Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 20
20 MÖRGUNBLAÐIÐ Fostudagur 20. marz 1964 f/FUZABETH TeRR.tR-Sr^ 35 W. — Afsakið . . . en hann' er dauður, tautaði hann. Eg hefði ekki átt að segja þetta. Kannske hefur yður þótt vænt um hann? — Nei, mér fannst líka hann vera vondur maður, sagði Ruth. — Mér fannst hann vera vond ur við Nicky og vanrækja hann. En mér heyrðist einhvernveginn á yður, að þér munduð hafa aðra ástæðu til að kalla hann vondan mann. Sebastiano fægði gleraugun vandlega og setti þau síðan upp aftur. Augun voru orðin rauð eftir núninginn og hann horfði nú á hana, eins og varlega. -— Eg hef lengi vitað, að hann var vondur maður, mjög vond- ur maður, glæpamaður, sagði hann loksins. — Eg hefði getað farið með það í lögregluna fyr ir löngu. En ég var hræddur. Eg veit, að ég hefði átt að fara, og nú vildi ég gefa hvað sem væri til að hafa gert skyldu mína strax. En ég var bara svo hræddur. — Lögreglan spurði mig, hvort hann hefði verzlað með gimsteina, sagði hún. — Og hún lagði á það mikla áherzlu, en ég veitti því enga athygli þá. — Svo að lögregluna hefur verið farið að gruna eitthvað. Hann sat og horfði á hana, eins og hann ætlaði að bora hana í gegn með augunum. — Eg ákvað í morgun að fara til lögreglunn ar, hvað sem veltist, því að ég er sannfærður um, að Nicky hef ur alls ekki myrt föður sinn, heldur óaldarflokkur staðið fyr- ir því. Hr. Ballard hafði á ein- hvern hátt móðgað foringja flokksins — manninn, sem raun verulega stjórnaði honum. Eg er alveg viss um, að þffhnig hef ur þetta gengið til. — Var þá Lester Ballard ekki sjálfur foringinn? — Alls ekki. Eina gagnið, sem hann gerði flokknum var þetta, að hann stóð fyrir verzlun, sem hafði gott orð á sér. Og þetta góða orð hafði tekið tvær kyn- — Voruð þér hræddur við Lest ! slóðir að skapa. Faðir og afi frú er Ballard? Hafði hann eitthvað Ballard höfðu byggt fyrirtækið í hótunum við yður? j upp með kunnáttu sinni, reglu- __ . ,,, , , _ , semi og heiðarleika. Hvern gat — Nei, og liklega hefur hann „ * _ ... . . . grunað, að svona staður væri ekki emu sinm vitað, hvað eg,,, _ , • • tt , ,,, _ , ’ fundarstaður þjofa og 1 eigu o- vissi. Hann helt, að eg væn gam all og blindur og heimskyr, og þannig vildi hann líka hafa mig, svo að hann reyndist mér vel og lét mig halda atvinnunni. Nei, það var einmitt það, sem ég var svo hræddur við: að missa at- vinnuna. Eg er gamall og hjart- veikur og á ekkert til. Og það er hægasta verk sem til er að loka augunum — vitið þér það? Alls staðar í heiminum gerir fólk það — bezta fólk! Það lokar augun um fyrir glæpum, sem það hef ur örgustu andstyggð á, þegar það fer að hugsa betur um það, og samt stendur þetta því ekki fyrir svefni. Stundum hef ég að vísu sofið illa og verið að hugsa um þessa ragmennsku mína, en það er ekki oft. Eg hef verið miklu hræddari við, að einhver kæmizt að því, hve mikið ég veit — annaðhvort lögreglan eða hr. Ballard. Og hvorttveggja hefði getað orðið mér stórhættulegt. Því að lögreglan hefði auðvit- að talið mig meðsekan um glæp ina, en hr. Ballard . . . hann hefði veli getað látið myrða mig! — En hvaða glæpur var þetta? spurði Ruth. — Hann keypti stolna muni. — Nú . . . já, ég skil. Henni datt fyrst í hug að ná strax í Stephen, því að þetta þyrfti hann að fá að vita tafar