Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 7. marz 1964 \ Dr. Benjamln Eiríksson Svar til Kristiáns Albertssonar MÉR þykir fyrir því, að ég hefi óvart reitt Kristján Albertsson til reiði, svona veraldarvanan mann. Reiðum manni fer margt óhönduglegar en óreiðum, eink- um er hætt við að hann verði svo- lítið skoplegur, og dregur það að sjálfsögðu mikið úr áhrifum orða hans. Kristjáni farast svo orð: „Heita má nálega ógerningur að koma nálægt deilum um eitt- hvað, sem er eða hefir verið hita- mál á íslandi. Hver sem fer með satt mál, blátt áfram en afdráttar laust, má eiga það víst að upp þjóti einn eða fleiri og byrji að fara skakkt með. Sá sem sagði satt verður svo að standa í því að léiðrétta allskonar þvætting, endurtaka það sem hann áður hafði sagt, ef ekki á að líta svo út sem rangfærslur standi óhagg- aðar — en upp úr hefst svo oft ekki annað en að rangfærslurnar færast í aukana enn á ný — og hafa síðasta orðið“. Þessum orðum K. A. er nú beint til fleiri en mín. En ég kemst ekki hjá því að benda á það, að stundum er farið af stað með ósatt mál. Síðan rís einhver upp og leiðréttir. Honum er mætt með stirfni, furðulegri blindni og þvergirðingi. Síðan er enn leið- rétt og strítt, unz undan er látið og sannleikurinn viðurkenndur. Frægt dæmi af þessu tagi er und- irstaðan undir sögu Hannesar Hafsteins í I. bindi: greinin um Jón Sigurðsson, sem reyndist vera eftir B. S. Gröndal. Þegar K. A. var bent á að B. S. G. teldi hana meðal ritverka eftir sig, jafnframt því sem ýmislegt í sjálfri greininni sýndi að hún gat ekki verið eftir hinn 18 ára gamla Hannes Hafstein, skrifaði Krist- ján Albertsson: „Ég hlýt því af öllum rökum að halda fast við þá skoðun, að Hannes Hafstein hafi skrifað umrædda grein — hvernig svo sem á því kann að standa að hún er nefnd á ritskrá Gröndals". (Mbl. 4. 2. 1962). Vandlætingin hér að ofan er dæmi um það, að menn segi stundum heldur meira en stað- reyndirnar fái staðið undir, án þess ástæða sé fyrir okkur að taka fyrir nefið vegna ólyktar. Þetta er að mínu áliti ekki neitt meginatriði. En hitt er megin- atriði, að I. bindi Ævisögu H. H. er gagnsýrt af röngum skilningi á pólitískum þroskaferli Hannes- ar. Um þetta mikilvæga atriði segir Kristján ekki stakt orð í grein sinni. Þetta er hljóðbær þögn. Öðrum þræði er K. A. hraustur maður. Hann segir:------„menn finni ekki lengur mun á nokkurn veginn • hreinu lofti og megnusru ólykt í pólitísku lífi. — Raunar er sem sumir haldi fyrir nefið þegar dauninn ber að vitum þeirra, setji upp sakleysissvip og segist ekki finna neina lykt — en aðrir anda að sér, og segja að þetta sé ekki beinlínis óþefur, heldur vægari lykt,- hversdag- leg og ekki óviðkunnanleg". Síð- an vitnar hann í mig: „Það er algengt þegar menn deila, að þeir segi meira en staðreyndirnar fái staðið undir“, o. s. frv. Hann tel- ur þetta „skammarlega skoðun“. K. A. kemur hér, eins og oftar, fyrir eins og heili hans sé ein- hvernveginn steinefnaríkari en heilar annarra manna. Vill hann ekki skilja mig, frekar en skrifin um grein Gröndals? Ég skal enn einu sinni útskýra með dæmum. Andstæðingar H. H. í símamálinu sögðu sumir að sím- inn myndi gera landið gjaldþrota. Staðreyndirnar eru þær, að með simanum tók ísland á sig fjár- hagsskuldbindingar sem voru talsverðar. Það var ekkert óheil- brigt við það, þótt sumum ógaði hættan sem af þessu stæði. En það má með