Morgunblaðið - 14.02.1964, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 14. febr. 1964
Heyrnarlaus frá fæðingu
UNDANFARNA daga hefur dval
iS hér á landi dr. Pierre Gorman
frá stofnun daufdumbra í Lon-
don, en hann er á ferðalagi um
mörg lönd á vegum alþjóðlegra
samtaka til aðstoðar öryrkjum
í lífsbaráttunni, til að kanna
hvað gert er fyrir andlega og
líkamlega vanbúna víðs vegar
um heim. Dr. Gorman þekkir
þessi vandamál af eigin raun.
Sjálfur er hann heyrnarlaus frá
fæðingu, en hefur þrátt fyrir það
komið sér vel fyrir í veröldinni.
Hann les hiklaust af vörum og
hefur lært að tala. Aðalmálið er
enska, en hann kann einnig
frönsku og hann les svo vel orð
af vörum að hann veit hvort út-
lendingur hefur framandlegan
hreim í'enskunni. Einnig er hann
'doktor í þjóðfélagsfræði og -starf
ar mikið fyrir málefni dauf-
dumbra, hefur m. a. komið upp
7000 binda bókasafni, einhverju
því bezta sem til er í veröldinni
um heyrnar- og talvandamál.
Fréttamaður blaðsins hitti
hann að máli á Hótel Sögu, þar
sem hann var í fylgd með Brandi
Jónssyni, skólastjóra Málleys-
ingjaskólans, og konu hans, og
spjallaði við hann. Er sannar-
lega ' fróðlegt að heyra um
reynslu þessa heyrnarlausa
drengs; sem hefur náð að laga
sig svo vel að lífinu, eins og væri
hann í angu vanbúinn í upphafi.
Pierre Gorman er f æddur í
Melbourne í Ástralíu 1924, einka
barn ftanskrar móður og
ástralsks föður, sem var lögfræð
ingur. Þegar hann var 6 mánaða
gamall, varð ljóst að barnið
heyrði eKki. Móðir hans fór því
með hann ár-sgamlan til Parísar,
til að leita aðstoðar og ráða varð
andi uppeldi hans. Þekktur lækn
ir og sérfræðingur í talfræði, dr.
Henriette Hoffner, ráðlagði
henni að líta ávallt á drenginn
„sem venjulegt barn, sem ekki
gæti heyrt, en ekki sem dauf-
dumban dreng“. Móðir hans og
sérstakur kennari daufdumbra
kenndu honum svo skv. fyrir-
mælum dr. Hoffners, þar til
hann var 5 ára. Þá var hann
sendur í smábarnaskóla í hálfan
dag, en fékk síðdegis sérstaka
kennslu í varalestri, tali og
ensku. Smám saman færðist
hann yfir í venjulegan barna-
skóla og 10 ára gamall sat hann
á skólabekk fullan kennslutíma,
en hafði aukatíma utan skóla.
Gekk honum mjög vel og fékk
verðlaun fyrir efnafræði o. fl.
Það var góð reynsla að vera í
skóla með venjulegum börnum,
segir Gorman. í skólanum voru
drengir, sem létu sem ég væri
ekki til, aðrir voru ruddalegir
við mig og vilöu ekki hafa mig
í skólanum með sér, þriðji hóp-
urinn ætlaði að veita mér vernd
og hjálp, en þeir voru líka til
kem reyndu að skilja mig og
hafa eðlilegt samneyti við mig.
Þarna fékk ég strax að reyna
fernskonar viðmót fólks. Ég
fékk minn fyrsta undirbúning
fyrir lífsbaráttuna áður en ég fór
úr skóla. Og síðan hefur reynsla
mín verið svipuð. Þessar fjórar
tegundir af framkomu mæta
manni hvarvetna. Það hefur
reyndar komið sér fyrir mig
seinna á æfinni að kynnast
þannig_ ýmsum þáttum í eðli
fólks. Ég er þjóðfélagsfræðingur
fræðslu og sálfræðileg og þjóðfé-
lagsleg vandamál fatlaðra barna.
Og þaðan fór hann til Englands,
þar sem hann fékkst við rann-
sóknir á varalestri og þjóðfélags
legum vandamálum heyrnar-
lausra, þar til hann gerðist bóka
vörður í safni Royal National
Institute for Deaf í London.
Gorman varði doktorsritgerð
vði Cambridge háskóla 1960 um
fyrrnefnd vandamál í Englandi.
