Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 17
I Laugardagur 7. man 1964 — Svar til K. A. ' Framh. af bls. 8 og þjóð sömu svör í þessu máli eins og hingað til (stjórnarskrár- málinu) þá telur fundurinn æski- legt, að sambandi íslands og Dan- merkur væri slitið á löglegan hátt“ (bls. 93). En hvernig gat ísland skilið við Danmörku án þess áð verða ríki? En þótt þetta vaki fyrir íslend- ingum, þá er framgangur máls- ins vonlaus, eins og K. A. aldrei þreytist á að endurtaka. íslend- ingar sætta sig því við að sam- þykkja margt, sem gengur langt- um skemmra en þeir vilja, og þeir’jafnvel í hjarta sínu á móti. Og nú er sú þróun mikið vatn á myllu Kristjáns Albertssonar. Hinn 6. okt. 1896 farast Birni Jónssyni svo orð: „Samband vort við ríkisráðið er sá hnútur, sem vér verðum að fá leystan áður en vér getum gert oss von um það, eem öll stjórnarbaráttan er fyrir háð: innlenda stjórn með ábyrgð fyrir alþingi. Meðan ekki fæst breyting í því efni, er ekki annað 6ýnilegt en að allar stjórnarbóta- tillögur verði einbert kák, sem ekki er lítandi við, því síður neinu til kostandi“. (Eftir B. Th. Melsted: Önnur Uppgjöf íslend- inga, Eða Hvað? (1898, bls. 34). Hvað gat vakað fyrir mönnum með deilum um ríkisráðsákvæðið annað en það, að þeir vildu að ís- land yrði ríki? Hinsvegar segja íslendingar oft við Dani — og þá til að þóknast þeim, t.d. til að fá viðræðugrundvöll — meira en þær staðreyndir, sem búa í hug þjóðarinnar, fái staðið undir. Hið milda tal íslendinga er ekki annað en óframfærni fólks, sem hafði barið höfðinu við stein inn á dögum Estrup-stjórnarinn- ar (já, bæði fyrr og síðar) og því vant að geyma hugsanir sínar og tilfinningar. En Knud Berlin sá hvar fiskur lá undir steini, þótt K. A. geri það ekki enn í dag. Grein K. A. er auðvitað enn eitt dæmið um pólitíska litblindu hans. Hann er að gefa H. H. upp- haf þeirrar stefnu, að gera ísland að sjálfstæðu ríki. Hann segir: „Björn Jónsson skrifar —-------- að orðin „Frjálst sambandsland" í (Blaðamanna) ávarpinu merki „að vér hugsum ekki til þess að verða ríki sér““. Lykilorðið er sér. Björn er að reyna að fá Dani inn á sitt mál, eða segir þetta til þess að þóknast Dönum. f sögu Hannesar Þorsteinssonar sjáum vér, að í þessu atriði á Björn það til að ganga barnalega langt.. Hvernig K. A. leikur Björn Jóns- son og samnefndarmenn hans, þegar þeir tala fullt út (1901), og heimta heimastjórn, hefi ég greint hér að framan. (Þá gera þeir sig seka um það, að heimta eitthvað sem allir vita að ekki fæst!) Þátttaka andstæðinga H. H. í söfnun til minnisvarða hans er bezta svarið til K. A. um viðhorf þeirra og þjóðarinnar til H. H. Hefðu þeir verið þeir menn, sem K. A. segir, þá hefði mátt búast við að þeir hefðu sagt sem svo: Við reisum fyrst okkar flokks- foringjum minnisvarða. En það gerðu þeir ekki, og við hin skilj- um hvers vegna. Þar fyrir þurfum við ekki að taka þegjandi við hinni fölsuðu sögu, sem K. A. hefir sett saman. í niðurlagi greinar sinnar segir hann: Það er „Hannes Hafstein sem fyrstur tekur þá