Morgunblaðið - 04.02.1964, Page 17
Þriðjudagur 4. febr. 1964
MORGUNBLADID
17
— Sagnritun
Framh. af bls. 12
málamaður og síðar foringi í
sjálfstæðisbaráttunni verður
hann fyrst við lamstur veðra
stjórnmálabaráttunnar.
Undirokun íslands
Við fáum að heyra um mikið
fjárhagslegt tjón vegna þess að
enginn er fréttaþráðurinn. Hvers
vegna tekur K. A. þetta eina
dæmi úr atvinnulífi þjóðar, sem
enn lifir á miðaldavísu? Jú, sko,
Hannes var í þann veginn að taka
upp símamálið og fá á það far-
sæla lausn. Annars er í 1. bindinu
lítið um þessa arðrændu þjóð,
með sitt vanrækta og niðurnídda
land. Höfnin í Reykjavík er „eins
og í árdaga“. Eftir meira en 500
ára danska stjórn er hér naumast
bryggjustúfur, brú eða vegar-
spotti. En allur arður af atvinnu-
vegunum, bæði framleiðslu og
verzlun, rennur svo til óskiptur
út úr landinu. Án þess ríkisvald
sé í höndum íslendinga er ógjörn-
ingur að fá nokkra rönd við. reist.
Þetta skilja skýrustu íslending-
arnir alla tíð. Um þessa hliðina
á sjálfstæðisbaráttunni er ekkert
að finna í ritverki K. A. umfram
orð Benedikts Sveinssonar. Það
líður fram eins og -huldufólks-
ævintýri vafið blámóðu fjallanna
og liðna tímans.
Eitt dæmi um ranga meðferð
staðreynda er það sem K. A.
segir um fjármálin. Hann segir að
embættismannaefnin hafi stund-
að nám í Kaupmannahöfn að
mestu leyti á kostnað Dana, enn-
fremur að embættismennirnir
hafi verið launaðir af ríkissjóði
Dana til 1874, en eftir það með
árlegu framlagi til landssjóðs.
Staðreyndirnar eru þær, að
tekjur af þjóðareignum og nátt-
úrugæðum runnu beint til kon-
ungs og í danska lýkissjóðinn.
Greiðslurnar til embættismann-
anna og námsmannanna voru því
síður en svo ölmusur.
Annars var ísland líkast blóð-
mjólkandi kú. Allur losanlegur
arður, sem nöfnum tjáir að nefna,
rann út úr landinu, mikið af því
til einkaaðila. f staðinn fékk þjóð
in laun nokkurra embættis-
manna, og þar með búið. K. A.
virðist ekki hafa hugmynd um að
þetta ástand hafi staðið öldum
saman, og að það vantar talsvert
á að við séum enn lausir undan
afleiðingunum.
K. A. segir að samkvæmt stöðu
lögunum myndi Danmörk og ís-
land eitt ríki. í rauninni er þetta
rangt, ef þetta á að skiljast sem
svo að í ríkinu búi jafnréttháar
þjóðir, jafnréttháir ríkisborgarar.
Ríkisþing Dana setur lög um ís-
land og spyr íslendinga ekki að.
íslendingar eiga engan fulltrúa á
því þingi. íslandi er stjórnað af
löggjafarþingi annarrar þjóðar,
og hennar ráðherra fer með vald
á íslandi. Stjórnin sem er á ís-
landi er einskonar héraðsstjórn.
íslandi er stjórnað af Danmörku,
ekki sem Danmörku. Hákarlinn
og seiðið, sem hann hefir gleypt,
eru í vissum skilningi eitt, en
ekki er seiðið þar fyrir hákarl-
inn, eða lífrænn hluti hans. Svona
rangtúlkar K. A. hinar sögulegu
staðreyndir. Það kostar miklar
illdeilur og á að vera mikil rétt-
arbót að íslendingur fari með
æðstu völd — ekki í málefnum
ríkisins — heldur íslendinga.
Island er í augum annarra
þjóða bundið af stöðulögunum, og
íslendingar höfðu þrátt fyrir allt
tekið við stjórnarskránni 1874.
K. A. segir hróðugur frá þeim
orðum Einars Arnórssonar að
stjórn landsins hafi hvílt á þess-
um lögum. En hann gleymir því
að íslendingar voru undirokuð
þjóð. Hún býr við fyrirkomulag
sem hún er óvefengjanlega á
móti. Sú stórfurðulega hugmynd
ber uppi allt þetta ritverk, að það
sem sé, það sé sönnun þess að
svona vilji íslendingar hafa þetta
— ja, nema þessir „sálsjúku".
