Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 23
Föstudagur 20. marz 1964 MORGU N BLAÐIÐ 23 Ég skíri þig úr kampa- víni — Hotsjökull! UNG íslenzk „dama“ kornst hel-dur betur í blöðin. í Skot- Ólöf Iitla grípur kampa- vínsflöskuna. landi s.I. miðvikudag. ÖU blöð in í Edinfoorg birtu af henni myndir og það fleiri en eina. Hún hafði sýnilega unnið hjörtu blaðamannanna, enda broshýr og upp á búin í ís- lenakum búningi. Þetta var Ólöf Einarsdóttir, 7 ára göm- ul dóttir Einars Sigurðssonar, útgerð armanns. Ólöf hafði komið fljúgandi frá íslandi til þess að skira hið nýja skip Jökla, Hofsjökul. Scottish Daily Mail segir svo frá athöfninni: Hún kom í Grangemouth-skipakvína upp dubbuð í þjóðbúningnum sín- um. Allt var tilbúið fyrir hina stóru stund, skírnaratihöfnina — og ánsegjuna af að brjóta kampavínsflösku á skipshlið- inni. Hún kom auga á flöskuna. Og með öllum sínum sjö ára kröftum sveiflaði hún henni og skírði skipið Hofsjökul. Hún hitti prýðilega, en var heldur sterk — kampavínið skvettist yfir hana þegar flask an kom til baka. Herrann hennar dró í snarheitum upp vasaklút og þurrkaði vætuna af henni. Þegar Ólöf var orðin þurr í framan, veifaði hún glað- lega á eftir fánum prýddu skipinu Hofsjökull, og óskaði því góðrar ferðar heim. Herrann hennar kemur til hjálpar Málverk eiftir „Mugg“ sSegið á 35 þús. kr. Stefna SH í 4 liðum — Sprengjuþofur Framhald af bls. 1. Fisher sagði að hver B147 fiugvél hafi kostað um tvær milljónir dollara (um 86 millj. kr.) þegar þær voru smíðaðar, en ekki sagði hann hve margar vélar væru nú í notkun. Um eftirlit með eyði- leggingunni sagði Fisher að það yrði mjög auðvelt. Tsarapkin lét ekki standa á svari. Hann sagði að til- laga Bandaríkjanna væri ekk- ert annað en kænskubragð af þeirra hálfu. B-47 vélarnar væru orðnar úreltar. Ekki minntist hann þó á að rúss- nesku vélarnar væru það þá einnig. Tsarapkin sagði að til gangur bandarísku herstjórn- arinnar væri einfaldlega sá að endurnýjar þessar úreltu flugvélar með nýjum gerð- um, til dæmis rneð gerðinni A-ll, og hefði því tillagan ekkert að segja að því er af- vopnun varðar. Benti hann á að jafnvel á þessari öld eld- flauga hefðu sprengjuflug- vélar enn talsvert hernaðar- legt gildi, og því bæri að fara «ð tillögum Sovétríkjanna og eyðileggja allar sprengjuflug vélar. Þá ítrekaði Tsarapkin fyrri ummæli sín og sagði að til- lögu Rússa um að flytja bæri «llt herlið frá erlendum her- stöðvum þyrfti að ræða fyrst allra tillagna. Vísaði hann í því sambandi til þess þegar bandarísk herflugvél var skotin nðiur yfir Austur- Þýzkalandi fyrir nokkrum dögum. Sagði hann að slík lofthelgisbrot, eins og þegar bandaríska vélin flaug inn yfir Austur-Þýzkaland, væru mjög alvarleg, en unnt væri að koma í veg fyrir þau með því að loka öllum erlendum herstöðvum. FLsher kvaðst harma það að Tsarapkin hafi dregið mál þetta inn í umræður Afvopn- unarráðstefnunnar. Banda- rikjamenn hefðu beðizt afsök unar á fluginu inn yfir landa mærin, en einnig mótmælt því harðlega að vélin, sem