Morgunblaðið - 13.02.1964, Blaðsíða 6
6
MQRGUNBLAÐIB
Fimmtudagur 13. febr. 1964
Gylíi Þ. Gíslason í Blaðamannaklúbbnum
Sjónvarpsstöð fyrir
Reykjanes ódýr
Ort hækkandi kostnaður við dreifingu
CY LFI Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, ræddi um sjón-
varpsmálið í Blaðamannaklúbbn-
um í Þjóðleikhúskjallaranum á
þriðjudagskvöld og veitti blaða-
mönnum merkilegar upplýsingar
um áætlaðan kostnað af að koma
upp íslenzku sjónvarpi o. fl. —
Sagði hann að hinn geysilegi mis
munur á kostnaði eftir því hve
langt sjónvarpinu væri ætlað að
ná, hefði komið sér á óvart og
taldi að það kynni, vegna dreif-
býlissjónarmiðsins, að verða
helzti Þrándur í Götu þess að
hér yrði komið upp íslenzku sjón
varpi, þar sem vænta mætti að
þingmenn dreifbýlisins spyrntu á
móti því að Reykjavík og ná-
grenni fengi sjónvarp, ef allir
landsmenn fengju það ekki um
leið.
Stofnkostnaður lítillar sjón-
varpsstöðvar, sem ætlað er að
sjónvarpa um Reykjavík og Suð-
urnes, mundi verða um 10 millj.
kr., en hækkar mjög verulega ef
sendingar eiga að ná til annarra
EINS og undanfarin 7 ár mun
menntastofnunin American Field
Service í New York í ár veita
íslenzkum framhaldsskólanem-
endum styrki til skólagöngu og
dvalar hjá fjölskyldum víðsvegar
um Bandaríkin. í vetur dveljast
20 íslenzkir nemendur vestan
hafs á vegum American Field*
Service og í ágúst n k. mun ann-
ar jafnstór hópur halda vestur
um haf.
landshluta, t.d. bætast 24 millj.
kr. við ef sjónvarpa á um Mið-
vesturland og Suðurlandsundir-
lendi og með endurvarpsstöðv-
um til að sjónvarpa um allt land
yrði stofnkostnaður 140 millj. kr.
Ráðherrann tók það fram að
þessar tölur mætti ekki taka sem
endanlegar, það væri aðeins
bráðabirgðaáætlun um stofn-
kostnað íslenzks sjónvarps.
Gylfi Þ. Gíslason kvaðst í upp-
hafi máls sins vera einn þeirra
manna sem telja komu íslenzks
sjónvarps jafn sjálfsagt og það
að við höfum síma, útvarp, bíla,
flugvélar o. fl. og að það ættum
við að fá jafnskjótt og tækni og
fjárhagsgeta leyfir. Málið hefur
verið undirbúið og rætt millí
menntamálaráðuneytisins og Rík
isútvarpsins og yfirverkfræðing-
ur Evrópusambands útvarps og
sjónvarps komið hér og verið
með í ráðurn. í haust var út-
varpsráði og útvarpsstjóra falið
að gera áætlun um kostnað
minnstu sjónvarpsstöðvar, um
um, þar sem bandarískir nem-
endur munu búa.
Þær fjölskyldur í Reykjavík
og kaupstöðunum úti á landi, er
kynnu að hafa áhuga á að taka
á móti bandariskum unglingum
til dvalar á heimilum sínum í
sumar eða næsta vetur, geta leit
að allra nánari upplýsinga hjá
fulltrúum American Field Sér-
vice í síma 23222 og 23223 kl. 6.
til 7. e.h. til 14. þm.
dreifingu sjónvarps um landið og
dagskrárkostnað. Og fékk ráð-
herrann fyrrnefndar tölur hjá
þeirri nefnd síðdegis þennan
sama dag.
500 watta sendir mundi sem
sagt kosta 3 millj. kr., hús yfir
hann 2 millj. og sjónvarpsstöð 5
millj. eða alls 10 millj. fyrir stöð
sem næði um Reykjavík og ná-
grenni. Kostnaður ykist svo 2Vz
sinnum, ef bætt yrði við Mið-
vesturlandi og Suðurlandsundir-
lendi og ef byggðar yrðu endur-
varpsstöðvar á fjallatindum, svo
að sendingar næðu allri byggð á
landinu, væri stofnkostnaðurinn
kominn upp í 140 millj. Dýrast
yrði að ná með sjónvarpið til
Austurlands og Suðausturlands.
