Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 11

Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 11
Fimmtudagiir 13. febr. 1964 MORGUNBLADIÐ 11 Stefán Jónsson: SUMAR í SÓLTÚNI, skáldsaga. Isafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1963. ISLEÍNZKIR bamabóíkahö'fuu'd- ar eru sundurleitur hó.pur. 1 þeim hópi eru menn, sem standa fyllilega jafnfætis öðrum höfund um og eiga sér öruggan stað í ís- lenzkri bókmenntasögu. Og þar em iíka ævintýralegir skussar, sem halda, að þeir séu mikil skál-d, ef bsekur þeirra seljast nógu mikið. Lesefni það, sem ætlað er böm irn og unglingum, nær yfir öll svið bókmennta, ef undan em ekildar ástarsögur. Barnareyfar- ar eru algeng bókmenntategund og þykir léleg. Kvæði hafa mörg góðskáld ort fyrir böm og er vafasamt, að ijóðasmiðir eigi nú aðra iesendur betri. Aftur á móti hafa fáir íslenzkir höfundar sett eaman leikrit handa bömum, og má það sannarlega furðu gegna, svo miklum áhuga sem þau hafa á leiklist. Þar eru óunnin verk- efni, seim ungir höfundar ættu að hyggja að. Það er stundium kvartað uim, að gagnrýnendur blaðanna hliðri eér hjá að skrifa uan barna- og unglingabækur. Þær kvartanir eru skiljanlegar og réttenætar. — Bókmenntagagnrýnendur láta barnabækur sitja á hakanum eða sinna þeim alis ekki. Vart er það þó vegna þess, að þeir líti á þær tem óæðri bókmerantir. Ástæðan imm fremur vera sú, að margar barna- og unglingabækur em alls ekki matshæfar út frá venju legum sjónarmiðum. Þær eru svo óskaplegur barnaskapur, að full- ©rðnir lesendur mættu halda, að þær væru samdar af enn þá •neiri bömum en þeim, sem ætl- að er að lesa þær. Það getur Siver, sem er, láð gagnrýne<ndum, þótt þeir láti sig iitlu skipta þess feenar bókmenntir. Þeir láta öðr- um eftir að skrifa um þær. Og það stendur ekki á velviljuðum mönnum til þeirrar þjónustu. Reyfarahöfundar em vinsælir menn. Og það er ótrúlegt, hvað menn leggja á sig vegna vinétt- unnar. Lofsamieg ummæli um lé lega bók er nokkuð, sem ósjaldan ber fyrir augu. En svo er fyrir að þakka, að lólk tekur lítið mark á þess hátt- ar ritdómum. Það treystir heidur afgreiðslufólki bókabúða og leit- ar ráða hjá þvi. Eða hversu oft beyrist ekki að beðið er um bók handa tiu ára barni, tólf ára fermingardreng og svo framveg- is? Af greiðslufóJkið er gert að bókmenntaráðunautum. Það leys ir vandann, eins og hann er fyrir Jagður. En ekki verður á móti mælt, að viðskiptahættir sem þessir bera vott um litla tiltrú á vng- *m lesendum. Er það kannski almenn skoðun að öllum tiu ára telpum eða drengjum henti það eama til lestrar? Eru viðhorf þeirra eins, áhugamálin þau aömu? Getur þetta unga fólk ekki verið hvert öðru ólíkt eins ©g þeir, sem kornnir eru til vits og ára? Eða telja menn, að börn ©g unglingar séu eins og tómur poki, sem troða megi í, hverju eem er? Stefán Jónsson hefur verið tnikilvirkur skáldsagnaþöfundur. Flestar sögur hans eru barna- sögur í þeim skilningi, að þær haia verið gefnar út og auglýstar *em slíkar, og sumar hefur höf- undur sjálfur lesið í barnatíma útvarpsins og hlotið fyrir ah