stefnu að knýja Dani til þess að viður- kenna ísland sjálfstætt ríki“ — snemma á ári 1906. Baráttan var löng og hörð áður en svo langt væri komið að hægt væri að fara að semja. Þetta sem Kristján seg- ir er því sögufölsun. Árið 1906 hafa menn þegar rætt skilnað í a.m.k. áratug, eins og ég hefi lítil lega drepið á hér að framan. Lík- lega hafa þeir gert það, af því að þeir voru svo mikið á móti hon- um? Valtýr Guðmundsson skrif- ar bækling sinn: Merki fslands, líklega af því hann var að hugsa \un danskt ríki á íslandi? Nafn- arnir Benedikt Sveinsson, eldri ®g yngri, og Einar Benediktsson, voru að berjast, en fyrir hverju? MORG UN B LAÐIÐ 17 K. A. veit svarið: fyrir völdufi sér til handa. Vegna þess að Krist ján skilur ekki tilganginn, þá er honum algjörlega um megn að skrifa sögu tímabilsins öðruvísi en sem vitleysu, og til þess þarf hann að gera mennina óþekkjan- lega. K. A. finnst ég halli á sig í skrifunum um Benedikt Sveins- son sýslumann. Honum finnst ég leggi lítið upp úr því sem hann segi. B. Sv. til „lofs og dýrðar“. Fyrst er nú það, að lofið er fyrst og fremst lof um persónu B. Sv., ekki stjórnmálamanninn B. Sv. Annað atriði er svo það, að þessi skrif K. A. eru ekki beinlínis frumleg: „B. Sv. hefir allra sam- tíðarmanna mesta gáfu til að kveikja eldmóð, en skorti ýmsa hæfileika til að vera foringi á þingi; þótti ólaginn og erfiður í samvinnu —---------“ Ég hlýt að bera þetta saman við eftirfarandi orð: „En B. Sv. er betur lagaður til þess að kveikja hug og tendra gneistaflug meðal manna, en að halda þeim saman að máli og fylgja þeim beinustu og greið- ustu leiðina. Hann er ósamvinnu- þýður og óverksýnn; þess vegna getur hann svo fátt til lykta leitt af þeim málum, sem hann hefir barizt fyrir“. Þetta er sem sé um- sögn Boga Th. Melsted: Önnur Uppgjöf-------(1898, bls. 27). K. A. á sér fyrirrennara, og sá fyrir- rennari sér ekki fyrirstöðu Dana í þessu sambandi. K. A. er ekki ýkjafrumlegur um sumt. Hann tilfærir eða tekur upp það sem aðrir hafa áður gert. Þessvegna legg ég ekki mikið upp úr til- vitnunum hans í ræður B. Sv., því að hann gerir það ekki sjálf- ur. Saga Magnúsar Jónssonar, Merkir íslendingar, og skrif Boga eru nægir vottar um vinnubrögð K. A. Ég er ekki reiðubúinn að breyta mati mínu á skrifum K. A. um Einar Benediktsson og Valtý Guðmundsson. Honum er yfirleitt varnað þess skilnings, að athafnir mannanna verði ekki rétt túlkaðar, nema af þeim sem skilur hvað fyrir þeim vakir, hver sé tilgangurinn. Þar sem K. A. hafði sýnt okk- ur rækilega ranghverfuna á Birni Jónssyni í bók sinni, ákvað ég að sýna rétthverfuna. K. A. marsérar svo eins og stígvélaóur liðþjálfi beint í gildruna. Auðvitað er Björn Jónsson hvorugt, heldur er hann eins og ábreiðan: þarna á milli. Að lokum: dómurinn um Hannes Hafstein. K. A. er undr- andi. Hvernig má það vera að til skuli menn, sem sjái glæsi- mennsku H. H. og skilji afrek hans í sjálfstæðisbaráttunni, en vilji þó ekki varpa fyrir borð heilbrigðri skynsemi, gagnrýni og dómgreind? Það vinna fleiri afrek en