laust. En hún gat ekki hringt til hans meðan Sebastiano var enn inni í stofunni. — Verzlaði hann með skart- gripi? spurði hún. Hann leit á hana með eftir- tekt. — Hvernig vissuð þér það? Það voru áður aðallega mál- verk, en upp á síðkastið voru það allskonar dýrir steinar. En hvernig vissuð þér það? merkilegs glæpamanns? Ekki svo að skilja, að það hafi á sér það orð, sem það hafði áður. Stundum þegar ég hef staðið í búðinni og verið að horfa á allt það svikna rusl, sem þar er sam an komið, hef ég getað fengið tár í augun. En ég var bara of hræddur til að hafast nokkuð að. — En hver er þessi foringi? spurði Ruth. — Það veit ég ekki og mér er næst að halda, að hann haf. aldrei komið í búðina, en ég held að hr. Ballard hafi haft sam- band við hann. Eg hef heyrt hann tala um hann við menn- ina, sem komu í búðina og gefa þeim fyrirskipanir. Eg held, að | ~ Ballard hafi verið hræddur við yður, hvað ég held líka. Sebast — Hvað ertu nú að gera af þér Jón. hann. Stundum var hann vond ur við allt og alla, af því að for inginn hafði skammað hann fyr ir einhver mistök, sem honum hafði orðið á. — Og þér haldið, að foring- inn hafi myrt hann? — Eða látið einhvern úr óald- arflokknum gera það. Eg er hfæddur um, að hr. Ballard hafi gert einhverja vitleysuna, sem hafi stofnað þeim öllum í hættu og þessvegna hafi orðið að ryðja honum úr vegi. Og ég skal segja iano hallaði sér að henni og pot aði í hana með skjálfandi fingr inum. — Eg held, að Nicky hafi orðið sjónarvottur að þessu og þessvegna hafi hann strokið burt. Eg held ekki, að hann sé að fela sig fyrir lögreglunni, held ur fyrir óaldarflokknum. Og ég vona, að hann haldi áfram að liggja í ieyni, því annars eru hinir vissir með að myrða hann þegar þeir sjá hann. Ruth stóð snöggt upp og gekk yfir gólfið. Hún gekk út að glugg anum og hallaði sér út í hann og hlustaði á flugeldasmellina, sem heyrðust frá San Antioco. Þessi hávaði mundi halda áfram all- an daginn og færast í aukana með kvöldinu, þegar einskonar skrúðganga með helgimyndum bornum á öxlum fólks, mundi fara um bæinn, syngjandi. Þetta var svo algengt, að hún tók sjaldnast eftir því, eins og hún hafði sagt Stephen. En í dag fóru skellirnir og hávaðinn í taugar hennar. BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ^ ALAN MOOREHEAO hinsvegr alla aura sína út úr bönkunum. Þeir skyldu heimta útborgað í gulli. Þetta var áhrifa ríkt bragð, því að það varð til þess, að ríkisstjórnin lét undan að minnsta kosti sumum kröfum verkalýðsins. Nú komu Lenin og Krupskaya — en heldur seint — frá útlönd um, ásamt séra Gapon og einum eða .tveimur öðrum sósíaldemó- krataforingjum. En það vár þeg ar orðið um seinan. Petrograd var tekin að þreytast á þessum óeirðum, og verkfallsskipun sov éttisins í annað sinn, 17. desem- ber, varð árangurslaus. Trotski hafði verið handtekinn og bráð- lega fór Parvus og flestir sovét mennirnir á eftir honum í fang- elsi. Moskva hélt ofurlítið lengur velli. Þar héldu byltingarsjóð- irnir mönnum uppi og að hvatn ingu Lenins háðu verkamennirn ir harða baráttu á svelluðum göt um borgarinnar í desemberlok. En þá beindi stórskotaliðið byssu hlaupum sínum að verkfalls- mönnum og þeir urðu að hörfa úr vígjum sínum. Á gamlársdag var að mestu kominn friður á órólegur og kvíðafullur frið leyti Trotsky að þakka. Óbreytt