Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 20

Morgunblaðið - 13.02.1964, Side 20
20 MORGUNMAOIÐ Fimmtudagur 13. febr. 1964 fVeiizABerri tsrrahs: ói 1 4 | y/ I iHI 1 isjrð ÆLUM Hún var ekkert sérlega hrifin af Stephen, þótt hún hinsvegar hefði ekkert sérstaklega á móti honum, nema ef vera skyldi það, að hann var ekkert yfir sig hrif- inn af henni og gaf sig því að- eins að henni, ^ð hún var vin- kona Marguerite Ranzi. Hann hallaði sér aftur og lét sig hvíla á hvössum olnbogunum, og sagði: — Var þetta eitthvað erfitt bréf? Það er líkast því sem það hafi gert þig eitthvað daufa — Það var nú ekkert bréfinu að kenna, sagði Ruth. — Ég var að hugsa um allt annað og gat ekki haft hugann við það, sem ég ætlaði annars að skrifa. — Alveg eins og ég er stund- um. Nema bara þetta, að þú átt ekki að lifa á því. Veiztu, að mig langar mest til að hafa atvinnu eins og þína. Ég held hún ætti alveg prýðilega við mig. Ég væri vel til í að fóstra nokkra hálf- vita krakka, ef það þýddi sama sem að geta lifað áhyggjulausu lífi á svona stað eins og hér. Segðu mér . . þarftu nokkurn tíma að gera nokkurt almenni- legt verk“. Rut leit á hann hugsi og stillti sig um að segja það, sem hana langaði mest að segja. En loks sagði hún: — Hver hefur sagt þér, að Nicky Ballard væri hálf- viti? — Er hann það ekki? — Hver sagði þér, að hann væri það? -— O, ég veit ekki. Líklega hann faðir hans. Og svo fólk yfirleitt. Ég hef varla talað orð við hann sjálfur, enda gekk það ekki sérlega vel, þegar ég reyndi það. Ég gat ekki togað orð upp úr honum og hann ygldi sig fram an í mig, eins og ég hefði eitt- hvað verið að hrekkja hann. — Hann þjáist af feimni, sagði Ruth. — Aumingja krakkinn! Er ekkert hæga að gera við því? spurði Stephen kæruleysislega. — Eins og hvað? Eitthvað í tón hennar vakti at- hygli hans, en hann misskildi hann. — Sjáðu til, ég hef líklega ráðizt að þér á óheppilegum stað í þessu bréfi, eða var það ekki? Fyrirgefðu. . Ég skal fara ef þú vilt. Ég vissi ekki, að ég væri að trufla þig. — Ég sagði þér, að það var alls ekki bréfið. — Jæja, eitthvað er að angra þig í dag. — Það er víst ekki annað en illt skap. — Ég hef aldrei getað hugsað mér þig í illu skapi. — Geta ekki allir komizt í illt skap? Hann hleypti brúnum, rétt eins og þetta væri efni, sem hann langaði ekki að hugsa um. — Er það? Hversvegna talarðu þá ekki um það? — Um hvað? -— Um illa skapið og orsökina til þess. — Þú hefðir víst ekkert gam- an af því. — En það er nú samt það eina, sem hægt er að gera við illu skapi — nema þú haldir, að það gæti verið gott að fá sér einn gráan. Eigum við að fara inn í San Antioco og fá okkur einn? Á rjóðu, freknóttu andliti hans mátti sjá raunverulegan áhyggju svip. — Illa skapið í mér er ekkert til að gera veður út af, fullviss- aði Ruth hann um. — Það hverf- ur af sjálfu sér. — Já, en því ekki að koma og fá sér einn lítinn samt? Hann hafði aldrei stungið upp á neinu slíku áður, og Ruth tók þegar að hugsa um, hvað legið gæti að baki þessari uppástungu. Meðan hún hikaði, hélt hann áfram: — Ekki þarftu að hanga heima allan daginn, eða hvað? Komdu og við skulum fá okkur glas og svo kannski hádegismat, og svo . . . og svo gætum við farið út að róa. Eða við gætum fengið okkur hestvagn og farið til Ravento. Eru ekki einhverjar rústir eða þessháttar í Ravento? Hann var farinn að bera ótt á, fannst henni, og eins og með hálf gerðum kvíða. — Það tæki okkur það, sem eftir er dagsins að fara til Ra- vento í hestvagni, sagði hún. — Auk þess ætla ég til frú Ranzi, eftir hádegisverð. — Nú? sagði hann og horfði fast á annan bera fótinn á sér. Ruth varð snögglega sannfærð um, að hann hefði áður vitað um þetta stefnumót hennar við Mar guerite. — Þú þarft að fara þangað, eða hvað? sagði hann. — Hún á von á mér. — Já, auðvitað. Hann renndi sér niður af steininum og stakk fætinum, sem hann hafði verið að horfa á, í sjóinn. — Það er annars eftirtektarvert, að þið tvær skulið vera vinkonur. Ég get ekki séð, að þið eigið neitt sameiginlegt. En kannski er ég ekki sérlega glöggur á slíkt. Hann renndi sér niður í sjóinn. 