Dagskrárkostnaður
10—20 millj. á ári
Um áætlaðan dagskrárkostnað
sagði ráðherra, að gert væri ráð
fyrir 2—3 klst. útsendingartíma
fyrst. Útilokað væri að rekstrar-
kostnaður slíkrar dagskrár yrði
undir 10 millj. kr. á ári í upphafi,
og skynsamlegt væri að gera ráð
fyrir að sá kostnaður mundi tvö-
faldast á skömmum tíma með
auknum kröfum um útsendingar-
tíma og dagskrá. Það kom fram í
umræðunum að athugun hefur
verið ’gerð á dagskrárefni og er
til að byrja með gert r'áð fyrir
fréttum, fyrirlestraflutningi með
skýringarmyndum, samtalsþátt-
um, kennslusjónvarpi o. fl. inn-
lendu efni og svo aðkeyptum, til-
búnum erlendum dagskrám, sem
settur væri við íslenzkur texti.
Slíkar dagskrár eru tiltölulega
ódýrar, 40 dollarar á klst. í öllum
dagskrám Evrópusjónvarpsins.
en kostnaður við ísl. textann dýr.
Aðspurður um hugsanlega
tekjustofna til að standa undir
sjónvarpinu sagði ráðherrann að
þrenns konar tekjuliðir séu hugs-
anlegir: 1) Afnotagjöld, sem yrðu
3—5 sinnum hærri en útvarps-
gjöldin, 2) auglýsingatekjur, þar
eð sjónvarp er annars konar aug-
lýsingamiðill en blöð og útvarp,
3) innflutningsgjöld af sjónvarps
tækjum, eins og gert var meðan
útvarp var að komast á legg. Og
loks, að svo miklu leyti sem
þetta dygði ekki til, mætti hugsa
sér að útvarpið, sem orðin er fjár
hagslega tekjuhá stofnun hækk-
aði aðeins afnotagjöld og hjálp-
aði svo sjónvarpi að komast af
stað. Þetta væri eitt af því sem
styddi það að útvarp og sjónvarp
væri undir sömu stjórn, þó dag-
skrárstjórn sjónvarps yrði e.t.v.
sér. Ráðherrann sagði að dag-
skrárefni íslenzks sjónvarps yrði
að sjálfsögðu miðað við smekk
íslendinga og ekki væri af þeirri
ástæðu að óttast samkeppni er-
lends sjónvarps.
Fyrir Alþingi í ár?
Tækniatriði við sjónvarp kvað
ráðherra miklu viðráðanlegri en
18. JAN. bættíst nýr bátur í flota
Þórshafnarbúa, Litlanes ÞH 52.
Eigandi að bátnum er Vilhjálm-
ur Sigtryggsson oddviti. — Bát-
urinn er stokkbyrtur eikarbátur
og er öll smíði hans sérstaklega
vönduð og frágangur alveg með
eindæmum fallegur. — I bátn-
um er 24 ha. Buch-dieselvél,
Elac fisksjá, 4ra manna gúmmí-
bátur og línuspil frá Þingeyri.
dagskrárefni. Tæknilega séð ætti
að verða hægt að hafa hér til-
búnar allar endurvarpsstöðvar
árið 1970, en þetta væri peninga-
spursmál. Þegar endanlegar til-
lögur liggja fyrir frá sjónvarps-
hefnd, mundi ríkisstjórnin taka
málið til athugunar og ákveða
hvort hún treysti' sér til þess að
mæla með því að setja þetta inn
á fjárhagsáætlun næstu ára. Þá
færi þetta fyrir þingið, og kvaðst
ráðherra ekki geta svarað því
hvort svo yrði á þessu þingi. En
beðinn að lokum um að spá því
hvenær íslenzkt sjónvarp yrði
komið upp á íslandi, taldi ráð-
herrann að 2—3 tíma dagskrá
gæti verið komin á eftir 2—3 ár.
Einnig er í bátnum dönsk Sailor-
talstöð alveg sérstaklega vönd-
uð, rakaþétt og hljómgóð, og er
þetta önnur sams konar talstöð,
sem kemur í bát hér.
Verð bátsins var um 600 þús.
kr. — Báturinn er byggður í
skipasmíðastöð Einars Sigurðs-
sonar, Fáskrúðsfirði.
— Birgir.
Bandarískir nemendur
til sumardvalar hér
IMýr bátur til Þórshafnar
Starfsemi American Field Ser
vice byggist á nemendaskiptum
milli Bandaríkjanna og 60 ann-
arra þjóða. Þeir, sem notið hafa
styrkja á undanförnum árum,
hafa með sér félag í heimalönd-
uim sínuim í því skyni að kynna
starf American Field Service og
fá'fjölskyldur til að taka á móti
bandarísku skólafólki á aldrin-.
um 16—18 ára til tveggja mán-
aða sumardvalar eða skólagöngu
Síðastliðin þrjú sumur hafa 7
bandarískir nemendur komið til
tveggja mánaða dvalar á íslenzk
um heimilum, og í ár er ráðgert
að auka þennan fjölda að mun.
Tilgangur þessara nemenda-
skipta er í stuttu máli sá að
gefa unglingum viðkomandi
þjóða kost á að ferðast, kynnast
lifnaðarháttum í öðrum löndum,
og taka af heilum hug þátt í
starfi og áhugamálum fjölskyld-
unnar, er þeir búa hjá.
