Morgunblaðið - 04.02.1964, Síða 24
24
MQRGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. febr. 1964
GAVIN HOLT:
48
ÍZKUSÝNING
rs
— Hvað á ég að segja þér oft, að ég vil ekki tala við þig
framar ?
hin kurteisasta, og næstum eins
og biðjandi afsökunar.
— Mig langar að spyrja nokk-
urra spurninga, sagði hann. —
Ég gerði boð fyrir ungfrú Dutt-
on að koma hingað og ég skil
ekki, hversvegna hún er ekki
komin.
Hann hafði alls ekki sent eftir
henni, heldur var hann að þreifa
fyrir sér. En það mistókst. Engin
viðbrögð voru sýnileg á neinum
viðstöddum.
— En úr því að svo fór, sé
ég ekki ástæðu til að bíða leng-
ur. Þið hafið öll verið tafin hér
alllengi og viljið sjálfsagt fara
að komast heim. Þið eruð
þreytt eftir erfiðan dag, og ég
ætla að reyna að hlífa ykkur
eftir bví sem hægt er.
— Það gleður mig að heyra,
herra fulltrúi, sagði Clibaud. —
Ég held ég hafi lagt fram alla
þá vitneskju, sem ég hef, og ég
skal játa, að ég er örðinn all-
þreyttur.
— Gott og vel, M’sreu’ Cli-
baud. Við skulum þá byrja á
yður. Þér heitið Réné Clibaud,
fæddur í Sviss af frönskum for-
eldrum, og hafið nú franskan
borgararétt. En hvar sögðust þér
vera fæddur?
Cilbaud hreyfði mótmælum. —
Við þurfum nú vonandi ekki að
fara að endurtaka það allt. Ég
hef þegar skýrt frá þessu í öll-
um smáatriðum. En ef eitthvað
fleira er að vita, skal ég auð-
vitað upplýsa það.
— Þér munuð sjá, að þetta er
mikilvægt. Burchell malaði eins
og köttur. — Ég ætla að stinga
upp á því, að yðar rétta nafn
sé Alfred Wolfgang Kleeber, að
þér séðu fæddur í Poplar, af
þýzkum foreldrum með enskan
ríkisborgararétt. Hvað segið þér
um það, M’sieu’ Clibaud?
Clibaud var eins og þrumu
lostinn, en þó ekki um of. —
Ég segi, að þetta sé tilhæfulaust,
sagði hann.
— Jæja, ég mundi nú heldur
segja, að það væri satt.
— Vitanlega er það ekki satt.
Ég heiti René Francois Clibaud
er fæddur í Ouchy, skammt frá
Lausanne.
Burchell sagði: — Það gleður
mig yðar vegna, af því að þessi
Kleeber á sér hálfgerða ógæfu-
sögu. Hann vann hjá skraddara
í Eást End, sem hét Jacob
Schultz, og einn dag fannst sami
Jacob dauður með brotna höfuð
skel. Peningaskápurinn hafði
verið tæmdur og sú saga kom á
kreik, að Kleeber og Schultz
hefði lent í hörkurifrildi út' af
dóttur Schultz, svo að þjófnað-
urinn getur hafa verið auka-
atriði í málinu. Kleeber slapp
burt og Scotland Yard sat eftir
með sárt ennið — segjum í bili.
Gussie Ochs var aftur farin að
snökta. Benton Thelby var nú
risinn á fætur og starði á Cli-
baud, sem virtist vera að reyna
að ná andanum.
— Þér þurfið ekki neitt að
segja, nema þér sjálfir óskið
þess, sagði Burchell. — Hvað
sem þér segið, verður skrifað
niður og kann að koma fram við
vitnaleiðsluna.
Clibaud kom nú loks upp orði
og æpti. — Þetta er stórlygi! Ég
hef engu að leyna. Þér eruð að
vaða reyk, herra fulltrúL
— Ef svo er, hafið þér heldur
ekkert að_ óttast, svaraði Burc-
hell. — Ég er aðeins að leita
sannleikans. Hr. Saber hefur
leitað uppi skýrslurnar um morð
ið á Schultz, og ég hef ljósmynd
af Kleeber, sem ég fékk senda
frá aðalstöðvunum. Hér er hún
langar yður til að sjá hana?
Clibaud tók við máðu mynd-
inni og leit á hana.
