Morgunblaðið - 14.02.1964, Síða 12

Morgunblaðið - 14.02.1964, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. febr. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. ERU ÞEIR EINIR SAKLAUSIR? k Iþýðublaðið hefur að und- ^ anförnu mikið rætt um fjármálaspillingu hér á landi og á blaðið þakkir skildar fyr ir það, því að sannarlega er ekki vanþörf á að vekja menn til umhugsunar um þennan mikla vanda. En í gær birti blaðið vægast sagt einkenni- lega ritstjórnargrein í sam- bandi við umræðurnarr um þetta mál. Af þessari ritstjórnargrein verður naumast dregin önnur ályktun en sú, að átt sé við, að lög og reglugerðir og áhrif stjórnmálamanna hafi enga þýðingu í sambandi við mót- un siðferðis í fjárhags- og við- skiptamálum. Morgunblaðið skal strax taka það fram, að það telur ekki að þetta sé stefna Al- þýðuflokksins, heldur muni hér vera um að ræða fljót- færnislega ályktun og til- raun til að snúa út úr orðum pólitísks andstæðings, enda voru meginrök bæði Morgun- blaðsins og Alþýðublaðsins fyrir nauðsyn þess að upp- ræta höftin og uppbæturnar með viðreisnarráðstöfunum þau, að gegndarlaus spilling þróaðist í skjóli þessarar fár- ánlegu stefnu. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það stjórnarfar, sem við íslendingar höfum búið við í áratugi — og enginn einn stjórnmálaflokkur ber ábyrgð á — hefur valdið vaxandi virðingarleysi fyrir lögum og verið ein meginundirrót þeirr ar spillingar, sem alltaf öðru hverju hefur komið fram í dagsljósið. Hér er auðvitað um að ræða langvarandi óheillaþró- un. Börn á beztu heimilum hafa alizt upp við það sem sjálfsagðan hlut, að faðir þeirra hældist um yfir því, hve vel sér hefði tekizt að svíkja undan skatti, hvernig sér hefði tekizt að snúa út eitt leyfið eða annað fyrir kunningsskap eða jafnvel gagnkvæma greiðasemi o. s. framvegis. Það er fáránlegt að halda því fram að stjórnmálamenn- irnir, sem ábyrgð bera á þeim boðum og bönnum, sem þeim sjálfum hefur ekki einu sinni aottið í hug að hlíta, séu ábyrgðarlausir að þeirri þróun, sem hér hefur orðið. Hvern einstakan þeirra er e.t.v. ekki auðvelt að ásaka, en sameiginlega hljóta þeir, sem ábyrgð bera á löggjöf- inni, að verða gagnrýndir. Á undanförnum árum hef- ur mikið og gott starf verið unnið í sameiningu af Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum til að koma heil- brigðari skipan á löggjöf og framkvæmd efnahags- og við- skiptamála, þótt enn sé mikið óunnið. Eitt af því síðasta, sem gert hefur verið, er að uppræta hin svokölluðu keðjuviðskipti með tékka, sem viðgengist hafa hér um langt skeið. Bank arnir hafa hert á eftirliti með vafasömum rekstri og tekið rösklega á misferlum. Vegna þessara aðgerða hafa nú kom- ið í ljós fjárglæfrar, sem að vísu eru ekkert einsdæmi síð- ustu áratugina, en hafa flotið í gegn fram að þessu, vegna þess að á öllum málum var tekið vettlingatökum. Þjóðin metur þann árang- ur, sem orðið hefur af þessum aðgerðum. En hún ætlast til að áfram sé haldið og ekki sízt að komizt verði fyrir hin víðtæku skattsvik, sem eitra allt þjóðlífið. Hún ætlast ekki til að stjórnmálamennirnir skjóti sér undan þessari á- byrgð, þvert á móti krefst hún þess að viðreisninni sé haldið áfram. Þess vegna er