Morgunblaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID 31 ^ Sunnudagur 26. J«<n. 1964 Verk fyrir 600 þús. seld - þar af mikill hluti eftir Svavar Guönason Stutt samtal fréttamanns blaðsins í Kaupmannahöfn v/ð Svavar Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn, 25. janúar. SVAVAR Guðnason, list- málari, heldur til íslands á morgun, sunnudag, eftir að hafa dvalizt í Kaupmanna- höfn í viku, hlotið mikið lof fyrir verk sín á sýningu Grönningens og styrk til mánaðardvalar á Skagen úr sjóði, sem íslenzki kon- súllinn í Danmörku, Peter Anthonisen, stofnaði á þessu ári. Sýningin á Grönningen var opnuð um síðustu helgi. I»egar hafa selzt þar verk fyrir um 600 þús. ísl. kr. og er mikill hluti þeirra eftir Svavar. Af þeim verkum Svavars á sýningunni, sem eru til sölu, eru öll seld nema eitt. Svavar hlaut styrkinn úr sjóði Peters Anthonisens eftir að sjóðsstjórnin hafði ráðfært sig við formann Dansk-ís- lenzka félagsins, prófessor Meulengracht. Eftir að Svav- ari var veittur styrkurinn sagði hann: „Mér hefur verið sýndur mikill heiður og ég er mjög þakklátur. Ég hef aldrei komið til Skagen, en það er draumur allra málara að koma þangað vegna þess hve birtan er sérkennileg þar sem hafið umlykur hinn litla tanga á þrjá vegu“. Svavar hefur oft búið á Norðvesturströnd Jótlands hjá vinum sínum meðal listamanna, t.d. Asger Nom, en til Skagen kemur hann í fyrsta sinn væntanlega í júní eða júlí í sumar. „Allir gagnrýnendur hafa verið sammála um að verk yð- ar vörpuðu ljóma á sýningu, sem í heild er ekki sérlega góð“, segir fréttaritarinn og spyr Svavar hvað hann vilji segja um þessa góðu dóma. „Ég er víst ekki rétti maður- inn til þess að tala um það“, segir Svavar, „en ég er auð- vitað ánægður með viðtökurn- ar og hinn góða stað, sem fé- lagar mínir á sýningunni völdu myndum mínum“. — Kytgaard. — Með samvinnu Framhald af bls. 25. dæmis líklegt eða hætt við, að lítið hafi klekizt út af laxi í sum- um þeirra undanfarin ár og því mundi líklega verða lítil gengd í þær, fyrr en nýrrar ræktunar færi að gæta, eftir nokkur ár. Það mun einnig taka nokkurn tíma að finna alla þá stangveiði- staði í jökulvatnssvæðinu, sem kunna að vera fyrir hendi og þess vegna ekki gott að segja hve margar stengur sé hægt að hafa á hverju svæði eða í hverri á til að byrja með, þó að oss teljist svo til, að eftir nokkurn reynslu- tíma, mundi vera hægt að koma fyrir þeim stangafjölda, sem um getur í tilboðinu. A fundinum í vor var nokkuð rætt um, að hentugt gæti reynzt, að bæði félögin stæðu að full- kominni klak- og eldisstöð fyrir allt svæðið. Það er vitað, að bygg- ing og rekstur slíkrar stöðvar kostar mikið fé, sem hægara mundi vera fyrir bæði félögin að standa undir. Vér höfum því gert ráð fyrir að hluti af árlegri leigu færi til þessara framkvæmda. Vér vitum að vísu ekki hve Veiði- félagið kann að hafa af hand- bæru fé til þessara framkvæmda, en sjálfsagt finnst oss að einhver hluti af árlegri leigu fari til þess- ara framkvæmda. Þó vér nefnum þessa ákveðnu upphæð, gæti vel verið að hún gæti eða ætti að vera önnur, eða jafnvel mismun- andi frá ári til árs, eftir því hvernig framkvæmdum yrði hag- •ð. Sennilega mun einhverjum ykk ar finnast leigutíminn of langur, en frá okkar sjónarmiði er