Morgunblaðið - 13.02.1964, Blaðsíða 12
12
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 13. febr. 1964
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 80.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
4.00 eintakið.
KJARADÓMAR
■jllenn hafa mikið fjargviðr-
ast út af kjaradómi opin-
berra starfsmanna og niður-
stöðum hans, sem aðrar stétt-
ir byggðu á kröfur sínar um
verulegar kauphækkanir. Þó
er það staðreynd að allir voru
sammála um, að nauðsyn
bæri til að bæta verulega
kjör opinberra starfsmanna,
enda var launakerfið gjör-
samlega úrelt, eins og til dæm
is sézt af því, að æðstu em-
bættismönnum, hæstaréttar-
dómurum, ráðherrum, ráðu-
neytisstjórum o. s. frv. voru
ætluð um eða innan við 10
þúsund kr. í mánaðarlaun.
En þótt allir væru sammála
um það í fyrsta lagi, að óháð-
ur dómstóll skyldi ákveða
lgun opinberra starfsmanna,
en þau ekki ákveðin með
launalögum, og í öðru lagi,
að starfsmönnum ríkisins
bæri veruleg kauphækkun
miðað við aðrar stéttir, þá
hefur kjaradómur sjálfsagt
gengið helzt til langt í kaup-
hækkunum, a.m.k. voru aðrar
stéttir ófúsar að sætta sig við
jafnmikla breytingu á launa-
hlutföllum og raun varð á.
Talið er, að meðallauna-
hækkanir opinberra starfs-
manna samkvæmt kjaradómi
hafi verið nálægt 45%. Hins
vegar hækkuðu laun annarra
almennt um eitthvað nálægt
30% á síðasta ári. Naumast
geta því þeir menn, sem við-
urkenndu nauðsyn þess, að
kjör opinberra starfsmanna
bötnuðu í hlutfalli við laun
annarra, nú haldið því fram,
að sú hækkun sé of mikil, nú
þegar þessum hring í kaup-
gjaldsbaráttunni er lokið.
En hvað, sem segja má um
áhrif kjaradóms opinberra
starfsamnna á þróun launa-
mála almennt á síðasta ári,
þá verður hinu ekki mót-
mælt, að með kjaradómnum
var farin ný og athyglisverð
leið til þess að ákveða launa-
kjör, sem þegar hefur haft
veruleg heillavænleg áhrif,
og mun væntanlega hafa þau
í ríkari mæli í framtíðinni.
LAUN VERZL-
UNARFÓLKS
egar sýnt var, að verzlun-
armenn mundu ekki geta
náð samkomulagi í desem-
berverkföllunum um heil-
brigð launakjör, þar sem
kommúnistaleiðtðgarnir í
verkalýðsfélögunum hugðust
hagnýta sér sérstöðu þessara
launþega, ákváðu verzlunar-
menn að semja um það, að
kjaradómur skyldi útkljá
ágreininginn uni kjör verzl-
unarfólks.
Hér var um að ræða fyrsta
samningsbundna • kjaradóm-
inn eftir að kjaradómur opin-
berra starfsmanna hafði
kveðið upp úrskurð sinn, en
síðan hafa ýms minni félög
fetað í fótsporin, og sá hátt-
ur, að útkljá ágreining um
launakjör með kjaradómi er
nú af ýmsum viðurkenndur
sem heppileg og jafnvel nauð-
synleg lausn í ákveðnum til-
fellum.
Niðurstaðan af kjaradómi
verzlunarmanna er sú, að all-
ir virðast sæmilega við una,
og verzlunarmenn hafa kom-
ið fram því baráttumáli sínu
að fá nýja og heilbrigðari
skipun starfsmanna í flokka.
Sú ákvörðun verzlunar-
manna að láta kjaradóm
skera úr ágreiningi varð til
þess að hreyfing komst á
lausn kjaradeilnanna í des-
ember, annars hefðu verk-
föllin sjálfsagt orðið enn al-
varlegri en raun varð á, en
þar að auki hefur þessi kjara-
dómur opnað augu manna
fyrir því að slík lausn getur
verið hagkvæm launþegum.
