Morgunblaðið - 04.02.1964, Page 28
Hríð um vestanvert landið,
þungfært orðið á vegum
VM helgina var hríð á vestan-
verðu landinu, og mest þar sem
hafáttar gætir. Yfirleitt var frost
um 5 stig, en í gær var að fær-
ast til norðanáttar og töldu veður
fræðingar senniiegt að kólnaði
um 5 stig. Æði þungfært var orð-
ið á vegurn. á sunnudagskvöld og
í gær, en þá var útlitið verst um
hádegið. Eftir það hætti víða að
skafa. Kristjá.n Guðmundsson
hjá Vegagerðinni gaf eftirfar-
andi upplýsingar um vegina síð-
degis í gær:
Keflavíkurvegur var tepptur
smábílum öðru hverju í gær. Mið
nesvegurinn og vegurinn út í
Garð voru tepptir, en opnaðir um
miðjan daginn. Vegagerðin hafði
veghefla og stóra bíla með tönn-
um á vegunum, sem O'pnuðu leið-
ina þegar hætti að skafa.
Ekkert þurfti að moka Suður-
landsveginn um Þrengslin. Þar
Glóandi eldsúla
upp úr Surtsey
og einnig úr sjónum sunnan
við Kana
'FYRIR helgina lá gosið við Vest-
mannaeyjar niðri og var Surtsey
orðin alhvit af snjó. En ekki var
Surtur þó dauður úr öllum
æðum. KI. 13.52 á laugardag lét
hann vita með rösklegum jarð-
skjálfta að hann væri enn við
líði og smáhræringar mældust
seinna um daginn og á sunnu-
dagsmorgun. Aðfaranótt sunnu-
dags fór svo að gjósa aftur af
krafti. Var það mikið gos og
dálitils öskufalls gætti i Eyjum.
Þá um nóttina voru miklar þrum
ur og eldingar.
Um 8 leytið um morguninn
var Engey á leið frá Reykjavík
og sáu skipverjar þá eldsúlu úr
sjónum, er þeir áttu eftir um
30 mílur til Vestmannaeyja.
52 á-
rekstrar
á 3 dög-
um
VAUDATAKA Veturs konungs
hefur ekki farið fram hávaða-
laust með öllu, né heldur hefur
ibún verið afleiðingalaus. Á þeim
Jxremur dögum, sem liðnir eru
af febrúar, hafa yfir 1000 bílar
sfcemmzt meira og minna í
árekstrum í Reykjavík, sem flest
ir hafa orðið vegna hálku, þæf-
ingsfæris og dimmviðris. Kl. 10
i gser höfðu 55 árekstrar verið
skráðir í bækur lögreglunnar í
Reykjavík frá því á miðnætti sl.
löstudag.
Frá því á hádegi á laugardag
Og til miðnættis á sunnudag urðu
alis 30 árekstrar víðsvegar í bæn
um. Frá því í gærmorgun og til
kl. 10 urðu 17 bifreiðaárekstrar.
Flestir árekstranna í gær voru
ekkj viðamiklir, og ekki er þess
getið að neinn hafi meiðst í
þessum mikla árekstrafjölda það
sem af er mánaðarins.
Lögreglan á Akranesi skráði
C árekstra um helgina, helming-
inn um eða eftir miðnætti að-
faranótt sunnudags.
Þetta var rétt sunnan við Surts-
ey. Stóð eldsúlan beint upp í
loftið, mismikil þennan klukku
tíma sem þeir sáu hana. Eylítill
gufumökkur fylgdi en engin
aska. Dró öðru hverju niður í
súlunni og var þá eins og gosið
í sjálfri eynni færi að aukast.
Mbl. bar þetta undir Sigurð
Þórarinsson, sem taldi þetta ekk
ert undarlegt. Ef sjórinn er bú-
inn að taka af eynni, getur gos
lent rétt utan við hana og komið
upp úr sjónum. Hefur að undan-
förnu gengið á eyna að sunnan
og suðvestan í óveðrunum, sem
verið hafa.
