Morgunblaðið - 13.02.1964, Síða 1

Morgunblaðið - 13.02.1964, Síða 1
24 síður Ásakar svissnesk lögregluyfirvöld Kviknaði í olíuskipL Neisti í olíu daginn íyrir reynsluför. Milljónatión Kaupmannahöfn, 12. febr. — NTB — í D A G kom upp eldur í olíuflutningaskipinu „Vest- hav“, þar sem það var í skipasmíðastöð Burmeister & Wain, í Kaupmanna- höfn. Var smíði skipsins lokið, og átti það að halda í reynsluför á morgun. Eldurinn magnaðist von bráðar, og síðar í dag, er ráðið hafði verið niðurlög- um hans, var tilkynnt, að tjónið næmi mörgum millj. danskra kíóna. Það er út- gerðarfélagið „Per Lodd- ing“, í Ósló, sem skipið á. Átti afhending að fara fram í næstu viku. Talið er, að eldurinn hafi kviknað, er neisti frá logsuðutæki féll í olíu- bleytu. Eldurinn kviknaði í vélar- rúminu rétt eftir hádegi, og voru þar þá staddir 23 menn. Fjórir meon lokuðust þar inni, vegna reyks, en var nær samstundis bjargað af slökkvi Framh. á bls. 2. STOFNKOSTNAÐUR sjónvarpsstöðvar, sem nægja myndi Reykjavíkurborg og Suðurnesjum mun verða um 10 millj. króna. Heildarstofnkostnaður dreifingar sjónvarpsefnis um allt land mundi sennilega nema um 140 millj. króna. Tækni- lega væri unnt að koma upp sjónvarpsstöð fyrir Reykjavík og Suðurnes fyrir 1966, og byggingu nauðsynlegra mann- virkja og endurvarpsstöðva fyrir allt landið sumarið 1970. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála ráðherra, gaf þessar upplýsingar á fundi í sameinuðu AJþingi í gaer. Ráðherrann sagði þessar töl- ur ekki endanlegar. Athugun færi fram á þessum málum og mundi niðurstaða liggja fyrir, áður en langt um líður. Muni rikisstjórnin þá taka málið til athugunar. „Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar, aö ekki megi dragast lengur að taka' ákvörð- un um, að efnt skuli til islenzks sjónvarps. Ég tel sjálfsagt, að stefnt verði að því, að sjónvarp- ið nái smám saman til allra landsmanna", sagði ráðherrann. Eysteinn Jónsson, formaðut Framsóknarflokksins, sagði ai þessu tilefni, að hann væri per- sónulega hlynntur sjónvarpi seni fyrst og það yrði sameign lands- manna. Ráðherrann gaf þessar upp- lýsingar vegna fyrirspumar Gils Guðmundssonar um sjónvarps- málið. Þingmaðurinn spurði um fjárhags- og tæknihlið málsn^ svo og afstöðuna til sjónvarpsiná af Keflavíkurflugvelli. Svör ráðherrans fara hér á eft ir, ásamt úrdrætti úr umræðum, sem spunnust á fundinum í gær. Fyrirspyrjandi spyr um það 'v fyrsta lagi ,hvort gerðar hafi verið athuganir og áætlanir um kostnað íslenzks sjónvarps, stofn kostnað og rekstrarkostnað og I öðru lagi, hvort talið sé tækni- lega mögulegt og fjárhagslega kleift, að íslenzkt sjónvarp geti á skömmum tíma náð til allra landshluta. Á undanförnum árum hafa ýmsar athuganir verið gerðar á því, hvað það mundi kosta að koma á fót sjónvarpi á íslandi. Hefur annars vegar verið athug Bruni hjá Bur- meister & Wain Svissneskir embættismenn segjast ekki annast ,;barnagæzTu“, og vísa mótmælum sovézka fulltrúans ó bug Myndin sýnir skemmdirnar, sem ástralska flugvélamóöurskipið „Melbourne“ varð fyrir, er það rakst á tundurspillinn „Voyager“, undan strönd Nýja-Suður Wales. 