Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ r Laugardagur 7. marz 1984 Fræðslumyndir frá J. Rank J M ÞESSAR mundir er hér ■taddur forstöðumaður fræðslu- nyndadeildar J. Rank-kvik- myndafélagsins brezka, sem sér um framleiðslu og dreifingu á fjölda fræðslumynda í Englandi og annars staðar. Rank-félagið hóf töku fræðslu mynda þegiar árið 1922 og varð ekki hlé á fyrr en í heimsstyr- jöldinni, þegar félagið starfaði fyrir brezka hermálaráðuneytið. Árið 1946 hófst íélagið aftur handa um töku fræðslumynda en þá var hörgull á sýningar- vélum í brezkum skólum og markaður ekki nægilegur fyrir myndir félagsins. Var þá horfið Guðmundur Jónsson irú Litlu-Brekku dttræður ÁTTRÆÐISAFMÆLI á 7. þ. m. Guðmundur Jónsson frá Litlu- Brekku í Möðruvallasókn. For- eldrar hans voru Jón bóndi þar Guðmundsson hreppstjóri í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, Halldórssonar og kona hans, Anna Runólfsdóttir bónda í Litla- Dunhaga, Sveinssonar. Guðmundur ólst upp með for- eldrum sínum og bjó um tíma í Litlu-Brekku með móður sinni, en brá búi skömmu eftir lát hennar 1934, og dvaldist síðan á ýmsuan stöðum, lengst á Brautabhóli í Svarfaðardal, og nú um árabil á ellilheimilinu í Skjaldarvík. Guðmundur fékkst um eitt skeið við farandbóksolu og fór þá víða um landið og kynntist mörgum. Hann hefur ritað tals- vert, einkum um trúmál, og æfi- saga hans er til í handriti, for- vitnilegt verk um margt, er snertir umhverfi hans og sam- tíð. Guðmundur er afburða fróð- ur og mikill minnissjór, frá- sagnagáfa hans er frábær og orðaförði hans ótæmandi. Hann er drengur góður, manna glaðastur, heill og hreinskiftinn. Vini á hann því víða og munu þeir hugsa hlýtt til hans á þess- um tímamótum og árna honum allrar blessunar. Guðmundur á einn son, Jón að nafni. Er hann múrari að iðn og búsettur i Vestmannaeyjum. Vinur. að því ráði árið 1952 að haetta fræðslumyndagerð og taka upp samvinnu við bandaríska forlag- ið Enyclopaedia Britannica á þessu sviði. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á, að sýningarvélum í brezkum skólum hefur fjölgjað stórkostlega undanfarin ár og fer enn fjölgandi. Með tilliti til þessa hefur félagið aftur tekið upp fræðslumyndagerð og áform ar að gera um 20 myndir árlega framan af. Sagði Mr. Francis að um helmingur fræðslumynda þeirra sem Rank-félagið dreifði, væri frá Encyclopaedia Britann- ica kominn en hinn helmingur- inn frá félaginu sjálfu og jafn- an slæddust með nokkrar sjón- varpsmyndir. Hingað kom Mr. Francis með nokkrar nýjar fræðslumyndir félagpins til þess að sýna full- trúum hér og forráðsmönnum kénnslumála. M. a. var ný kvik- mynd um Holland, 15 mínútna löng og mjög fróðleg, kvikmynd um rafmagnið og mynd um Lundúnaborg eins og skáld og rithöfundar hafa lýst henni í verkum sínum. Kvikmyndasöfn eru rekin I flestum borgum og bæjum á Eng landi sagði Mr. Francis og lána þau skólunum myndir. Til fræðslumynda er varið um 150 þúsundum punda árlega í Eng- landi en þar er nú kennaraskort ur mikill. Hér á landi munu vera í notk- un um 30—40 fræðslumyndir frá Rank-félaginu en kvikmynda- sýningavélar eru nú í flestöllum skólum landsins. Erfitt er og dýrt að láta gera íslenzkan texta við myndirnar og hefur gefizt bezt að tala hann inn á ef því verður við komið. Rank-kvikmyndafélagið dreif- ir einnig bandarískum fræðslu- myndum um sölutækni, sem mjög vel hefur verið tekið bæði í Bandaríkjunum og í Englandi. Þá hefur félagið, í samráði við brezka Menntamálaráðuneytið, látið gera kvikmyndir til að- stoðar við