mennar vinsældir. Hann hefur líka sannað með öðrum verkum sínum, að hann er fær á fleiri eviðuim skáldsagnagerðar. Það má nefna söguna Sendiibréf frá Sandströnd. Þar fór hann inn á uýtt svið með því að láta sögu gerast í íslenzku sveitaþorpi. Þess konar sögusvið var til skamms tima óhugsandi. Óli frá Skuld var send á markaðinn sem barnabók. En það er álitamál, hvort sú bók á síður. erindi til fullorðinna. Það mætti kalla hana sálfræðilega skáldsögu og öðrum fínum nöfnum. Og það er ekki ófyrirsynju, að hún er lesin í útvarpið seint á kvöldum, þeg- ar börn eiga að vera háttuð og sofnuð. Þó eru sögurnar af Hjalta. Þær eru tvímælalaust meðal beztu barnabóka frá hvaða sjónarmiði sem er. Ég veit ekki, hvort eimhverjar sögur Stefáns eiga að hæfa til- teknum aldursskeiðum. Hitt fer ekki á milli mála, að þær eru fyrir börn, sem hugsa og skilja. Það er ekki hægt að lesa þær með sama sljóleika og væmnar lífsreynslusögur eða yfirdrifna reyfara. Lesandinn verður að kvitta fyrir móttöku hvers orðs í huganum. Þar er fátt um æs- andi atburði, en þeim mun méíri tiifinning. Söguhetjurnar eru jöfnum höndum börn og full- orðnir. Börnin í sögunum eru margþættar manngerðir, eins og böm eru yfirleitt. Þau virða heiminn fyrir sér af -forvitni og spenningi, takmarkaðri einlægni og þaðan af minni einfeldni. Þau vita, að heimurinn er ekki óska- veröld einber. Þau vita, að full- orðna fólkið er ekki alfullkomið. Þeim býður í grun, að foreldrar þeirra séu hvorki vammlausir, gallaiausir né heldur óskeikulir fremur en annað fólk. Þau vita, að ekki er allt sem sýnist í sam- skiptum manna og til eru hlutir, sem ekki er talað um, aðeins hugsað. Þannig eru börn Stefáns Jónssonar. Það er því ekki að undra, að hann fylgir síðustu sögu sinni úr hlaði með þeirri aáhugasemd, að hún sé „ekki ætluð litlum börnum, heldiur þeim, sem komin eru til ookkurs þroska, svo og öllum þeim, sem sögur vilja lesa.“ Efni sögunnar, Sumar í Sól- túni, er hversdagslegt. Aðalsögu- hetjan, Asgeir Hansen, er dreng- ur úr Reykjavík, sem ræðst til sumardvalar í sveit. Þar kynnist hann allmörgu fólki auk hús- bænda sinna, roskinna hjóna. Á bænum er lamaður drengur, og er Ásgeiri meðal annars ætlað að vera honum til afþreyingar. Þessi drengur er eins og helgi- mynd í sögunni, og er ekki auð- ráðið, hvaða hlutverki hann á að gegna þar. Asgeir annast hann af auðmýkt og nærgætni og saknar hans, þegar hann er dá- inn. Framkoma hans er fögur og engan veginn ungæðisleg. En til- finningar þær, sem hann ber í brjósti til þessa engilbjarta vesa- lings, eru tæpast eðlilegar. Þegar lamaði drengurinn er látinn, kynnist Asgeir eldri bróð- ur hans, sem er bölsýnn og hug- leiðir rök tilverunnar. Á næsta bæ er ung stúlka, sem er að draga sig eftir miðaldra manni að sunnan. Pilturinn fylgist með því tilhugalífi, og þó forvitnis- laust. Það skapar ekki spennu í sögunni, en ofurlitla dul. Stúlk- an er einmana og gerir drenginn að trúnaðarmanni sínum. Það er að segja, hún trúir honum fyrir sumu, en ekki öllu. Annars skipta atvikin ekki meginmáli í sögunni, heldur orð og hugsanir söguhetjanna. At- vikin eru aðeins hreyficifl til að þoka sögunni áleiðis. Höfundurinn lætur persónur sínar iðka jafnvægisþrautir á milli orða og hugsana. Þær kunna ]ika að þykjast. Á einum stað segir, að hann „var móður á svo þungfærum vegi, vegna alls, sem hann sagði og þó lí'k- lega mest, vegna þess sem hann hugsaði, en kom ekki orðum að.