Morgunblaðið - 04.02.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 04.02.1964, Síða 10
\0 MORGU N BLAÐIÐ ÞriðjudagUr 4. febr. 1954 Loftleiðaflugvél lenti á Akureyri Felld niður áætlunarferð'*til Egilsstaða I.OFTLEIÐAFLUGVÉL varð að Mbl. spurði Agnar Kofoed lenda á Akureyri á sunnudags- morgun, þar eð bremsuskilyrði voru ekki nægilega góð á Rvík- urvelli. í fiugvélinni voru að- eins farþegar til íslands, sem biðu enn á Akureyri í gær, þar eð veður var slæmt í Reykjavík. Flugvél Flugfélagis íslands fór ekki áætlunarferð sína á laugar- dag til Egilsstaða. 25 farþegar biðu á flugvellinum á Egilsstöð- um, þar á meðal allir þingmenn Austurlands, sem höfðu veirið á fundi á Egilsstöðum á föstudags- kvöld. Jónas Pétursson, alþingis- maður, sagði að farþegum hefði verið gefin sú skýring að ekki væri hægt að fljúga, því ekki femgist borinn sandur á braut- ina í Reykjavík. Flugfélagið kom farþegum fyrir á Egilstöð- um um móttina, því þeir voru komnir frá Norðfirði, Seyðis- firði, Reyðarfirði og víðsvegar að af héraði, en Jónas sagði að sér hefði persónulega ekki kom- ið þetta illa, því hann gat þá verið heima hjá sér sólarhrimgn- um lengur. En fyrir suma þá sem komu með flugvélinni að sunnan var þetta afar slæmt, því þeir náðu ekki Oddsskarði opnu. Á laugardag var það opið, en á sunnudag var skarðið orðið lokað bílum. Hansen í gærkvöldi, hvort sú skýring væri rétt á lokun flug- vallarins, að starfsmenn hans hefðu verið á þorrablóti og því ekki fengizt til sandburðar. — Flugmálastjóri kvað þetta hina mestu firru. Hann sagði: Starfsmennimir hafa aldrei brugðizt. Það skal fram tekið í fyrstu, að ekkert þorrablót né skemmt- un af neinu tagi var haldin hjá starfsmönnum flugvallarins sl. laugardagskvöld. í öðru lagi er þess að geta að þeir sem vinna við samdáburð og snjóhreinstm á Reykjavíkur- flugvelli eru lausráðniir tíma- kaupsmenn og ber þeim engin skylda til að vinna utam venju- legs vinnutíma. Hitt er svo ann- að mál, að þessir menn haáa aldrei brugðizt til þessa, hafi til þeirra verið leitað, hvorki um miðjar nætur, helgidögum né á stórhátíðum og eru þeir þá oft ræstir út kl. 3—4 á nóttunni. Þótt mikið hafi verið á þessa menn lagt á undanfömum árum, hafa þeir aldrei brugðizt, sagði flugmálastjórinn ennfremur. Sl. laugardag gekk á með þétt- um hríðaréljum, eins oig allir vita og þegar slíkt veður gengur yfir þýðir ekki að sandbera braut ir, því sandurinn treðst niður í snjóinn og bemur ekki að not- um. Undir slíkum kringumstæð- um er tilgangslaust að sóa sandi, heldur er beðið þar til versta veðrinu slotar og þá er snjórinn hreinsaður af flugbrautunum. — Síðan er sandborið. Eftir hádegi sl. laugardag gengu yfir él, en þegar flugvall- arstarfsmenn hugðu að það væri að stytta upp, báru þeir eftt bíl- hlass til reynzlu á brautarenda, en það sýndi sig að vera alger sóun fjármuna. Þesis má geta að sandburður á brautir Reykjavíkurflugvallar kostar stórfé hverju sinni og þær fjárveitingar, sem völlurinn hef- ur til slíks, eru mjög naumar, svo gæta verður ýtrusitu hag- sýni. í þessu tilviki var hætt við sandburðinn, þar sem hann var talinn tilgangslaius og flugvell- inum því lokað, sem ætti ekki að vara goðgá þótt fyrir komi á miðjum þorra á íslandi, sagði Agnar Koefod Hansen að lokum. Fiskiþing heldur áfram FUNDIR á Fiskiþingi hófust í \ morgun kl. 10.30 og stóðu til kl. 18.30. Fundarstjóri *rar kosinn Helgi Pálsson frá Akureyri. Vara fundarstjóri var Niels Ingvars- son, Neskaupstað, fundarritari var kosinn Margeir Jónsson Keflavík og varafundarritari Þorvarður Björnsson, Reykjavík Þá fór fram kosning nefnda og eru þær þannig skipaðar: Dagskrárnefnd: Helgi Pálsson, Margeir Jónsson, Hermann Vil- hjálmsson. Fjárhagsnefnd: Helgi Pálsson, Sveinbjörn Einarsson, Jón Bene- diktsson, Haraldur Guðmunds- son, Niels Ingvarsson. Allsherjarnefnd: Hermann Vil hjálmsson, Helgi Benónýsson, Magnús Magnússon, Óskar Krist jánsson, Hólmsteinn Helgason . Laga- og félagsmálanefnd: Val týr Þorsteinsson, Ingimar Finn- björnsson, Hallgrímur Jónsson, Þorsteinn Jóhannesson, Þorvarð- ur Björnsson. Fiskiðnaðar- og tætkninefnd: Friðgeir Þorsteinsson, Njáll Þórðarson, Hólmsteinn Helgason, Jón Benediktsson, Ingimar Finn- björnsson. Sjávarútvegsnefnd: Einar Guð finnsson, Magnús Gamalíelsson, Ingvar Vilhjálmsson, Margeir í S A B F I I A sokkar eru þekktir hér á landi fyrir framúrskarandi end- ingu og fallegt útlit. Isabella fást í tízkulitum í verzlun- um um allt land. * Isabella eru seldir á hagkvæmu verði en vörugæðin eru ætíð hin sömu. Bibjið um * Isabella Jónsson, Ársæll Sveinsson. Þessi mál voru rædd: 1. Skýrsla fiskimatsstjóra. 