tungumálakennslu í 8—9 ára bekkjum barnaskól- anna og þykir gefast einkar vel. Ennfremur hefur félagið séð um að koma upp sérstökum tungu- málakennslustofum (language laboratories) fyrir kvöldskóla og tækniskóla o. fl. stofnanir. Loks minntist Mr. Francis á 16 mm skemmtimyndir og '1. Franeis. kvaðst undrandi á því hve lítið íslendingar notuðu þessar gerð mynda, sem nýtur mikilla vin- sælda í Englandi og Rank-fé- lagið dreifir m. a. til sjúkrahúsa, heilsuhæla og fangelsa þar í landi. Einnig sagði Mr. Francis að ferðaskrifstofur beittu mjög fyr ir sig 16 mm myndum til þess að seiða regnhrakta Englendinga suður í sólina og spurði hvers vegna við ekki reyndum fyrir okkur með 16 mm landkynnin jar myndum. Rank-félagið skyldi með mestu ánægju koma þeim á framfæri við rétta aðila. Umboðsmenn Rank-félagsins hér á landi er Radio- og Raf- tækjastofan h.f., sem einnig hef- ur umboð fyrir sýningarvélar frá Bell and Howell, þ. a. m. mjög athyglisverða sjálfvirka vél. Bridge ÚRSLIT í 4. umferð Reykjavík- urmótsins urðu þessi: Sveit Ingibjargar Halldórs- dóttur vann sveit Vigdísar Guð- jónsdóttur 5—1. Sveit Ólafs Þorsteinssonar vann sveit Aðalsteins Snæbjörns sonar 4—2. Sveit Þóris Sigurðssonar vann sveit Jóns Stefánssonar 6—0. Leiknum milli sveita Einars Þorfinnssonar og Ragnars Þor- steinssonar lauk ekki, en eftir er að spila eitt spil. Staðan að þessu eina spili óloknu er 80—75 sveit Ragnars í vil. Ef reiknað er með að leiknum ljúki með jafntefli þá er sveit Þóris í 1. sæti með 22 stig, en sveit Einars í 2. sæti með. 21 stig. Næsta umferð verður spiluð n.k. sunnudag 1 Skátaheimilinu við Snorrabraut og hefst keppn- in kl. 1,30. Mætast þá meðal ann- ars sveitir Þóris og Einars og má reikna með að það sé úrslita- leikur mótsins. Voruhappdrætti 8ÍB8 í gær var dregið i 3. flokki Vöru happdrættis SÍBS um 1150 vinn- inga að fjárhæð kr. 1.640.000,00. — Þessi númer hlutu hæstu vinn ingana: 200 þúsund krónur nr. 39868, umboð Ólafsfjörður 100 þúsund krónur nr. 47276, umb. Hafnarfjörður 50 þúsund krónur nr. 3779, umlb. Grettisgata 26 10 þús. kr. hlutu: 3076 5790 6090 23755 44717 52686 61190 5 þúsund kr. hlutu: 88 11719 12015 14695 19002 20119 20502 25299 30362 30612 31559 32890 37800 41891 50870 55806 56642 57349 57615 58391 Vöruhappdrætti SÍBS (Birt án ábyrgðar). Guimar Bjarna- son á Bænda- klúbbsfundi á Akureyri ÁKVEÐIÐ hefir verið að Bændaklúbburinn í Eyjafirði efni til fundar um landbúnaðar- stefnuna fyrr og nú. Verður fundurinn 16. marz og er Gunn- ar Bjarnason kennari á Hvann- eyri frummælandi en nú hefir Jónas Jónsson búfræðingur ver- ið fenginn til andmsefla. Þessir fundir, þar sem Gunnar hefir verið frummælandi, hafa verið mjög fjölsóttir og fjörugar um- ræður. Haifa þeir verið í Borg- arnesi, hér í Lídó í Reykjavík og á Selfossi. Víðar er áhugi fyrir fundarhöldum, þar sem Gunnar reifar málin. Minnm^arsjóður um Luciu og Stellu á Landa- koti í UNDIRBÚNINGI er stofnuu sjóðs til minningar um tvær stúlkur, sem dvöldu meginhluta æfi sinnar á Landakoti og eru nú nýlátnar. Það eru þær Lucia Kristjánsdóttir, sem dó 3. janúar og Geirlaug Stella Kristgeirsdótt ir, sem dó 28. nóv. 1963. Lá Lucia á Landakoti í 48 ár og komst aldrei á fætur og Stella í 27 ár. Ástríður Bjarnadótir á stofu 222 á Landakotsspítala tekur á móti framlögum í sjóðinn, ásamt Skrifstofu Landakots, en Ástríð- ur er aðalhvatamaður að þess- ari sjóðsstofnun. Fé það, sem safnast á að ganga til deildar lamaðra og fatlaðra, en þar liggja ajúklingar oft lang dvölum. Verður sjóðurinn notað ur í þeirra