Það fyrirkomulag, sem ríkir
hverju sinni, er rétt, og því við-
miðunargrundvöllur fyrir því,
hvað sé réttlátt.
Höfundur vitnar hvað eftir
annað í lagaákvæði, sem hann
gefur í skyn að íslendingar eigi
ekki að vera að fetta fingur út í,
vegna þess að þau „auki ekki á
þá innlimun sem er“.
Það er sjálfsagt að hafa í huga,
að K. A. er að segja sögu H. H.
Það er því eðlilegt að hann vitni
í skáldskap hans. En það er erfitt
að verjast þeirri hugsun, að til
þess að dýpka skilning sinn á ís-
lendingum hefði K. A. gjarnan
mátt kynna sér kvæði Bólu-
Hjálmars til konungs 1874. Hér
opnaði þjóðin hjarta sitt, án hat-
urs, án óvildar, án „sálsýki".
Svona var henni þá innanbrjósts.
Væri K. A. maður alvarlega
hugsandi og skrifandi um þjóðfé-
lagsmál, myndi hann spyrja eitt-
hvað á þessa leið: hvaða stað-
reyndir, hvaða reynsla íslenzku
þjóðarinnar gerir það, að ekki
ógáfaðri maður en Einar Bene-
diktsson kemur fram með getsak-
ir sínar um stjórnarfarið í árs-
byrjun 1903? (Ráðherrann muni
verða danskur erindreki. Hann
muni veita embætti og bitlinga
þeim sem vilji leggja hönd að
niðurlægingu fslendinga o.s.frv.)
Ég held að hann myndi ekki
þurfa að leita lengi að réttu svari.
Stjórnarskrána frá 1874 kallar
K. A. alltaf stjórnarskrá, en Dan-
ir kölluðu hana ekki Grundlov
heldur Forfatningslov. Sjálf-
stæðisbaráttan virðist meðfram
snúast um það að fá Dani til að
viðurkenna þessa stjórnarskrá í
verki sem stjórnarskrá fyrir ríki.
Skrif K. A. um ríkisráðstefnuna
sýna einnig skort á gagnrýni. Það
Sr. Jens Pálsson
kemur fram, eftir margra ára þóf
íslendinga, að þeir hafa rangar
hugmyndir um ríkisráðið. Ríkis-
ráðsfundur halda þeir að sé eins
og ríkisstjórnarfundur. í reynd-
inni ber hver ráðherra sín mál
upp fyrir konungi, ekki hinum
ráðherrunum. Það er ekki laust
við það, að K. A. sé svolítið hróð-
ugur yfir fáfræði forystumanna
þessarar ófrjálsu smáþjóðar,
sem skortir bæði þekkingu og
reynslu á mörgum sviðum. Hvers
vegna skýrði danska stjórnin
ekki málið strax, svo íslendingar
væru ekki að berjast við vind-
myllur? Hafði hún svona mikla
fyrirlitningu á íslendingum, sem
voru svona fáfróðir? En þögn
hennar hefir sennilega stafað af
öðru. Ef stjórnarskrá íslands var
í rauninni stjórnarskrá og ríkin
tvö, þá áttu ríkisráðin að vera
tvö. Ríkisráðssetan var ekkert hé
gómamál, þótt íslendingar átt-
uðu sig ekki á þeim mun, sem er
á ríkisstjórnarfundi og ríkisráðs-
fundi, og það skildi danska stjórn
in. En K. A. virðist ekki skilja
það enn í dag.
Það er óvíða, það ég fái séð —
að bein ósannindi séu í bókinni.
En fullkomnar ýkjur verður að
kalla það þegar K. A. segir að
Valtýingar hafi í lengstu lög
spyrnt gegn innlengri stjórn (II,
20). Þetta má segja um Valtý, en
ekki um Valtýinga. K. A. notar
hér algengt bragð, en það er að
láta sem Valtýr einn segir og
gerir, sé sagt og gert af Valtýing-
um.
Þegar menn eiga í baráttu þyk-
ir oftast gott að vera liðsterkur.