2SEVv~r25 — Jæja, við látum okkur þá nægja hádegisverðinn. Og svo renndi hann sér áleiðis yfir vík- ina með sundtökum, sem voru ótrúlega kröftug og mjúk af svo slánalegum manni. Ruth horfði á eftir honum kæruleysislega og henni datt í hug, að þetta boð hans til hádeg isverðar stæði í einhverju sam- bandi við heimsókn hennar ti! Marguerite. Ef til vill vonaði hann, að hún tæki hann með sér til Marguerite, eða kannski lang aði hann bara til að tala um hana. Ef til vill, hugsaði hún, væri hann þannig maður, að hann þyrfti að hressa sig upp á því að tala um eina konu við aðra, og ef hann sæktist eftir fé- lagsskap hennar frekar nú en allan tímann síðan hún hafði kynnt hann Ranzihjónunum, þá stóð það áreiðalega eitthvað í sambandi við Marguerite. BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 alan moorehead Satt var það að vísu, að í árs- lok 1916 var stjórnin á ringul- reið og hin forna ríkisvél og svo herinn í hinni örgustu óreiðu, og að þetta var á allra vörum, en hvorki erlendir sendiherrar, hirð in né ráðherrarnir og áreiðan- lega ekki keisarinn sjálfur höfðu enn fyllilega gert sér ljóst, hve sprengihætt ástandið var orðið, og hve algjörlega vonlaust var að bæta úr því. Sumir kunna að hafa haldið, að byltingin væn óumflýjanleg, en ekki sú bylting sem brátt kom á daginn. Ófriðurinn hafði þrautpínt keisaraherinn. Eitthvað um fimmtán milljónum manna hafði verið boðið út, og margir þeirra höfðu venð sendir í skotgrafirn- ar án viðeigandi fatnaðar, stíg- vélalausir og stundum riffillaus- ir. Hinir föllnu voru aldrei ná- kvæmlega taldir, og ef til vill er hægast að gera sér hugmynd um þessa stórslátrun af stuttri orð- sendingu frá Hindenburg' þýzka hershöfðingj anum, að ófriðnum loknum. Hann skrifaði: „Ur höfuðbók hinnar miklu styrjaldar hafa blöðin með mann falli Rússa verið rifin burt. Eng- inn veit tölurnar. Fimm eða átta milljónir? Við höfum heldur enga hugmynd um þær. Það eina, sem við vitum, er það, að í orustum okkar urðum við stundum að flytja burt haugana af óvinalíkum fyrir framan skot grafirnar okkar, til þess að geta haldið uppi skothríð gegn nýjum árásum. Hugmyndaflugið getur kannski getið sér til um tölurnar yfir mannfallið hjá þeim.en ná- kvæmur útreikningur á því, verður nú og framvegis tilgangs- laus“. Nú var í bili tiltöluleg kyrrð á hinni löngu víglínu, sem náði 500 mílna lengd eða meira, frá Eystrasalti til Svartahafs, en þetta ofboðslega mannfall hafði gert mörg herfylkin alveg von- laus og ófær um að rétta sig við aftur. Víglínan var enn heil, en umtal um að hörfa til baka lá í loftinu — umtal um að draga sig í hlé inn á hinar miklu víð- áttur sjálfs Rússlands — og enda þótt slík aðferð hefði getað haft sitt aðdráttarafl í augum sumra æðstu hershöfðingjanna og her- fræðinganna, hafði hún litla þýð ingu fyrir óbreyttan fótgöngu- liðsmanninn á staðnum. í hans augum var þetta hreint og beint undanhald, endalok alls tilgangs með styrjöldinni — enda hófst þá liðhlaupið. Um árslok 1916 höfðu hundruð þúsunda her- manna horfið úr röðum sínum á vígstöðvunum, og margir þeirra voru nú á leiðinni til heimkynna sinni inni í Rússlandi. Flestir þessara hermanna voru sveitamenn, og það hefur verið áætlað, að jafnvel á friðartím- um hafi tekjur þeirra varla num ið rneiru en 60 sterlingspundum á ári. Það var ekkert sjaldgæft, að fjölskylda byggi í stráþöktum kofa með einu herbergi í, með moldargólfi og gat á þakinu fyrir reykinn frá eldstæðinu, þar sem maturinn var soðinn. Oft voru húsdýrin einnig höfð þarna inni hjá fólkinu. Ékkert baðherbergi, engin sápa og engin regluleg læknishjálp, af neinu tagi. Fæð- an var brauð og jarðávöxtur, og kjöt aðeins einstöku sinnum til tilbreytingar, og enda þótt korn forðinn hefði raunverulega auk- izt á styrjaldarárunum, voru mörg landssvæði þar sem bænd- urnir höfðu ekki ofan í sig að éta. En jafnvel þessi lífsskilyrði hafa að líkindum úerið skárri en örlög þau, er nú voru tekin að hrjá verkamennina í borgunum. 