Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 2
MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 7. marr 1964 Róméó og Júlía í lönó Næstkomandi þriðjudag frum sýnir Leikfélag Reykjavíkur Rómeó og Júliu eftir William Shakespeare. Leikstjóri er Tom- aa MacAnna frá Abbey leikhús- inu í Dublin. Rómeó og Jútía er 5. leikrit Shakespeares, sem sýnt er í Iðnó. Hin fyrri voru Þrett- ándakvöld (1926), Vetrarævin- týri (1927), Kaupmaðurinn í Feneyjum (1944), Hamlet (1949) Er þetta í fyrsta sinn, sem Rómeó og Júlía er flutt á íslandi. Tvær þýðingar eru til á Rómeó og Júlíu. Hin fyrri er þýð ing Matthiasar Jochumssonar, en hin síðari Helga Hálfdánarsonar og er hún notuð. Þýðing Helga var gefin út fyrir nokkrum ár- um, en hann endurbætti hana I gærmorgun kL tæpL 11.00 nauð á lenti herflugvél af gerðinni DC-3 í Vestmannaeyjum. Var hún á Ieið til Hornafjarðar með farang- ur og 12 manns innanborðs. Anu ar hreyfill vélarinnar bitaði. Stormur var 5 vindstig þvert á flugbraut er vélin varð að lenda eu völlurinn var þá lokaður fyrir farþegavélar. Lending tókst vel. Myndin er tekiu skömmu eftir leudiugu og er yfirlögreglu- þjtoa Vestmannaeyja að ræða Til flugmennina. Viðbúnaður var við móttöku véiarinnar svo slökkvilið og sjúkralið. (Ljósm. Sigurgeir). Virðule" útför Ingimundar r Arnasonar Akureyri, 6. marz. ÚTFÖR Ingimundar Árnasonar söngstjóra fór fram í dag að viðstöddu geysilegu fjölmennL Athöfnin hófst með húskveðju frá heknili hins látna. Séra Jón Bjarman í Laufási flutti kveðju- orð, en félagar úr Karlakórnum Páll Grikkjakonungur — stutt æviágrip PÁLL eða Paulos Grikkja- konungur var fæddur í Aþenu árið 1901, sonur Konstantinos- ar þáverandi ríkisarfa Grikk- lands, og sonarsonur Georgs (Georgios) konungs, sem var sonur Kristjáns IX Danakon- ungs. Þeir voru því f jórmenn- ingar Páll Grikkjakonungur og Friðrik IX Danakonungur. Þegar Georg I. andaðist, tók Konstantinos við konungdómi, en í fyrri heimsstyrjöldinni var hann rekinn frá völdum, vegna meintrar samúðar með Þjóðverjum. Þá varð Alex- ander, elzti sonur Konstantin- osar, konungur, en hann lézt árið 1920. Var þá haldin þjóð- aratkvæðagreiðsla um kon- ungdæmið, og var Páll kjörinn til konungs. Konstantinos neit aði að taka þá kosningu gilda, og eftir allmikið þref og deil- ur, varð Konstantinos aftur konungur. Veldi hans stóð þó ekki lengi, og hann var aftur rekinn frá völdum árið 1922. Tók þá næstelzti sonur hans, Georg II, við. Honum var steypt af stóli 1922. Árið 1935 var hann aftur kallaður til konungdóms, og var konung- ur landsins til dauðadags. Þeg ar Þjóðverjar hernámu landið í 2. heimsstyrjöldinni, urðu þeir bræður að fara í útlegð, Georg konungur og Páll. Eftir ósigur Þjóðverja var háð þjóð aratkvæðagreiðsla um stjórn- arfyrirkomulag, og var Georg þá aftur kjörinn konungur. Hans naut þó skammt við, því að hann andaðist árið 1947. Þá tók Páll við völdum af honum, og hefir verið konung ur síðan. Páll konungur var kvæntur Friederike prinsessu frá Brúnsvík í Þýzkalandi. Þau eignuðust 3 börn, Irene, Sofíu og Konstantín, sem nú tekur við völdum af föður sín um látnum. — Páll konungur veiktist í síðastliðnum mán- uðL og var skorinn upp við magasári. f fyrstu virtist