Morgunblaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 26. jan. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
17
Hver vildi láta
það ólán henda sig?
Þrú banaslys á fáum dögum,
fjöldi árekstra og meiðsla mis-
munandi alvarlegra hljóta enn á
ný að vekja menn til hugsunar
um hættur af umferðinni. Oft
er erfitt að dæma um hverjum
slysin séu að kenna. Þeim verð-
ur seint með öllu afstýrt, en
aukin aðgæzla og varúð draga
örugglega úr fjölda þeirra. Bezt
er að hver líti í eigin banm og
skoði, hvað hann sjálfur getur
gert til umbóta á eigin hátterni
á vegum úti, hvort heldur hann
gengur eða ekur. Hinum full-
orðnu ber að brýna varúð fyrir
börnum og unglingum. Þar hafa
bæði heimili og skólar miklu
verkefni að gegna. Allir finna
6árt til þegar slys verður, senni-
lega enginn þó sárar en sá, sem
siysinu veldur. Hver vill láta þá
ógæfu henda sig að verða öðr-
um manni að bana? Sök bítur
setíð sekan en fullkomið óhapp,
sem mannsbana veldur, leggst
áreiðanlega einnig þungt á þann
ökumann, sem fyrir slíku verð-
„Fast þeir sóttu sjóinn
— Ljósm. ÓL K.
REYKJAVÍKURBRÉF
ttr. Varúðin er fyrir öllu í vax-
andi umferð.
ískyggilegir skips-
tapar
Sízt situr á landkröbbum að
ásaka sjömenn fyrir að fara
óvarlega á hafi úti, þegar þeir
eru að sækja björg í bú. En hinir
tíðu skipstapar að undanförnu
við síldveiðarnar austan við
Vestmannaeyjar hafa slegið
óhug á almenning. Allir þakka
þá guðs .nildi, að mannbjörg
hefur orðið. Þar hefur stundum
litlu mátt muna. Á siðíista án
var efnt tii rannsóknar á skips-
töpum, sem orðið höfðu þá að
undanförnu. Þeirri rannsókn
mun ekki lokið, eða a. m. k. hafa
engar skýrslur verið birtar um
hana. H'insvegar hafa verið sett-
ar nýjar hleðslureglur og er það
út af fyrir sig góðra gjalda vert.
Hætt er þó við, að það sé ekki
einhlítt. Umfram allt þarf að
kanna til hlítar orsakir hverju
sinni og færa í nyt þann lær-
dóm, sem af má draga. í sjó-
ferðum dugar ekki varúðin ein,
en án hennar má þó aldrei
vera. Kapp er bezt með forsjá.
Þriðja hættan
Til viðbótar hættum af um-
ferð og sjóslysum verður mönn-
um að vonum þessa dagana mjög
tíðrætt um þriðju hættuna, þá
»f sígarettureykingum. Segja
má, að fuílorðnir menn megi af
ráðnum hug leggja sjálfa sig í
hættu, ef þeir skaði ekki aðra.
Hver verður að gerá upp við
*jálf»n sig, hvort hann vilji
venja sig af óskynsamlegum
ávana eða ekki, enda hefur löng
um reynzt erfitt að ætla að hafa
vit fyrir öðrum. Það á raunar
jafnt við unga og gamla. Lág-
markskrafa er þó, að allir fái
vitneskju um hverjar hættur
eru samfara almennum ávana
eða tízku. Unglingum verður að
gera ljóst, hverjar hættur leiði
•f reykingum. Vitneskja um það
hlýtur að verða svipaður þáttur
í uppeldi eins og kennsla í um-
ferðarreglum.
Bönn ekki einhlít
1 Fæstum blandast húgur um,
•ð lög og reglur eru ómissandi
í siðuðu þjóðfélagi. Áhrifavald
þeirra má þó ekki ofmeta. Jafn-
▼el í einræðisríkjum fær 'lögregi
•a ekki ráðið við nema sumt
Laugard. 25. jan.
Hvað sem boði og banni líður
fara einstaklingarnir ætíð sínu
fram í fjölmörgum efnum. Um
það er áfengisbann sígilt dæmí.
