Morgunblaðið - 26.01.1964, Page 32

Morgunblaðið - 26.01.1964, Page 32
'r Drukknaði er bíll lenti út I á Banaslys í Grundarfirði Grundarfirði, 25. janúar. SÍÐASTLIÐNA nótt varð bana- slys hér í firðinum. Nánari atvik eru þau, að maður um þrítugt, Lýður Lárusson, ók á litlum bíl út af veginum skammt innan við kauptúnið og lenti í á eða síki, sem er rétt við vegkantinn. Bíllinn fór á kaf í vatnið og lá þar á hvolfi. Þegar að var komið stuttu síðar var þegar hafizt handa við að ná Lýð út úr bíln- um en ekki tókst að opna hurðina. Þá var annar bíll fenginn til að draga hinn úr vatninu, en þá var Lýður látinn. Læknir úr Stykkis- hólmi og sýslumaðurinn komu hingað snemma í morgun og er málið nú í rannsókn. Lýður Lárusson var ættaður hér úr Grundarfirði og starfaði lengst af sem sjómaður hér í kauptúninu. Hann var ókvæntur og barnlaus. — Emil. 6 togarar seldu erlendis sl. viku SEX íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í sl. viku, þrír í Bret landi og þrír í Þýzkalandi. Askur seldi sl. mánudag í Bremerhaven 88 tonn fyrir 89.690 mörk og Víkingur seldi sama dag í Bremerhaven 170 tonn fyrir 146.962 mörk. Hvalfell seldi sl. þriðjudag í Cuxhaven 115 tonn fyrir 103.047 mörk. Harðbakur seldi sl. mánudag í Grimsby 119 tonn fyrir 10.593 sterlingspund. Hafliði seldi sl. fimmtudag í Grimsby 118 tonn fyrir 7.784 sterlingspund og Ingólfur seldi sama dag í Grimsby 141.6 tonn fyrir 10.593 sterlingspund. Kvenstúdenta- féla^ íslands Aðalfundur Kvenstúdentafáll- ags fslands verður í Þjóðleikhús kjallaranum kl. 9 e.h. þriðju- daginn 29. janúar. Margir togarar liggja aðgerðarl ausir í höfnum: Myndin var tekin við bryggju í Hafnarfirði í gær, þar sem togarar Bæjarútgerðarinnar liggja. Aðeins 34 togarar í fullum rekstri 1963 ÍSLENZK togaraútgerð hefur átt við mikla erfiðleika að stríða undanfarin á. Hefur af þeim sökum mörgum togurunum Mokafll á síldarmiðunum í FYRRINÓTT var mikil síldveiði, sú mesta, sem af er þessum vetrarsíldveiðum. Blaðið átti í gær tal^við Jón Einarsson skipstjóra á Þor- steini Þorskabít, en hann annast síldarleitina sem stendur. Jón sagði að i fyrrinótt hefði verið ágætis veður og 40 skip befðu fengið 49.600 tunnur sam- tals. Flest fengu skipin afla sinn í tveimur og þremur köstum. Köstin voru mjög meðfærileg, margir fengu þetta um 800 tunn- ur í kasti. Aðeins eitt skip sprengdi nótina. KLUKKUTÍMA TÓK AÐ NÁ ÞJÓFINUM MAÐUR nokkur, sem hafði beðið um að fá lánaðan síma í Hafnarbúðum, greip tæki- færið og stal um 2.700 krónum úr peningakassa í afgreiðsl- unni þar. Þá var klukkan um 13.20. Lögreglunni var þegar gert aðvart um þjófnaðinn og hóf hún leit að manninum og við eftirgrennslan kom í Ijós, að hann hefði líklega tekið sér Ieigubíl og haldið til Selfoss. Þar var maðurinn tekinn um klukkutima síðar. Hann hafði þá aðeins á sér um 1000 krónur í peningum, en tvær brennivínsflöskur, karton af sigarettum og eitt- hvað af sælgæti. Síldin er nú ölil í Skeiðarár- dýpinu, hefir færzt lítið eitt austur á bóginn undan vestan- áttinni. Ekki er hsegt að merkja neina göngu á henni, enda of snemmt að gera ráð fyrir göngu vorgotssíldar. Nú hefir bæzt í síldina mjög góð síld. Fengu sum skipin allt að 80% af stórri millisíld en það telst góð vinnslusíld er megnið af henni er komið upp fyrir 30 cm. Geta má þess að Elliði fékk 800 tunnur í kasti þar sem 80—90% var góð síld. Annars var síldin misjöfn hjá