2. Reikningar Fiskiféiags ís- iands. 3. Fjárhagsáætlun Fiskifélags íslands fyrir árið 1964. 4. Hafnarmál. Framsögiumaður Einar Guðfinnsson. 5. Vitamál. Framsögumaður Friðgeir Þorsteinsson. 6. Ferskfiskeftirlit og fiskmat Framsögum. Ársæll Sveinsson. 7. Þélstjóra- og skipstjóranám. Framsögum. Hermann Vilhjálms son. 8. Vigtun fersksíldar. Fram- sögumaður Margeir Jónsson. Voru mál þessi rædd og þeim vísað til nefnda. Fundum verður fram haldið kl. 10.30 í fyrra- málið. — Hrið og ófærð Frh. af bls. 28 Einnig var mjög erfið færð hjá Lamibhaga og á Fiskilækjarmel- um. Þessir kaflair voru þó nokik- urn veginn færir stórum bílum, en erfiðir iitlum. í gærmorgun var tepptur vegurinn hjá Hvít- árvöllum og töluverður snjór frá Svignaskarði og upp að Dals- minni. Höltaivörðuheiðin var lok- uð í gær, en á að reyna að moika í dag vegna áætlunarferðarinnar. Hrútafjörður var erfiður og snjó kcman í gær gerði vegi í Vestur- Húnavatnssýslu erfiða. Öxnadals he'iðin var ekki fær í gær, en Verður reynt að moka hana í dag, ef veður leyfir. í Eyjafirði var fært til Dalvíkur og eins frá Akureyri til Húsavíkur, en ékki um Vaðlaheiði, sem er lokuð. Brattabre'k’ka var lokuð í g*r og þungfært í Dölum, bæði við Fellsenda ’og Brautarholt, Áætl- unarferð er í Dalina í dag og verður reynt að moka Bröttu- brekku. Stykkishól msvegur var allt að því iokaður í gær og fi-all- vegirnir um Kerlingarskarð og Fróðáhheiði mjög erfiðir Mjólkurbílar töfðust Mbl. hafði samband við nokk- ra fréttaritara á vestanverðu landinu. Fara ummæli þeirra um veðrið hér á eftir: AKRANESI, — í nótt snjóaði óhemju mikið. f morgun var skafbilur og skóf í skafla. Á ellefta tímanum á sunnudags- morgun ók mjólkurbíll, er var að koma hlaðinn úr sveitinni, út af veginum. Bíil var sendur héðan honum til aðstoðar og ók sá sömuleiðis út af. Á meðan stóð á þessu bram'bolti af völdum fannkyngisins varð mijóikurlaust í bænum. En mjólkurbílnum tókst að losa sig og koma mjólk- inni í bæinn. — Oddur. • Vandræði af stopulum gæftum ÍSAFIRÐI — Hér hefur snjóað talsvert að undanförnu, þó mest síðdegis í dag. Hefur verið logn- drífa og sett niður mikinn snjó, en ekki er kalt í veðri. Götur eru færar enn og vegurinn til Bolungarvíkur og Súðavíkur hef ur verið ruddur. Engir bátar eru á sjó, en storm ur er á miðunum. Annars hefur verið mjög tregur afli og stopul- ar gæftir, svo til vandæða horfir á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki hefur verið hægt að fljúga hingað síðan á miðviku- dag. Á laugardaff kom vél yfir ísafjörð, en gát ekiki lent —H.T. , , ★ ÞÚFUM-N.fs. — Undanfarna daga hefir verið risjótt veðr- átta, hvassviðri stundum af ýms- um áttum og oft nokkur úrkoma. Nú er kominn nokkur snjór og færð farin að þyngjasf á vegun- am. Þó virðast færar leiðir á bílum. Djúpbáturinn nýi reynist prýðilega og heldur upp ótrufl- uðum ferðum, nema í mestu af- tökuveðrum. Janúar var mildur og snjó- léttur og alls staðar hagar góðir. Útlit er gott með afkomu fénað- ar og fóðurbirðir. En hætt er við að síðar á vetrinum komi frost og kuldar eða í vor. Ávallt eru óhagstæðar gæftir til sjávar- ins og afli fremur rýr. — P.P. • Lítil hríð fram undir þetta BLÖNDUÓSI — Talsverða hríð gerði í morgun, en minnkaði mikið þegar leið á daginn. Eru allir vegir færir og mjólkurflutn ingar með eðlilegum hætti. — B.B. ★ SIGLUFIRÐI — Ekki gerSi hríð hér að ráði fyrr en í dag og aðallega með kvöldinu, og með henni er kuldi, 8-9 stig. Illfært er prðið um götur á litlum bíl- um, en vel fært jeppum og stærri bílum. Og auðvitað er Siglufjörð ur innilokaður, eins og venjulega á vetrum. St.F. ★ AKUREYRI — Hér er engin hríð sem talizt getur, aðeins föl og fært um bæinn. BLAÐBURÐAFOLK ÓSKAST t þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, til þess að bera blaðlð til kaupenda þess. Austurbrún Efstasund Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. SIMI 22 4 80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.