H. H., sumir stærri. Afrek manna verð- ur að miða við aðstæðurnar. Og aðstæður B. Sv. og H. H. eru gjörólíkar. Hannes Hafstein er foringi fyrst þegar málin eru komin á viðræðu- og samninga- stigið, foringi íslendinga — til- nefndur af Dönum. Hinir, sem hljóta hraklega meðferð í bókum K. A., eru foringjar hins stríð- andi liðs. Líf þeirra er barátta — stjórnmálabarátta, hans líf fyrst og fremst líf embættismannsins. Hann verður stjórnmálamaður fyrst um aldamótin, en þá er sjálfstæðisbaráttan gömul saga, hann nýliði. Hann hefir dregið fæturna, svo ekki sé meira sagt. En nú fer hann smám saman að harðna. Hann hallast meir og meir að stefnu, sem aðrir hafa barizt fyrir, og finnst ónotalegt hvað sér sé hrundið áfram, eftir að hann hefir tekið við ábyrgð foringjans. Það er ekki honum að þakka að sjálfstæðismálið er á dagskrá. Það var á dagskrá með þjóðinni áður en hann fæddist. En hann er til reiðu, þegar Danir fallast á að það sé komið á við- ræðu- og samningastigið. Sá sig- ur sem meðfram fólst í Uppkast- inu er stærsti sigur H. H., en sá sigur er að þakka langtum fleiri en honum, og það mönnum sem höfðu barizt lengur en hann, verið foringjar stríðandi lýðs, þótt þeir væru ef til vill ekki heppilegir sem nefndarformenn. Danir litu áreiðanlega á H. H. sem einskonar Dana. Hann hlaut því að valda þeim vonbrigðum. Hann hlýtur að hafa tekið það nærri sér, að sumir landar hans litu eins á, ef dæma má af gengi hans sem stjórnmálamanns með þjóðinni. Og ekki er ótrúlegt að þetta sé ein skýringin á breyt- ingunni, sem verður smám sam- an á stjórnmálaviðhorfi hans. En ég trúi að hann hafi verið hé- gómalaus maður, og því sætt sig við örlög sín án þess að mögla, enda hlaut hann umbun langt umfram flesta menn aðra. Þetta er ekki glansmynd K. A. af af Hannesi, en mér finnst hún sannari, mannlegri og ólíkt at- hyglisverðari. Eins og ég hefi þegar drepið á, þá segist K. A. hafa séð í bók um lýðveldisstofnunina 1944 mynd af vegg á sýningu sem haldin var í tilefni atburðarins. Þar blasi við stórar myndir af Skúla og Birni, en á sýningunni muni „engin mynd hafa verið af Hannesi Haf- stein“. Nú vill svo einkennilega til, að á þessari mynd með Skúla og Birni, sést greinilega mynd af H. H. og konungi ríðandi upp Kamba og ennfremur hálf mynd, sem okkur rennur grunur í hver muni vera, því á blaðsíðunni, sem er blaðhlið myndarinnar, stendur sérstaklega áberandi: „Á austur- vegg þessa herbergis er stórt mál verk af Hannesi Hafstein og hin fræga ljósmynd“ (úr Kömbum). Fyrir miðjum suðurvegg var stórt brjóstlíkneski af Benedikt sýslumanni Sveinssyni. Svo Hannesi er siður en svo gert lágt undir höfði. Ég er farinn að halda að reiðir menn séu ekki aðeins ólæsir, heldur einnig blindir. Því dettur mér ekki í hug að taka fyrir nefið. Og leiðréttingin um það, að það hafi átt að standa „á aðalvegg“ er að mínu áliti ekki annað en klaufaleg ósannindi, eins og bókin um lýðveldisstofn- unina ber með sér. Með kaflanum um myndina í bókinni um lýðveldisstofnunina þykir mér Kristján draga tjöldin heldur betur frá: „Þessi vegg- mynd frá sýningunni 1944 mun hafa átt nokkurn þátt í því að ég gerðist til að skrifa sögu Hannes- ar Hafsteins". Ég sagði í greinum mínum að í bókinni kæmi K. A. einfeldningslega fyrir sjónir. Nú uppgötvum við að hið mikla rit- verk er til komið fyrir misskiln- ing! Maðurinn sem sá ekki hvað er á myndinni af sýningunni, er kom þó miklu róti á hug hans, né var læs á texta á sama blaði („stórt málverk af H. H.