hann of stuttur, höfum vér því farið eftir því sem laxveiðilöggjöfin gerir ráð fyrir að hann megi vera. Þegar tekið er tillit til þess ásig- komulags, sem veiðisvæðið í heild er nú í, og hve langan tima muni taka að rækta það upp, ger- um vér ráð fyrir verulegu tapi fyrstu árin. Það kæmi því ekki til greina að greiða svo háa leigu, ef leigutíminn væri styttri, því leigutaki verður að hafa mögu- leika til að vinna upp það sem hann tapar fyrstu árin. Til trygg- ingar þvi að leigusali geti ekki tapað vegna verðlagsbreytinga, sem kynnu að verða á tímabil- inu, er fjórði liður tilboðsins. Hvort sem miðað er við verð- lagsgrundvöll landbúnaðarins eða annað fyrirkomulag, er ekkert aðalatriði af okkar hálfu, aðeins að einhver skynsamleg og sann- gjörn ákvæði væru þar um, til að tryggja báða aðila fyrir skakka- föllum. Tungufljótssvæðið. Þetta svæði er algjörlega laxlaust, og ekki að vænta þar neinnar veiði fyrr en laxastigi hefir verið gerður í Faxa og ræktun svæðisins hefir verið framkvæmd í 5—7 ár. Oss þykir því rétt að hafa þetta svæði í sérstökum lið, og mætti alveg eins hugsa sér að gera um það sérstakan samning, sem þó yrði að vera samhliða samningi um aðalsvæðið, þar sem vart kemur til greina að hugsa um ræktun þess, meðan hinar mikilvirku veiðivélar eða netalagnir eru í ósasvæðinu. Má segja að þetta eigi við um allt svæðið. Þá viljum vér benda á 7. lið til- boðsins, þar sem gert er ráð fyrir jöfnum rétti innanhéraðsmanna og félagsmanna SVFR til veiði- leyfa. Þar er átt við að þau félög eða samtök stangveiðimanna, sem fyrir eru í héraðinu, svo og þeir landeigendur, sem eiga eða kunna að eignast veiðirétt á félagssvæð- inu. Það er vitað mál, að ýmsir veiðieigendur hafa áhuga fyrir að veiða sjálfir einhverja daga á sumrin, eða að geta leyft ein- hverjum nánum fjölskyldumeð- lim að veiða einstaka sinnum. Þessi ákvæði höfum vér í flest- um öðrum samningum um veiði- svæði, sem vér nú höfum, hefir þetta reynzt gera alla samvinnu betri og eyða tortryggni. Eins og áður er sagt, ber að líta á þetta tilboð sem samnings- grundvöll, og sett fram til þess að stjórn Veiðifélagsins og aðrir félagsmenn þess geti gert sér nokkra grein fyrir, hvað um er að ræða. Ósk vor er að stjórnin taki þetta til gaumgæfilegrar athug- uhar og geri við það þær athuga- semdir og/eða breytingartillÖgur, sem hún telur æskilegar eða nauðsynlegar til þess að til samn- inga geti komið. Eftir að vér höf- um svo athugað þær gagntillögur, sem þér kynnuð að vilja gera, mundi fljótlega fást úr því skor- ið, hvort hægt yrði að ná endun- um saman. Það er ekki meining vor að þetta tilboð verði afgreitt með jái eða neii, heldur eins og áður er sagt, tekið til athugunar og vér látnir vita um undirtektir, sem allra fyrst. Virðingarfyllst, Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur. — Vopnahlé Framh. af bls. 1 að harðlega. Einnig henma heim- ildirnar, að Indónesíumenn séu fullvissir um, að Bretar vilji steypa stjórn landsins. Segjast þeir hafa fengið sönnuin á þessu, er þeir lásu skjöl, sem fundust í rústum brezku sendiráðsbygging arinnar í Jakarta, en hana brenndu Indónesíumenn til grunna í mófcmælaskini við stofm un Malaysíu. Eftir viðræður Rutlers og Kennedys í gær, sagði talsmaður breziku stjórnarinnar, að