— Eruð þér að gefa í skyn,
að þetta sé nokkuð líkt mér?
æpti hann.
Burchell tók aftur við mvnd-
inni. — Þér eruð Clibaud og
þetta er Kleeber. Þér eruð búinn
að lifa lengi síðan myndin var
tekin. Það er ekki nema satt, að
hún er ekki sérlega lík yður,
nema hvað höfuðlagið er það
sama og eyrun útstæð eins og á
yður, en svo eru margir menn
með svona eyru. En eitt skrítið
atriði er það, að frú Thelby var
vön að kalla yður Alfie. Við
vitum það samkvæmt vitnis-
burði ungfrú Ochs og hr. Schluss
berg, en hvórugt þeirra vissi,
hvernig á þeirri nafngift stóð.
— Það veit ég heldur ekk:
sjálfur, sagði Clibaud, og rödd-
in hafði lækkað talsvert, en þó
var enn í henni nokkur kraftur.
— Ég var alltaf að afbiðja þetta
hlægilega nafn. Ef þér ætlið að
fara að byggja ákæru á slíkum
bjánaskap, þá er yður bezt að
ljúka því af að taka mig fastan.
En þér fáið bara engan vitnis-
burð gegn mér, af því að ég hef
ekkert gert fyrir mér. Það er
greinilegt, að Lina var myrt, af
því að hún komst að því, hverjir
kjólaþjófarnir voru, og við vit-
um öll, að Sally Dutton var við
það riðin. En hvar er Sally
Dutton? Hversvegna látið þið
hana ekki segja sannleikann?
Þér segizt hafa sent eftir henni.
Hversvegna kemur hún þá ekki
hingað? Það er vegna þess, að
hún er strokin. Hún er að reyna
að komast undan, og þið finnið
hana ekki. Hafið þið gáð í íbúð-
inni hennar?
Burchell hélt áfram, eins og
ekkert hefði verið tekið fram í
fyrir honum: — Við skulum at-
huga framburð Charleys bíl-
stjóra og lífvarðar frú Thelby —
áður þekktur af lögreglunní
undir nafninu Charley Draugur
Þetta er að vísu bara orðrómur,
en styrkir þó, ef satt reynist.
Lina sagði honum, að þér væruð
Alfred Wolfgang Kleeber, að
hún hefði sannanir fyrir því og
notaði þær til að hafa yður á
valdi sínu, eða láta yður hoppa
gegn um gjörð, eins og Charley
orðaði það.
— Hvar er sönnun fyrir þessu?
spurði Clibaud.
Burchell yppti öxlum. — Ég
veit ekki. Við höfum ekki fyrir
okkur annað en orð uppgjafa-
innbrotsþjófs. Kannski er hún
engin til.
— Nei, það er hún ekki, getið
þér verið viss um.
— Þá er líka Charley að ljúga,
þegar hann segir, að Lina hafi
neytt yður til að koma til Eng-
lands aftur og hótað að ljóstra
upp um yður ella.
— Já, víst er hann.að ljúga.
Clibaud var farinn að æpa aftur.
— Gott og vel. Við skulum þá
koma að deginum í dag. Eða ef
til vill betra, að deginum í gær.
Seinnipartinn í gær opnaði Lina
umslag, sem öðrum var ætlað.
Við skulum til hægðarauka
segja, að það hafi verið áritað
til Kleebers undir öðru nafni.
Ein sýningarstúlkan sá, þegar
hún opnaði bréfið og viðbrögð
hennar við því. Hérna er það
annars. Þér megið lesa það, ef
þér • viljið.
Clibaud las bréfið.
— Hvað viljið þið hafa það
meira? spurði hann. — Er þetta
ekki næg sönnun þess, að verið
var að stela frá mér?
— Það er sönnun þess, að fyr-
irtækið Clibaud var að láta
stela frá sér. — En gallinn er
bara sá, að þarna er hvorki árit-
un né undirskrift og umslagið
er týnt.
— Hvar fannst þetta bréf?
— Hjá sýningarstúlkunni. Hún
kom hingað í nótt sem leið og
stal því úr skrifborði Linu. Hr.
Tyler var á staðnum og horfði á
hana gera það. En í kvöld neydd
ist hún til að afhenda honuna
það.
— Komið þér þá með hana.