“ Annars staðar standa þessi orð: „Hafi ég sært þig, skal ég fúslega biðja þig afsökunar, sagði ég góður, en ákvað með sjálfum mér, að góður yrði ég ekki lengi úr þessu.“ Svo sem nafnið, Sumar í Sól- túni, bendir til, er sagan með ljóðrænu ívafi. Bærinn, þar sem drengurinn dvelst, heitir ekki Sóltún né heldur nokkur bær annar. Nafnagiftin er hugarsmið hans sjálfs, sem hann gefur ný- býli þar í grenndinni. Hins vegar má segja, að nafnið sé einkenn- andi fyrir anda sögunnar. Náttúrulýsingar koma allviða fyrir. Þær eru haglega samsett- ar, en víðast óþarfar og utan gátta við söguna. Þær hafa hvorki raunsætt né táknrænt gildi og virðist vera skotið inn í til uppfyllingar einnar saman. Svipuðu máli gegnir um háspeki- lega orðaleiki, sem fyrir koma. Tökum sem dæmi þennan sam- setning: „Ég var ekki lengur sjálfur ég. Ég rann saman við sólargeislaraa, bláma himinsins, jökulinn, mann- inn á hestinum úti í mýrinni, mýrina sjálfa og tjarnir hennar, hestana og hundinn, fuglasöng- inn, jarminn í fénu og heiðina. Það var mjög undarlegt að finna þetta allt í sjálfum sér og sig í því. En það var mjög gott, því að sá, sem getur fundið það, deyr aldrei, en verður alltaf tiL“ Þama hefur höfundur ætlað að vekja angurværa stemningu, en tekizt miður en skyldi. Hon- um er-ekki lagið að tala í lík- ingum fremur en mörgum, sem hófu ritferil á fjórða tugnum. Þeir tímar voru hversdagslegri en svo. Fólkinu sjálfu og sam- skiptum þess lýsir hann bezt. Stefán Jónsson hefur fyrir löngu skapað sér persónulegan stil með stuttum og skýrum málsgreinum og setningum. Sá stíll er ekki blæbrigðarikur út af fyrir sig, en þegar höfundi tekst bezt í samtali og fráso^ti, finnur maður, að hann hefur náð réttum tón. Stíllinn fellur þá svo vel að efninu, að maður segir við sjálfan sig — svona á þetta að vera og engan veginm öðru vísi. En þeir eiginleikar koma óvíða fram í þessari sögu. Það er eins og höfundur sé orðinn leiður á sínum eigin stílbrögðum, en haldi þeim af vana. í Sumri í Sóltúni eru engin leiítrandi samtöl eins og í beztu sögum hans, enda gefur söguefnið og persónurnar naumt tilefni til þess. Lárus bóndi þrástagast á orðtaki sínu, „það er nú heldur.“ Það væri að visu saklaust, ef hann væri gæddur fleiri sér- kennum. En svo er ekki. Hann er ákaflega venjuleg manngerð. Það eitt má um hann segja, að hann er óvenjulegur bóndi. Stefán Jónsson hefur aflað sér verðugra vinsælda og öruggs sætis í íslenzkum bókmenmtum. Ceorge Ball ræðir við Inömi Ankara, Tyrklandi, 11. febr. — NTB — GEORGE BALL, aðstoðar-utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í dag viðræður við Ismet In- önu, forsætisráðherra Tyrklands, í Ankara, en fer á morgun til Nicosia, þar sem hann ræðir við Makarios, forseta Kýpur. