Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Fðstudagur 20. marz 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mámuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. FRAMSÓKN OG DÝRTÍÐAR- DRA UGURINN egar Viðreisnarstjórnin tók við þrotabúi vinstri stjórnarinnar, tókst henni á skömmum tíma að afstýra því hruni, sem við blasti. Henni tókst jafnframt að bæta gjald eyrisaðstöðu þjóðarinnar, skapa traust á gjaldmiðlihenn ar og ná jafnvægi í efnahags- málunum, sem síðan hafði í för með sér stóraukna fram- leiðslu og bætt lífskjör alls almennings. Þetta er staðreynd, sem al- þjóð þekkir. Hitt er líka kunnugt öllum almenningi á íslandi, að stjórnarandstæð- ingar, Framsóknarmenn og kommúnistar, undu ekki þess ari farsælu þróun. Þeir sættu sig ekki við það að verðbólg- an skyldi ekki lengur ógna þjóðinni. Þeir sættu sig ekki við það, að framleiðslan jókst hröðum skrefum og lífskjörin bötnuðu. Þeir gerðu sér ljóst, að traust viðreisnarstefnunn- ar fór hraðvaxandi. Þessu trausti varð að hnekkja, þótt það bitnaði á fólkinu. Þess vegna hófu Framsóknarmenn og . kommúnistar herhlaup gegn efnahagskerfinu. Pen- ingafurstar SÍS og Moskvu- menn tóku höndum saman um kröfugerð á hendur út- flutningsframleiðslunni, sem vitað var að hún fengi ekki risið undir. íslenzka þjóðin er nú að borga herkostnað þessa her- hlaups peningafursta SÍS og Moskvumanna. Víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags síð- ustu misseri hafa haft í för með sér vaxandi jafnvægis- leysi og dýrtíð. í kjölfar 30%, almennrar kauphækkunar á sL ári hefur verðlag undan- farnar vikur og mánuði verið að hækka. Vitanlega þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Það kemur hinsvegar úr hörðustu. átt, þegar Framsóknarmenn undir forystu peningafursta SÍS gera nú hróp að Viðreisn- arstjórninni og reyna að kenna henni þá óheilla þró- un, sem fyrr er lýst. Ef þjóð- fylkingu kommúnista og Framsóknarmanna hefði ekki tekizt herhlaup sitt, færi verð lag nú ekki hækkandi. — Út- flutningsframleiðslan byggi þá heldur ekki við vaxandi erfiðleika. Framsóknarflokkurinn og dýrtíðardraugurinn eru óað- skiljanlegir félagar. Peninga- fiu-star SÍS og leiðtogar Framsóknarflokksins hafa lagt kapp á að blása lífsanda í nasir þessa draugs. Þeim hef- ur orðið alltof mikið ágengt í þeirri óþjóðhollu niðurrifs- iðju, en í henni hafa þeir not- ið öruggs stuðnings og banda- lags við kommúnista. FJÖLGUN BANKAÚTIBÚA lím þessar mundir er verið ^ að opna tvö ný bankaúti- bú á Suðurlandsundirlendi. Opnar Landsbankinn annað þeirra á Hvolsvelli en Bún- aðarbankinn hitt að Hellu. Búnaðarbankinn hefur undan farin ár verið að f jölga útibú- um sínum úti um landið. Hið fyrsta þeirra var stofnað árið 1930 í svipaðan mund og bank inn tók til starfa á Akureyri. Árið 1962 var svo sett á stofn útibú frá Búnaðarbankanum á Egilsstöðum. Um síðustu áramót var opnað útibú frá bankanum á Blönduósi og á morgun opnar bankinn hið nýja útibú sitt á Hellu. Enn- fremur hefur Búnaðarbank- inn í undirbúningi að opna útibú í Stykkishólmi. Hin nýju útibú Búnaðar- bankans og annarra banka úti um landið eiga að hafa í för með sér bætta þjónustu við almenning. Þess vegna ber að fagna hinum nýju útibúum. Á það ber hinsvegar aðbenda, að