talsverðum rétti segja að þeir „hafi sagt meira en staðreyndirnar fá staðið undir“. Ennfremur var of mikið að segja að hér frá gætu íslendingar hvorki lifað né dáið, nema upp á danska náð, vegna þess að síma samningurinn batt okkur í 20 ár. Af þessu finn ég enga ólykt. Ég sé aðeins átak, meira en hefði þurft að gera. Mér virðist skortur K. A. á skilningi vera sá, að hann skilur ekki það, að ályktun getur oltið á magni, staðreyndin er misstór. Lítið skip getur gengið upp fljót- ið, stórt ekki. 100.000 kr. tap set- ur ekki landið á höfuðið en 300.000 kr. tap myndi gera það. Og tapið veltur á tölu togara eða tölu stórviðra, auk annarra þátta stjómmálamanna og óskir og við leitni þjóðarinnar. Um viðhorf K. A. til frumkvæðisins að samn- ingunum 1918 segi ég ekki stakt orð. Greinin sem birtist 5. janúar var alls ekki eftir K. A., enda held ég því ekki fram eins og hver læs maður ætti að skilja. Sá sem tekst á hendur að rita sögu, gerast sagnritari, hlýtur að verða að gera sér grein fyrir eðli verksins. Er ekki allt fengið með því að segja satt og rétt frá stað- reyndunum? Nei, alls ekki. Fyrst er nú það, að staðreyndir veruleikans eru óteljandi. Höf- undurinn þarf því að hafa ein- hverjar hugmyndir um það, hvaða staðreyndir séu það mark- verðar, að þær beri að taka með, hverjar megi skilja eftir. Einnig þarf hann að hafa hugmyndir um hugsun og tilgangi hlauparanna. Á hugsun og tilgangi veltur hvort hinn fyrri er hugleysingi eða maður, sem svellur móður í brjósti, fullur ættjarðarástar og hugrekkis, já, og hvor á upptök að hlaupinu. Og á þessu veltur hvort yfirleitt sé nokkurt sam- band milli hlauparanna. Saga verður því aðeins skrifuð, að höf- undurinn skilji hugsun og til- gang mannanna, sem hann skrif- ar um. í þessu bilar Kristján Albertsson. Það eru ekki ósannindi að segja, að annar hlauparinn hlaupi á undan hinum. En sé samhengið undir (2) hér að ofan hið rétta, þá er það sögufölsun að kalla þann sem undan hleypur hugleys ingja. Það er því hægt að falsa söguna, án þess að fara með bein Myndin í „Lýðveldishátiðinni", sem fjallað er um í greininni. sem geta verið fáir eða margir, stórir eða litlir. Það er um það að ræða að taka fasta ákvörðun í heimi þar sem óvissan ríkir. Menn segja því tíðum meira en staðreyndirnar fái staðið undir, einkum þegar þeir deila. Skip sem er 60 tonn kemst upp fljótið, en ekki skip sem er 61 tonn að stærð. Það er einfeldningslegt að kalla þessa skoðun skammarlega. Auk þess minni ég svo á dæmið af Kristjáni sjálfum hér að fram- an, þar sem hann býsnast aðeins of mikið yfir rangfærslum ann- arra. Ætla mætti að K. A. hafi lært eitthvað af því að kynna sér mál- flutning Valtýinga í símamálinu. En það er að sjá að hann eigi erfitt með að skilja aðra menn. Ég hefi oft veitt því athygli að reiðir menn eru ekki læsir. Hér fer á eftir sýnishorn: „Örfá sýnishorn af þessari rit- mennsku nægja. Dr. Benjamín skrifar að í grein í Morgunblað- inu 5. janúar segi að sambands- lagasamningarnir 1918 hafi verið gerðir að frumkvæði Dana, svo aðferð K. A. breiðist nú út um landið. Frumkvæðið var ekki hjá íslendingum.... Nú verður að segja — annars næst ekki hinn rétti blær: frumkvæðið var hjá Dönum.... En af svona atriðum er bók K. A. full“. Það er ömurlegt að lesa annað eins úr penna íslenzks vísinda- manns. Ég (K. A.) hefi hvergi í bók minni sagt stakt orð um frum kvæðið að samningunum 1918 — ekki