líka hugsun sú, sem skýzt fram í nefndri ritstjórnar- grein Alþýðublaðsins fráleit. Auðvitað er hitt rétt, að í þjóðfélagi örrar þróuriar óg umbyltinga eru freistingarn- ar meiri. En þeim mun meiri þörf er á traustri forustu og heilbrigðri löggjöf. Fyrir því eiga stjórnmálamennirnir að sjá, en ekki að fela sig á bak við áfbrot annarra, eins og gefið' er í skyn í grein Alþýðu blaðsins. v-/ BLÖÐIN OG SAKAMÁUN Dlöðin gerðu ítarlega grein fyrir málflutningi í hinu svopefnda Sigurbjarnarmáli. Voru þar raktar ræður verj- enda, sem að sjálfsögðu miða allar að því að gera málstað sakborninga sem beztan. Sjálfsagt er í máli sem þessu, að sjónarmið verjenda kómi í Ijós, en sá er hængur á, að í munnlega flutningnum var enginn saksóknari og þess vegna koma eingöngu fram einhliða sjónarmið, sem hljóta að gefa ranga mynd af málum sem þessu. Við þetta fá blöð- in ekki ráðið, né heldur er þægilegt fyrir þau að stinga undir stól ásökunum, sem fram kunna að koma í ræðum verjendanna á hendur sak- Enn * a ótryggt ZAIMZI ástand Karume og Babu sagðir vilja Bosna við Okello BYLTING var gerð á eyj- unni Zanzibar undan aust- urströnd Afríku fyrir skömmu, eins og kunnugt er. Soldán landsins var rekinn í útlegð og ráðherr- ar stjórnar hans handtekn- ir. Fregnir, sem bárust af byltingunni voru mjög ó- ljósar og enn virðist ó- tryggt ástand í stjórnmál- um eyjarinnar. Greinina um Zanzibar, sem hér fer á eftir í lauslegri þýðingu, skrifaði fréttamaður Ob- server í Nairobi, Anthony Sampson, um síðustu helgi. Lífið á Zanzibar gengur nú sinn vanagang eftir bylting- una, sem þar var gerð á dög- unum, en ótti liggur í loftinu, Karume, forseti. ýmisbonar orðrómur er á kreiki og vopnaðir verðir á götunum. Þrjátiu menn ,sem kalla sig byltingarráð, þar af eru tíu ráðherrar, seim stjórna nú landinu og eru að reyna að semja stjórnarskrá. Hafa þeir beðið bandarísikan prófessor í lögfræði, Tom Frank, um að- stoð og er hann væntanlegur til Zanzibar. Ráðamenn í Zanzibar segja, að byltingar- ráðið hafi æðstu völdin í land inu, en það stjórni í samráði við ráðuneytið ,þ.e. ráðherr- ana 10, sem áður eru nefnd- ir. Lögfræðingar á Vesturlönd um segja þessa skýringu á stjórnarfarinu mjög óljósa. Fyrir utan höfuðborgina, Zanzibar, hefur kiomið til nokkurra átaka eftir að bylt- ingunni lauk. í s.l. vilku fór John Okello, yfirmaður hers byltingarráðsins, ásamt mönn um sínum tiil eyjarinnar Pemba, sem tiiheyrir Zanzi- bar. Á eyjunni eru margar negul plantekrur og þegar Okello kom þangað, veittu plantekrueigendurnir nokkra mótspyrnu og skipzt var á Okello, marskálkur. skotum. Byltingarráðið hefur sakag arabíska þjóðernissinna á eyjunni um að hafa í fórum sínum mikið magn skotvopna, sem þeir hafi dregið að sér áður en byltingin var gerð. Hafa Arabar gripið til ýmissa ofbeldisaðgerða til þess að gera byltingarráðinu erfitt fyrir. Enp er mikið misræmi í fregnum af framkvæmd bylt- ingarinnar og bve mikið manntjón hafi orðið í henni. Utanrí'kisráðherra byltingar- ráðsins, Rahman Muham/med, sem betur er þekiktur undir nafninu Babu, heldur því fram að aðeins 80 til 100 menn hafi fallið í byltingunni, en aðrar heimilldir tilgreina mun hærri tölur og ber flestum saman um, að yfir þúsund menn