Það hefur verið reynt í stærstu
stórveldum eins og Bandaríkj-
unum og Sovétríkjunum og ein-
angruðu smáríki eins og okkar.
Reynslan hefur hvarvetna orðið
hin sama. Vegna þess, að bann
hefur ekki átt stoð í almenn-
ingsáliti, jafnvel þótt það hafi
í fyrstu verið sett eftir sam-
þykkt við þjóðaratkvæða-
greiðslu, þá hefur orðið að hætta
við það. í stað siðbótar leiddi
það til siðspillingar. Þetta er
skýrasta dæmið en hins sama
gætir í ótal öðrum efnum. Meðal
vegurinn milli óstjórnar og of-
stjórnar er vandrataður. Jafn-
vel í lýðræðisríkjum verða
stjórnendur stundum að taka
ákvarðanir, sem brjóta í bág við
almenningsálit. Ef þeir gerðu
það ekki, væru þeir ekki trausts
verðir. En andstaða almennings
getur einnig gert hin beztu
áform stjórnenda að engu. Ef
tryggja á góðu máli sigur til
lengdar, verður því fyrst og
fremst að tryggja því stuðning
almenningsálitsins.
Allra ráða leitað
Við íslendingar höfum nú ára-
tugum saman átt í baráttu við
verðbólguna. í þeirri baráttu
hefur allra ráða verið leitað.
Beitt hefur verið beinum bönn-
um og leitað hefur verið frjálsra
samninga og öll úrræði þar
í miili reynd. Allt hefur komið
fyrir ekki. Meinsemdin hefur
haldið áfram að vaxa, hverjir,
sem voru við völd, og hver, sem
úrræðin voru þá eða þá. Á þessu
eru vafalaust margar skýringar.
Þær þurfa menn að kanna vegna
þess að ekki verður við mein-
semdina ráðið án þess, að tekið
sé fyrir orsakirnar. Hér er ekki
færi til að rekja þær en löngu
er sýnt, að engar ráðagerðir um
skyndilækningu fá staðizt. Þraut
seigja og það að ætla sér ekki
of mikið í einú verður affara-
sælast.
Ekki eingöngu
öðruin að kenna
Hvað, sem öðrum orsökum líð-
ur, þá hefur löngum vantað raun-
hæfan stuðning almenni.ngsálits.
Ékki það, að allir tækju ekki
undir, að verðbólguna yrði að
stöðva1. Þetta bera allir sér í
munni. En þegar tii kastanna
kemur, ætlast þeir til, að aðrir
leggi meira af mörkum í þessu
skyni en þeir sjálfir. Að vísu
beygja menn sig stundum í bili
fyrir aðkallandi nauðsyn og
finna þá, að fórnin er ekki eins
sár og þeir höfðu ætlað. Áður
en langt um líður finnst þeim
þó nóg að sér hert og vilja því
betur ná sér niðri í næstu um-
ferð. Allt er þetta í samræmi
við mannlegt eðli og við Islend-
ingar erum sízt eigingjarnari
eða aðgangsfrekari en aðrir.
Þvert á móti eru vandfundnir
örlátari eða eyðslusamari menn.
En vegna smæðarinnar má þjóð
félag okkar við svo litlu til að
það sporðreisist. Þess vegna þarf
trúlega meiri þroska í fjármála
efnum til að allt fari vel í okkar
litla ríki heldur en hjá hinum
stærri, sem lengur geta haldið
jafnvægi.
Valdið í hvers
eins liendi
Hvort vel eða illa fer, er kom
ið undir því að nógu margir
skilji, að úrslitin eru í hvers og
eins hendi. Á meðan flestir
reyna að velta ábyrgðinni yfir
á aðra og ætlast af þeim til þess,
sem þeir eru ekki reiðubúnir að
leggja fram sjálfir, þá er voðinn
vís. Reynslan kennir mönnum
vafalaust áður en yfir lýkur.
Einungis má kennsla hennar
ekki verða of dýru verði keypt.
Til að forða frá slíku, verður að
halda áfram að fræða menn um
hið sanna samhengi upp aftur
og aftur á meðan timi vinnet til.