villtist inn yfir landamærin, skuli hafa verið skotin niður. Fundinum lauk án þess að nokkur ákvörðun vær tekin. Á LISTMUNAUPPBOÐI Sigurð ar Benediktssonar í Hótel Sögu í gær voru seldar 32 myndir eftir 20 listmenn. Dýrustu mynd irnar voru „Snæfellsjökull“ olíumálverk eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg), sem var slegin á 35 þús. kr. og stór vatns litamynd frá Húsafelli, eftir Ás- grím, sem einnig seldist á 35 þús. kr. „Hestar og fjöll“ (olía á masonít), eftir Jón Stefáns- son fór á 29 þús. Listasafn ríkisins kyepti Þing- vallamynd eftir Kjarval á 25 þús und krónur og „Sveitalíf“ Kristín — Kýpur Framhald af bls. 1. þegar grískir Kýpurbúar kröfð- ust þess að tyrkneskir íbúar þorpsins rifu niður vegatálman- ir, sem þeir höfðu komið upp á nærliggjandi vegum. Segja tals- menn Grikkja að í stað þess að verða við kröfunum, hafi Tyrkir hafið skothríð á eftirlitslið Grikkja. Ghaziveran er um 65 km. fyrir vestan Nicosia. Bardagarnir hóf- ust þar í morgun, en fulltrúum Breta, Tyrkja og Grkkja tókst að koma á vopnahléi. Vopnahléið stóð þó aðeins í fimm tíma, og brutust út bardagar að nýju í kvöld. íbúar Ghaziveran eru að- allega Tyrkir. Sögðu þeir að þús undir Grikkja hefðu umkringt þorpið og héldu uppi skothríð á það með sprengjuvörpum, vél- byssum og rifflum. Þessar upp- lýsingar ber þó yfirmaður brezka eftirlitsliðsins til baka og segir að um 150 Grikkir sæki að þorp inu þar sem 60—80 Tyrkir hafi búizt til varnar. Miklar skemmd- ir hafa orðið í Ghaziveran, og brunnu þar víða eldar í kvöld. Pier Spinelli, fulltrúi SÞ á Kýp ur, og Mike Carver hershöfðingi, yfirmaður brezku sveitanna á eyjunni, héldu til Ghaziveran í kvöld Ul að reyna að ná samn- ingum um vopnahlé. Einnig er forseti þingsins á Kýpur, Glaf- kos Clerides, farinn þangað sem sérstakur fulltrúi Makariosar for seta. -v ar Jóndóttur var selt á 22 þús- und. Á uppboðinu voru þrjár vatnslitamyndir, sem Kjarval málaði á Ítalíu árið 1920. Sú þeirra, sem fyrst var boðin upp, „Speglun“, var slegin á 16 þús. kr. „Hús og blár himinn“ á 9 þús. kr., én ekkert boð fékkst í hina þrjðju „Bogahvelfing og súla“. Henni fylgdi að heiman 8 þús. króna boð, en samt þótti furðu sæta, að enginn skyldi bjóða í þessa sérstæðu mynd, því fullyrða má, að mjög fáar myndir eru til frá þessu skeiði Kjarvals á Ítalíu. Gullsleginn bagall Torshavn, Færeyjum ,19. marz Einkaskeyti til Mbl. VIÐ uppgröft undir steingólfi í kór Olavs-kirkjunnar í Kirkju- bæ á Færeyjum fannst biskups- gröf, og er það fyrsta biskups- gröfin, sem þar finnst. í gröfinni var bagall með gullslegnum krók. Bagallinn hefur verið 170 sentímetra langur, en er brot- inn. Kirkjubær var um 400 ára skeið biskupssetur Færeyja með an biskupsstóllinn heyrði undir erkibiskupinn í Niðarósi. Mjólkurbú í Búðardal Akranesi 19. marz. MJÓLKURBÚ Dalamanna í Búð ardal byrjaði að taka á móti mjólk til vinnslu í gær. Stór- merkum áfanga er þar með náð hjá bændum vestur þar. Bænd- ur úr níu hreppum senda mjólk sína þangað auk bænda úr Skóg- arstrandahreppi