Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ La'ugarctágur 7. marz 1964 íslendingar unnu Egypta 16:8 Egyptai* höfðu yfir í byrjun — * og Islendingar taugaspenntir • ÍSLAND vann Egyptaland í fyrsta leik sínum í úrslita- keppni 16 liða um heimsmeistaratitilinn í handknattleik í Bratislava í Tékkóslóvakíu í gær með 16—8. Með þeim sigri er ísland eftir fyrsta leikdaginn efst í sínum riðli :— en hafði líka veikasta mótherjann. En þessi byrjunarúrslit voru þægileg og gefa vonandi liðinu það traust sem nægir til að tryggja 1. eða 2. sætið í riðlinum þar sem liðið á eftir að leika við Svía og Ungverja. Tvö lið úr riðlinum halda áfram keppni, hin tvö eru úr leik og mega halda heim. Mbl. átti símtal við Frímann Gunnlaugsson íormann landsliðs nefndar í gærkvöldi og fékk álit hans á leikmum. Frásögn hans fer hér á eftir. — Þetta var gott að vissu marki. Leikurinn var ekki góður, að því leyti að við getum meira og við vonumst eftir að sjá piltana gera betur. Þetta var mjög gott að því leyti, að Svíarnir voru að stúd era okkur svo nákvaemlega fyrir leikinn á morgun. Við getum gert miklu betur en í dag var gert. Vonandi kemur það bezta á morgun eða móti Ungverjum. En það var gott að fá góðan vinning í hálflé- legum leik. — Egyptar eru miklu betri en við reiknuðum með. >eir hafa geysilegt úthald, eru mjög fljót- ir og mjög flínkir. En þá vantar skotmenn. >eir leika mikið línu spil, en það er máttlítið vegna þess að þeir leika harkalega og ef harkalega er tekið á móti þá er línuskip þeirra dautt. Dómar- ar hér dæma ekki vítakast nema brotið sem vörnin fremur sé 100% brot og það fyrir miðju marki. Fyrir annað fá menn ekki vítakast. Landsliðið magaveikt ÍSLENZKA landsliðið í hand knattleik var nær allt rúm- liggjandi í fyrradag. Ástæðan var, að piltarnir höfðu látið ofan í sig einhvern óþverra, sem gerði rækilega vart við sig. Okkur tókst að pína frá- sögn af því upp úr Frímanni Gunnlaugssyni, er við rædd- um við hann í gær. Hann sagði: „Við búum hér á mjög fínu og dýru hóteli. Við komum snemma, vildum ekki að 20 klst. járnbrautarferð sæti í piltunum og yrði afsökun. En Tékkamir borga ekki fyrir okfcur fyr en degi fyrir keppn ina. Við ætluðum að spara og fórum á matsölustað hér í næsta búsi. Afleiðingin var rúmlega næsta dag. — Hver var matseðillinn? — >að var steik, sem allir tóku nema tveir. Sósan var víst eitthvað krassandi. Tveir urðu ekki veikir. En þetta er allt að komast í lag. >að hefur kannski háð einhverjum, en á morgun verð ur þetta allt búið — og kann- ski ætturðu alls ekki að minn ast á þetta, sagði Frímann. — Var byrjunin góð? — Þetta byrjaði hálf illa. Guðm. Gústafsson var í mark- inu og fyrir utan völl sátu og hvíldu þeir reyndu garpar Gunnlaugur, Birgir og Karl Jóhannsson. I liðsmönnum sem léku voru taugarnar sýni lega ekki í lagi og þegar Egrypt ar byrjuðu harkalega þá tóku okkar ungu nienn vel á móti. Þetta fór þannig að eftir 10 til 15 min. var staðan 3—1 fyrir Egypta og tveim mönn- um okkar hafði verið visað af velli þeim Sig. Einarssyni og Herði