í einum landshluta, Vest- fjörðum, hefur Búnaðarbank- inn ennþá ekkert útibú. Verð- ur að telja eðlilegt að útibú verði sett þar á stofn á næst- unni. Búnaðarbankinn hefur unn ið mikið og merkilegt starf í þágu íslenzks landbúnaðar. Undir forystu Viðreisnar- stjórnarinnar hafa sjóðir landbúnaðarins verið efldir stórlega og möguleikar þeirra auknir til þess að rækja hlut- verk sitt í þágu uppbygging- ar og framfara í sveitum landsins. Uppbygging sveit- anna verður að halda áfram. Vel rekinn og þróttmikill land búnaður í öllum landshlutum er þjóðarnauðsyn. KONUNGLEG HEIMSÓKN |7rá því hefur verið skýrt, að * hertoginn af Edinborg, Philip prins, muni sækja ísland heim á komandi sumri og dveljast hér í þrjá daga. Verður hertoginn gestur for- seta íslands þennan tíma. IVIakarios — forseti á daginn — erkibiskup á nóttunni MAKARIOS, erkibiskup, for seti Kýpur, er heiminum öllu kunnari sem stjórnmálamað- ur og: forseti en sem erkibisk- up. En þótt gera megi ráð fyr ir því, að hann hafi ærnum veraldlegum verkefnum að sinna, gefur hann sér ennþá tíma til þess að sinna marg- háttuðum trúarlegum verk- efnum, til dæmis að skíra, gifta, prédika og fara í vísita síuferðir um erkibiskupsdæmi sitt. Á hverjum morgni, úr því klukkan er orðin átta, má sjá Makaríos koma út úr erkibisk upssetrinu í Nicosia. Hann sezt inn í stóran svartan kád- ilják, þar sem bróðir hans sit- ur undir stýri og ekur honum til forsetahallarinnar í út- jaðri borgarinnar. Þar dvelst Makarios allan daginn, fram til kl." níu á kvöldin. Hann heldur fundi með ráðherrum sínum, ræðir við sendiherra og sinnir öðrum embættis- verkum, en heldur að svo búnu aftur til erkibiskupsset- ursins. Erkibiskupshöllin er a.m.k. helmingi stærri en forseta- höllin, sem byggð var á þriðja tug aldarinnar og ber glögg merki gamallar alþýðulistar á Kýpur. Nú er byggingin hálf eyðileg ásýndum, einkum á kvöldin og nóttunni, er hún stendur áuð og vendilega lok- uð. Kadilják bifreiðin, svarta, er eign Makariosar sem erki- biskups, en fylgir ekki for- setaembættinu, því að hann hlaut hana að gjöf frá banda- rískum vini sínum og aðdá- anda fyrir nokkrum árum. Segja má, að Makarios gegni tvíþættu hlutverki, hlut verki forseta á daginn og hlut verki erkibiskups á nóttunni og um helgar, svo fram arlega sem hann getur tekið sér frí frá forsetastörfunum. En hann er þó, er allt kem- ur til alls, forseti vegrna þess, að hann er erkibiskup, en ekki öfugt. Erkibiskup á Kýp- ur er kjörinn almennri kosn- ingu og verður því óskoraður leiðtogi grískra manna á eynni. Makarios hefur verið fram- takssamur umbótamaður í erkibiskupsembættinu, sem hann tók við árið 1950. Áður höfðu prestar á Kýpur verið lítt menntaðir, en úr því bætti hann mjög. Hann valdi úr duglegustu nemendur mennta skólanna og sá þeim fyrir styrk til nárns við háskólann í Aþenu, svo að kirkjan á Kýpur ræður nú orðið yfir ail mörgum vel menntuðum mönnum. Hann stóð einnig fyrir stofnun kennaraskóla á eynni og fékk Kykko-klaustr- Makarios erkibiskups, forseti Kýpur ið til þess að standa undir kostnaði við hann. Þá hefur hann komið á laggirnar sjóð- um til þess að auka laun presta. Hafa þau tvöfaldazt eða þrefaldazt á síðustu árum frá því sem var fyrir embætt istöku hans, en þá