Gosið í Surtseyjargígnum virt
ist Vestmannaeyingum vera vest
ast í gígnum, en undanfarið hef-
ur það ávallt verið sunnan í hon
um. Sigurður kvað það líka eðli-
legt að gosið færðist til í gígn-
um. Það hlæði undir sig á einum
stað og bryti af sér á öðrum.
Um kl. 1 aðfaranótt sunnudags
var fólk í bílum uppi á flugvell-
inum og sá þá látlausa eldúlu
upp úr gígnum í eyjunni og taldi
að greina mætti svona langt glóð
vellandi niður hlíðarnar. Um
dimmumótin í gærkvöldi sást enn
glóandi súla frá Vestmannaeyj-
um.
Tveir brezkir vísindamenn,
Dollar og Guest, sem komu til að
sjá gosið í haust, eru nú aftur
komnir til Vestmannaeyja og
hafa verið að mæla þrumurnar
og eldingarglampana.
Slegizt uvte
sjónvarp
og útvarp
NOKKRU eftir kl. níu á
Isunnudagskvöldið var lögregl
an í Reykjavík kvödd í hús
eitt í Austurbænum, en þar
hafði komið til rifrildis og
átaka með fjöiskyldu einni.
Deiluefnið: Hvort horfa
skyldi á þáttinn ,,Bonanza“
i sjónvai'pinu, eða hlýða á
skemmtiþátt Svavars Gests í
útvarpinu. Ekki er þess getið
hvor deiluaðila bar sigur úr
býtum, en lögreglunni tókst
að stilla til friðar.
komust flestir bilar hiklaust leið
ar sinnar. Og ekki er snjóþungt
um Suðurlandsundirlendi. Snjó-
drög voru í Mosfellssveitinni og
lokaðist næstum hjá Varmadal
eftir hádegi í gær. Þó fóru stórir
bílar þar í gegn. Vegheflar fóru
eftir hádegi á vettvang og var
búist við að þeir mundu hreinsa
þennan vegarkafla í gærkvöldL
Hvalfjarðarvegurinn var mjög
erfiður eftir að komið er upp að
Hálsí í Kjós, en þaðan og að
Kalastöðum var verið að hreinsa
veginn með 3 heflum, þar af ein-
um með tönn og bíl með tönn.
Framh. á bls. 10.
-x
VESTMANNAEYJUM. — S.l.
fimmtudag voru hér góðir
gestir við mælingar og kann
anir á staðháttum og jarð-
lagamyndunum til að undir-
búa borun eftir i.eyzluvatni
fyrir Vestmannaeyjakaupstað.
Það voru þeir Jón Jónsson,
jarðfræðingur og ísleifur
Jónsson, báðir frá jarðhita-
deild Raforkumálaskrifstof-
unnar.
Þó allt það sem hér hefur
verið gert að undamförnu, sé
prýðilegt, svo sem rafmagn
Segulmælingar gerðar hjá Kaplagjótu I Vestmanna-
eyjum. Á myndinni eru talið frá vinstri: Jón Jónsson,
jarðfræðingur, Jóhann Friðfinnsson, settur bæjarstjóri,
ísleifur Jónsson, vélaverkfræðingur og Þórhallur Jóns-
son, verkfræoingur Vestmannaeyjabæjar.
Boraö eftir neyzluvatni
frá Soginu, sjálfvirkur sími,
malbikun gatna og niú síðast
lagning þverbrautar á flug-
völlinn, skiptir samt ekkert
jafn miklu máli og neyzlu-
vatnið hér. Ef jákvæður ár-
angur yrði af borunum eftir
því, má segja að það taki öllu
hinu fram. Rigningarvatn sem
neyzluvatn er engan veginn
þægilegt og mikill kostnaðar-
auki fyrir húsbyggjendur,
auk þess sem þai er ætíð mjög
háð veðráttunni hvort hægt
er að afla vatns, svo ekki sé
talað um hugsanlegt öskufall,
sem nú má alltaf búast við.