og vestan úr Króksfjarðarnesi. Mjólkurbúið í Búðardal er rekið á vegum Mjólk ursamsölunnar. — Oddur. Mbl. átti í gær tal við Dr. Benjamín Eiriksson, bankastjóra Framkvæmdabankans. Sagði hann að sér hefði í gær borizt stefna Sölumiðstöðvar Hraðfrysti húsanna vegna ummæla shina í tveimur greinum í Mbl. dagana 15. og 26. febrúar. Benjamín sagði að stefnt væri vegna fernra ummæla, einnar setningar úr fyrri greinni, en þriggja máls- greina úr hinni síðari. Svo sem kunnugt er ritaði Dr. Benjamin umræddar greinar vegna fyrirhugaðrar öskjugerðar S.H. ' Stefnt er fyrir eftirtalin um- mæli: 1. „í rauninni er um að ræða tilræði við hið íslenzka þjóðfé- lag,‘ 2. — „Ef hér kæmi öskjugerð, sem S.H. ætti, þá er engin trygg- ing fyrir því lengur, að S.H. myndi kaupa af Kassagerð Reykjavíkur, þó að hún byði öskj urnar á lægra verði en S.H. gæti sjálft framleitt. Lágt verð hjá ís- lenzku iðnaðarfyrirtæki tryggir ekki sölu til íslenzkra aðila. Fleira kemur til, eins og ég minntist á í fyrri grein minni. Menn sem ráða kaupunum geta haft sérhagsmuna að gæta í sam- bandi við innkaupin. Þeir geta til dæmis fengið umiboðslaun af hinni dýrari vöru, sem þeir fá ekki af hinni ódýrari. Fyrir þá er því persónulegur hagur að kaupa hina dýrari vöruna, frem- ur en að kaupa hina ödýrari.“ 3. — „En þessum gagnsterað- ferðum bregður alltaf fyrir ann- að veifið í flestum þjóðfélögum." 4. — „Hinn árangursríka at- Drengir stdlu 13,000 krónun í fyrrakvöld sneri verzlun- arstjóri við nýlenduvöruverzl un í Austurbænum sér til rannsóknarlögreglunnar og kærði stuld á 12—13,000 krón- um. Höfðu peningarnir, frá söl unni deginum áður, verið í skúffu, en voru horfnir er til átti að taka um kvöldið. Rannsóknarlögreglan fór á staðinn, og í gærmorgun voru teknir tveir drengir, 14 og 15 ára gamlir. Viðurkenndu þeir að hafa stolið peningunum. Annar drengjanna hefur áður unnið hjá umræddri verzlun, og þekkti því til þar. — Af þýfinu náðust 11,000 krónur, en hinu höfðu drengirnir eytt. Þá höfðu þeir einnig brennt ávísun fyrir á annað þúsund krónur. ■_______ Germanía sýnir kvikmynd Á KVIKMYNDASÝNINGU fé- lagsins Germaníu á morgun, laugardaginn, verða sýndar nýlegar fréttamyndir, m. a. frá jólaheimsöknum Vetur-Berlín- arbúa til ættingja og vina í Aust ur-Berlín, frá heimsókn próf. Erhards, kanzlara til Lyndon B. Johnsons í Texas og Sir Alec Douglas-Home í London, frá listskautahlaupi í Grenoble og ýmsu fleira. Fræðslumyndirnar á sýning- unni verða tvær. Er önnur um híbýlaprýði, einkum um vegg- fóður, notkun þess á margvís- legan hátt, áhrif þess á um- hverfið, húsgögnin og annað eftir því. Hin fræðslumyndin er frá Allgau. Sýnir hún hið fagra landslag Alpafjallanna í vetrar- skrúða, skíðaferðir og aðrar vetraríþróttir og villt dýrin, og er myndin í litum. Sýningin verður í Nýja bíó og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimiíl aðgangur, börnum þó einungís í fylgd með fullorðnum. vinnurekanda, þann sem hagnast af framtaki, umbótum og fram- förum, sem nann kemur í verk, þarf að vernda gegn því að ræn- ingi komi og setjist að borði hans, eða jafnvei komi honum á kaldan klaka.