“), hann telur sig hafa það sem með þurfi til þess að skrifa ævisögu H. 'H. og stjórnmálasögu meira en tveggja áratuga. En það vill út, sem innifyrir er. Bókin hefir aldrei verið hugsuð sem hlut- laus saga. Það er áþreifanlegt tilverunnar samræmi, að þetta furðulega rit- verk eigi sér fáráðlingslegt upp- haf og tilefni. Þeir sem vilja kynna sér málið ættu að gera sér það ómak að fletta upp í bókinni um lýðveldisstofnunina 1944 (bls. 418). Það litla verk leiðir óvænt stóran sannleik fram í dagsljósið. 24. 2. 1964. Ármann Guðjón Björnsson GETUR þetta verið satt? Ár- mann dáinn? Erfitt var að trúa því að okkar góði vinur Ármann Björnsson væri allur, svona skyndilega í blóma lífsins, hraustur, glaður og glæsileg framtíð við hlið ástríkrar eigin- konu og myndarlegs barnahóps. En staðreyndir verða ekki um- flúnar og í dag fylgja honum ástvinir og vinir síðasta spölinn að hinzta hvílustað. Ármann Guðjón Björnsson var fæddur í Beykjavík 6. sept. 1923, yngstur 6 barna hjónanna Björns Sæmundssonar f. 16. júlí 1885 í Hvammsveit í Dalasýslu og konu hans Guðrúnar Jóns- dóttur frá Stokkseyri. Föður sinn missti hann árið 1925 þá rúmlega ársgamall. Móðir hans barðist áfram með barnahópinn sinn þar til hún féll frá árið 1933. Eftir fráfall hennar ólst Ár- mann upp hjá vinkonu móður hans til sextán ára aldurs, en þá hóf hann lífsbaráttuna á eig- in spýtur. Árið 1951 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Sigurbjörgu Stefánsdóttur, og stofnuðu þau heimili í Keflavik. Eignuðust þau sex mannvæn- leg börn, Halldór 12 ára, Krist- in 11 ára, Ársæl 9 ára, Lilju 7 ára, Val Rúnar 5 ára og Agnesi 1 árs. Þrátt fyrir tiltölulega mikla ómegð byrjaði Ármann að reisa sér eigið hús, og árið 1959 fluttu þau í nýtt hús að Greniteig nr. 4 í Keflavík. Fram til ársins 1961 hafði Ár- mann stundað atvinnu sína á Keflavíkurflugvelli, lengst af á hjólbarðaverkstæði fsl. aðalverk- taka, en það ár hóf hann sjálf- stæðan atvinnurekstur, og opn- aði eigið hjólbarðaverkstæði í Keflavík, fyrst í leiguhúsnæði við Bifreiðastöð Keflavíkur og nú síðast í eigin nýju og mynd- arlegu verkstæði við Vörubíla- stöð Keflavíkur. Þar var hann nýlega búinn að koma sér fyrir og stundaði blómlegan rekstur, sem fyrst og fremst byggðist á hans fádæma lipurð, greiðasemi, flýti og verklagni. Sama var hvenær var kallað á Ármann utan verkstæðistíma, ætíð var hann reiðubúinn að aðstoða Veg- farandann. Fáa menn höfum við þekkt sem voru jafn örlátir, gestrisnir og glaðværir og Ármann. Enginn fór frá honum bónleiður gæti hann með nokkru móti leyst vandann og yfirleitt kom hann auga á