Vonandi verður þessi
reynsla til þess að kjaradóm-
ur verði oftar látinn skera úr
ágreiningi um launamál og
þannig verði komið í veg fyr-
ir stórfellt tjón af verkföll-
um'
Þótt kjaradómsleiðin væri
harðlega gagnrýnd í sumar,
verða menn því að hafa það
í huga, að kjaradómur opin-
berra starfsmanna greiddi
götuna fyrir frekari úrlausn-
um óháðra dómstóla og þess
vegna hefur hann sannarlega
ekki starfað til einskis.
NÓG KOMIÐ
í því leikur enginn vafi að
■í*' landsmenn hafa nú feng-
ið meira en nóg af verkfalla-
bröltinu og vilja ekki að sag-
an endurtaki sig enn einu
sinni á þessu ári. Óhjákvæmi-
legar verðhækkanir fylgja í
kjölfar hinna almennu kaup-
gjaldshækkana á síðasta ári.
Þessar verðhækkanir eru nú
að koma fram og munu verða
nokkrar enn á næstu vikum.
Sem betur fer er gjaldeyr-
isstaða okkar svo traust að
ekki hefur þurft að grípa til
gengislækkunar og ekki þarf
að óttast, að á gjaldeyris-
sjóðina gangi, ef góðæri helzt
áfram og skynsamlegar ráð-
stafanir verða gerðar í fjár-
málum, þannig að ekki komi
til nýrrar ofþennsliu
'wmm
UTAN ÚR HEIMI
■ - ví? ' -
Stjórn S.-Afríku óttast
þeldökka sendiherra
Kauda skýtur henni skelk i
bringu með tilboði um
stjórnmálasambandi
ÞÓTT forsætisráffherra hins
nýja Afríkuríkis, Zambiu (N-
Rhódesíu), Kenneth Kaunda,
hefði boðizt til að senda
skemmdarverka i ín stjórn
S.-Afriðu til höfuðs, hefði
það, ekki valdið eins miklu
uppnámi innan stjórnarinnar
og tilboff hans um að skiptast
á sendiherrum viff S-Afriku.
Stjórn Verwoerds hefur • ’tizt
illa að leyna áhyggjum sinum
og gremju. Hún svaraði tilboði
Kaunda kuldalega með því að
benda á, að Zambia hefði ekki
i.nn hlotið sjálfstæði og stjórn
málasambandi væri affeins
hægt að koma á milli tveggja
sjálfstæðra ríkja.
Kaunda er þetta ljóst, og
fullvíst er að hann ítrekar til-
boð sitt, þegar Zarnbia hefur
hlot'ið sjálfstæði, en þao verð
ur innan árs. Kaunda segist
hafa stungið upp á því, að
Zambia og S-Afríka skiptust
á sendiherrum vegna þess, að
hann hefði þungar áhyggjur
af vandamálum S-Afríku og
óttaðist hinar hræðilegu af-
leiðingap, sem þau gætu haft
fyrir alla Afríku. Kaunda hef
ur einnig bent á, að lagt hafi
verið til að S-Afríka yrði beitt
efnahagslegum þvingunum,
þanigað yrðu sendir skemmd-
arverkamenn eða þjálfaðir her
menn, til þess að berjast gegn
stjórn Verwoerds. Hann
kvaðst telja að nú sé kominn
tími til þess að sýna stjórn-
inni velvild og skilning, og
segir, að Zambia hefði ákveð
ið að reyna þetta. Muni stjórn
landsins ekki beita S-Afríku
efnahagslegum þvingunum
nema tilboðinu um stjórn-
málasamband verði hafnað.
En í stað ánægju hefur upp
ástunga Kaunda vakið gremju
stjórnar S-Afríku. Hana grun
ar, að forsætisráðherra Zam-
biu vilji smygla Trójuhesti
inn í S-Afríku í líki þeldiokJks
diplómats. Allir erlendir sendi
menn í S-Afríku eru hvít-
ir og einu ríkin í Afríku sem
landið hefur stjórnmálasam-
band við eru Suður-Rihodesía,
og nýlendur Portúgala, Ang-
ola Og Mozamtoiqe. Fyrir
skömmu voru S-Afríkumenn
neyddir til þess að loka ræðis
mannssikrifstofum sínum í
Elísabethville, Leopoldville
og Nairobi, en sendiherra sinn
í Kairó kölluðu þeir heim.