Kristinssyni. Við héld- um jafnvel að liðið væri að brotna og skiptum um hið snarasta. Gunnlaugur, Karl og Birgir fóru inn á og Hjalti í markið. Allur leikurinn róaðist og okk ar lið fann taktinn, komst í gang. Markatalan jafnaðist og færðist okkur í vil. Á 15 min. breyttist hún úr 3—1 fyrir Egypta í 8—5 fyrir okkur. Þannig var hún í hálfleik. Fyrri hlutinn af síðari hálfleik var bezti kaflinn í leiknum hjá ísl. liðinu. Allt gekk vel og yfir- burðasigri var aldrei ógnað. Síð- ari hluta hálfleiksins var tekið létt á hlutunum. Leik lauk 16—8. Mörk íslands skoruðu Gunn- laugur og Ragnar 4 hvor, Sigurð- ur Einarsson og Örn Hallsteins- son 3 hvor, Karl Jóhannsson og Hörður Kristinsson eitt hvor. — Hvernig var salurinn? — Hann er mjög góður en þó varasamur að því leyti að gólfið fjaðrar mjög mikið og fjaðrar mis jafnlega. >að var því ákveðíð að gera sem minnst af því að reka knöttinn (dripla). — Horfðu margir á? — 2500 manns — en það er hálft hús. Fólk hér er fyrir hand- knattleik, en það vill sjá heima- menn á veliinum — að minnsta kosti öðru megin.- Framhald á bls. 23. Gunnlaugur Ragnar Sigurður Sköruðu frttm úr mm mss Hjalti Karl Orn Gunnlougui beztur segir AP| í FRÉTTASKEYTI sem blað- ið fékk frá AP-fréttastofunni um kappleik íslendinga og Egypta segir m.a.: — fslendingarnir voru tauga óstyrkir mjög framan af og Egyptar náðu með hörðum ieik og hröðum forskoti 3-1 ,og 4-2. En síðan tókst íslend- ingum sem eru svo miklu framar tæknilega séð að ná töikum á leiknum. Tauga- óstyrkurinn hvarf og þeir sýndu fallegar og nákvæmar sendingar sem flestar enduðu í marki mótherjanna. Bezti maður ísl. liðsins var Gunn laugur Hjálmarsson. Hann sýndi frábæran varnarleik og í sókn fyrir framan varnar- vegg andstæðinganna átti hann margar sérlega vel hugs- aðar og nákvæmar sendinigar sem eigi varð varizt. Með hraða i síðari hálfleik náði isl. liðið algerum tökum á leiknum og Egyptar þreytt- ust. Ragnar Jónsson, annar bezti maður ísl. liðsins átti mörg góð skot. Sigur ísl. hðs ins hefði getað orðið enn stærri ef markverðirnir tveir hefðu reynzt betur. Hrmakeppi?’ á skiðum Á sunnudaginn kl. 1 e.h. hefst í Skálafelli úrslitakeppni í firmakeppni Skíðaráðs Reykja^ víkur. Um hundrað firmu taka þátt í firmakeppni Skiðaráðsins að þessu sinni. >rátt fyrir snjóleysi hafa fé- lögunum tekist að fá brautir hjá skálum sínum fyrir undan- rásir í firmakeppnina. Keppni þessi er forgjafakeppni og keppa hérna saman ungir og gamlir skíðamenn. Reykjavíkurmeistarar og aðrir sigurvegarar frá síðastliðnum sunnudegi mæta til keppni þess- arar. Verðlaunaafhending (12 bik- arar) ásamt sameiginlegri kaffi drykkju verður í KR skálanum að móti loknu. Skíðaráð Reykjavíkur vonást til að sjá umboðsmenn fyrirtækj- anna sem styrkt hafa firma- keppni Skíðaráðs Reykjavíkur og eru þeir boðnir til kaffi- drykkju og verðlaunaafhending- ar að loknum mótum. Eftir 1. umferð ATTA fyrstu leikir lokaátaka heimsmeistarakeppninnar fóru fram í gær. Úrslitin urðu þessi: A-riffill V->ýzkal. — A->ýzkal. — Júgóslavía 14—14 (8—3) USA 20—9 (9—4) B-riffiIl Svíþjóð — Ungv.l. 15—8 (8—4) ísland — Egyptal. 