82 sjóliðar á tundurspillinum biðu bana. — í fréttum hefur verið sagt, að skemmdirnar á flugvélamóðurskipinu hafi orðið á hlið þess, en eins og myndin sýnir, tættist stefni þess sundur. Tundurspillirinn klofnaði í tvennt, og sökk. Genf, 12. febrúar — AP-NTB AÐALFULLTRÚI Sovétríkj- anna á afvopnunarráðstefn- unni í Genf, Semyon K. Tsarapkin, lýsti því yfir í dag, að flugumenn Vesturveldanna hafi „tælt“ Yuri I. Nossenko, einn sovézku fulltrúanna, burt frá Sviss. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir, að Nossenko hafi leitað hælis í Bandaríkj- unum. Tsarapkin ásakaði sviss- Er íslenzkt sjónvarp langt undan? nesku lögregluna fyrir slæ- lega framkomu. Hún gætti ekki þeirra fulltrúa, sem ráð- stefnuna í Genf sæktu, og því hefði farið sem fór. Tsarapkin lýsti því enn fremur yfir, að framferði vestrænu flugu- mannanna væri gróft brot á sjálfstæði Sviss. Nossenko hvarf frá Genf 4. febrúar, en sl. mánudag var frá því skýrt vestan hafs, að. hann hefði beðizt þar hælis. Krafa sov ézku fulltrúanna á ráðstefnunni nú er sú, að svissnesk yfirvöld hlutist til um, að Nossenko verði skilað aftur. Utanríkisráðherra Svisslend- inga, Friedrich Wahlen, kvaddi þegar til sín ambassador Sovét- ríkjanna í Sviss, Alexánder Lochtchakov, er Tsarapkin hafði borið fram ásakanir sínar á hend ur svissneskum yfirvöldum. Ut- anríkisráðherrann afhenti amb- assadornum mótmæli. Svissneskir embættismenn hafa lýst því yfir, að sérhverjum full- trúa á afvopnunarráðstefnunni sé heimilt að koma og fara frá land- inu, hvenær sem þeim sýnist. Er því jafnframt haldið fram, að „barnagæzla" af hálfu yfirValda í Sviss komi ekki til greina. Það vakti nokkra athygli meðal vestrænna fulltrúa á afvopnun- arráðstefnunni, að Tsarapkin Framh. á bls. 2 Öskudagurinn á Akureyri hefur lengi verð líflegur mjög. Þá fara krakkarnir á fætur kl. 6 og slá köttinn úr tunnunni, klæða sig í alls kyns skrítna búninga, syngja í búð- unum og fá sælgæti í lista- mannalaun og skemmta sér konunglega. Þessa mynd og fleiri á 3. síðu tók fréttaritari Mbl. S. P. á götu á Akureyri ■ að, hver væri lágmarkskostnað- I ur við að koma á fót sjónvarps stöð, er einvörðungu annaðist | nokkurs konar tilraunasjónvarp, sem tæki aðeins til Reykjavíkur og næsta nágrenni, en hins vegar hvað það mundi kosta, ef því væri ætlað að ná til fleiri landsmanna og landsins alls. Hef ur m.a. verið ráðgazt um þessi atriði við erlenda sérfræðinga og ber þar sérstaklega að nefna yf irverkfræðing Evrópusambands útvarpsstöðva og sjónvarps- stöðva, Belgíumanninn G. Han- sen, sem var hér sumarið 1961. Auk áætlana, sem gerðar hafa verið um stofnkostnað sjónvarps stöðva víðs vegar um landið, hafa verið gerðar lauslegar áætl ánir um kostnað við gerð sjón- varpsdagskrár og þá venjulega miðað við tveggja til þriggja stunda sjónvarpstíma á dag. Enn fremur hafa verið gerðar laus- legar áætlanir um væntanlega fjölgun sjónvarpsnotenda, ef til Framhald á bls. 8. — ráðherra gefur upplýsingar á þingi í gær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.