stakt orð“. Athugull og skýr lesandi ætti fljótt að sjá í hverju misskilning- ur K. A. iiggur. Lykilorðið er að- ferð. Ég er aðeins að benda á það að aðrir taki upp þá aðferð hans að rangtúlka tilgang íslenzkra sambandið milli þeirra sem hann getur um. Og þar sem um menn og athafnir þeirra og samskipti er að ræða, þarf hann að hafa hugmynd um og skilning á hugsun mannanna og tilgangi. Hann þarf að skilja hið teleolog- iska eðli fyrirbrigðanna. Það er í þessu einfalda undirstöðuatriði sem Kristján Albertsson bilar. Ég ætla því einu sinni enn að byrja á byrjuninni. Ég ætla að setja á svið örstutta atburðarás og sýna hvaða vanda- mál koma í ljós strax og á að fara semja sögu atburðanna. Tveir menn hlaupa Pósthús- stræti hvor á eftir öðrum, með nokkru millibili en jöfnum hraða, í áttina til Alþingishússins. Af þessum staðreyndum verður eng- inn saga sögð fyrr en við vitum meira. Við skulum gera ráð fyrir að þrennt komi til greina: (1) Þetta eru kunningjar, sem urðu saup- sáttir inni á Hressingarskálanum. Hinn fyrri er hræddur og er að flýja þann sem fer á eftir. Sá sem er á undan er hugleysingi. (2) Sá sem er á undan er mikill þjóðernissinni. Hann hafði heyrt rétt í þessu að ráðherra, sem er af dönskum ættum, hafi verið að halda ræðu í þinginu og sagt m.a.: Vi allene vide. Hann er á leiðinni í þingið til þess að kljúfa ráðherrann í herðar niður. Sá sem á eftir fer er að reyna að ná í berserkinn til þess að forða hon um frá að vinna óhæfu. (3) Hinn fyrri er að flýta sér með sím- skeyti frá útlöndum vestur á Hótel Sögu. Hinn síðari er aðal- von íslendinga í 20.000 m hlaupi á næstu Ólympíuleikjum. Hann er að æfa. Sagan af atburðunum, sem við sjáum, veltur því að öllu á ósannindi um staðreyndir. Hanr er að reyna að komast undar þeim sem eftir fer, en það ei ekki uppistaðan í þeirri atburða rás, sem við höfum fyrir augun um. K. A. segist hafa „blákaldai sannleikann“. Lesandinn ætti ni að skilja, að án þess að sagnrit arinn skilji hugsanir og tilganj mannanna, sem hann skrifar um verður sagan ekki sannleikanurr samkvæm. Það er ekki vonum seinna, að ég kynni lesandanum mynd í bók inni um lýðveldishátíðina, þar sem mynd sú átti eftir að verða K. A. mikill örlagavaldur: „Á veggnum blöstu við stórar myndir af Birni Jónssyni og Skúla Thoroddsen, en ég veit ekki til þess að hvorugum (sic.) eigi sjálfstæði landsins neitt sér- stakt að þakka“. Hér erum við enn einu sinni komin að því sama. Kristján vantar nægan skilning á hugsun og tilgangi þeirra manna, sem börðust hvað ákafast fyrir sjálf- stæði íslands. Honum er því ger- samlega um megn að skrifa sögu þeirra. Hann veit ekki hver er hinn rétti skilningur á sögunni um hlauparana. En mikill fjöldi núlifandi íslend inga veit og skilur hvernig þeim Birni og Skúla var innanbrjósts og hvað fyrir þeim vakti í bar- áttunni. Þetta er munurinn á okkur og K. A. Snúum okkur enn að aðferð Kristjáns. í grein sinni segir hann að flokkur Valtýinga reyni enn einu sinni (1901) — að koma í veg fyrir innlenda ráðherrastjórn. Nefnd kjörin af flokknum sendir Alberti hátíðlegt ávarp. „Nefndin biður um landstjóra með ráðu- neyti sér við hlið“. K. A. segir að nefndin geri þetta vegna þess að hún viti að þetta fáist ekki. En áratugum saman hefur alþingi gert samþykktir í sjálfstæðis- málinu (sem danska stjórnin hundsar) þrátt fyrir það, að alþingi viti að danska stjórnin muni ekki fallast