Morgunblaðið - 13.02.1964, Síða 3
3
ílmmtudagur 13. febr. 1964
MQRG U N & LAÐIÐ
AKUREYRI, 12. febr. — Ösku
dagurinn hefur lengi verið
hátíðlegur haldinn á Akureyri
með nok'kru öðrum hætti en
annars staðar á landi hér og
ber meiri svip pápiskrar
kjötkveðjuhátíðar eða karne-
vals en almennt gerist á ís-
landi.
Danskt fólk setti mjög svip
sinn á menningarlíf og bæjar-
brag Akureyrar á öldinni
sem leið, enda var oft mikill
glæsibragur á daglegu lífi
„heldra fólksins" og þá ekki
• •
Oskudagur á Akureyri
líkastur karnevali
síður a skemmtunum þess og
hátíðabrigðum. Að því bjó
almenningur og tók upp siði
og háttu höfðingjanna í
mörgu eftir þvi sem kostur
var og efni leyfðu.
Enn eimir eftir af siðum
þessum af ýmsu tagi, en
öskudagshátíðahöldin munu
þó vera einna föstust í sessi.
Fyrrum skrautbjuggust full-
orðnir menn þennan dag og
„slógu köttinn úr tunnunni“.
Borað var gat á tunnubotn
og hún síðan hengd upp í
kaðli og „kettinum" komið
fyrir innan í henni í enda
kaðalsins. Oft var dauður
hrafn hafður í kattar stað eða
þá eitthvað annað sem til
féll.
Menn gengu nú að tunn-
unni eftir röð og slógu til
hennar með barefli, þar til
hún liðaðist sundur. Sá sem
greiddi henni síðasta höggið,
hlaut sæmdarheitið „tunnu-
kóngur“. Þá var eftir að
höggva niður „köttinn" og sá
er það tókst varð „kattar-
kóngur“. Að þessari athöfn
lokinni var haldið um bæinn
í skrúðgöngu með „kóngana“
í broddi fylkingar.
Á síðari áratugum taka
börnin ein þátt í þessurn
leik. Úr því að klukkan er
sex á öskudagsmorgun vakna
bæjarbúar við það að lúðrar
eru þeyttir um allan bæ og
bumbur barðar. Skartbúið
álfafólk, fornmenn í litklæð-
um -með flaksandi skikkjur,
sjóræningjar með svartan
augnlepp, síðskeggjaður tötra
iýður, púkar, skrípitröll og.
skjaldmeyjar skjótast út úr
húsasundum og mynda vel
skipulagðar sveitir. Flestir
eru málaðir í framan með
rótarbréfi og sótugum kork-
tappa, nokkrir með afskræmi
legar- andlitsgrímur, en allir
í meira lagj svipmiklir. Svo
þykir tilhlýðilegt að í hverri
sveit séu öldruð heiðurshjón,
herrann dubbaður upp í göm-
ul föt af pabba eða afa, frúin
í skósíðu pilsi og með sjal
yfir herðar.
I grárri morgunskímunni er
svo farið að slá köttinn úr
tunnunni. f>ó er ungviðið
eitthvað farið að daprast við
sjálfan kattarsláttinn á síð-
ustu árum. Margir láta sér
nægja prósessíur um bæinn.
Fram að hádegi verður ekki
þverfótað í miðbænum fyrir
litskrúðugum fylkingum, sem
ganga syngjandi um götur
og stéttar. Öll önnur umferð
verður að víkja. Dyrum
verzlana er hrundið á gátt
og búðirnar fyllast af tignum
gestum, sem spyrja kurteis-
lega: „Megum við syngja?
Þegar það er leyft, hljómar
„Frjálst er í fjallasal" eða
„Kátir voru karlar" með
skærum barnaröddum. Svo
eru réttar fram hendur. Söng
urinn kostar nefnilega kara-
mellu eða bolsíu, sem annars
staðar á íslandi kallast víst
/ þrjóstsykurmoli. Ef verzlun-
in á þennan varning ekki
handbæran, eru nokkrar
krónur teknar gildar, sem
gjaldgeng listamannalaun. Al-
gengt er að farandsöngvarar
þessir gefi það lausnarfé,
sem þeim áskotnast Rauða
krossinum eða Slysavarna-
félaginu.
Það er nokkmrn veginn
fastur liður í dagskránni að
heimsæfcja sælgætigerðarn-
ar og pylsugerð KEA, þar sem
tveir menn verða að hafa sig
alla við að seðja alla þessa
litlu munna.-
Og svo er gengið um göt-
urnar til að sýna sig og sjá
aðra. Fullorðna fólkið flykk-
is.t í bæinn, til að horfa á
alla dýrðina og brosa að
hinum formföstu og manna-
legu tilburðum. Allir eru
glaðir og í góðu skapi, Mörg-
um verður hugsað til hinna
góðu gömlu daga, þegar þeir
voru sjálfir skrautklædd
börn í dýrðarljóma öskudags
ins. Þetta er allt furðulíkt
enn, þó að búðirnar séu ekki
lengur kenndar við Gudmann,
Höepfner, eða Tuliníus.
Um hádegi er gott að koma
heim til pabba og mömmu, fá
að borða góðan mat og skipta
um föt. Flestir eru satt að
segja orðmr all dasaðir eftir
stranga útivist.
