Morgunblaðið - 07.03.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 07.03.1964, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Uausardagur 7. marz 1964 í GÆR voru saman korr.nir liðlega 80 hestar í stórri voru- skemmu í Seaweed-hverfi á Keflavíkurflugvelli, og biðu flugfars til Sviss. Canadair- flugvél, samskonar vélum þeim, sem Loftleiðir festu ný- lega kaup á, frá bandaríska flutningafélaginu Seaboard World Airways, lagði upp frá New York seint í fyrrakvöld, en varð síðbúin vegna veðurs. Átti vélin að koma til Kefla- víkur um sexleytið í gærmorg un, en tafðist fyrst vegna veð- urs eins og fyrr getur, og síð- an í nokkra klukkutíma í Syðri Strauxr.firði á Græn- landi vegna vélarbilunar. Hingað kom vélin um áttaleyt ið í gærkvöldi og var þá þeg- ar hafizt handa um að skipa hestunum um borð. Gæzlu- menn þeirra á leiðinni til Hér sjást þeir fsleifur Magnússon (t.v.) og Sigurjón Jónasson bóndi að Skörðugili í Skagafirði, með tvo blesótta bræður úr Skagafirði á milli sín. (Lgósm. Mbl. Sv. Þ. Stóð flutt flugleiðis til Sviss STAKSTEIMAR „Samdrátturinn'1 Orðin „ofboðs-fjárfesting.“ Þeg ar viðreisnarráðstafanirnar hóf- ust 1960, voru Framsóknarmenn óþreytandi að lýsa þeim hörm- ungum, sem af henni myndi leiða. Hér myndi verða samdrátt- ur, kreppa, atvinnuleysi og Móðu harðindi af manna völdum. En nú hefur blaðinu gjörsan’.'ega verið snúið við og í Tímanum í gær stendur m.a.: „Tíminn hefur aldrei borið í móti því, að hér væri ofboðs fjár festing, heldur þvert á móti og hann hefur einmitt sagt, að hana þyrfti að takmarlfa en til þess hefur ríkisstjórnin verið gersam- lega ófáanleg. Framsóknarflokk- urinn hefur einrrrtt krafizt þess, að þessi ofboðs fjárfesting væri takmörkuð með vali milli nauð- synlegra og ónauðsynlegra fram- kvæmda og ofboösf járfestingin er oftast ekki brýn.“ Nú er sem sagt samdrátturinn, sem mest var um talað orðinn að ofboðsfjárfestingu og getur Morg unblaðið vel viðurkennt að síð- ari fullyrðing Tímans er nær sanni en hin fyrri. Fjárfestingin er of nv.kiL Canadair-skmíuþota sækir 82 ísienzka hesta og flytur til Zúrich Zurich eru þrír Svisslending- ar og einn íslendingur. Blaðamenn Mlbl. litu við í skemmu 'þeirri, sem hestarnir voru geymdir í, síðdegis í gær. Þangað var þá kominn 81 hest ur og von .var á einum í við- bót síðar um daginn, þannig að alls er hér um að ræða út- flutnirag á 82 hestum. >að er Sigurður Hannesson & Co. sem annast útflutning hest anna. Forsaga máísins er að hing- að kom fyrir noklkru sviss- neskur maður að nafni Kern, Festi hann aðallega kaup á hestum á Árnessýslu og í Skagafirði, að því er éinn gæzlumanna hestanna á Kefla víkurflugvelli, ísleifur Magn- ússon úr Garðahreppi, tjáði fréttamönnum Mbl. í gær. Is- leifur flutti hestana til Kefla- víkurflugvallar í stórum bíl, sem hann hefur undanfarin ár notað til flutnings á hest- um og nautgripum. ísleifur [ sagði að Kern þessi hefði yfir J leytt keypt hestana á 10—12 þúsund kr. en nokkrir hefðu verið keyptir á allt að 20 þús- und krónur. í skemmunni var einnig staddur Fritz Kern, faðir þess, sem hestakaupin gerði. Kvað hann son sinn mundu selja alla hestana aftur. Hefði hann selt 58 þeirra fyrirfram, en hinir væru enn óseldir. Sagði hann son sinn, að þessum hestaflutningum loknum, hafa ílutt alls á fjórða hundrað ís- lenz-ka