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum í Ankara mun Inönu hafa skýrt Ball frá því, að bezta leiðin til lausnar Kýpurdeilunni sé að mynda sambandsríki á eyjunni. Hann getur vel við unað, þótt honum takist ekki alltaf jafn vel upp. Sumar í Sóltúni stendur að baki beztu sögum nans. Hana skortir samkvæmni og sennileik á við sögurnar af Hjalta. Að list- rænni spennu jafnast hún hvergi á við Óla frá Skuld. Og þó að hún sé með Ijóðrænum þræði, vantar hana þann ljúfa undir- straurn, sem leggur í gegmum Sendibréf frá SandstrÖnd. Pex- sónurnar eru of mikill tilbúning- ur til að vera þær sjálfar. Það hefur aldrei verið hin sterka hlið Stefáns að ýlrja. Honum lætur bezt að gegnumlýsa mannlegan veruleika. PrentvillUr eru margar í bók- inni. Víðast hvar er hægt að lesa í málið. Samt er ekki víst, að börnum hugkvæmist heitið storð, þótt það eigi að standa í visu og ríma á n.óti orð. Erlendur Jónsson. Frá StyUiishóImi Stykkishólmi, 11. febrúar: — Gæftir í janúar voru mjög stop ular, enda tíð erfið, og barst því lítill afli á land. Vb. Straumnes hafði 53 tonn í 14 róðrum. Nk. sunnudag kl. 5 mun Hauk ur Guðlaugsson frá Akranesi halda kirkjutónleika í Stykkis- hólmskirkju. 5 herb. íbúðarhæð Stór og skemmtileg 2. hæð í steinhúsi í Hlíðunum til sölu. Stór upphitaður bílskúr. Hitaveita. Laus nú þegar. Hagkvæm lán geta íylgt. STEINN JÓNSSON, HDL. Lögfræðistofa — Fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 14951 og 19090. VIKAN Tekk er gott og blessað — en hvenær fáum við að sjá eit.thvað annað? Undanfarið — og ennþá — hefur enginn viður þótt virkilega gjaldgengur annar en tekk — nema ef vera skyldi pallí sander. Að þessu sinni bregðum við upp myndum af erlendum hús gögnum úr öðrum og bjartari við- art-egundum, sem alls staðar þykja full fín. Væri nú ekki ráð að gefa fleiri trjám gaum en tekkinu? Námsmaður skrifar metsölubók ketta er þriðji kaflinn um upp- runa og ævi John F. Kennedys, eftir Ásmund Finarsson blaða- mann. Að þessn sinni fjallar Ás- mundur um námsár Kennedys, frá því að hann tók stúdentspróf og þótti heldur klénn þangað til hann lauk háskólaprófi í alþjóðastjórn- málum. og prófritgerð hans, „Why England Slept“, varð metsölubók. Maður verður að gæta sín að gera allt nógu vel — þegar störfin eru þrenn: Banka- stjóri, berg&rstjórnarmaður, alþing ismaður. Við höfum rætt litillega við Einar Ágústsson, bankastjóra Samvinnubankans m.m., um fjár- mái, pólitik, frístundir og sátthvað fleira. Æðisgengið kapphlaup við hraunið — Milljónaverðmæti í hættu Hér birtum við síðasta hluta frá- sagnarinnar um eldgos við Kevkja vík. Hraunið hcíur runnið í Elliða vatn og stefair eftir farvegi ánha til bæjarins. Allt er gert til að bjarga verðmætum undan hraun- inu og nú reynir á snilli verk- fræðinganna, hversu vel tekst til. Hundruð manna horfa á, þegar glóandi hraunið æðir í áttini að rafmagnsstoðinni. Hvað skeður, þegar eldhraunið rennur þar um. og ógnar borginni og íbúum henn ax með dauða og tortimingu? VIKAIU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.