Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 16
16 MOR.C U NBLAÐIÐ ' Laugíkrdagur 7. ■Hljpill Hentug a T húsgögn TvJsr hagstæðu ” verði HIBYLAPRÝÐI H.F. SfMI 38177' HALLARMULA Innheimtumaður óskast nú þegar. Æskilegt að viðkomandi hafi bíL /. Brynjólfsson & Kvaran BÓKAFORLAGSBÓK Bókaforlag Odds Bjömssonar KAFFIDAGUR í LÍDO Á sunnudaginn, 8. marz, heldur kvennskátafélag Reykja- víkur sinn árlega kaffidag í samkomuhúsinu Lídó. — Húsið opnað kl. 3 e.h. Öllum ágóða verður varið til hús- gagnakaupa í væntanlega dagstofu kvenskáta. TIL SKEMMTUNAR VERÐUR M.A.: W Tízkusýning. — . . Ómar Ragnarsson skemmtir. Spurningakeppni. — Danssýning og söngur. Hemabakaðar kökur. Úrvals kaffi. Lukkupokar. Reykvíkingar! Styðjið starfsemi skátanna. — Drekkið síðdegiskaffið í Lídó. Kvenskátafélag Reykjavíkur. Ylirbyggingur Hvulbukur aluminium — stáL Löng reynsla — Vönduð vinna. Vélsmiðja BJÖRNS MAGNUSSONAR Keflavík — Simi 1737 og 117ö. Alliunce Fruncnise Skemmtifundur sunnudaginn 8. marz kl. 20,30 í Þjóðleikhúskjallaranum. Jón Leifs flytur erindi um Arthur Honegger. Kvikmynd um Honegger. Franski sendikennarinn, Anne-Marie Vilespy, les frönsk ljóð. Jón Gunnlaugsson fer með skemmtiþátL Matsalan opin frá kl. 19,30. Stjórnin. Skrifsloiuslurf Bandalag starfsmanna ríkis og bæja vantar skrif- stofumann (framtíðarstarf). Laun samkvæmt 17. launaflokki samninga um laun starfsmanna ríkis- ins. — Skriflegar umsóknir með úpplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu B.S.R.B., Bræðraborgarstíg 9, fyrir 20. þ.m. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓKBARNANNA 8 að velta henni um og detta sjálf niður á gólf og meiða sig. „Sara gæti dottið og klesst á sér litla, fallega nefið“, sagði Mikael bróð- ir hennar eitt sinn, er hann kom á fætur. Og svo settist hann hjá syst- ur sinni til að gæta henn- ar. Hann var að afhýða baunir fyrir mömmu sína. Og hann rak hænu- ungana út úr eldhúsinu milli þess, sem hann sörvg írskar vögguvísur til að svæfa systur sína. Söru var óhætt, þegar Mikael gætti hennar. „En eklki getur þú alltaf setið þarna“, sagði mamma hans. „Ég ætla að búa til vöggu handa Söru“, sagði O’Malley, pabbi hennar. „Stóra og djúpa, þar sem hún getur verið örugg og látið sér Hða vel“. Úti í skúrnum var smíðaviður. Bóndinn mældi timbrið, en það var ekki alveg nóg. Allt í einu mundi O’Malley eftir staur, sem hann hafði skilið eftir ÚU í matjurtagarðinum. Með honum fengi hann nóg efni í vögguna. En staurinn var horf- inn. Og handan við trjá- beltið heyrði hann ein- íennilegt þrusk. Þar var eitbhvað skrítið á seyði. Raddir heyrðust á bak við þyrnigerðið. „Er garðurinn minn orðinn galdrabæli", hugs- aði bóndinn með sér. Og fhvað haldið þið, að hann hafi séð? Tveir skrítnir álfa- karlar, það var það, sem hann sá. Og þeir voru á vegasalti. Hipp, — þeir fóru upp, og happ, — þeir fóru niður. Tveir litlir karlar, sem virtust skemmta sér prýðilega.. „En þið hafið tekið staurinn minn“, sagði bóndinn. „Og nú þarf ég einmitt á honum að halda“. „Sá á fund, sem finn- ur“, sagði annar karl- inn. „Þeir missa, sem eiga“, bætti hinn við. „Hypjið ykkur af staurn um og það strax“, skip- aði bóndinn. ,„Af með ykkur!