Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. marz 1964 MORGU N BLAÐIÐ 13 Róttækar breytingar á skipulagi umferðarmála Fljótlega ráðið í embætti umferðarstjóra í Reykjavík — umferðarfræðsla aukin — ný stæði fyrir 50 bíla í miðbænum ÝMSAR breytingar og fram- kvæmdir standa fyrir dyrum í umferðarmálum höfuðborgar- innar. Morgunblaðið hefur í því sambandi snúið sér til Guðmundar Péturssonar, fram kvæmdastjóra umferðarnefnd ar, og leitað upplýsinga hjá honunu Guðmundi fórust svo orð: — Um ára.mótin voru gerð- ar skipulagsbreytingar á sjálfri umferðarnefnd og eru nú borgarverkfræðingur og lögreglustjóri sjálfkjörnir í nefndina, en borgarstjórn kýs þrjá til viðbótar. Þeir eru Þór Sandholt, skólastjóri, Gísli Halldórsson, arkitekt, og Guð- mundur Magnússon, verkfræð ingur. Þar að auki hafa FÍB, Félag íslenzkra bifreiðaeig enda, Slysavamarfélag ís- lands, Strætisvagnar Reykja • víkur og fleiri aðilar áheyrn- arfulltrúa, sem koma til með að sitja fundi. Formaður nefnd arinnar er lögreglustjóri. — Þá er í undirbúningi stofnun sérstakrar umferðar- deildar, sem á að sjá um allar framikvæmdir, skipulagslegar, umferðarkannanir og allar þær umferðarbætur sem þarf að gera á vegum Reykjavíkur borgar. Forstöðumaður þess- arar deildar verður verkfæð- ingur, sem kemur til með að taka nýtt starfsheiti, um- feðarstjóri, en staða fram- kvæmdastjóra umferðarnefnd ar verður þá lögð niður. Ég býst við, að fljótlega verði maður ráðinn 1 þetta nýja embætti. — Við tillkomu deildarinnar verður sú breyting m. a., að þar koma til með að starfa þrír verkfræðingar í stað eins áður. Ög með því geri ég mér vonir um, að allar framkvæmdir til að bæta um- ferðina verði mun hraðari og betri en hingað til, enda leggja borgarstjóri og borgar- verkfræðingur mikla éherzlu á umræður á sviði umferðar- málanna. — Þegar hið nýja skipulag er komið til framkvæmda er gert ráð fyrir að undir mig heyri bílastæði, stöðumælar og umferðarfræðsla. Vænti ég þess, að hægt verði að auka verulega umferðarfræðslu í skólunum og jafnframt að hagnýta ýmsar nýjungar varð- andj kennslutæki. — Það, sem efst er á baugi i umferðarmálununá að öðru leyti, er hin mikla aukning og lagfæring á gatnakerfi borgar innar sem stendur yfir. Þessi mikla auikning á malbikuðum götum hefur í för með sér hraðari akstur, sem krefst þess að hinn gangandi veg- farandi geri sér það ljóst, að hann er ekki lengur einn í umferðinni. — Því miður er alltof mikið um það, að fólk hlaupi yfir götur í tíma og ótíma. Sér- staklega er þetta hættulegt á götum eins og Miklubraut, sem er byggð fyrir bílaum- ferð og til að koma henni áfram án mikillar hindrunar. Enda hefur sýnt sig, að ein- mitt á Miklubraut hafa orðið allmörg slys á gangandi fólki. Það virðist margt vera haldið þeirri undarlegu áréttu að hlaupa beint af augum yfir götuna. átta sig á þvi, hve mikla hættu þeir skapa með því hugsunar- leysi að læra ekki um akreina akstur og varúðarlínur. — Margir tala um, að það þurfi að herða á ökuprófinu, en ég álít að ökuprófið í dag sé svo strangt að ekki þurfi þar á að bæta. Hins vegar eru 70% ökumanna sem ekki þekkja þær breytingar á um- ferðarlögunum sem komu 1958, og það eru þeir, sem skapa hættuna í umferðinni, og svo reyndar unglingar, sem hafa nýlokið prófi, en vantar alla þjálfun við aksturinn. Að loknu prófi kunna menn um- ferðarlögin og að aka bíl, en eftir er þjálfunarstig sem tek- | ur allt að því 2 ár. Fljóthuga | unglingar gleyma þessu oft. 1 — Hitt má s'vo deila um, | hvort ökukennari, sem kennir | ágætlega meðferð’ bílsins, sé | hæfur til að túlka umferðar- I