Engin óskhyggja fær breytt
óhagganlegum staðreyndum.
Efnahagslífið hlítir sínum lög-
málum, hvort sem mönnum lík-
ar betur eða verr. Ef menn ætla
að flýja undan þeim, skapa þeir
sér einungis aukin vandræði.
„Felld íyrir ára-
mót“
f nýútkomnum Hamri, blaði
Sjálfstæðismaima í Hafnarfirði,
segir svo:
„Einn aðaiforvígismaður komm
únista hér í bæ sagði skömmu
fyrir jól, þegar rætt var um
fiskleysi, „að engin ástæða væri
til að kviða neinu, ríkisstjórnin
yrði felld fyrir áramót og þá
yrði nægur fiskur í sjónum eftir
það.“ Hann sagðist líta björtum
augum á framtíðina.“
Engin ástæða er til að halda
annað en þessi kommúnistafor
ingi hafi talað af heilum hug.
Hann vissi sem var, að éinn
aðaltilgangur margra félaga
hans með verkföllunum fyrir
jólin var sá, að knýja ríkisstjórn
ina frá völdum. Hann hefur tal-
ið víst, að það mundi takast, og
þess vegna litið björtum augum
á framtíðina. Sá góði mann hefði
þó mátt minnast hvernig fór,
þegar þeir lagsbræður höfðu
úrslitaráð í ríkisstjórn. Árið
1958 var mesta aflaár, sem þang-
að til hafði yfir land okkar
gengið. Engu að síður gafst þá-
verandi ríkisstjórn upp rétt fyrir
áramótin af því að hún réði ekki
við neitt. Afneitun staðreynda
og innbyrðis ósamkomulag varð
henni að fjörtjóni.
Aukning þ jóðar-
tekna
Hér á landi segja kommún
itsar að auðvelt ætti að vera að
auka þjóðarframleiðslu 1
6—7% a. m. k. á ári, og vilja
láta tryggja verkamönnum veru
legan hluta þeirrar aukningar
raunhæfa launahækkun árlega
Sem betur fer er ekki um það
deilt á íslandi, að almenningur
eigi að fá svo mikinn hluta aukn
ingar þjóðartekna, sem fremst er
mögulegt, enda eru ásakanir um
að hlutur launþega í þjóðar-
tekjum sé hin síðari ár minni en
áður með öllu úr lausu lofti
gripnar. Þau hlutföll eru laun
þegum nú sízt óhagstæðari en
t. d. á tímum vinstri stjórnarinn
ar. Hitt er jafn fjarstætt nú sem
þá, að hækkun launa almenn-
ings umfram vöxt þjóðartekna
leiði til raunhæfra kjarabóta
Viðfangsefnið er að auka þjóð
artekjurnar. Þá mun ekki á því
standa að launþegar og allur al
menningur fái sinn hlut í aukn-
ingunni.
Þætti lítið hér
Eru líkur til þess, að þjóðar'
tekjur mundu vaxa meira, þótt
kommúnistar fengju meiri áhrif
á stjórn landsins? Ekki segir
reynsla annarra það. Raunar
stærði sjálfur Krúsjeff sig af
því fyrir nokkrum árum, að þá
væru Rússar í þann veginn að
ná Bandaríkjamönnum i fram
leiðslu. Sú bjartsýni hefur hing
að til reynzt ástæðulaus, Sam;
kvæmt síðustu gögnum er vöxt
ur þjóðarframleiðslu í Sovxét-
veldinu ekki nema 214%. Mundi
slíkt ekki þykja mikið hér
landi. Enginn efast um, að marg
háttaðar framfarir hafi orðið
Rússlandi frá því að kommúnist
ar náðú þar Völdum. Rússar voru
áður um margt langt á eftir
öðrum. En allar líkur benda til,
að jafnvel hinu gerspililta zar
veldi hefði ekki tekizt ver úm
endurbót lífskjara en Sovétherr
unum. Þrátt fyrir ólík stjórnar
form, hefðu báðir orðið að lúta
lögum efnahagslífsins.