bátunum. Aðein* lítill hluti flotans fær nú afgreiðslu í Vestmanna- eyjurn og munu margar bátanna verða að halda til Reykjanes- hafna einkum þeir sem vilja koma afla sínum í vinnslu. Að minnsta kosti 4 bátar fóru aust- ur til Eskifjarðar, en þangað er nú styttra en til Reykjaness Framh. á bls. 31 Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, lótinn JÓN Sigurðsson, slökkviliðs- sjóri í Reykjavík, andaðist í gær- morgun í Borgairspítalanum. — Hann var 57 ára að aldri, fædd- ur 10. desember 1906 í Reykja- vík. Hann veiktist í nóvember- mánuði sl. og lá þungt haldinn upp frá þvL Jón var sonur hjónanna Sig- urðair Péturssonar, fangavarðar, og Guðríðar Gilsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1928 og verk- fræðingur frá Kaupmannaihöfn 1937, starfaði hjá bæjarverkfræð ingingi í Reykjavík og deildar- verkfræðingur hjá Vatns- og hitaveitunni. Hann varð slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík árið 1945 og gegndi því starfi til dauða- dags. Um árabil gegndi bann einnig stairfi v atnsvei tust.i óra. — Auk þess starfaði hann mikið að félagsmálum og gegndi ýms- um opinberum trúnaðanstörfum. Jón Sigurðsson, slökkviliðsstj. Jón Sigurðsson var kvæntur Karenu Guðmundsdóttur, stór- kaupmanns Eiríkss. Þau eign- uðust tvær dætur, EJísabetu og Sigríði. verið lagt, sumir verið seldir út landi, en aðrir fengið önnur verkefni en veiðar. Sem kunn- ugt er hefur ríkisstjórnin nú lagt fram frumvarp á Alþingi, sem m.a. miðar að því að tryggja rekstursgrundvöll togaranna. Um áramótin 1962 og 1963 voru 47 íslenzkir togarar á skrá og voru langflestir þeirra stari- ræktir á þann hátt sem þeim var upphaflega ætlað. Arið 1963 var svo komið, að aðeins 34 togarar voru í stöð- ugum rekstri allt árið. Tveir togarar voru seldir úr landi, — Freyr og Ólafur Jóhannesson og ísborgu var breytt í flutninga- skip, en í febrúar 1962 fórst togarinn Elliði. Á síðastliðnu ári lágu margir togarar aðgerðarlausir í höfn- um. Þeir eru Bjami riddari, Síríus, Bjarni Ólafsson, Akurey, Brimnes, Sólborg og Ágúst. Tveir togarar aðrir lágu mest- an hluta ársins, en fengu þó verkefni um tíma. Það eru Neptúnus, sem notaður var tkl síldartlutninga, og Þorsteinxi þorskabítuir, sem notaður var við síldarleit síðari heiming árs- ins. Undir áramót ágerðust enn erf iðleikar togaraútgerðarinnar og var þá tilkynnt af hálfu Bæjar- útgerar Hafnarfjarðar, að sök- um rekstrarerfiðleika yrði tog- arunum Apríl, Maí og Júní lagt, um stundarsakir a. m. k., á með- an rannsókn færi frarn á rekstr- argrundvelli þeirra. Var þeina lagt fyrir jólin. Ýmsir aðrir togarar hafa legið í höfinum tima og tíma og má geta þess, að Skúli Magnússon hefur beðið þess nokkurn tíma að komast í slipp til viðgerðar. Spýtti logandi kveik- jara’egi framan í 7 ára dreng KEFLAVÍK, 25. jan.: — Tveir drengir, 11 og 7 ára, voru í all hættulegum leik í gær. Sá eldri saup á kveikjaralegi og spýtti honum á logandi eldspýtu og varð það all mikið bál. í eitt skipti lenti gusan framan i 7 ára drengnum, sem með honum var og brenndist hann allmikið i framán og er nú á sjúkrahúsL Drengirnir voru að þessu úti á fáfarinni götu. — hsj. Þróttarfélagar STJÓRNARKOSNING fer fram í Vörubílstjórafélaginu Þrótti nú um helgina. Kosið er í skrifstofu félagsins við Rauðarárstíg. Kosningu lýkur kl. 9 í kvöid. Þróttarfélagar! Munið B—listann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.