Hann hefur starfað í ýmsum
nefndum varðandi heyrnarlaust
fólk og vinnur að málum þess.
Viðtökur án nokkurs varnagla
Dr. Gorman er því bæði af
eigin reynslu og starfi sínu
manna kunnugastur vandamál-
um þeirra, sem ekki eru líkam-
lega eins vel búnir undir lífs-
baráttuna og fólk almennt.
— Það sem mest á riður fyrir
okkur, sem erum að einhverju
leyti vanbú.in, er að tekið sé án
nokkurs varnagla við okkur á
M
að mikilvægt er að læra að taka
hlutunum af kímni, svo maður
geti hlegið að mistökum sinum.
Annars verður lífið of dapurlegt.
En það verður einnig ómögulegt
nema foreldrarnir geri það líka.
Og svo þetta: Fólk þarf að átta
sig á því að það eru ekki pen-
ingar eða samúð, sem við þurf-
um á að halda, held-ur það að
vera teknir sem fullgildir með-
limir þjóðfélagsins og fá störf
eftir verðleikum. Penin-gar eru
til gagns en þeir eru ekki til
mikils gagns.
Heyrnarlausir aka betur.
Dr. Pierre Gorman þekkir vanda
mál vanbúinna af eigin raun og ^r' Gorman var að leggja upp
af starfi sínu. * í langt ferðalag á vegum AI-
orðinn talandi dr. í þjdðfélagsfræði
að starfi og það er gott að geta
skoðað fólk. og hegðun þess sem
hlutlaus áhorfandi.
— Og hjálpfúsa fólkið er ekki
þægilegast?
— Nei, það kemur t. d. fyrir
mig, þegar ég heimsæki skóla, að
skólastjórinn tekur mig við
hönd sér og leiðir mig út að
strætisvagnastöðinni, borgar
vagnstjóranum fyrir mig, eins og
ég geti ekki borgað fyrir mi-g
sjálfur, biður vagnstjórann að
gæta þess að ég fari nú út á
réttum stað,_ segir mér að setjast
o. s. frv. Á meðan stara allir
í vagninum á mig, eins og ég sé
hjálparlaus aumingi og ég roðna
og mér líður illa. Seinna sé ég
svo að þetta er bara broslegt,
en það er ekki skemmtilegt með-
an á því stendur.
Dr. Gorman lauk prófi frá há-
skólanum í Melbourne, með gráð
um í landbúnaðarvísindum og í
kennslumáium og fór svo til
framhaldsnáms til Parísar, þar
sem hann lagði stund á upp-
heimilunum og yfirleitt í þjóð-
félaginu. Fé til skóla og sjúkra-
húsa fyrir slíkt fólk nægir ekki
eitt. Annað stórt vandamál, þó
það sé ekki eins mikilvægt, er
að ná betra sambandi við um-
heiminn. Það er að segja, sá sem
fæddur er heyrnarlaus, nær
aldrei fullkomnun í tali, hversu
góða kennslu sem hann fær.
Margir geta ekki, þrátt fyrir af-
bragðs kennara og aðstæður lært
nægilega vel að tala til að aðrir
skilji þá. En spyrjið mig ekki
hvernig eigi að leysa þetta.
Yandamálið er fyrir hendi, en
við vitum ekki hvernig hægt er
að leysa það, því daumdumbir
eru einstaklingar, hver með sitt
vandamál, og ólíkir einstakling-
ar.
Starf í þágu blindra og heyrn-
arlausra hófst í rauninni ekki
fyrr en fyrir 150—200 árum.
fyrir vanskapaða og spastiska
fyrir einni öld og aðra vanbúna
fyrir 50 arum eða jafnvel enn
skemur. Á þetta er litið sem að-
_ Kvikmy
fstand er
KVIKMYNDIN „Gull Isla-nds"
eftir Fraikkann Samivel var
fruimsýnd mánudaginn 3. febr.
í óperunni í Reims í Frakk-
landi og fékk mjög góðar við-
tökur. Blaðið Union segir dag-
inn eftir frá þessari frumsýn-
ingu undir fyrirsögninni:
„Samivel hefur skapað reglu-
legt listaverk með kvikmy-nd
sinni um ísland“. Hér fer á
eftir grein blaðsins:
Frá hendi Samivels, þessa
stórkostlega sögumanns, sem
segir frá undrum veraldarinn-
ar, höfum við ætíð vanizt
kvikmyndum í gæðaflotoki. í
þetta sinn hefur hann kcmizt
enn lengra með „íslandi", sem
er listaverk.