Þetta hafði verið ófriðarár, sem hafði komið öllum á óvart, og nú voru byltingarmennirnir verr settir en áður hafði verið. Lenin kom til Moskvu og þrauk aði þar nokkra mánuði, 1906, en loks varð hann að hrökklast til Finnlands og slapp naumlega við handtöku. Plekhanov lagði aldrei af stað til Rússlands, og Axelrod og Martov fóru aftur utan þegar verkföllin fóru út um þúfur. Af 300 meðlimum Petro- grad-sovéttsins, sem voru hand- teknir, sluppu 284 út aftur, áður en lauk. Samt var Trotski og Parvus haldið föngnum, og eftir margra mánaða fangelsisvist, voru þeir dæmdir í útlegð um ótiltekinn tíma til kaldasta og afskekktasta afkima Síberíu. Séra Gapon hrökklaðist til út- landa, til þess eins að ljúka ævi sinni sem áróðursmaður fyrir byltingunni. Hann var myrtur í Finnlandi, árið 1906. Það eina, sem byltingarhreyf - ingin gat sagzt hafa haft upp úr tólf mánaða baráttu fyrir opn- um tjöldum, var það, að hún sá sig geta sameinazt ef mikið lægi við, og þetta var að langmestu ir liðsmenn höfðu "ekkert verið hrifnir af þessum klofningi í bol sjevika og mensjevika, og held- ur ekki ósamkomulaginu, sem greindi sósíaldemókrata frá sós íalbyltingarmönnum; þeir vildu að öll hreyfingin sameinaðist í eitt og um það hafði Trotski ver- ið foringi þeirra. En svo voru önnur minni áber andi áhrif, sem gerðu þessa bylt ingu 1905 að einskonar lokaæf- ingu undir 1917; sovéttið, eða að minnsta kosti mensjevikahlutinn af því, átti sér í nokkrar stuttar vikur allöflugt valdatímabil, en höfðu þá komizt að því, að þeir voru ekki fullkomlega færir um að neyta þessa valds. Þetta hafði verið of ruglingslegt og laust í reipunum. Þeir þyrftu fleiri kunn áttumenn áður en þeir gætu komið Svarta Fólkinu til valda. Mensjevikarnir / voru þeirrar skoðunar, að eina ráðið væri að fara sér hægar og fá fyrst frjáls lynda borgarlega stjórn Cadett anna áður en þeir færu beint út í marxiskan sósíalisma. Þetta var nokkuð, sem átti að halda byltingarmönnunum örugglega klofnum um mörg ár enn, og á KALLI Teiknari; FRED HARMAN þeim árum hurfu þeir aftur und ir yfirborð jarðar. Hvað Nikulás snerti, þá virð- ist hann hafa lifað af öll þessi uppþot árisins 1905, og látið sér furðu lítið bregða. Ekkert af því, sem gerzt hafði, hafði á nokkurn hátt breytt skoðunum hans, eða veikt trú hans á einræðið. Þegar í hart fór hafði hann neyðst til að veita réttarbætur. En nú var óveðrið liðið hjá. Hann gekk inn í nýja árið, einráðinn þeSs að taka aftur við fyrsta tækifæri eins mikið og hann gæti af vald- inu, sem honum hafði verið svo harkalega þröngvað til að láta af hendi. —- Áfram krílið mitt! Nú verðum við að finna Kalla og það í snatri. A meðan situr Kalli á tröppum lóða skrárritara í Pagosa Lindum og bíð- ur þess að geta lagt fram kröfu sína til námuréttindanna. — Hvar er allt fólkið eiginlega? Ég er búinn að bíða hér í klukkutíma. — t>essi lóðaskrárritari er ennþá á bak og burt og Gamli er ekki kominn úr búðinni. — Kalli! Komdu á bak, í hvelli — allt á leiðinni heim. Spurðu einskis. — Ég skal segja þér Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 63, sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Keflavík Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Keflavíkurbæ er að Hafnargötu 48, sími 1113. Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.