að- gerðin hafa tekizt vel, en þá tóku fylgikviilar að segja til sín. Þá varð fyrir nokkrum dögum vart blóð- tappa í hægri fótleggi kon- ungs, og sólarhring síðar kom til blóðtapppi í vinstra lunga. Síðan hrakaði konungi, og varð brátt fyrirsjaánlegt, að hann myndi ekki halda lífi. Sjólfstæðisfólk! Varðarkaffið í Valhöll verður kl. 3-5 í dag sérstaklega fyrir sýningu þessa. Segja leikstjórinn og leikihús- stjórinn, Sveinn Einarsson, að þýðingin sé meistaralega gierð. Um 40 leikendur eru í Rómeó og Júlíu. Tomas MacAnna teikn- aði einnig leiktjöldin, en Stein þór Sigurðsson útfærði teikn- ingarnar. Kristín Anna Þórar- insdóttir leikur Júlíu, Borgar Garðarsson Rómeó, Gísli Hall- dórsson bróður Lárenz, Anna Guðmundsdóttir fóstruna, Helgi Skúlason Mercutio, Brynjólfur Jóhannesson Capulet, Haraldur Bjömsson Montaque og Gestur Pálsson furstann. Tveir hinir síðastnefndu hafa ekki leikið í Iðnó síðan í Hamlet, 1949. Rómeó og Júlía verður síð- asta verkefni Leikfélags Reykja víkur á þessu leikéri. >v. -. •. Forráðamenn flugmála við komuna til Eyja í gær. — Ljósm. Si| urgeir. Framför í samgöngumát- um Vestmannaeyja I GÆR var brotið blað í sögu samgöngumála Vest- mannaeyja. Þá var tekin í notkun þar ný flugbraut, sem lögð hefir verið þvert á fyrri brautina þar, sem liggur austur-vestur. Hin nýja norð- Geysi sungu undir stjórn og með undirleik Árna Ingimundarson- ar. Þá lék frú Þórgunnur Ingi- mundardóttir einleik á pianó, Preludiu eftir Chopin. Geysismenn skiptust á um að bera kistuna til kirkju, en þar lék Lúðrasveit Akureyrar fyrir dyrum þegar líkfylgdin nálgað- ist. f kirkjunni var hvert sæti skipað og urðu margir að standa, enda var kirkjan full út úr dyr- um. Starfsmenn KEIA báru í kirkju. Þar hófst athöfnin með því að Karlakór Akureyrar söng „Þú hljóða nótt“ eftir Brahms undir stjórn Áskels Jóns sonar. Annan söng annaðist Karlakórinn Geysir undir stjórn Árna Ingimundarsonar, en Jakob Tryggvason lék á orgelið. Séra Pétur Sigurgeirsson flutti líkræðuna og jarðsöng. Úr kirkju báru Geysisfélagar, frímúrar í kirkjugarð. Útfararathöfnin var öll mjög fögur og áhrifarík. — Sv. P. Aknreyringor Eyfirðingnr — Sjálfstæðiskvennafélagið VÖRN Akureyri. Aðalfundur Sjálfstæðiakvenna- félagsins Varnar verður haldinn í Sjálfstæðiáhúsinu mánudaginn 9. marz kl. 20.30. Venjulega aðalfundarstörí. Stjórnin. FUS, Eyjafirði. Aðalfundur FUS í Byjafirði verður haldinn n.k. sunnudag 8. marz í Sj á Ifs tæðishúsinu á Akur eyri kl. 2 síðdegis. Venjuleg aðal.fundarstörf. Stjórnin. VARBARFÉLAGAR — Ungir Sjálfstæðismenn Akureyri Styrmir Gunnarsson formaður Heimdallar flytur erindi í Sjálf- stæðishúsinu sunnudaginn 8. marz fcl. 4 síðdegis, er hann nefn ir: Nýjungar í stefnu sam- taka ungra Sjálfstæðismanna. Stiórn Varðar. ur-suður braut mun verða mjög þýðingarmikil, því oft háttar svo vindi að nauðsyn- legt er að lenda þannig þótt veður sé að öðru leyti hið ákjósanlegasta. Brautin er enn ekki nema 360 metra löng, en áætlað er að hún nái 700 m. lengd í maí í vor. Það var Lóan, ftugvél Björns Pálssonar, sem fyrst lenti á hinni nýju braut og voru með henni flugmálaráðh irra, flugmálastjóri og flugmálastjórar Norðurlanda, Guðlaugur Gislason, alþingismað ur o.fl.. Boð