þágu. Vill eftirlit með samskotabauknum MAÐUR nokkur, sem oft sækir kristilegar samfcomur þar sem leitað er samskota, skrifar og lýsir óánægju yfir að aldrei sé gerð grein fyrir því hvert sam Skotafé þetta rennur. Gerir hann það að tillögu sinni, að jafnan sé valinn einn úr hópi samkomugesta til að hjálpa þeim, sem safna, til að telja úr bauknum 1 lok hverrar sam- komu — og síðan birti við- komandi trúarfélag reikninga sína almenningi og geri þar grein fyrir því hvert krónur samkomugestanna renna. Mér er ekki Ijóst við hvaða söfnuð bréfritari á, en það getur varla verið að neinn slíkur félagsskapur hafi ástæðu til að fara í launlkofa með það hvernig tekjum er varið. Margir voru féflettir í fyrradag birtist hér bréf vegna útgáfu kvennablaðsins „Frúarinnar". Margar konur hafa hringt hingað síðan og sagt, að þær hefðu verið fé- flettar á sama hátt. Virðast flestar hafa verið heimsóttar í september sl. og tjáð, að blað ið ætti í fjárhagslegum erfið- leikum. Voru þær beðnar um 500 króna fyrirframgreiðslu áskriftangjalds, eða liðlega tveggja ára áskrift að mér skilst. Mun fjöldinn allur hafa greitt þessar 500 krónur í góðri trú um að verið væri að styrkja gott málefni, en sumum fannst þetta of mikið og féllust á að greiða 240 krónur, eða eitt árs- gjald. Var það gegn fyrirheiti um myndarlegt jólablað og reglulega útkomu blaðsins frá og með síðustu áramótum. Svo segja frúrnar, sem hringdu. Fjöldi þessara áskrifenda hefur svo hringt hvað eftir annað í símanúmer „Frúarinn- ar“ en ekkert svar fengið. Ekki alls fyrir löngu sá ég í blöðunum yfirlýsingar frá rit- stjóra blaðsins þar sem tekið var fram, að ritstjórinn væri á engan hátt ábyrgur fyrir van- skilunum. Útgefandinn ætti alla sökina. Spurningin er bara hvort sHk féfletting getur viðgengizt án þess að nokkur hreyfi hönd né fót gegn sökudólgnum. Svo sannarlega virðist ekki verið mikið um peningaskort hjá fólki, sem kippir sér ekki upp við að henda íleiri hundruð krónum í Pétur eða Pál án þess að fá nokkurn hlut í stað- Fleiri en KR Svo að ég haldi áfram að fletta í bréfabunkanum. Hér kemur ein fyrirspurn til út_ varpsins um það, bvort ekki megi leika plötur með sörng annarra karlakóra en Karlakórs Reykjavíkur. Bréfritari stend- ur á því fastar en fótunum, að fjöldi annarra íslenakra kóra hafi sungið lög inn á plötur — og sungið vel engu síður en KR. Happdrættismiðar Loks spyr HÞB hvers vegna fólk þurfi að borga tvöfaldt endurnýjunarverð happdrættis- miða, þegar það kemur til að endurnýja — en hefur gleymt að endurnýja fyrir næsta drátt þar á undan. Þykir bréfritara þetta óréttlátt, því ekki fái hann vinninginn nema endur- nýjað sé fyrirfram . Mér skilst, að happdrættia selji fólki í rauninni ekki ann- að en ársmiða — og margir greiða fyrirfram fyrir allt árið. Hinir, sem endurnýja miðana mánaðarlega, eru í rauninni að kaupa sinn ársmiða með jöfnum afborgunum. Ef þeir hætta að borga af miðanum, þá missa þeir númerið — eða losna við það, hvernig sem fólk lítur annars á þessi happ. drætti — og fá ekki númerið aftur nema standa skil á van- goldnum afborgunum. Auðvitað ætti ég að hringja í eitfchvert happdrættið og fá fræðilega skýringu á málinu. en einmitt þegar ég skrifa þetta, eru símanúmer þeirra allra „á tali“ svo að ég gef mína skilgreiningu. Hins vegar eru happdrættin orðin það ríkur þáttur í daglegu lífí fólksins á íslandi, að. óg sé efcki betur en reglur hinna ýmsu happdrættisfélaga sé eitit af því sem kenna beri uradir landspróf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.