‘ Ummæli dr. Benjamíns um stefnuna. Mbl. innti dr. Benjamín eftir því, hvað hann vildi segja um stefnuna, og fórust honum svo orð: „Það sem vekur athygli piína um þessa stefnu er það, að þar er á engan hátt vikið að því at- riði, sem ég minntist á, að skatt- borgararnir greiddu vexti og af borganir af lánum manna, vegna vanskila þeirra, á sama tíma og þeir öfluðu sér mikilla nýrra eigna: Meira hef ég ekki að segja um þetta að svo stöddu.*4 — Strákavegur Framh. af bls. 24 sókn á s.l. sumri kom í ljós að ástæða er til enn frekari rann- sókna, sem byggja má á endan- lega staðsetningu og legu gang- anna. Framkvæmdir munu tefj- as tá meðan þessi rannsókn verð um framkvæmd í sumar“. Þá átti Mfol. einnig samtal við Þorleif Einarsson, jarðfræðing, og fórust honum svo orð: „Fyrri rannsóiknin beindist einkum að eðli bergsins, sem reyndist sæmilegt til gangagerð- ar. Rétt er að benda á að Strák- ar eru mjög erfiðir til jarðfræði athugana vegna snarbratta og þverhnípis í sjó fram. Fyrri rann sóknin var frumrannsókn, en er sú síðari var framkvæmd var að- staða nokkru betri til athugana, enda þá komin tilraunagöng inn í fjallið. Enn fremur höfðu þá verið framkvæmdar meiri mæl- ingar á svæðinu óg auk þess lágu þá fyrir nýrri og fullkomnari loftmyndir en þær, sem fyrir hendi voru er fyrri rannsóknin var gerð. í ráði mun nú vera að atihuga með enn frekari rannsóknum hversu bezt megi haga gerð gang anna gegnum fjallið." Loks leitaði Mbl. til Tómasar Tryggvasonar, jarðfræðings. — Hann sagði: „Þegar ég kom á staðinn í fyrstu, ásamt verkfræðingi vega málastjórnar, gerðum við okkur Ijóst, að vegagerð á yfirborði eða framan í hömrunum umihverfis Stráka væri mjög miklum erfið- leikum bundin. Einkum taldi ég meira öryggi í göngum en í vega gerð framan í fjallinu. Athuganir sem í fyrstu voru gerðar, voru að sjálfsögðu frumathuganir, en síðar voru tilraunagöngin gerð. Nú er komin nokkur reynsla af þeim, þar sem þau hafa staðið þarna í nokkur ár. Ef unnt er að byggja göngin þannig, að þau þræði berglög 'ætur til fallin en þau, sem tilraunagöngin voru gerð um, þá tel ég sjálfsagt að sú leið verði farin. Ég hef ekJki tekið þátt í síðustu athugunum og ekki séð göngin eftir jarð- skjálftann mikla í fyrra, en þeg- ar ég sá göngin ársgömul, þó gáfu þau mér ekki ástæðu til svartsýni“. - Jarðfræðingarnir Framhald af bls. 1. fljótsins verður mjög erfið, þvi leiðangursmenn verða áð höggva sér braut gegnum frum skóginn. Og alia leiðina eiga þei-r stöðugt yfir höfði sér árásir Lnd- íána. Sagt er að hvítir menn stjórni árásum Indíánanna. Er hér um smyglara að ræða, sem vilja koma í veg fyrir að menningin haldi innreið sína í frumSkóg- ana, en talsvert er um náttúru- auðlindir á þessum svæðum. Til- gangur leiðangurs jarðfræðing- anna var m.a. að finnavegarstæði gegnum frumskóginn, svo unnt væri að komast að þessum auð- lindum og vinna þær. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.