Morgunblaðið - 13.02.1964, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLA&IÐ
Fimmtudagur 13. febr. 1964
Stúlka óskast
í framreiðslustörf sem allra fyrst.
Hófel Akranes
Akrancsi.
Byggingaaneisfðrar
Höfum fengið frá Þýzka-
landi ódýr og vönduð
hallamálstæki, sérlega
hentug fyrir bygginga-
starfsemi.
Stækkun sjónauka
18 sinnum.
Fjarlægðamæling.
Gráðubogi 360°.
Þríhyrningsfætur og leður
hyíki.
Verð kr. 8.680,00.
Einnig fyrirliggjandi sjálfstillanleg hallamálstæki
með og án gráðuboga, vönduð en ódýrari en áður
hefur þekkzt hérlendis.
★ — — —
Ennfremur ryðfrí stálmálbönd, landmælingastengur
og ýmsar gerðir af hentugum hallamálsstokkum
t. d. 4 m og 5 m stengur er brjóta má saman 4 sinn-
um.
★---------
TEIKNIBORÐ — TEIKNIVÉLAR — TEIKNIPAPPÍR
Laugavegi 105
I1I» Sími 11380.
Nú er rétti tíminn til að panta
GIJFFEN
MYKJUDREIFARA FYRIR VORIÐ.
GLFFEN
hefur reynzt mjög vel hér á landi, og dreifir bæði
þykkri og þunnri mykju.
Mikill kostur er einnig hve bygging hans er einföld
Engar keðjur, engin færibelti — aðeins snigill í
botni kassans og þeytispaðar aftan við snigilinn. —
Ökumaður dráttarvélarinnar opnar og lokar fyrir
mykjuna frá sæti sínu.
Með því að taka mykjukassann af, má nota grindina
til heyflutninga með einföldum viöbótarbúnaði, sem
hver bóndi getur gert.
Rúmtak 17 hektólítrar — Dreifibreidd um 7 m. —
VERÐ um kr. 25.000 auk söiuskatts.
Sambandshúsinu,. Reykjavík
Sími 17080.
Skrifstofustarf
Viljum ráða stúlku nú þegar til erlendra bréfa-
skrifta og annarra skrifstofustarfa. Umsóknir séu
sendar til skrifstofu vorrar í Gufunesi.
Áburðarverksmiðjan hf.
SkrifstofustúEka óskast
Óskum eftir að ráða vana skrlfstofustúlku strax.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar á skrifstofunni. Skipholti 33.
VIKAN
Velbátatrygging Reykjanes
biður alla þá er hafa þurfa samband við skrifstofu
félagsins að athuga að símanúmer félagsins er nú
1155 og ekki lengur 1970, hið rétta númer er í
simaskránni.
VÉLBÁTATRYGGING REYKJANES Keflavík.
INVJIJNG
frá Veitingastofu Sveins og Jóhanns Háaleitisveg 108.
Innbakaðar pylsur (amerísk fyrirmynd) 10 kr.
stykkið. Sendum út 10 st. minnst ef þess ar óskað
eftir kl. 5. — Sími 36640.
Rafmagnshitarar
Til sölu eru tveir lítið notaðir 13 kw rafmagnshit-
arar fyrir miðstöðvarkerfi. Hitararnir eru með inn-
byggðum hitaspíral fyrir neyzluvatn og innbyggðu
þenslukerfi. Hægt er að auka orkuna um helming
með viðbótar elementum.
Upplýsingar í verzlun okkar Suðurlandsbraut 4,
sími 38-125.
Olíufélagið SKELJUNGUR.
TILKYNNING
trá stofnlánadeild landbúnaðarins
Stjórn Búnaðarbanka íslands hefur ákveðið, að um-
sóknir um lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins,
vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 1964, skuli
hafa borizt bankanum fyrir 15. apríl næstkomandi.
í umsóknum skal gerð greln fyrir því, til hverra
framkvæmda lánið verði tekið og hvenær fram-
kvæmdirnar muni verða fullgerðar.
Umsóknum fylgi eftirgreind skilriki:
1. Upplýsingar um stærð og gerð fyrirhugaðra bygg
inga og hvort uppdrættir séu fegnir og sam-
þykktir af Teiknistofu landbúnaðarins.
2. Áætlun um ræktunarframkvæmdir.
3. Staðfesting frá innflytjanda um verð og gerð
dráttarvélar, ef um vélakaupalán er að ræða.
4. Skýrsla lánsumsækjanda um búrekstraraðstöðu
og framkvæmdaþörf.