16—8 (8—5) C-riffilI Danmörk — Sviss 16—13 (8—5) Tékkar — Frakkl. 23—14 (12—7) D-riffilI Japan — Noregur 18—14 (9—4) Rúmenía — Rússl. 16—14 (7—8) í A-riðli kémur á óvart hve V->ýzkaland og Júgóslavía eru jöfn og einnig það að A->ýzka- land skyldi ekki vinna Banda- ríkin með meiri mun en 20—9. A->ýzkalandi er af sérfræðing- um spáð sigri í riðlinum en hin löndin munu eftir jafntefli sín á milli reyna að hamra sem mest á Bandaríkjamönnum — marka- talan ræður hvor heldur áfram. í B-riðli hlýtur ísland efsta sæti eftir 1. umferð ‘með hag- stæðasta markatölu. Tölur' ap líta þannig út: U J T Island 10 0 16—8 2 Svíþjóð 10 0 15—8 2 Ungverjal. 0 0 1 8—15 0 Egyptal. 0' 0 1 8—16 0 í C-riðli vekur athygli knapp- ur sigur Dana yfir Sviss en hina vegar virðast Tékkar mjög góð- ir, því Frakkar hafa aldrei verið betri en nú. í D-riðli kemur sigur Japana yfir Norðmönnum mjög á óvart og hlýtur að vera reiðarslag fyr- ir Norðmenn. >eir reiknuðu með að komast í 8 liða úrslit en nú þykir einsýnt að þeir verði neðstir í sínum riðli. >arna vek- ur það athygli að Rússar sem nú keppa í fyrsta sinn á HM höfðu yfir í hálfleik í leik á móti heimsmeisturunum frá 1961. Kemst Island í 8 liöa úrslit? KEMST ísland upp úr riðla- keppninni í 8 liða úrslitin í Tékkóslóvakiu er spurningin sem allir veltu fyrir sér í gær. Um þetta getum við birt álit tveggja sjónarvotta. Frímann Gunnlaugsson form. landsliðsnefndar sagði í simtali: Ég álít að við eigum mögu- leikann. ísl. liðið átti heldur slakan leik í gær en það veit hver íslendingur hér að liðið getur miklu meira. Við gerum Okkur vonir um að sterkasta hlið liðsins eigi eftir að koma fram. Leikur Svíanna virkaði illa á okkur, þ.e.a.s. hinn mikli markamunur sem þeir unnu með er ógnvekjandi. En leik- ur Svía og Ungverja var ekki handknattleikur, heldur slags mál — hrein slagsmál, ekki íþrótt. Sænska liðið er „þungt“ og það má leika kringum það, en það hefur á að skipa frábærum skotmönn Um og markvörðurinn Lenn- art Ring er stórkostlegur og getur það orð þó ekki lízt hon um. Svíar hefðu tapað leikn- um í dag fyrir Ungverjum, ef þeir hefðu haft markmann af meðalstyrkleika. Lennart Ring er líka talinn bezti mark vörður heims í dag. Hann lék allan leikinn og varði m. a. tvö vítaköst. Ungverjarnir voru mjög góðir. >eir eru geysilega harð ir og leika hratt. >að verða einhver átökin þegar við mæt um þeim. Mbl. hafði einnig samband við AP fréttastofuna. Hún segir. „Eftir þennan fyrsta leik ís lands virðist svo sem það hafi alls ekki verið fyrir hendingu að ísland hréppti 6. sætið í síðustu keppni um heims- meistaratitilinn. Af fyrsta leiknum að dæma getur ís- land gert sér vonir jafnvel um enn betra sæti nú. Gunnlaug- ur Hjálmarsson bezti maður ísl. liðsins — heldur frétta- stofan áfram — sagði eftirfar andi. „Við íslendingarnir fengum tækifæri til að hita okkur upp fyrir frekari átök. Ég held að við getum gert miklu betur næst“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.