Svo er feng morgunsins
skipt bróðurlega. Síðdegis
glymur harmonikan í barna-
skóianum, þar sem eldri
bekkirnir fá að dansa stundar ‘
korn í tilefni dagsins.— Sv. P.
I / NA /5 hnúfar f / $V 50 hrtúfar X Snjikema 1 /‘/Ml r KVÍ 17 Skúrir S Þmmur '/////Rugn- KuUuakH H Hml 1 /V/avsM ZS HihakH L £«11
í DAG voru lægðir fyrir.sunnan
og suðvestan land og sveigðu til
norðvesturs nálægt suðurströnd-
inni. Áttin var því suðlæg og
og sömu hlýindin og áður, 6-8 I
stig á Suðurlandi, en svalara
fyrir norðan.
í Osló og Stokkhólmí var aft-
ur 9 stiga frost.
STAKSHIMR
Varð bara hissa
Málgagn Sovétríkjanna, sem
gefi'ð er út í Reykjavík, „Þjóð-
viljinn", er mjög miður sin um
þessar mundir, og ber þar margt
til, svo sem fyrirhuguð stóriðja
á íslandi, áhrifaleysi kom.mún-
ista á Alþingi, að ógleymdum
meiðyrðamálunum, sem kosta
Sovétvinina drjúgan skilding.
Blaðið „fslendingur" skrifar
þannig fyrir nokkru Um meið.
yrðamálið, sem tvö olíufélög
hafa nýlega höfðað á hendur
komrmmálgagninu:
„Þjóðviljinn skýrir nýlega frá
því, að forstjórar olíufélaganna
Skeljungs h.f. og Olíuverzlunar
íslands h.f., hafi stefnt ritstjóra
og ábyrgðarmanni blaðsins fyrir
ummæli í grein um starfsemi
olíufélaganna í landinu, þar sem
m.a. er svo að orði komizt:
„Eftir að þessi félög eru upp-
vis að því að stunda einokun |
stað samkeppni, eftir að þau
hafa oftar en einu sinni reynzt
sek um STÓRFELLDUSTU
LÖGBROT í SÖGU LANDSINS
. . . ættj mælir þeirra sannar-
lega að vera fullur“.
Og enn segir í Þjóðviljagrein.
inni: <
„En dómur hæstaréttar sann-
aði, að ekki aðeins er starfsemi
þriggja olíuhringa fjárhagsleg
endileysa heldur er það og sið-
ferðilcvur blettur á efnahags-
kerfinu, að MABGDÆMDUM
AFBROTAHRINGUM skuli leyft
að halda iðju sinni áfram“. (Lbr.
hér).
Þjóðviljinn lýsir undrun sinni
yfir þessari málshöfðun téðra
olíufélaga, þar sem naumast
ætti að þurfa „að taka það fram,
að þar sem rætt er um dæmd
olíufélög í tilvitnunum, er ein-
ir.Ht átt við Olíufélagið h.f. og
Hið ísl. steinolíuhlutafélag“.
Takmörk fyrir öllu
Og „íslendingur" heldur á.
fram:
„Takmörk eru fyrir öllu, jafnt
meiðyrðum og röngum sakargift-
um í opinberu blaði sem hverju
öðru, og voru það því eðlileg við
brögð hjá forstjórum tveggja
olíufélaganna, að stefna fyrir þau
ummæli, sem hér hafa verið tek-
in upp. Þótt ritstj.Þjóðviljans seg
ist hafa átt við tvö olíufélaganna,
eru þau ekki nefnd á nafn sé'r.
staklega, heldur verður að skilja
un’ítiæli Þjv. á þann veg, að öll
olíufélögin séu „margdæmdir af-
brotahringar", og sé Hæstaréttar
dómur eða dómar fyrir því, að
þau hafi reynzt sek um „stór-
felldustu lögbrot i sögu lands-
ins“. Hvaða ástæðu ættu þau
félög, sem engan dóm hafa
hlotið, að hafa til þess að hafast
ekkert að gegn svo illyrtum rang
færslum og staðleysum? Og
hvar gilda þær reglur, að ef eitt
félag brýtur af sér, þá beri að
svipta önnur hliðstæð félög leyfi
til að starfa áíram., svo sem lagt
er til í Þjóðviljagreininni?“
Sjónvarpið
Nú er allt útlit fyrir, að skrið.
ur sé að komast á sjónvarpsmál-
ið, og ber að fagna því. Þúsundir
íslendinga njóta þegar góðs af
sjónvarpssendingum varnarliðs-
manna frá Keflavíkurflugvelli,
en nú er þess að vænta, að innan
fárra ára verði íslenzk sjónvarps
stöð tekin til starfa. Áherzlu ber
að leggja á, að íslenzka sjónvarp
ið verði vandað frá upphafi
Betra er að sjónvarpa góðu efni
fáa tíma á dag, heldur en teygja
sjónvarpstímann með ómerkilegu
rusli.
Sjónvarpið er eitt mesta menn
ingartæki nútímans. Það flyt-
ur nýjustu fréttir, fróðleik og
skemmtiefni inn á heimilin, auk
þess sem. því er beitt til kennslu
i æ ríkara mæli. Nú er svo kom-
ið að sjónvarp þykir omissandi
þáttur í lífi fiestra nutima menn-
ingarþjóða.