Bretar fögnuðu ákvörðun Sukarnós um að boða vopnahlé, en þeir teldu óvarlegt að bera of mikið traust til orða hans. Áreiðanlegar heim ildir í Djakarta hermdu, að Sukarnó hefði mætt mófcspyrnu kommúnistaflokks landsins og vissra afla innan hersins, er harnn ræddi vopnahléð heimaifyrir. — Mokafli Framhald af bls. 32 hafna og þar fá skipin fljóta afgreiðslu. Sildin fer þó þar að- eins til bræðslu, því ekki er þar fryst eða saltað. Frystihúsið á Norðfirði mun senn tilbúið til síladrmótfcöku og munu skipn þá sjálfsagt sigla þangað með vinnslusíld. Aflahæstu skipin eru sem hér segir: Árni Magnússon 2000 tunn ur, Faxi og Helga 1800, Vigri, Ögri, Grótta, Engey og Margrét með 1700 hvert, Snæfell, Akra- borg, Sigurkarfi, Hrafn Svein- bjarnarson III og Guðbjörg með 1600 hvert, Elliði 1650, Hamravík og Arnfirðingur með 1500 hvor, Rifsnes, Auðunn og Bergur með 1400 hvert, Lómur 1350, Ólafur Magnússon E. A. 1250, Pétur Sigurðsson 1200, Ásbjörn og Marz með 1100 hvor og Gull- fcoppur og Húm H. með 1000 tunnur hvor. 4rn herb. íbúð óskast til kaups nú þegar, helzt á 1. hæð eða jarðhæð. — Útb. kr. 400 þús. Erfitt að fá ýsu, en nóg af hrognum MJÖG erfitt hefur verið að fá nýjan fisk í Reykjavík sl. viku og spurðist Morgunblaðið í gær fyrir um það hjá Steingrími Magnússyni í Fiskhöllinni af hverju fiskileysið stafaði. Steingrímur sagði, að slæm tið hefði verið, einkum fyrri- hluta vikunnar, og því hefðu fáir bátar róið. Auk þess væru frystihúsin kominn með margt fastráðið starfsfólk og vildu vildu þess vegna ekki láta fisk- salana fá af sínum fiski. Sagði Steingrímur, að einkum hefði verið erfitt að fá ýsu, en hins vegar hefði fengizt nóg af hrognum og lifur. Fiskurinn fengist yfirleitt frá Grindavík, Sandgerði og Keflavík. því möjg fáir Revkjavíkurbátar væru enn byrjaðir róðra. Að lokum sagði hann, að vonir stæðu til að úr fiskileysinu rættist nú eftir helgina. — Yfirgangur Framh. af bls. 1 kvartað um yfirgang sovézkra togara og sakað þá um að veiða með smámöskvaðri netum en leyfilegt er. Þeirri ásökun svaraði sovétstjórnin á þá leið, að hún væri nú að búa flota sinn net- um með möskvastærð samkv. alþjóðlega samnirvgnum frá 1946 og gömlu netin væni smám sam an tekin úr umflerð. Hinar viðurkenndu, margeftirspurðu og ódýru Alkon mótordælur fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum: 1”, lVfe” og 2”. Pantanir óskast staðfestar sem fyrst. Gísli Jónsson & Co. Skúlagötu 26 — *Sími 11740. Faðir minn KARL LAXDAL BJÖRNSSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Snorri L. Karlsson. Eiginmaður minn og stjúpi ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON Njálsgötu 80, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. þ.m. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Guðmundína Matthíasdóttir, Bjarni Kolbeinsson. Eiginmaður minn og faðir ÖGMUNDUR SIGURÐSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. þ.m. kl. 13,30. — Þeir sem vildu minnast hins látna, vin- samlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Guðbjörg Jóelsdóttir, Ásta Ögmundsdóttir Bono. Hjartkær faðir okkar GUÐJÓN SIGURÐSSON frá Isafirði, andaðist föstudaginn 24. þ.m. — Fyrir mína hönd systkina og ættingja. Aðalsteinn Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.