lögin eða hvort bílaeftirlits maður, sem er samvizkusamur | við að skoða þíla, sé hæfur til að vera prófdómari í -um- ferðarlögum. — Mér til mikillar ánægju hefur tekizt að fá bílastæði við Kirkjustræti á bak við húsið sem Rauðikrossinn er í. Yonast ég til að húsið verði rifið í vor. Ennfremur hafa lóðirnar að Suðurgötu 5 og Tjarnargötu 8 verið teknar á leigu og er nú verið að rífa húsið að Suðurgötu 5. Þama og við Kirkjustræti skapast stæði fyrir 50 bíla. ---Stöðumælasjóður hefur allmargar lóðir á leigu, en vill gjarnan fá feiri ef eirihverjar eru lausar. Dr. Jakob Magnússon Reikna út veiðimöguleika eftir svifmagni og vindum Guðmundur Pétursson — Nú, ný umferðarljós eru að koma í miðbæinn, á horni Hafnarstrætis og Pósthús- strætis og á horni Tryggva- götu og Pósthússtrætis. Sumt til ljósanna er þegar komið, en það sem á vantar kemur með næstu skipum frá Eng- landi. Gömlu ljósin erum við að endurnýja öll, setja upp nýja ljósspegla og ljósker, og eftir þær viðgerðir eiga gömlu ljósin að uppfylla nýjustu kröfur sem gerðar eru í dag til umferðarljósa. — Umferðarljósin á Miklu- braut—Lönguhlíð em eins fullkomin og umferðarljós geta verið í dag, en það má alltaf deila um, hvort þessi Ijós, sem eru 8 tommur í þver mál, ættu ekki að vera 12 tommur að þvermáli, þar sem slík ljós koma til með að sjást miklu betur. En mér virðist, að árekstrar þeir, sem hafa orðið á þessum gatnamótum, séu ekki ljósunum að kenna, heldur ökumanninuim sjálf- um, sem reynir iðulega að tefla á tæpasta vaðið til að komast yfir á gulu ljósi, sem hann veit þó ekki hvað merk- ir að því- er virðist. — Sumir hafa spurt um það, hvers vegna ekki sé höfð sérstök píla fyrir hægri beygju úr Lönguhlíð í Miiklu- braut eins og er á Miklubraut í Lönguhlíð. Því er til að svara, að umferðin um Löngu hlíð er svo lítil miðað við hina miklu umferð um Miklubraut, að ekki er hægt að stöðva umferðina um Miklubraut lengur en gert er í dag, því að sérstök hægri beygja á Löngu hlíð þýddi að bílar hópuðust saman á Miklubrautinni og gatan gæti ekki hreinsazt þeg ar að grænt ljós kæmi fyrir hana. — Margir ökumenn virðast aldrei gera sér ljóst, hvar þeir eigi að vera staðsettir í um- ferðinni og aka bara eirahvers staðar á götunni án þess að I>R. JAKOB Magnússon, fiski fræðingur, kom heim fyrir nokkru af ráðstefriu í Róma- borg sem efnt var til af ICNAF, allþjóðasamtökum um rannsóknir og fiskveiðar í Norður-Atlants'hafi. Morgun- blaðið hefur beðið Jakob að segja frá hinu helzta sem gerðst á ráðstefnunni og hef- ur hann orðið við því. Jakoto sagði: — Ráðstefnan var haldin dagana 27. janúar til 1. febr. í húsakynnum FAO í Róm. Sóttu hana milli 60 og 70 fulJ- trúar frá 13 löndum. Forseti ráðstefnunnar var Skotinn dr. Lucas, forstöðumaður Haf- rannsóknarstofnunarinnar í Aberdeen. — Unnið var að undirbún- ingi ráðstefnunnar í ein 3 til 4 ár, en tilgangur hennar var, að menn bæru saman bækur sínar um áhrif umhverfsins á fiskstofnana almennt. Boð- að var til ráðstefnunnar á nokkurn annan hátt en títt er um ýmsar aðrar alþjóðaráð- stefnur, því fyrirfram var á- kveðið, hvaða þætti ætti að ræða, þeim skipað niður í 9 meginflokka og skipaðir voru vísindamenn hver mjög þek'kt ur á sínu sviði, til að annast hvern flokk fyrir sig og vís- indamönnum boðið að leggja fram ritgerðir um ákveðin efni. — Þessi háttur var hafður á til að tryggja sem mestan ávinning af ráðstefnunnni. Þremur fslendingum var boð- ið að leggja fram ritgerðir, Jóni Jónssyni, forstöðumanni Fiskideildar, Ingvari Hall- grímssyni og mér . — Við þáðum allir þetta góða boð. Jón lagði