Fækkun í sveitum
og framtíð land-
búnaðar
Um þessar mundir birtast í
Morgunblaðinu fróðlegar um-
ræður um framtíð landbúnaðar
hérlendis. Margt nýstárlegt kem
ur fram í greinum Gunnars
Bjarnasonar og er ekki furða þó
að kenningar hans sæti gagn-
rýni. En þær hljóta að vekja
menn til umhugsunar. Enga ís-
lenzka valdhafa hefur skort um-
hyggju fyrir velferð sveitanna.
Án blómlegs íslenzks landbún-
aðar væri þjóð okkar rótlaus.
En við sem aðrir höfum nauð-
ugir viljugir orðið að fylgjast
með þróun, sem hvarvetna hefur
gengið í sömu átt. Ömurlegt er
að horfa upp á sjálfsblindu
Framsóknarmanna, sem lengur
hafa ráðið í landbúnaðarmálum
en nokkrir aðrir á þessari öld
umbyltinganna. Ef kenna ætti
illvilja eða umhyggjuleysi ein-
hverra um þá fækkun, sem orðið
hefur í sveitum íslands frá því,
að Framsókn fyrst fékk forráð
landbúnaðarmála, þ. e. snemma
árs 1917, hlyti sú sök fyrst og
fremst að lenda á Framsóknar-
mönnum. Ef um sök er að ræða,
þá er sök þeirra einkum sú, að
reyna að kenna öðrum um það,
sem þeir voru sjálfir með öllu
ómegnugir að ráða við.
Vitnisburður 100
ára sveitakonu
Þegar menn hlusta á allt
Framsóknarkífið er fróðlegt að
rifja upp orð Málfríðar Hans-
dóttur, er varð 100 ára nú í vik-
unni og hefur alla sína ævi átt
heima í sveit. Hún sagði í sínu
skemmtilega útvarpsviðtali:
„Menningin og menntunin
hefur náttúrlega breytt fólkinu
alveg. Þá var allt að kæfast, þá
var ekkert nema vinnan, vinna,
vinna, til þess að geta haft ofan
í sig og utan á. Allt hefur breytzt
til batnaðar nú. á öldinni, það
skiptist allt til batnaðar um alda
mótin. Til að mynda með bú-
skapinn, það var ekki lítið hvað
þá batnaði margt, ellegar húsa-
kynnin þá, mér finnst bara eins
og þetta sé allur annar heimur,
það er ekkert annað orð til yfir
það. Það er bara eins og maður
sé kominn í annan heim.“
Látum ekki sjálfs-
blekkinguna tefja
okkur
Áreiðanlega er ekkert fjær
hinni 100 ára öldnu heiðurskonu
en að blanda sér í stjórnmála-
deilur. Eftirtektarvert er, að hún
telur batann hefjast um alda-
mótin. Þá fór saman aukið stjórn
frelsi, upphaf tæknialdar og
batnandi veðurfar. Fyrir allt
þetta megurn vió þakka og gera
okkur grein fyrir, að þarna eru
frumorsakir þeirrar hagsældar,
sem við búum við. Hún hefur
aukizt með vaxandi hraða eftir
því, sem á öldina hefur liðið.
Engu að síður hafa mörg mistök
átt sér stað, og enn erum við
sökum ofurkapps og sjálfsblindu
að gera mistök, sem vel mætti
forðast. Við ættum að vera búin
að læra, að samþykktir um betri
lifskjör og hækkað kaup bæta
einskis hag, ef raunveruleikinn
ber þau ekki uppi. Það er ekki
ætíð líklegasta leiðin að létta sér
sporin í bili. Nú segja t. d. sumir,
að við getum afstýrt nýjum álög
um til styrktar atvinnuvegum,
sem allir játa, að éins óg komið
er þurfi að styrkja, með því að
éyða fé, sem þegar hefur verið
safnað. Ef þannig yrði farið að,
'mundi það auka á verðbólguna,
sem állir þykjast þó vilja berj-
ast á móti. Slíkt væri auðveldara
rétt í bili en hlyti innan stundar
að draga úr framförum og tor-
velda leiðina til þeirrar farsæid-
ar, sem allir þrá.