Væri miklum leiðindum og
fargi af öllum Vestmannaey-
ingum létt, ef vatn fyndist
við borun. Menn munu því
fylgjast af áhuga með þeim
borunarframkvæmdum sem
standa fyrir dyrum.
Eftir tilvísan Jóns Jónsson
ar var ákveðinn sá staður
þar sem fyrst skal reynt að
bora, en það er norðan við
Hana. Velja verður staðinn
eftir líkindum um jákvæð
berglög á hverjum stað og
einnig taka tillit til þess að
hægt sé að kom<» bornum fyrir
með góðu móti. Var strax
hafizt handa um að ryðja með
jarðýtu hjá Hanni og verður
undirstaðan undir borinn
steypt strax. Ekki er til set-
unar boðið, því vitaskipið Ár-
vakur kom með höggbor, sem
á að bora fyrsbu 100—200
metrana. Síðar á hann að
flytja hinn margumdeilda
„Norðurlandsbor* til Eyja.
Væntanlega getur hann tekið
til starfa í hinu nýja um-
hverfi hér úti í Eyjum í febr.
E.t.v. leysist þrætumálið með
því að skýra borinn upp með
an hann verður að starfi hér
og nefna hann Eyjaborinn.
Tal hlaut 17,000 kr.
verdlaun tyrir 7. sæti
TAL sigraði örugglega í Reykja-
víkurirótinu í skák og hlýtur
400 dollara verðlaun fyrir, eða
um 17000 kr. Tal hlaut 1214 vinn
ing af 13 mögulegum. Annar
varð Gligoric með 11 >4 og í 3-4
sæti Friðrik Ólafsson og Sv. Jo-
hannessen Noregi með 9 vinn-
inga hvor.
Biðskákir úr síðustu umferð
voru tefldar i gær. Þar gerðist
það að Friðrik vann Arinbjörn,
Trausti Björnsson vann Nonu
Gaprindasvhili en Magnús og
Jón skild-u jafnir.
Áframhaldandi röð skákmanna
er því þessi:
5. R. Wade 714 vinning. 6. Guð
mundur Pálmason 7 og 7. Ingi
R. Jóhannsson 6 vinninga. Allir
þessir fá verðlaun.
í 8-9 sæti voru Gaprindasvhili
og Magnús Sólmundarson með
5 vinmnga. í 10.-12. sæti voru
Arinbjörn, Freysteinn og Trausti
með 4 vinninga hver. í 13. sæti
var Jón Kristinsson með 314 og
í 14. sœti Ingvar Ásmundsson
með 3 vinninga.
Verðlaun mótsins verða a'fhent
í hófi í Þjóðleikihúskjallaranum
í kvöld.
AKRANESI, 3. febrúar. — Á
sunnudagsxvöidið íékk Höfrung-
ur II 1600—1800 tunnur af síld.
Vélbáturinn Sólfaxi kom inn á
laugardag eftir 3 lagnir með 17
iestir.
Drukknir
í kirkju
LAUST fyrir hádegi á sunnu-
dag var hringt til lögreglunn-
ar í Reykjavik og hún beðin
að fjarlægja tvo drukkna
menn úr Dómkirkjunm. Fóru
lögreglumennirnir á staðinn,
tóku mennina tvo, og flutíu
þá heim til sín. — Mun nær
einsdæmi að lögregla þurfi að
kveðja til að íjarlægja
drukkna menn úr kirkjum.
Fauk út af
SANDGERÐI, 3. febr. — í morg-
un kl. 8:30 fór rútubíllinn úr
Sandgerði út af í Landakotslægð-
inni. Hálka er á veginum og
feykti vindurinn bílnum út af.
Þar var grjótveggur og stöðvaðist
bíllinn við hann. Enginn meidd-
ist og bíllinn er sáralítið skemmd
ur og var náð upp á veginn. -