Þetta verk, sem hann hefur
verið að vinna að í tvö ár
með aðstoðarmanni sín-um,
Patrick Plumet, frum-sýndi
hann á mánudagsikvöld í Cin-
eme Opera innan ramma fyr-
irlestraþáttari-ns „Kynning í
heiminum“ á vegum „Foyer
Saint-Exupéry“. M. C. Kiesg-
en, framkvæmdastjóri kynn-
ingarflokksins gerði sér ferð
til Reims til að vera við-
staddur sýningu kvikmyndar-
innar, sem sýnd var fyrir mikl
um fjölda fólks.
Þeir Reimsbúar, sem voru
staddir í Óperunni þetta
kvöld, sáu svo sannarlega ekki
eftir að hafa eytt þar kvöld-
inu. Samivel hrífur alla og
„ísland og víkingarnir á endi-
mörkum heimsins“ lauk upp
fyrir okkur landi, þar sem
eins og höfundurinn segir
„eru upphafin landamærin
milli hins lifandi heims og
hugarheima".
Samivel þarf eklki á því að
halda að vera að mæla með
landslagi, hlutum og fólki,
honum nægir að láta mynda-
vélina reika eftir hugkvæ-mni
sin-ni og bera vitni. Það sem
við sáum, þakkir séu fráum
sjónum Samivels, er óþekkt
land, fullt af framandlegum
hlutum, sögum og furðuleg-
ustu göldrum: miklir fossar,
brennisteinsauðnir, heitar upp
sprettur, *ósnortnir jöklar,
'm / sr
klettar þaktir fuglum og líf
sem iðar í leynum í óendan-
legri kyrrðinni.
Myndirnar eru fallegar, og
hver ný ætti skilið umsögn,
allt frá upprifj-un á íslandi
hinu forna að hinum frábæru
hvalveiðum, með viðkomu í
harmleiknum u-m Paurpuoi
pas? dr. Oharcots.
En ísland er ekki eingöngu
land, sem þo-lað hefur ísa og
elda, jarðskjálfta og eldgos,
það er líka mikið menningar-
land, sem á Nobelsverðlauna-
skáld, nútímaland með fallegri
höfuðborg, þar sem lífshættir
íbúanna standa hærra en
hvers meðal Frakka, að því
er Samivel segir okkur.
Ekkert er tilviljunu-m háð
hjá Samivel. Myndirnar sem
hann sýnir okkur eru bæði
skáldlegar og sannar og hann
undirstrikar þær með vönd-
uðum texta.
Hið langvinna lófaklapp
sam fylgdi á eftir orðinu
„Fin“ (endir) var verðskuld-
að lof.
skilín vandamál og hóparnir
vinna hver út af fyrir sig. Sum-
um 'finnst þetta ágætt fyrir-
komulag, en ég held að það sé
til tjóns að við störfum ekki
meira saman og skiptumst á upp
lýsingum og aðstoð og að því er
alþjóðlega stofnunin til aðstoðar
fötluðum einmitt að reyna að
stuðla.
Mér skilst að eitthvert stærsta
vandamál á þessu sviði hér á
landi sé í sambandi við spastiskt,
vangefið og geðbilað fólk, segir
dr. Gorman seinna í samtalinu.
Það er sama sagan hvarvetna. En
það mundi vera til mikiila bóta,
ef almenningur gæti skilið að það
er ekkert hryllilegt við þetta.
Þetta eru einstaklingar með sín
vandamál. Fólki hættir til að
vera hálffeimið eða jafnvel
hræ-tt við þá, og .flýtir sér að
ýta þeim úr vegi, loka þá inni
á hælum o-g spítöl-um, úr augsýn
og það verður ekki til að létta
undir.
Mér þótti mjög fróðlegt að
koma að Reykjalundi, þar sem
tekið hefur verið stórt skref í
rétta átt í svo litlu landi. Og
mér er sagt að farið sé að opna
sti fnunina fyrir aðra en berkla-
sjúklinga og verði færðar út
kvíarnar á því sviði. Það er
gleðilegt að heyra.
Siminn versti óvinurinn.
— Bagar heyrnarleysið yður
ekki á ferðalögum um framandi
lönd og innan um framandi fólk?
— Nei, það truflar mig ekki.