fram rit- gerð varðandi áhrif hitaná á vöxt fisks hér við land og við Ingvar skrifuðum saman ritgerð um sambandig milli útbreiðslu karfaseyða, dýra- svifs og sjávarhita í Græn- landshafi. Alls voru lagðar fram um 90 ritgerðir á ráð- stefnunni. Af íslands há-lfu sótti ég fundinn. — Fjögur yfirlitserindi voru flutt í sambandi við þau mál, sem voru til umræðu. Ritgerðirnar voru lagðar fram og höfundarnar undir- strikuðu meginatriðin í sin- um ritgerðum og síðan voru umræður fyrir hvern flokk í 'heild. í lok ráðstefnunnar voru allsherj arumræður um þann árangur, sem fengizt hafði í umræðunum í hverj- um hinna 9 flokka fyrir sig. — Þetta var hrein vísinda- leg ráðstefna og miðaði að því að fá sem bezt yfirlit um vitnéskju okkar í dag um þau mál, sem rædd voru, og til að menn gerðu sér grein fyrir þeim eyðum, sem eru í þekkingu okkar, og á hvaða megin atriði skyldi einkum lögð áherzla. Ennfremur að meta áhrif einstakra þátta umihverfsisins á fiskstofnana, stærð þeirra og margvísleg atriði sem geta haft áhrif á fiskveiðarnar. — Umræðurnar beindust mjög að því með hvaða hætti við getum bætt ýmsa þætti rannsóknanna svo við fengj- um sem gleggsta vitneskju um fiskstofnana og þá um leið möguleika á nýtingu þeirra. — Margt merkilegt kom fram í ritgerðum og umræð- um, t. d. um áhrif hita á útbreiðslu fullorðins fisks kom það greinilega fram, að mávægileg hitabreyting geti haft mikil áhrif á fiskveiðar á ákveðnum stöðum, t. d. á svæði við Grænland, þar sem eru skörp straumaskil og útbreiðslutakmörfc ýmissa fisktegunda. — Kom fram í þessu sam- bandi, hvort mögulegt væri að segja fyrir um straum- breytingar og hitabreytingar, en það var álit þeirra manna sem fjölluðu um málið, að breytingar á straumum þarna væru svo örar að þær verði ekki séðar fyrir í neinum smáatriðum, a. m. k. ekki með þeirri tækni sem nú er til staðar. — Einn þátturinn í umræð- unum var um áhrif umhverfis ins á seyði og ungfisk. Þar kom margt merkilegt fram. Allmargar ritgerðirnar sýndu greinilegt samhengi milli vissra tegunda í dýra svifinu og fiskseyða. Enn- fremur voru ýmsar ritgerðir sem sýndu frarn á, að magn seyða og magn viðkomandi dýrasvifstegunda eru mjög háð hvort öðru. — Nú hefur það mjög al- mennt verið álitið, að stærð fiskárgangs ákvarðist á fyrsta aldursári fisksins og senni- lega einfcum á fyrstu mán- uðunum. Þetta álit var undir- strifcað í umræðunum. — Þá er að geta eins, sem að mínu áliti er mjög merki- legt, en það er tilraun til að reikna út veiðimöguleika, eins koijar fiskspá, sem byggð er á svifmagninu og vindun- um. — Tilraunin byggist á rann sóknum, sem brezkir vísinda- menn hafa gert við Bjarnar- ey. Þar kemur hlýr straumur sunnan frá og með margra ára rannsóknum hafa Bret- arnir fundið út, að þessi straumur er misjafnlega sterkur en styrkleiki hans virðist fara eftir því, hvort ríkjandi sé sunnanátt eða norðanátt yfir eitt ár. — Svifrannsóknir á þessu sama svæði sýna, að þegar straunjur er sterkur þá er mifcið svifmagn, en mun ■ minna þegar hann er veifcur. Þarna er því óbeint samtoand milli svifmagnsins og vind- anna. Svo hafa rannsóknr á liðn- um árum sýnt, að þegar mikið svifmagn er fyrir hendi, þ. e. sterkur straumur, hefur þorskur á þessu svæði gefið af sér sterka árganga, en öfugt þegar ríkjandi hefur verið norðanátt, en straumur lítill og svifmagn lítið. — Nú hafa Bretarnir gert spár um veiði út frá þeim stærðum sem þeir þekkja og hafa þær komið mjög vel fram. Bretar hafa gert spá fyrir Bjarnareyjasvæðið, sem byggð er á rífcjandi vindátt Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.