Morgunblaðið - 26.01.1964, Page 23

Morgunblaðið - 26.01.1964, Page 23
Supnudagur.,26. Jan- 1964- 23 — / fáum orbum Framh. af bls. 20 fyrir beiðni stjórnar landsíns. Síðan sagði hann mér frá því, að í stjórnarskrá hinna 15 Sovétlýðvelda sé talað uim visst sjálfstæði lýðveldanna og auk þess hefðu þau leyfi til að segja sig úr lögum við Sovétsambandið. En ég endur- tók síðustu spurninguna og bætti við: i „Eða hvað heldur þú að í mundi verða sagt um þá ís- lenzku ríkisstjórn, sem bæði Bandarikjastjórn að taka ís- j land og innlima þat í Banda- I ríkin?“ / Tal sat við sinn keip. Hann ( sagði, að á þessu væri mikill I oiunur. „Bettland hefur í sögulegu tilliti haft mikil samskipti við Rússland,“ sagði hann. „Á þessum tímámótum í sögu Lettlands var aðeins um tvennt að ræða, þ.e. að kom- ast undir áhrifavald nazista eða þiggja vernd Sovétríkj- anna,“ „f»ú hugsar eins og Rússi fremur en Letti,“ fullyrti ég. „Þetta tvennt er i okkar vitund hliðstæður en ekki andstæður. Við teljum lönd okkar systurriki, og við Lett- ar höfum jafnan rétt á við önnur lýðveldi innan Sovét-. ríkjanna.“ „Heldurðu að enginn sé á móti þessum skilningi þín- um?“ ÞÁKJARN ÞAKGLUGGAR ÞAKKJÖLUR ÞAKRENNUR ÞAKVENTLAB ÞÉTTIEFNI JARNVORUR VERKFÆRI ÚRVALSVÖRUR SÍMAR: 15300 13125 13126 Tökmnt upp á morgun NÝJA SENDINGU A F vetrurkúpum .með og án loðkraga. TÍZKUVERZLUNIN GUÐRÚN Rauðarárstíg 1. Eignahluti í útgólufyrírtæki sem er í fullum gangi er til söíu. Gott tækifæri fyrir prentsmiðjueiganda. Æskilegt að viðkomandi tæki að sér framkvæmdastjórn. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30. jan. merkt: „Útgáfufyrirtæki — 3987“. „Það getur verið, en ég er Viss um að 99% af Lettum eru sáma sinnis og ég og uná því vel að land þeirra sé hluti af Sovétríkjunum. Við höfum fengið að halda okkar þjóð- menningu þrátt fyrir þetta samband, eða er það ekki það sem þú átt við?“ „Kannski mundu nú vera fleiri en eitt prósent sem vildu Lettland frjálst," sagði ég, og bætti við. „Kannski að þú hafir átt auðveldara með að þola þetta samband Lett- lands við Sovétríkin vegna þess að rússne ka var töluð á heimili þínu og einnig af því, að þú ert af Gyðinga- ættum.“ „Nei, það helci ég ekiki.“ „Höfðu foreldrar þínir nokkurn áhuga á að fara til ísraels?“ „Nei, Sovétríkin voru okkar heimili.“ „Var faðir þinn marxisti?“ „Nei, hann var ekki í Flokknum.“ „En hefur þú komið til lsraels?“ „Nei, en ég vonast til að vera í sovézka liðinu sem teflir á olympíus/kákmótinu í ísrael á þessu ári.“ „Hvað segir írúin við því, að þú ert svona mi'kið að heiman?“ „Ég vona að henni líki það ekki vel.“ „Hefurðu meiri samúð með Israelsmönnum en Aröbum?“ „Nei. Þó ég sé Gyðingur, og þó ég sé mjög stoltur af því að vera Gyðingur, er ég fyrst og síðast Sovétborgari. Ég heyri að þú átt erfitt með að setja þig inn í þetta, en í mín- um augum er daemið einfalt Og er löngu gengið upp í mín- um huga.“ Svo snerum við okkur aftur að heimsmeistarakeppninni, og Tal sagði mér aðra skemmtilega sögu frá seinna einvíginu. „Daginn sem Gagarín kom úr fyrstu geimferðimni tefld- um við að mig minnir 12. skákina. Þið hefðuð þurft að vera í Sovétríkjunum til að geta skilið þá miklu fagnaðar- öldu, sem flæddi yfir landið; allar götur fullar af blómum og brosandi fólki. Ég bjó þá í Hótel Moskvu, og þó ég þyrfti ekki langt að fara til að komast þangað sem við áttum að tefla, virtist gjör- samlega vonlaust að komast þangað af sjálfsdáðum. Ég sneri mér því til fyrsta lög- regluþjónsins sem ég sá og sagði honum, að mér væri nauðsynlegt að komast til leikhússins, þar sem einvígið væri háð. „Það er útilokað,“ svaraði lögregluþjónninn. Þá sagði ég: „Ég heiti Tal og verð að komast til að tefla við Botvinnik.“ Lögreglu- þjónninn trúði mér ekki í fyrstu, en þegar hann hafði litið á skilriki min, sagði hann: „En fyrst þér eruð Tal, hvers vegna í ösköpunum töp uðu þér þá þrernur skákum í röð?“ Þá svrraði ég: „Ef ég kemst ekki á einvígisstað- inn verður það fjórða tapið í röð.“ Hann aðstoðaði mig síðan við að komast leiðar minnar, og ég gerði honum þann greiða að vinna ská.kina.“ „Hverja telurðu fimm sterk ustu skákmenn, sem nú eru uppi í heiminum?" „Fimm beztu skákmenn utan Sovétríkdanna eru: Fisoher, Gligoric, Friðrik, Reshevsky og Najdorf. Þeir eru allir svo líkir að styrk- leika að maður þyrfti að hafa hárfína vog til að ganga úr skugga um, hver þeirra væri beztur." „Ertu nokkuð farinn að þreytast á að tefla?“ spurði ég að lokum. „Nei,“ svaraði Tal. „Og þér líkar það vel?“ „Já, ágætlega. Og því til sönnunar langar mig að vitna í þessa setningu eftir Gorki: „Þegar vinnan er ánægjuleg, þá er lífið gott.“ “ M DHNER Nýft frá Cld/uíer) Bókhaldsvélar, sérlega fullkomnar. Verðið mjög lágt. aðeins kr. 56,344 Allar nánari upplýsingar hjá umboðinu Túngötu 7. &isli cí <3ofins&n Símar 12747 og 16647. NÝKOMNIR FRÁ ÍTALÍU Gullskór Svartir rúskinns og lakkskór. Einnig kuldastígvél. Fá pör af hverri gerð. ^3 Lönguhlíð milli Miklubrautar og Barmahlíðar. "nm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.