Af fjölskyldunum er til þess
ætlazt, að þær líti ekki á hinn
erlenda nemenda sem gest, held-
ur sé honum veitt sama um-
hyggja og öðru heimilisfólki.
Æskilegt er, að á heimilinu sé
unglingur á aldrinum 16—19 ára,
þó koma roskin hjón, er alið hafa
upp unglinga, einnig til greina-
Þá er það og skilyrði, að ein-
hver tali ensku á þeim heimil-
Fermingarveizlur
MÉR hefur borizt bréf um
fermingarveizlur. Bréfritari seg
ir, að fermiingaxrveizlurnar séu
orðnar það ofboðslegar að engu
tali taki. íburðurinn sé þvílík-
ur á alla kanta, að það sé ekiki
fyrir allt venjulegt fólk að láta
ferma börn sín nú orðið, því
barnanna vegna sé leiðinlegt að
vera eftirbátur annarra. Og
þeir, sem eigi mörg börn, verði
auðvitað að gera öllum jafnt
undir höfði. Ferming mörg ár
í röð geti því farið illa með fjár
hag foreldra.
Þessi bréfritari er faðir
stúlku, sem feimast á í vor. Ger
ir hann það að tillögu sinni, að
foreldrar ta'ki höndum saman
um að afnema vínveitingar í
fermingarveizlum.
Ég hef satt að segja ekki gert
mér grein fyrir því, að vínveit-
ingar væru tíðkaðar í ferming
arveizlum. Og mér finnst það
alveg fráleitt. Eru fermingar-
veizlur haldmar til að gleðja
börnin og fagna komu þeirra í
söfnuð kristinna manna — eða
heldur fólk fermingarveizlur til
þess að fá enn eitt tækifæri til
að staupa sig?
Ur vöndu að ráða
Ég er alveg sannfærður um
að flestum fermingarbörnum er
meinilla við að sjá foreldra sína
undir áhrifum áfengis og finnst
mér það hálfgerð hneisa að geta
ekki setið á sér þennan eina
dag.
Og mér finnst elski ólíklegt,
að í veizlugleði fermingarinnar
fari hið eiginlega inntaik ferm-
ingarinnar fyrir ofan garð og
neðan bæði hjá fermingarbörn
unum og foreldrum þeirra. Ég
segi ekki að svo sé alls staðar,
en sennilega víða.
Bréfritari leggiur til, að for-
eldrar fenmingarbarna taki
saman höndum og hætti veizlu
farganinu en bjóði kunningjum
í kaffi, í tilefni fermingarinnar.
Þetta er nú gott og blessað, en
ég er ekki viss um að það yrði
neitt ódýrara fyrir bréfritara,
því að þá yrði hans frú að hafa
30 kökutegundir á borðum eins
oig allar aðrar frúr, ef hann vill
á an.nað borð ekki halda minni
veizlu en aðrir.
Og svo kvarta Íslendingar
yfir því að þeir þurfi að herða
sultarólina.
Æskan
Fyrir skömmu sá ég jólablað
barnablaðsins Æskunnar. Ég
verð að segja, að þessu ágæta
blaði hefur farið mikið fram
á siðustu árum. Þetta er orðið
eitt mesta myndarblað, mikið
að vöxtum og fjölbreytt og að-
standendum til mikils sórna.
Það er tekið eftir því, þegar vel
fÖJíP'
©PIB I <f/V% ‘X lí/V'T
er unnið, hvort sem það er í
blaðaútgáfu eða öðru.
Ódýrt ferðalag
Ég hitti Njál Símonarson
ferðamálamann í gær. Hann
var að fara til Ameríku í boði
Pan American og fleiri aðila til
að kynna sér fyrirkomulag
heimssýningarinnar í New
York, sem opnuð verður í vor.
Hann er sá eini, sem fer héð-
an, en í hópnum eru 250 ferða-
skrifstofumenn víðs vegar að.
Eitt af því athyglisverða, sem
hann fræddi mig um, er, að 13
bandarísk flugfélög hafa tekið
sig saman um að veita nýstár-
legan afslátt. Fyrir 100 dollara
getur maður sem sagt ferðast í
15 daga með þessum félögum,
farið úr flugvél eins félagsins í
vél annars og heimssótt 200
borgir, ef tírni ynnist til. Það er
sem sagt úr nógu að velja. 45
dag'á fargjald með þéss-u sniði er
er helmingi dýrara, kostar 200
dollara ■— og með slíkan far-
seðil- í höndunum gætu allir
ferðast um Bandaríkin þver og
endilöng, farið norður til Al-
aska og suður á Florida — og
allt þar í milli. Það er ekki dýrt->
ferðalag.
ÞURRHLÖDUR
ERL ENDINGARBEZIAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Vesturgótu 3.
Simi 11467.