Hafi menn ekki nægilegt fylgi, þá
þykir gott að fá bandamenn, sem
hægt sé að styðjast við, til þess
að ná einhverju nánar greindu
marki. Þetta þykir heilbrigt og
eðlilegt og við sjáum þetta í ó-
teljandi myndum á öllum sviðum
mannlífsins. En svona viðhorf á
ekki við K. A. Samvinna andstæð
inga heimastjórnarmanna, eftir
að H. H. er orðinn ráðherra, er
honum enn eitt merki um for-
djörfun íslendinga.
Frumherjarnir í símamálum
strax 1891 eru þeir Skúli og séra
Jens Pálsson. En maðurinn sem
fær Mikla norræna símafélagið
til þess að gera tilboð sitt er Val-
týr Guðmundsson. Af þegsu sést
raunar, að það eru áhrifamenn í
Danmörku, sem á bak við hann
standa. En 6 árum síðar kemur
svo innlend stjórn og þar með er
máli leyst. H. H. er orðinn ögn
djarfari en landshöfðinginn. Fyr-
ir þetta þakkar svo K. A. H. H.
'símann. Viðhorf Dana til íslands
og framtíðar þess kemur fram í
símamálinu: Þetta verður tap-
rekstur. En þróunin átti eftir að
Skúli Thoroddsen
verða .önnur. Vantrúin, sem ein
hafði setið að völdum á íslandi
um langar aldir, átti eftir að
víkja enn betur. Hinir „sál-
sjúku“ höfðu raunar um lang-
an tíma séð þetta í huga sín-
um. Trúin hjá Dönum á hafnar-
byggingu í Reykjavík var svona
svipuð og á aðrar framkvæmdir
á íslandi. Höfnin átti samt fljót-
lega eftir að verða gróðafyrir-
tæki. Þröskuldurinn var alltaf
einn og hinn sami: valdið var í
höndum útlendra manna, sem
vissu lítið um ísland, skildu
minna og höfðu enga trú á þjóð-
inni og framtíð hennar.
Það er algengt að sjá það, þeg-
ar menn deila, að þeir segi meira
en staðreyndirnar fái staðið und-
ir. Þetta er svo hversdagslegt að
naumast er hægt að gera það að
uppistöðu í margra binda rit-
verki. Þetta gerir K. A. þó. Hann
rekur nákvæmlega ýkjur og of-
sagnir einstakra andstæðinga H.
H.„ og telur að því sem stefnt
sé gegn H. H. sé stefnt gegn Dön-
um. Það grasserar pólitísk sál-
sýki í landinu, segir hann. Nú
er það svo að sálfræðingunum
hefir orðið talsvert ágengt í því
að finna eðlilegar skýringar á
margvíslegu afbrigðilegu mann-
legu framferði. Hefði því farið
vel á því að K. A. reyndi að
grafast fyrir orsakir þessarar sál-
sýki, sem hann talar um. Önd
mannsins getur orðið fyrir áföll-
um og sárum ekki síður en lík-
aminn. Hér hefði verið athyglis-
vert verkefni. En vinnubrögð K.
A. eru óvísindaleg að öllu öðru
leyti en því, að hann leitar uppi
nýjar heimildir. Svo er það aftur
órannsakað mál, hvernig hann
hefir notað þær. Það er ekki rétt
að telja bók hans ávöxt vísinda-
legra vinnubragða í öðrum skiln-
ingi en þessum.
En hverfum snöggvast til vorra
daga. Fyrir örfáum árum talaði
einn þingamður í stjórnarand-
stöðu á þá leið að ríkisstjórnin
stefndi að því að skapa hér móðu-
harðindi. Tveir eða þrír flokks-
menn hans tóku meira eða minna
undir vitleysuna, og einhverjir
fleiri reyndu að túlka í hana vit.
Nú er spunringin þessi: Gegn
hvaða Dönum og Danavinum var
þingmaðurinn að tala? Gegn
hvaða Dönum var hinni pólitísku
„sálsýki“ stefnt? Samkvæmt
kokkabókum K. A. þarf svo að
gera þingmanninn úr garði sem
hvern annan vitleysing. Og ekki
nóg með það, heldur allan stjórn-
málaflokkinn sem hann tilheyrir.
Niðurstaðan yrði svo sú, að fjöldi
réttra staðreynda yrði uppistaða
í löngum reyfara, þar sem túlk-
unin falsaði flestan sannleik.
K. A. vitnar í ræðu H. H. á al-
þingi um undirskrift skipunar-
bréfs síns sem ráðherra. Forsæt-
isráðherra Dana hafði skrifað
undir bréfið ásamt konungi. Þótt
fsland hafi stjórn sérmála sinna
sé það ómótmælanlegt, að það sé
ekki sérstakt ríki, heldur ríkis-
hluti með sérstökum landsrétt-
indum. Samkvæmt viðhorfi K. A.