hafa fallið. Babu utan- ríkisráðherra segir, að uim þús und menn hafi verið handtekn ir í byltingunni, en margir telja, að sú tala sé einig alltof lág. Vitað er, að stór skóli í höfuðborginni, Zanzi'bar, hef- ur verið gerður að fangelsi og sitja handteknir Arabar í hóp um í ferköntuðum skólagarð- inum og þeirra gæta nokkrir verðir byltingarmanna. I Sjúkrahúsi aðalfangelsis höf- uðborgarinnar eru nú geymd- ir helztu pólitisku fangarnir, þar á meðal fyrrverandi ráð- herra landsins. Sagt er að þeir njóti góðrar aðhlynningar. Mjög rólegt er á götum höf- uðborgarinnar, en margar búðir eru enn lökaðar. Stór spjöld með myndum af for- ingjum byltingarinnar hanga á húsveggjum og vandlega er stimplað yfir mynd soldáns- ins fyrrverandi á frímerkjum. Hinn nýi forseti Zanzibar, Karume, hefur aðsetur í höll- inni, sem áður tilheyrði lands stjóra Breta, en í höll solfáns ins eru aðalstöðvar byltingar- ráðsins. Byltingarráðið ekur nú um í bifreiðum soldánsins og stjórnar hans. Um 300 lögreglumenn frá Tanganayika eru enn í Zanzi- bar og standa vörð við opin- berar byggingar. Við hlið þeirra eru lögreglumenn bylt- ingarráðsins. „Friðarsveitir" Okellos marskáiks láta ekki mikið á sér bera, en allir finna návist þeirra. Lögreglu- mennirnir frá Tanganaiyka komu til Zanzibar skömmu eftir að byltingin var gerð að ósk byltingarráðsins. ★ Spurningunni um hver hafi Babu, utanríkisráðherra. töglin og hagldirnar 1 Zanzi- bar er enn ósvarað. Hvorki eyjarskeggjar né nágrannar þeirra á meginlandi Afrífcu vita það með vissu að Karume forséti nýtur mikils stuðnings, er í nánum tengslum við þjóð ernishreyfingar á megin- landinu og flestir ráðherrar Zanzibar eru fylgismenn háns. Sú staðreynd, að Babu utan- rí'kisráðherra hefur fallizt á að sameina flokfc sinn, Umma flokkinn, flokki Karumes, Afro-Shirazi-flokknum, þykir bendá til þess að aðstaða Karumes sé sterk. Margir telja þó, að Babu hafi fallizt á þetta í þeim tilgangi að hafa áihrif á Afro-Shiraziflokkinn sér í vil gegn Karume. Að baki Karumes og Babus er Okello marskálkur, og Frarnh. á bls. 14. lausum mönnum, eða vafa- samri túlkun verjendanna. Þessi háttur á flutningi sakamála er vissulega mjög vafasamur og fyllsta ástæða er til að huga að breytingum, þannig að í munnlegum mál- flutningi komi ekki fram ein- hliða sjónarmið, sem síðan eru birt í blöðunum, án þess að almenningur eigi þess kost að gera sér rétta grein fyrir öll- um málavöxtum. Lögin gera að vísu ráð fyr- ir því að sókn og vörn fari munnlega fram í stærri saka- málum eða þar sem um mikil vafaatriði er að ræða, en oft er eingöngu um vörn að ræða, en ekki sókn, og er það ótækt, úr því að sá háttur er á, að blöðin skýra frá gangi mál- anna, sem almenningur á raunar heimtingu á. Mikilvægt spor var stigið þegar saksóknari var skipað- ur, en stíga þyrfti sporið til fulls, þannig að ætíð fari fram sókn, þegar um munnlega vörn er að ræða. Ástæða er einnig til aí hug leiða, hvort ekki væri unnt að hafa þann hátt á, að ekki væri sami maður dómari í undirrétti og hefur með rann- sókn málsins að gera. Rann- sóknardómari ætti hægar um vik að gefa upplýsingar um gang mála, ef hann ætti ekki að dæma í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.