lausn, þótt jafnvel væri þá nærri honum sjálfum geng- ið. Ekkert var of gott eða nógu mikið fyrir kunningjana eða vin- ina og þeir voru margir. Fjölskyldu sinni var Ármann sannur heimilisfaðir, og hjóna- band hans og Sigurbjargar ó- venju ástríkt, þar sem aldrei heyrðist styggðaryrði. Börnin elskuðu og virtu föður sinn, sem þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag tók þátt í leikjum þeirra og hugðarefnum af óvenju miklum áhuga og natni í frí- stundum sínum, á sumrin var hvert tækifæri notað til útilegu og veiðiferða með fjölskyldunni. Með Ármanni er genginn góð- ur drengur, og er hans sárt saknað af ástvinum og óvenju stórum kunningja- og vinahópi. Að lokum, Ármann minn, vilj- um við og vegna ættingja og tengdafólks þakka þér innilega fyrir okkar alltof stuttu við- kynningu, en þrátt fyrir þungan harm okkar, vitum við að þú átt góða landtöku handan við móð- una miklu. Bára og Haukur. Fæddur 6/9 1923 Dáinn 1/3 1964 Kveðja frá eiginkonu og börnum. Svo óvænt vinur, ertu horfinn mér, en um þig lifa minningarnar björtu. Er geyma allt, sem átti ég með þér, en ástin hreina tengi okkar hjörtu. Þú sannan drengskap sýndir hverja stund, í sorg og gleði, hvar sem sporin lágu. Og vildir öllu fórna fúsri lund, hér, fyrir mig og börnin okkar smáu. Og þú varst okkur öRum, pabbi kær, svo ástríkur og blíður hverju sinni. Við minnumst þess, á meðan hjartað slær, hve mikil blessun fylgdi elsku þinni. Og gjafir þínar þökkum þúsund falt, með þinni breytni vannstu hylli manna, þín góðu áhrif, gegnum lífið allt, við geymum hér, sem perlu dýra og sanna. Þitt aðalsmerki, drengskapur og dáð, að duga bezt, og reyndist sannur maður. Þín lífsins saga lifir þannig skráð þú leystir sérhvern vanda trúr og glaður. Nú heitar þakkir hjörtu færa þér, og hinztu kveðjutár í augum skína. Við blessum öll þá braut, sem gengin er. Já, blessum góði vinur, minning þína. Anton Valgeir Halldórsson. 666 Margan dag ég átti stutta stund í stormahléi með þér, Anton minn. Ef virtist dimmt og lokað sér- hvert sund, mér sýndist birta, þegar þú komst inn. Guði vígð er gatan, þar sem fer góður maður, slíkur einn varst þú. Hlýja, traust og friður fylgdi þér. — Fyrir allt og allt ég þakka nú. Þeim, sem harma horfinn föru- naut, huggun bezt er minninganna safn um góða drenginn, sem nú hlýða hlaut þeim hljómi, er eitt sinn kallar hvers eins nafn. Guðjón Jónsson. Æ fRO RIKISINS M.s. Herðubreið fer vestur uim land í hring- ferð 12. þ.m. Vöruomóttaka ár- degis í dag og á mánudag til Hornafjarðar, Djúpavogs, — Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð- ar, Mjóafjarðar, Borgarfjarð- ar, Vopnafjarðar, Baikkafijarð- ar, Þórshafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á miðvifcu- dag. M.s. Skjaldbreið fer vestur um land til ísa- fjarðar 12. þ. m. Vörumóttaka árdegis í dag og á mánudag til Ólafsvíkur, Grundarfjarð- ar, Stykkishólms, Patreks- fjarðar, Sveinseyrar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Suðureyrar og ísafjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.