hesta til Sviss síðan 1957. Haft er eftir kaupand- anum, að takizt þessi tilraun _ . , . — „ með flutning á svo mörgum Svisslendmgamir Fntz Kern og August Heeb asamt tveimur hestum loftleiðis vel, munihestanna- Heeb hefur verið ‘ H mánuði á Islandi, talar dágóð hestar vart verða fluttir héð a ,slenzku> °S seSir að hestarnir tveir, sem hann átti í skcmnv an í framtíðinni á annan u,uli’ verði ekki falir fyrir su,i 1 Sviss* máta. Svo - sem kunnugt er, hefur töluverður styrí staðið um hestaflutninga sjóleiðis, og fyrir hefur komið að hestar dræpust í slíkum flutningum. Er talið ólíkt mannúðlegra að flytja þá loftleiðis, enda tekur ferðin þá örfáar klukkustund- ir í stað margra daga, og fer vel um hestana. í skemmunni var einnig staddur Svisslendingur, Au- gust Heeb að nafni. Hann hef- ur verið hér í 11 mánuði, nán ar tiltekið á Sand'hólaferju hjá Ulricht Mart, og talar dá- góða islenzku. Heeb átti þarna tvo hesta í hópnum, og keypti þá báða á s.l. ári. Kvað hann þá ekki fala er til Sviss kæmi, enda væru þetta góðvinir hans. Heeb hugðist ferðast með þssum kunningjum sín- um í Canadair—vélinni, og kvaðst alfarinn í bili. Bjóst hann þó við að hann mundi koma hingað aftur, enda hefði sér líkað hér vel. Töluvert tilstand mun vera í Zúrich vegna komu hestanna og munu sjóravarpsmenn m.a. verða viðstaddir, enda um óvenjulega flutninga að ræða. Nýtt fjárhagsráð Grein Timans heldur áfram: „Framkvæmdir ríkisins og íbúðabyggingar almennings ern til dæmis engar ofboðsfjárfesting ar og þær má ekki hefta. En það eru einmitt þær sem ríkisstjórnin vill hefta og hefur aflað sér sér- stakrar heimildar Alþingis til þess, þó að hún telji enga nauð- syn að hafa heimild til þess að setja hem.il á aðrar framkvæmd- ir. Þetta er ein af mestu misgerð- um stjórnarinnar í fjárfestingar- málunum. Ofboðsf járfesting hinna riku gróðamanna íhalds. ins er óskabarn þessarar ríkis- stjórnar og hana verndar stjóm- in hvað sem á dynnr og til þess að tryggja framgang hennar fórnar hún hiklaust nauðsynja- fjárfestingu ríkis og almenning." Framsóknarmenn fara þannig ekkert dult moð það, að þeir vilja enn sem fyrr koma á> fjár- festingarhömlum. Þeir vilja setja upp nýtt fjárhagsráð, sem segi til um það hvað menn megi byggja og hvað ekki. Það á enn að vera komið undir geðþótta pólitískra ráðamanna hver sé verðugur þess að byggja sér fjós eða hlöðu, verkstæði eða bílskúr. Og auðvitað yrði framhald þess- arar stefnu eins og áður, að íbúðabyggingar yrðu einnig bannaðar öðrum en útvöldum. Þessa stefnu Framsóknarforingj- anna þekkja landsmenn af reynsl unni og þeir munu ekki kjósa hana yfir sig að nýju. Afleiðing verðbólgu f kommúnistamálgagninu er í gær rætt um afleiðingar verð- bólgu og þar segir m.a.: „Verið er að færa á hendur auðbraskara gífurlegar fjárfúlg- ur og gróðafæri á kostnað alls almennings í landinu." Þetta segir Moskvu-má.lgagnið að sé megin-afleiðing verðbólgu þeirrar, sem. Hannibal Valdimars son hótaði að stofna til eftir kosningarnar í sumar og kommú- nistar hrundu í framkvæmd með desember-verkföllunum. Það er því ljóst, að þeir vita hvað þeir eru að gera og hverra hag þeir þjóna ,þegar þeir í samvinnu við Framsóknarmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ýta undir verðbólguþróunina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.