Hún hefur auðvitað stolið því, af
því að það var til hennar. Hvaða
annan tilgang getur hún hafa
haft? Hvaða upplýsingar þurfið
þið frekar? Komið þér strax með
Duttonstelpuna og yfirheyrið
hana. Ég skal fá sannleikann upp
úr henni.
— Hvað fær yður til að halda,
að þetta hafi verið ungfrú
Dutton? Ekki nefndi ég neitt
nafn.
— Hvernig gæti það verið
nokkur önnur, eftir það, sem
gerðist seinnipartinn í dag?
JÚMBÓ og SPORI
Teiknari:
„Æ, fyrirgefið, prófessor, .........
voruð þér þama? í>að var alveg
óvart, að ég datt ofan á yður.........
ég vona, að þér hafið ekki meitt
yðui?“ sagði Spori. Mökkur sagði
lítið, lagðist bara saman eins og
blaðra sem loftinu er hleypt úr.
En ekkert höfðu þeir ennþá fengið
í svanginn og þegar vinirnir okkar
þrír fóru aftur að átta sig á hlutun-
um voru þeir ekki í sem beztu skapi.
„Ég er orðinn dauðleiður á þessari
„skemmtigöngu“ sagði Spori óþolin-
móður. „Verið nú þolinmóður, kæri
vinur, hafið biðlund“ sagði prófessor-
inn.
„Kannske við höfum samt ennþá
einhverja möguleika á að ná okkur í
heitan mat að borða“ sagði Spori og
rétti höndina út eftir steini, sem lá
þar í götunni. „Hvað eruð þér nú að
hugsa, Spori? spurði Jumbo. „Gætið
yðar nú, þér eruð búinn að vera svo
óheppinn ....“
KALLI KÚREKI — Teiknari; FRED HARMAN
Vatn! Við erum hólpin! Asna-
skömmin er slyngari en ég, hún
sparkaði mér hingað niður svo ég
færi ekki fram hjá.
Nú verð ég að bíða svolitla stund
.... og þegar svo hefur safnazt nóg
vatn.
Þá skal hún fá fyrsta sopann! Og
meðan ég brynni henni sekkur leir-
inn til botns og skilur mér eftir
hreint og indælt vatn að drekka.
aitltvarpiö
Þriðjudagur 4. febrúar
7:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 „Við vinnuna“: Tónleikar.
14:40 „Við, sem heima sitjum“: Sig*
ríður Thorlacius talar um hundr
að barna móður.
15:00 Síðdegisútvarp
18:00 Tónlistartími barnanna (Jón G,
Þórarinsson).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18:50 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 Einsöngur í útvarpssal: ^ristinn
Hallsson syngur fyrri hluta laga*
flokksins , Svanasöngva“ eftir
Franz Schubert, við texta eftir
Friedrich Rellstab. Við píanóið:
Árni Kristjánsson.
20:30 Erindi og tónlist: Danska tón«
skáldið Peter Heise (Baldur
Andrésson cand. theol.).
20:55 Nýtt þriðjudagsleikrit: %,í Múrn^
um“ eftir Gunnar M. Magnúss,
1. og 2. kafli: Að morgni dags
á útmánuðum og Við morgun-
bænir í Múrnum. — Leikstjórif
Ævar R. Kvaran.
Persónur og leikendur:
Vigfús tréfótur .... Þorsteinn Ö,
Stephensen
Metta af Skaganum .... Krist-
björg Kjeld
Torfi landshornasirkill .... Rúrilj
Haraldsson
Arnes lyklavörður .... Jón Aðilj
Ole Brum tugtmeistari .... Vald-
emar Helgason
Jón Ófeigur hnúfa .... Gisli
Alfreðsson
Hannes Kortsson .... Árni
Tryggvason
21:40 Tónlistin rekur sögu sína (Dr,
Hallgrímur Helgason).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Lestur Passiusálma (8).
22:20 Kvöldsagan: „Óli frá Skuld*
eftir Stefán Jónsson; VII. (Höf-
undur les).
22:40 Létt músik á síðkvöldi:
a) „Káta ekkjan". óperettulög
eftir Lehár (Herta Talmar,
Sandor Konya o.fl. syngja
með kór og hljómsveit).
b) Slavneskir dansar eftir
Dvorák (Filharmoníusveit
Vínar leikur; Fritz Reiner
sg.).
23:20 Dagskrárlok.