“ „Unn — neih —, unn — neih“, mótmæltu álfa- karlarnir. Þeir voru súr- ari á svipinn, en nokkur súrmjóík getur orðið. Og hipp, — þeir fóru upp, og happ, — þeir fóru niður og héldu áfram að vega salt. Bóndinn fór úr jakk- anum sínum, sneri fóðr- inu út og klæddi sig svo í hann áftur. Það er trú að álfar hverfi, ef þú ert í öfugum jakkanum. Þetta vita_ að minnsta kosti allir frar. En þessir áifakarlar voru ekki alveg á því að gufa upp. „Ég er að bíða eftir staurnum mínum", sagði bóndinn og reyndi að sýna þolinmæði. „Og ég skal bíða í allan dag, af því að ég er búinn að lofa að smíða vöggu handa Söru litlu“. „Bkki annað? Við erum nú ekki lengi að hrista vöggu fram úr erminni", sögðu karlarnir. „Já, einmitt!" sagði bóndinn, „trúlegt eða hitt og heldur". Karlarnir stöðvuðu vegasaltið sitt og sátu á því í lausu lofti. „Agga- gagga, verði vagga!“ sögðu þeir. f sömu svipan stóð silfur vagga undir runn- anum. Hvað hún var fall- eg! Það stirndi svo á hana, að allir fengu næst um ofbirtu í augun. Það varð uppi fótur og fit heima hjá O’Malley, þegar hann kom með töíravögguna. Allir dáðust að henni, nema Sara. Hún vildi ekki sjá hana. Hún ö&kr- aði þangað til hún stóð á öndinni. Ekki fékkst hún til að taka pelann fyrr en hún var aftur kom- in í Utlu körfuna sína. „Svona, svona“, sagði bóndinn, ,vertu ekki að gráta yndið mitt!“ Og hann fór og skilaði silfúr vöggunni til álfakarl- anna. „Sara vil'l ekki þessa vöggu“, sagði hann. „Við sikulum þá koma með aðra betri“, svöruðu karlarnir, þar sem þeir voru á fullri ferð á vega galtinu sínu. Og hipp, — þeir fóru upp, og happ, þeir fóru niður og þannig gekk það koll af 'kolli. „Ég vil helzt fá staur- inn minn aftur“, svaraði bóndinn. Litlu karlarnir létust ekki heyra það. Þeir sögðu bara: „Agga, gagga, verði vagga“ og héldu áfram að vega salt. En viti menn! Var þá efcki þarna komin vagga úr skíra gulli! „Mikið er nú við okk- ur haft“, varð O’Malley að orði, þegar hann kom auga á gullvögguna. Henni Söru litlu fannst samt ekkert meira til um gullvögguna, en hanni hafði fundist til um silfur vögguna áður. Bkki var um annag að ræða, en að kasta vöggunni aftur út í garðinn. Bóndinn kærði sig ekki um fleiri töfravöggur. Ónei, hann vilda bara fá staurinn sinn aftur og engar refj- ar! Mikael fór með pabba sínum. Honum hafði dottið í hug uppástunga, sem hann vildi gjaman koma á framfæri við álfakarlana. „Fyrst þið getið fengið vöggu með því að fara með töfraþulu“, sagði hann „þá ættufj þið eina að geta orðið yikkur úti um staur sjálfir og skilað okkar“. „Aldrei datt okkur það í hug“, sagði annar álf- urinn. „Óttalegir álfar ge!um við verið“, sagði hinn. „Avra, vafra vaur, verði staur“, sögðu þeir í einum kór. Á samri stundu hurfu báðar tofravöggurnar eins og þær hefðu gufað upp. Álfakarlarnir hoppuðu niður af vegasaltinu sínu og hlupu í einum spretti út úr garðinum í átt til skógarins. Þar hurfu þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.