1 Síðan 1914 hafði kaup hækkað um 100%, en á sama tíma hafði verðlag hækkað um 400%, og auk þess varla neitt fáanlegt í matarbúðum og á sölutorgunum. Veturinn 1916—1917 var sérlega strangur — í einu kuldakastinu frusu vatnspípurnar í hvorki meira né minna en 1200 eimreið um, svo að þær voru ógangfærar á eftir — og þetta átti sinn þátt í ringulreiðinni, sem komst á alla matvæladreifingu. í Odessa varð fólk að bíða í biðröð í tvo daga til þess að geta náð sér í ofurlítið af brennsluolíu. í Petro KALLI KUREKI ->f' 1 CUT THAT OUT' TOU'VE MADE A WEECK OUTA ne'&UTl LOVE EVEBV HAIfc O'YOue MISEEABLE HIDE.' , theeeS a potful o'&old m AT WATEg HOLE YOU KICKE£ ME MTO» "S BUT BEFOEE 1 ClEAIO ITOUT..- WE'RE l?UWMlW'OUT O'S-RUB, AW'l 6CTTA FlöUEE OUT A WAY T’CARGY WATER T'ölT US HOME? Teiknari; FRED HARMAN WELL.LOOKYTHERE! he MUSTVE | SMELLEOOUR WATER HOLE ••• AW’ \ HE'S TH'AWSWER TO OUR PROBLEM.' — Láttu þetta eiga sig! Þú ert bú- in að gera mig að taugaveikluðum aumingja! En ég elska hvert hár á þínum synduga skrokk! í>að er fullt af guili niðri í vatnsbólinu sem þú sparkaðir mér ofan í. — En áður en ég hreinsa til þama niðri verð ég að snúa mér að öðru ... við eru mað verða matarlaus og ég á eftir að finna út hvernig við getum flutt með okkur vatn til heimferðar- innar. — Nei... sjáum til. Hann hlýtur að hafa þefað uppi vatnsbólið okkar... og þar með er vandinn leystur. grad og Moskvu söfnuðust bið- raðir, alla ískalda nóttina, við brauðbúðirnar, og það var varia nein furða þó að verkamenn væru farnir að mynda sig til að gera verkfall, eftir tiltöluiegan vinnufrið í tvö ár. Þeim var kalt, því að eldiviðarskorturinn var gífurlegur, þeir voru hungraðir og útþrælkaðir (hálf ellefta klukkustund var venjulegasti vinnutíminn), og nú voru þeir búnir að fá nóg af svo góðu. Menntastéttirnar, svo sem rík- isstarfsmenn og svo kaupmenn, stjórnmálamenn og aðalsmenn voru enn á árinu 1816 lausir við versta harðræðið. Samt sem áður voru þeir komnir á það stig gremju og vonbrigða, sem hefði löngu verið komið til sögunnar, hvaða öðru landi sem værL SHÚtvarpiö Fimmtudagur 13. febrúar. 7:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 Á frívaktinni‘% sjómannaþáttúf (Sigríður Hagalín). 14:40 „Við, sem heima sitjumH: Sigríður Thorlacius talar við Elsu Guðjónsson um sögulegan íslenzkan kvenbúning. 15:00 Síðdegisútvarp. 17:40 Framburðarkennsla 1 frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Bergþóra Gústafafsdóttir og Sigríður Gunnlaugsdóttir). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 íslenzk tónlistarmenn flytja kammertónverk eftif Jóhannes Brahms; 1. þáttur: Einar Vigfússon og Jón Nordal leika sónötu í e-moll fyrir kné- fiðlu og píanó op. 38. 20:25 Af vettvangi dómsmálanna (Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 20:45 í léttum söng: Doris Day syng- ur lög eftir Richard Rodgers úr kvikmyndinni ,Jumbo". 21:00 Raddir skálda: Axel Thorsteinsson flytur minn. ingar um föður sinn, Steingrím skáld Thorsteinson, — og Jó- hannes úr Kötlum les ljóð og ljóðaþýðingar eftir Steingním. — Ennfremur sungin lög við ljóð skáldsins. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lesið úr Passíusálmum (16). 22:20 Djassþáttur (Jón Múli Árnason), 23:05 Skákþáttur (lngi R. Jóhannsson) 23:40 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.