á þær sam- þykktir, en ekki vegna þess að danska stjórnin muni ekki fallast á þær. Nú eigum við að trúa K. A, að samþykktir sínar í sjálfstæðis- málinu geri fslendingar vegna þess að þeir viti að danska stjórn in muni ekki fallast á þær. Á þessa túlkun verða nú sennilega fleiri tornæmir en ég. En nú skulum við gera Krist- jáni Albertssyni einn lítinn mót- leik. Við skulum taka upp hana viðhorf til Dana til tilbreytingar. Við látum dönsku stjórnina ein- faldlega samþykkja kröfu nefnd- arinnar um landstjóra og ráðu- neyti hans við hlið. Þetta verður naumast túlkað öðruvísi en svo, að ísland hafi loksins fengið sjálf stæði, eigin stjórn, búsetta í land inu og þingræði. Nú setjumst við við að skrifa söguna. Við samþykkjum að nefndin hefir „unnið meira á 1 sjálfstæðisbaráttunni en nokkur annar en Jón Sigurðsson" (eina og K. A. kemst að orði um H. H.) En nefndarmennirnir voru þess- ir: Björn Jónsson, Björn Krist- jánsson, Jens Pálsson, Kristjáa Jónsson og Skúli Thoroddsen. En það var bara ekki þetta sem gerðist, vegna þess að danska stjórnin vildi það ekki. Eigum við að láta dönsku stjórnina frá alda- mótunum skrifa sögu sjálfstæðis- baráttunnar eins og K. A. gerir, gefa okkur í hana sálina og þar með skilninginn? Vegna þess að danska stjórnin vildi ekki fallast á kröfur nefndarinnar þá „á sjálfstæði landsins þeim engutn neitt sérstakt að þakka“. En það er einmitt baráttu þeirra að þakka, að sjálfstæðismálið yfir- leitt kemst á dagskrá við Dani. Ég hefi sýnt fram á það í grein um mínum, að Kristján falsar söguna. Danska stjórnin lætur undan kröfum íslendinga eftir þriggja aldarfjórðunga baráttu. „Sýslumenn rita hvurki dönsku né íslenzku, og amtmennirnir veita viðtöku þeim einum skjöl- um, sem rituð eru á útlenzku máli“, segir í 1. árg. Fjölnis. En nú vill danska stjórnin láta und- an, og við hvern? Auðvitað þann mann, sem hún hafi valið til ráð- herra. En við, sem nú lifum, vit- um alveg nóg um hugsanir og til- gang mannanna, sem baráttuna háðu, til þess að skilja og skrifa söguna. Án skilnings á hugsun og tilgangi mannanna verður sagan af athöfnum þeirra ekki skrifuð svo vit sé í. Þetta er lærdómur- inn af sögunni af hlaupurunum. Kristjáni virðist alófært að skilja íslendingana, aðra en H. H., og lítið geta lært. Kristján Albertsson virðist halda að það hafi engum nema mér þótt taka því að hafa orð á því að Danir færu með völd hér á íslandi, en honum skjátlast: „Síðan útlendir höfðingjar fengu yfirráð yfir íslandi, hafa þeir aldrei borið fullt trúnaðar- traust til íslendinga sjálfra. Þeir hafa gætt þess annaðhvort að hafa trúnaðarmenn, þar sem þeim hefur þótt mest þörf á vera, eða þá að láta þá eigi hafa hin æðstu stjórnarvöld á hendi, að því er ísland snerti; af þessu tvennu hefir hið síðarnefnda venjulega átt sér stað. Og rann- saki menn rúmar tvær síðustu aldirnar, þá munu menn komast að raun um, að þetta hcfur verið grundvallarregla, er bókstaflega aldrei hefur verið vikið frá“. —. (Leturbreyting Boga). Bogi Th. Melsted: Önnur Uppgjöf (1898). Það má segja K. A. til lofs, að hann lætur þögnina samþykkja margt í grein minni, sem lýtur að þessari hlið málanna. í sögu Magnúsar Jónssonar af Landshöfðingjatímabilinu (Saga íslendinga, IX), segir að á þing- málafundunum „vestra“ vorið 1895 hafi verið samþykkt tillaga á þá leið, að „veiti stjórnin þingi Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.