var inni í samkomuhúsinu í Vestmannaeyjum og fluttu þar ræður Ingólfiur Jónsson flugmála sjóri og flugmálastjórar Norður- landa, Guðlaugur Gíslason alþing isimaður o.fl. Boð var inni 1 samkomufwislnm í Vestmannaeyjum og fluttu þajr raeður Ingólfur Jónsson flugmála ráðherra, Guðlaugur Gíslason alþingismaður og Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri. Gestura var síðan boðið að skoða eitt frystihúsið í Eyjum. Þeir lentu í Vestmannaeyjun* kl. 2:15 eftir hádegi og var þtá snarpur þvervindur á gömbu brautina svo þar hefði ekki verið lendandi. Farið var þaðan tveim ur tímum síðar. Skömmu eftir að Lóan lenti kom önnur flug- vól Björns Pálssonar, Vorið, og tók nokkra farþega. Flugbrautin er enn of sbutt fyrir flugvélar Flugfélags ía. lands,, og mun Lóa Björns Páls- sonar því annast farþegafiug til Eyja er veður hamlax hinum flug til lendingar. Samúðarkveðjur streyma að — vegna fráfalls Grikkjakonungs Talið að brúðkaupi Konstantíns 13. og Önnu Maríu verði flýtt 6. marz — (NTB-AP) O Frá þvi fregnin um lát Páls konungs Grikkiands, barst út síðdegis í dag, hafa samúðar- kveðjur streymt til grísku kon- ungsfjölskyldunnar hvaðanæva að nr heiminum. Elísabeth n. Englandsðrottning fyrirskipaði viku sorgartíma við brezku hirð- ina, en Páll, konungur, var ná- skyldur eiginmanni drottningar, Philip, prins, og frænku hennar Marinu, prinsessu, hertogafrú af Kent. • Þá var boðuð sorg um óókveð inn tíma við dönsku hirðina átta daga sorgartími við sænsku hirðina, þriggja vikna sorg við norsku hirðina og viku sorgar- tími við belgtsku hirðina. Kon- unglega leikhúsið i Kaupmanna- höfn aflýsti leiksýningum kvölds ins og breytingar voru boðaðar í dagskrá danska útvarpsins. • Haft er eftir áreiðanlegum heimildum við dönsku hirðina, að brúðkaupi dönsku prinsessunn ar Önnu Maríu og Konstantíns konungs 13. sem fara átti fram í janúar á næsta ári, verði að öll- um líkindum flýtt, um nokkra mánuði. Talsmaður konungs- fjölskyldunnar neitaði hinsvegar í kvöld að staðifesta þessa frétt og sagði að slíkt yrði ákveðið síðar. Hvarvetna á Norðurlönduxn blöktu fánar í hálfa stöng f dag og gríski sendiiherrann í Stokfk- hólmi upplýsti í kvöld, að síml sendiráðsins hefði biiað vegnn hins mikla áiags upphringing* fól’ks, er vildi láta saimúð sína í ljós. • Stjórnir og þjóðarleiðtogar fyrrgreindra ríkja, auk margra annarra rikja Evrópu, jafnt Vest ur- sem Austur-Evrópu, hafa sent samúðarkveðjur til grisku ríkisstjórnarinnar, hins nýja ko« ungs Grikkja og ekkjudrottning- arinnar. Johnson, forseti Bandau ríkjanna, sendi þessusn aðilum einnig samúðarkveðjur og birtt auk þess yfirlýsingu, þar seiu hann harmaði mjög fráfall PáU. konungs. 1 bandaríska þinginu var konungs og minnzt sérstauk- lega. Hjá Saaneinuðu Þjóðunum blöktu fánar við hálfa stöng síð- degis í dag og U Thant sendi sam úðarkveðjur. Búizt er við, að mikiil fjöldl konungborinna manna verði við- stáddur útför Páls Grikkjakon- ungs. Ekki er enn vitað hfvenær hún fer fram, en þegar er ákveð- lð, að ’konungur verði lagður til hinztu hvíldar í garði Tatoi-halL arinnar, þar sem aðrir l’átnir úr grísku konungsfjölslkyiduimi hafa veríð jarðsettir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.