voru launa greiðslur presta háðar yfir- völdum hvers bæjar- eð* sveitafélags fyrir sig. Nú hef- ur hann á prjónunum að koma upp nær fimmtíu millj- ón króna sjóði til hagsbóta fyrir presta. Auk þessa hef- ur hann komið á fót tónlist- arskóla í Nicosiu og varið stórfé til söfnunar mynda frá. Lyons. Og um það bil, er ó- eirðirnar brutust út á Kýpur í desember s.l. hafði hann á prjónunum að koma upp lista safni undir umsjá erkibiskups embættisins. Sjdlfsævisoga Vilhjólms Stefóns- sonar væntanleg í maímdnuði nk. — Sérstæðar bókaöflunar- aðferðir Vilhjdlms ræddar í blöðum New York, 16. marz. í NÆSTKOMANDI maímánuði mun bókaútgáfufyrirtæki hér í New York gefa út sjálfsævi- sögu Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðs. Nafn bókarinnar er „Discov- ery“ og mætti kalla hana „Landafundir“ á íslenzku. Með þessari hálfopinberu heimsókn eiginmanns Elísa- betar Bretadrottningar er endurgoldin heimsókn ís- lenzku forsetahjónanna til Bretlands á sl. hausti, en eins og kunnugt er var þeim tekið þar af mikilli gestrisni og sýndur margvíslegur sómi. Er óhætt að fullyrða að þessi heimsókn forsetahjónanna hafi átt sinn þátt í því að treysta vináttutengslin milli hinna tveggja eyþjóða, sem oftast hafa átt með sér góð og vinsamleg skipti. íslendingar fagna nýjum og traustari vináttutengslum við brezku þjóðina, rótgrónustu og elztu lýðræðisþjóð heims- ins. Hertoginn af Edinborg er hér velkominn gestur, sem mun verða vel fagnað. í síðasta eintaki blaðsins Polar Notes, sem gefið er út öðru hvoru af Stefanssonarsafninu í Dartmouth, segir kona Vil- hjálms frá því hvernig eigin- maður hennar safnaði bókum. „Stef“ (en svo var Vilhjálmur nefndur) notaði ýmsar aðferðir til þess að ná bókurn í safn sitt án þess að nota beinharða peninga eða hafa samband vði bóksala. Ein aðferð, er hann notaði oft, sérstaklega ef um nýja útgáfu var að ræða sem hann hafði sérstakan áhuga á, var sú að taka eina af sínum eigin bókum, venjulega þá nýjustu, skrifa í hana samsafn af fyndni, lær- dómi og vingjarnleik, senda hana síðan til höfundar með uppástungu um það að þeir skipt ust á bókum......... Önnur aðferð var sú, að halda fyrirlestra fyrir félög, sem gátu ekki borgað í peningum en gátu borgað í bókum. Einna minnisstæðast er það tilvik er hann hélt fyrirlestur í Hvalveiðisafninu í Nantucket 1933. Fyrirlestrargjaldið, sem var 350 dalir greiddi safnið með bók- um er höfðu hlaðizt upp hjá því en voru ekki um hvalveiðar. Bækur þessar voru lauslega metnar eftir upprunalegu kaup- verði og þar sem margar af þess um bókum voru gefnar út fyrir Borgarastyrjöldina þá voru þær hinar verðmætustu og urðu þessi viðskipti því hin mesta búbót í safn Vilhjálms.“ — Skýrt var frá þessu í N. Y. Times sL sunnudag. — Erling. Gjaíir til Bún- aðarfélagsins í FRÉTTINNI um gjafir til Bún- aðarfélags íslands, sem birtist fyrir nokkru í blaðinu, féll niður lína. Ásgeir Guðmundsson frá Æðey gaf félaginu „Frey“ inn- bundinn frá upphafi, en Búnaðar samband Austur-Skaftfellinga gaf tvær ljósmyndir teknar af Vig fúsi Sigurgeirssyni, aðra úr Lóni, en hina af Sigurði Jónssyni á Stafafelli, sem fyrstur manna bar fram tillögu um byggingarmál Búnaðarfélagsins á þingi þesa 1941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.