þýðir „ómótmælanlegt" sama sem
„rétt“. Þeir sem vilji annað eru
sálsjúkir. Tveimur blaðsíðum síð-
ar (II, 95), skýrir hann athuga-
semdalaust frá skrifum National-
tidende: nú er það skylda þeirra
— fslendinga — „að hlífa oss við
öllu þessu staðleysubulli um á-
sælni af vorri hendi“. í augum
K. A. er það ekki ásælni þegar
danska þjóðþingið hrifsar til sín
vald yfir íslandi þegar konungur
stofnar þingið, og neitar síðan
réttarkröfum íslendinga. Það er
ekki ásælni að halda því sem
hefir, að dómi K. A.
Jón Ólafsson er á móti skilnaði
árið 1906, álítur að við eigum að
verða 200.000—250.000 áður en
við förum að leika sérstakt ríki.
„En að sama marki höfum vér
allir ferðinni heitið". Hér er því
„sálsýkin" á háu stigi. En henn-
ar hefði aldrei þurft með. í Morg-
unblaðinu hinn 5. jan. þ. á. segir
í ritdómi að sambandslagasamn-
ingarnir 1918 hafi verið gerðir að
frumkvæði Dana, svo aðferð
K. A. breiðist nú út um landið.
Frumkvæðið var ekki hjá íslend-
ingum. Það voru ekki þeir sem
báðu og kröfðust og Danir sem
neituðu og neituðu áratugum
saman. Nú verður að segja —
annars næst ekki hinn rétti blær
—: frumkvæðið var hjá Dönum.
Setjum svo að ég hringi í mann
og við ákveðum fund með okk-
ur. Hér hefi ég átt „frumkvæði“
að fundinum, eða hefi ég það?
Setjum svo að maðurinn hafi
vikum og jafnvel mánuðum sam-
an leitað eftir því við mig að við
ættum saman fund. Loks læt ég
undan og hringi. Ég held við
verðum að samþykkja að sagn-
fræðingur sem leggur eitthvað
upp úr frumkvæði mínu sem
frumkvæði sé ekki upp á marga
fiska. En af svona atriðum er
bók K. A. full. Hún er fyrst og
fremst áróðursrit samið til að
verja þá sem töpuðu. Höfuðgalli
bókarinnar er sá að hún skygg-
ir á það, að báðir, nei — allir ís-
lenzku stjórnmálamennirnir,
háðu sameiginlegt stríð.
Það er því vissulega hægt að
skrifa söguna á fleiri en einn
veg. K. A. vitnar í skrifin í
Nationaltidende til þess aðeins
að víkja að skilnaðarskrifunum
og kveða þau niður, með því að
koma því að, að ísland sé frjálst
sambandsrland Danmerkur. Gall-
inn við þessa söguritun er sá sami
og áður: að hann er ekki sannur
heldur tilbúningur. K. A. er sjálf-
ur búinn að lýsa óánægju manna
með það hvernig heimastjórninni
sé háttað og hvernig hún sé til
komin. Hvað sem um hana nú
má annars gott segja, þá var hún
ekki tilkomin fyrir frjálsa samn-
inga milli íslendinga og Dana.
Og um viðhorfið á undan hefir
K. A. rætt langt mál. Og þó hann
geri það af litlum skilningi, þá
er það fásinna að kalla ísland
frjálst eftir þær umræður. Enda
stendur svo hinu megin á blað-
síðunni að sjálfstæðismálið sé
„mesta mál þjóðarandans, og erf-
iðasta," og hann kallað það nú
„frelsismál þjóðarinnar". Svona
háa einkunn má nú gefa þessu
máli. Við forystunni er tekinn
Hannes Hafstein.
Ný viðhorf
Árið 1906 „tekur H. H. þá
stefnu að samband landanna allt
verði að taka til róttækrar end-
urskoðunar". I sem styztu máli:
H. H. féllst að þessu leyti á sjón-
armið Landvarnarmanna, sem
eru arftakar Jóns Sigurðssonar
og Benedikts'Sveinssonar. K. A,
vill ólmur gefa H. H. stefnuna,
hvað svo sem öllum staðreyndum
líður.