Suður-Afríkustjóm hefur ræð
ismannssikrifstofur í Hong-
Kong og Tokíó. Hún vildi
skiptast á sendiherrum við
Japani, en þeir neituðu, og
þótti S-Afríkustjórn það mið-
ur. En af hverju getur stjórn
Verwœrds fremur tekið á
móti sendiherra frá Japan en
Afríkuríki? Svarið er einfald-
lega, að Japanir eru ljósari á
hörund og svo fáir Japamir
búa í S-Afríku, að unnt er að
sýna þeim sömu virðimgu og
hvítum mönnum.
Stjórn S-Afri'ku hefur ekk
ert gert til þes að reyna að
koma á stjórnmálasamibandi
Kenneth Kaunda.
við hin nýsjálfstæðú blökku-
mannaríki í Afríku, og koma
þeldökks sendiherra til Pret-
oriu með starfslið sitt gæti
haft óþægilegar afleiðingar.
Samþykkija þyrfti sérstök lög,
sem heimiluðu þeldökkum
sendimönnum að búa í hverf-
um hvítra manna í borginni.
Þetta væri auðvelt, en það
væri ekki nóg til þess að verja
sendimennina angri og óþaeg
indum. T.d. yrði erfitt að
finna auðvelda leið til þess
að koma í veg fyrir, að bvítur
lögreglumaður stöðvaði þel-
dökkan sendiherra og heimt-
aði af honum „vegabréf", eins
og þau, sem þeldökkir borg-
arar S-Afríku eru skyldir að
bera. Blað eitt stakk upp á
því fyrir skömmu, að til þess
að koma í veg fyrir þetta
yrði siðameistari látinn ganga
á undan sendiimanninum
WHUMHMMnMi
hvert sem hann færi með
hvítan fána. Auk ofangreinds
er talið nær ógerlegt að koma
í veg fyrir, að þeldökkir
sendimenn verði fyrir móðg-
unum, komi þeir fyrirvara-
laust í kvikmyndahús, gisti-
hús, sundlaugar o.s.frv.
En stjórn S-Afrífeu óttast
ekki aðeins þessi smáatriði,
heldur áhrifin sem koma þel-
dökkra sendimanna gæti haft '
á lþgin um kynþáttaaðskilnað.
Tæki stjórnin upp stjórnmála
samband við eitt ríki Afriku,
yrði hún að taka upp samband
við önnur, sem þess óskuðu
og bjóða sendimenn þeirra vel
komna. Þegar svo væri komið,
því skyldi stjórnin þá ekki
eins veita framámönnum
meðal þeldökkra borgara
landsins undanþágur frá kyn
þáttalögunum?
Stjórn S-Afríku verður því
að ákveða hvar takmörkin
skulu sett. Stjórnmálamennirn
ir gera sér grein fyrir hætt-
unni, sem koma eins þeldökks
sendiherra til landsins getur
haft í f ör með sér. Þeir' haf a
Varað stjórnina við að benda
á, að með hinni minnstu tij-
slökun á stefnunni og lögun-
um um kynþáttaaðskilnað,
kveði hún dauðadóm yfir
sjálfri sér. Þess vegna lítur
stjórn S-Afríku á til'boð
Kaunda sem ógnun og er sann
færð um, að frá aðsetri hins
þeldökka sendiherra í Pretoria
streymi fjöldi skæruliða, ekki
til þess að skjóta og sprengja
heldur til þess að grafa und-
an kynþáttastefnu stjórnarinn
ar.
(Observer — öll réttindi
áskilin).
Þrátt fyrir allt er þess
vegna ástæða til að ætla að
nýtt jafnvægi geti skapazt,
þannig að framfarir og stór-
felld uppbygging geti haldið
áfram. Forsendur þess eru að
sjálfsögðu þær, að ekki verði
komið á nýjúm kaupgjalds-
hækkunum.
Auðvitað á forysta laun-
þegasamtakanna að gæta
hags félagsmanna, og þeirra
hagur er, að ekki verði haf-
in ný barátta til að knýja
werðbólguna áfram. En
vinnuveitendur hafa líka
skyldur við þjóðina, og þeir
eiga að standa fast gegn
hækkunum, ef reynt verður
að knýja þær fram enn einu
sinnL
Bv Víkingiir með
210 tonn
Akranesi, 11. febrúar: —
Togarinn Víkingur mun leggja
af stað á morgun af Grænlands-
miðum í söluferð til Bremer-
haven. Aflinn er þegar um 210
tonn. Bv. Víkingur mun aðeins
koma hér við á leiðinni utan. —.
— Oddur.