. Verður hún opnuð sunnu- daginn 16. febrúar. A þessarj sýningu sem nú er senn að Ijúka, eru sýndar nokkr ar elztu mynddr Ásgrímssafns, sem aldrei áður hafa komið fyrir almenningssjónir. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 1,30 — 4. Kjörskra Dagsbrúnar VÖLD kommúnista í Dags- brún byggjast sem kunnugt er ekki á pólitísku fylgi þeirra í félaginu, heldur á þeirri að- stöðu, sem þeir hafa náð í fé- laginu á hinn grófasta hátt. Einfaldasta en jafnframt á- hrifaríkasta aðferðin, sem þeir hafa beitt í þessu skyni, er hreinlega að strika andstæð- inga sína út af kjörskrá und- ir allskyns yfirskini. Undanfarandi ár, hefur það verið nokkur mælikvarði á vígstöðu kommúnista í Dags- brúnarkosningum, hversu marga af andstæðingum sín- um, þeir hafa strikað út af kjörskrá. Þegar þeir telja sig standa vel að vígi, hleypa þeir 200—300 mönnum til viðbótar inn á kjörskrána, en þegar illa árar, eru þeir strikaðir út. í gær frömdu kommúnist- ar enn einu sinni það lögbrot að afhenda ekki kjörskrá, fyrr en kosning hófst, þótt öll önnur félög innan A.S.Í. af hendi kjörskrá a.m.k. tveim dögum áður. Þegar farið var að athuga kjörskrána, kom í ljos, að á henni voru um 300 færri en í fyrra. Er þó ekki vitað um neina ástæðu fyrir því, að fækkað hafi í verka- mannastéttinni í Reykjavík á sl. ári, nema síður sé. Mál þetta verður enn alvar legra, þegar þess er gætt, að kommúnistar hafa með þess- um hætti haldið félagatölu Dagsbrúnar niðri í áratugi. í janúar árið 1939, fyrir réttum 25 árum, fór fram stjórnarkjör í Dagsbrún. Þeg ar kosning hófst þá, voru 1783 menn á kjörskrá, en nú ura 2300. ibúatalan á félagssvæði Dagsbrúnar var þá 37.366. Nú er samsvarandi íbúatala kom in yfir 80.000, en verkamönn- um á aðeins að hafa fjölgað um ca. 500!!! Mál þetta er allt of augljóst til þess að um það þurfi að fjölyrða. Stærsta verkalýðsfé lagi landsins er stjórnað í krafti valdníðslu og lögbrota. Sú aðferð kann að duga komm únistum að þessu sinni, en að því hlýtur að koma, að endi verði á það bundinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.