Þegar lesandinn er komina
þriðjung fram í 2. bindi verður
hann allt í einu var þess, að nýr
maður heldur á pennanum, eða
svo virðist. Hér má skyndilega
lesa svör við spurningum sem
lesandanum vöknuðu þegar hann *
var fyrst að lesa um baráttu B.
Sv. og seinna Landvarnarmanna.
Nú veit höfundurinn svörin:
Danir líta á Islendinga sem eins
konar Dani og eru algjörlega fá-
fróðir um ísland. Þjóðernið er ís-
lendingum. ekkert umræðu- eða
samningamál. K. A. trúir því nú
úr því það stendur í dönsku blaði,
að Danir hafi farið heimskulega
að ráði sínu gagnvart Islandi „og
sérstaklega sýnt svo mikið tóm-
læti í garð landsins, að það hafi
vakið beiskju, sem geri alla alúð
og einlægni gersamlega ómögu-
lega“, o.s.frv. Nú er þetta ekki
lengur sálsýki. K. A. segir meira
að segja að þessi sýki geti í raun-
inni verið merki um heilbrigði.
Hvað hefir komið fyrir?
Síðan fyrra bindið kom út fyr-
ir tveimur árum hefir K. A.
rætt efni þess við ýmsa menn og
lesið um það ritdóma. Auk þess
hefir hann haldið áfram lesningu
um málið. Honum er síður en
svo alls varnað. Reynslan af grein
Gröndals sýnir, að þó hann loki
öllum sálargluggum og berji
höfðinu miskunnarlaust við
steininn, þá vill hann þrátt fyrir
allt halda lífi. (Og það viljum
við allir að hann geri sem lengst).
En höfuðatriðið er samt annað:
fallegi maðurinn er orðinn opin-
ber oddviti þjóðarinar og tekur
nú á herðar sínar að gerast það
sem hann hefir áður ekki verið:
þjóðarleiðtogi í sjálfstæðisbarátt-
unni.
í árslok 1906 og frameftir ári
1907 er H. H. þó síður en svo
hrifinn af kröfum landa sinna.
Þeir hafa flestir sameinast um
Blaðamannaávarpið. Næst gerist
það að um miðjan desember
1906 .vill „forysta Heimastjórnar-
flokksins" ekki láta málið leng-
ur afskiptalaust, þar sem ávarpið
krefjist að mál Islands verði ekki
borin upp í ríkisráði Dana. Hér
kemur enn einu sinni skýrt fram
sú aðferð, að segja aldrei neitt
nema lof um H. H. En auðvitað
er það hann sem ræður því, að
fundurinn er boðaður og með því
rofinn friðurinn. Annars ætti les-
andinn að vita afstöðu H. H., ef
K. A. væri ekki með skollaleik
sinn. K. A. hefir nefnilega rétt
áður sagt frá viðbrögðum Jóns
Ólafssonar við Blaðamanna-
ávarpinu. En Jón Ólafsson var
samverkamaður H. H. þótt K. A.
dragi við sig að segja okkur það
nægilega skýrt. Og hinn 8. júní
kvartar H. H. á Akureyri um
„skæðadrífu af kröfum og kenn-
ingum, sem gangi lengra en áð-
ur hefir verið farið---- -“. Og
líkar sjáanlega ekki .
Það er ekki það, hve hann sé
mikill íslendingur sem gerir að
honum verður mikið ágengt í
sjálfstæðisbaráttunni, heldur það
að Danir líta á hann sem eins
konar Dana. En það hjá H. H.,
sem gerir það að Danir líta þann-
ig á hann, er einnig veikleiki
hans á íslandi. Hann hefir ekk-
ert haft af kúgun Dana að segja.
Aldrei hafa þeir sýnt honum
fyrirlitningu eða fjölskyldu hans
ranglæti, þvert á móti. Eins og
allir með dönsk eða dönskufærð
nöfn átti faðir hans sjálfsagðan
forgangsrétt til embættis á ís-
landi.
Það sem K.A. segír um hina
miklu persónutöfra H.H. er áreið
anlega rétt. Hann verður ævin-
lega dáður sem skald og stjórn-
málamaður. Og það er áreiðan-
lega rétt að Friðrik VIII. var ís-
lendinguim ákaflega velviljaðux.
En hann hafði fengið fræðslu um
ísland og íslendinga sem hina
dönsku stjórnmálamenn vantaði
með öllu. En ekki nægir þetta út
aif fyrir sig, til þess að skýra
Eramh. a bis. 18