5. Umsögn héraðsráðunautar um framkvæmdaþörf
viðkomandi jarðar miðað við aðstöðu lánsum-
sækjanda til fullrar nýtingar fyrirhugaðra um-
bóta, og grein gerð fyrir líklegum áhrifum þeirra
til aukinnar hagkvæmni í búrekstri á jörðinni.
6. Veðbókarvottorð.
Eyðublöð fyrir umsóknir og skýrslur samkvæmt
lið 3 og 4 verða fyrirliggjandi ,hjá héraðsráðu-
nautum og byggingarfulltrúum sýslnanna.
bCnaðarbanki íslands.
á kvöldvöku
Ferðafélagsins
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 13.
febrúar heldur Ferðafélag ís-
lands kvöldvöku í Sjálfstæðis-
húsinu. Þar sýnir dr. Sígurður
Þórarinsson, jarðfræðingur, lit-
skuggamyndir og skýrir frá
Surtsgosinu og sýndar verða
kvikmyndastúfar til frekari á-
réttingar.
íslendingar hafa geysimikinn
áhuga á efni því sem þarna verð
ur fjallað um, sem sést vel á því
að í síðustu viku er Sigurðúr
Þórarinsson hélt fyrirlestur og
sýndi myndir af Surtsgosinu hjá
Náttúrufræðifélaginu í Tjarnar-
bæ, urðu svo margir frá að hverfa
í fyrstu, þrátt fyrir það að í hús
inu voru eins margir og þar kom
ust fyrir í sætum og standandi,
að tekið var það ráð að flytja
fyrirlesturinn aftur síðar um
kvöldið, og var þá aftur troð-
fullt hús.
Ferðafélagskvöldvakan hefst
kl. 8,30; en húsið verður opnað
kl. 8. Á eftir fyrirlestrinum og
myndasýningunni verður að
venju kaffidrykkja og dans.
Bíldudals-
fréttir
Bíldudal, 11. febrúar: —
• Afli línubáta í janúar var sem
hér segir: Andri með 54,6 tonn,
(byrjaði um miðjan mánuðinn)
og Pétur Thorsteinsson með 17
tonn í 4 sjóferðum. Hefur afli
alcjrei verið jafn lélegur í janúar.
Bæði voru gæftir stirðar og bát
ar byrjuðu seint.
Það, sem af er febrúar, hefur
afli verið lélegur, 3—5 tonn í
róðri, og gæftir stirðar.
• Rækjuveiði hefur verið frek
ar treg frá því á áramótum, ea
er heldur að glæðast núna.
• Hörgull er á fólki til vinnslu
í Matvælaiðjunni, og vinna þar
nú aðeins um tíu manns, en áð-
ur unnu þar oft 30—40 manns.
9 Um mánaðamótin var stofnað
taflfélag hér, sem nefnist Tafl-
félag Bílddælinga. Formaður er
Heimir Ingimarsson. Félagar eru
yfir 40 talsins, og starfa þeir í
tveimur deildum. Mikill skák-
áhugi er nú ríkjandi hér.
• Þorrablót var haldið hér 20.
janúar sl. Var þar mikið fjöl-
menni. Slysavarnadeild karia
stóð fyrir því. Fór sú skemmtun
vel fram.
• Aðfaranótt 2. febr. snjóaði
hér mikið, og var töluvert mik-
ill snjór á götum, en birti upp
um miðja vikuna, og er alautt
núna og hlýindi.
• Sólin heimsótti Bílddæiinga
2. febr., og var vel tekið á móti
henni að vanda með kaffi og
pönnukökum. — H. Fr.
Peningar hirtir
úr íbúðum og
töskum
UM 5 leytið á mánudag var
kona að koma heim til sín 4
Þonfinnsgötu. Lagði hún inn-
kaupatösku í stigann í ganginurn
og brá sér inn í íbúð á neðstu
hæðinni. Hún var svolitla sturid
þar inni, en er hún kom aftur
var búið að róta í töskunni og
stela 2700 kr., sem voru þar i
einu hólfinu.
í fyrri viku var einnig farið
inn í íbúð á Grettisgötu innarlega
og stolið 1400 kr. úr kommóðu-
skúffu. Húsmóðirin var ekki við
kl. 3—5 síðdegis, en íbúðin ólæst.
Er fólk áminnt um að hafa
ekki íbúðir ólæstar og skilja ekki
eftir peninga á glámbekk, þó
innandyra sé, því mikil brögð
eru að því að farið sé í íbúðir
og slikt hii t.