Þeir sem tala ensku skilja mig,
en ég verð að sjálfsögðu að geta
séð framan í þann sem ég tala
við til að fylgja varahreyfingun
um. Suma gengur mér þó, ein-s
og öllum sem lesa af vörum,
alltaf illa að skilja. Og það gild-
ir jafnt um innborna Englend-
inga sem útlendinga.
Annars er síminn versti óvin-
ur heyrnarlausra. T.d. fyrir þann
sem er að vinna sig upp í starfi.
Fyrst gerir það lítið til þó hann
geti ekki talað í síma, og heldur
ekki þegar hann er kominn í
nægilega háa stöðu, því þá hefur
hann aðstoðarfólk. -T.d. hefi ég
4 aðstoðarmenn, tvo se-m heyra
Og geta talað í símann. En á vissu
stigi stendur þetta í vegi fyrir að
heyrnarlaus maður vinni sig upp
í stanfi. Það er erfiður þröskuld
ur.
— Og hvað er mikilvægast
fyrir einstaklin-g, se-m fæðist
heyrnarlaus að læra?
— Að taka þessum vanmæ-tti
án nokkurs hiks eða fyrirvara.
Það verða foreldrar slíkra barna
líka að gera. Ef þeir ekki taka
því án nokkurs varnagla, þá get
ur maður það ekki sjálfur. Ann-
þjóðasamtakanna til hjálpar ör-
yrkjum þegar hann kom hér. Fé-
lagsskapurinn lætur sig varða
málef-ni líkamlega og andlega
vanbúinna barna og fulorðinna.
í flestu-m löndum starfa að þess-
um málum sérstakar stofnanir,
sem eru meðlimir alþjóðasam-
takanna. Svarar Pálsson, endur-
skoðandi er f laður ' íslands-
deildarinnar, og kom dr. Gor-
man til að hitta hann, Brand
Jónss-on, skólastjóra Málleysingja
skólans og nokkra lækna, til að
fræðast um hvað gert er hér á
þessu sviði.
— Á einu hef ég furðað mig
síðan ég kom, segir hann. — Og
það er að líkamlega vanskapað
fólk fær ökuleyfi, en heyrnar-
lausir mega ekki aka bíl. ísland
er eitt af örfáum löndum í heim
inum, þar sem slík lög eru. Nokk
ur lönd hafa ætlað að setja slíkar
reglur, en þá verið sýnt fram á
með skýrslum t,d. tryggingarfé-
laga í Englandi og Bandaríikjun-
um, 'að heymarlausir aka betur,
enda færra sem tru-flar öiku-
manninn. Munurinn er mikill. 1
einu fylki Bandaríkjanna lenda
4 af hverjum 1000 ökumönnum í
ökuslysi, en aðeins 0,3 af hverj-
um 1000 heyrnarlausum. Hér á
ég auðvitað við venjulegt h-eyrn-
arlaust fólk, en ekki vangert að
öðm leyti, svo ég tali eklki um
andlega bilaða. Það er ekki nokk
ur ástæða, hvorki vísindaleg né
þjóðfélagsleg, sem styður þá stooð
un að heyrnarlausir eigi ekki að
aka bíl. Fjórir heyrnarlausir vin-
ir mínir í Englandi aka stóru-m
trukkum sér til lífsviðurværis.
Ég vona að þetta breytist hér,
svo að þegar ég kem næst geti
ég gengið undir ökupróf og hald
ið svo af stað í bílnum m-inum
út á land, til að sjá fjöllin og
lan-dslagið. Það er allt annað að
skoða það ef maður er akandi
og sinn eigin herra.
Dr. Gorman hélt áfram ferð-
inni héðan til Kanada, Bandarikj
anna og síðan fer hann til Mexico
og Suður-Ameríku, því mjög lít-
ið er vitað hvort nokkuð er gort
fyrir heyrnarlaus börn þar. Síð-
an er ferðinni heitið til Nýja
Sjálan-ds og Ástralíu. — Einihvern
tíma ætla ég að flytja heim til
Ástralíu og njóta sólarinnar, seg-
ir hann. En í þetta sinn heldur
hann áfram til Japan og til land
anna fyrir botni Miðjarðarhafs
á leiðinni til baka til Englands.
— Hvert land hefur sínar slæmu
hliðar og sínar góðu hliðar, á
þessum sviðum sem öðrum seg-
ir hann, og við þurfum að vita
hver um annan og kynnast
vinnuaðferðum hv«r* annars.
E. Pá.