Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 20. marz 1964 1
MORGUNBLAÐIÐ
IMý Eldborg
HAFNARFIRÐI. — í>að er nú
orðinn nær daglegur viðburður
að nýr bátur bætist í flota lands
manna. Nú síðast í fyrrakvöld
sigldi Gunnar Hermannsson skip
stjóri stálbátnum Eldborgu hing
að inn á höfnina, og er það ann
ar bátur hans með sama nafni.
Hinn nýi bátur er 220 lestir og
Gunnar Hermannsson
skipstjórí.
hinn vandaðasti í hvívetna, til
dæmis er hann allur sandblás-
inn að utan og innan og á hon-
um nýtt ryðvarnarefni, sem
reynzt hefur mjög vel.
Eldborg er með M.A.N. disel-
vél, sem er 6 strokka fjórgengis-
vél, búin forþjöppu og er með
235 mm. borun. Er vélin með
gír og skiptiskrúfu, og var gan-g
hraði í reynsluferð 11,2 sjóm. —
M.A.N. díselvélar eru í mörgum
skipum hérlendis, svo sem togar
anum Maí, olíuskipinu Ha-mra-
felli og í fiskibátnum Jóni Finns
syni í Garðinum.
Það, sem sérstaka athygli vek-
ur þegar hinn nýi bátur er skoð
aður, er hversu öll fiskileitar- og
siglingatæki eru af fulkominni
gerð og þeim haganlega fyrir
komið. Þar er nýtt 'iskileitartæki
af Elac-gerð (þýzkt, sem hefur
3600 m. langdrægi, en venjulega
hafa önnur 1500. Þá er hægt að
snúa geislanum niður á við þeg-
ar leitað, er, en það er talið
mjög mikilsvert. Einnig má nota
tækið sem dýptarmæli. í bátnum
eru tveir radarar af Decca-gerð,
og nær sá minni 24 mílur og er
transistortæki. Eftirlit með niður
setningu á tækjunum hafði Sigur
björn Ólafsson á Radíóstofu ólafs
Jónssonar, sem hefur með alla
tæknilegu hlið þeirra að gera.
Eld'borgin er byggð í Bosöes
Verft í Molde og er níunda skip-
ið, sem þar er byggt fyrir íslend
inga á síðastliðnum fjórum ár-
un.. Vistarverur eru fyrir 16
menn og allur frágangur á þeim
til fyrirmyndar. Skipið getur tek
ið 1300 mál síldar í lest, en það
mun nú hefja veiðar með þorska
nót.
Skipstjóri er Gunnar Hermanns
son; 1. stýrimaður Ríkarður
Kristíánsson, og Magnús Krist-
jánsson 1. vélstjóri, en hann
fylgdist með niðursetningu vél-
arinnar, sem hann lætur mjög
vel af. Síðar í vetur tekur við
vélstjórn Þórður Helgason.
Á s.l. ári sigldu tveir bræður
Gunnars Hermannssonar nýjum
og glæsilegum skipum hér í höfn.
Eru það vélskipin „Vigri“ skip-
stjóri Gísli Jón Hermannsson og
vélskipið „Ögri“, „kipstjóri Þórð
ur Hermannsson. Allir eru þeir
bræður frábærir dugnaðar- og
aflamenn.
G.E.
Framsókn vill lögbjóða
skyldutryggingu innbús
Eldoorgin nyja á siglingu.
Annaðhvort eru menn með þvi eba
móti, sagði Björn Guðmundsson við
umræður um málið / borgarstjórn
Á BORGAitSTJÓRNARFUNDI í
gær var eftirfarandi tillaga til
umræðu frá fulltrúum Framsókn
arflokksins: „Bougarstjórn
Reykjavíkur beinir þeirri áskor-
un til Alþingis að lögbjóða
skyldutryggingu gegn eldsvoða á
innbúum manna.“
Björn Guðmundsson (F)
mælti fyrir tillögunni og sagði,
að það fylgdi oft brunafréttum,
að innbú hafi verið óvátryggt.
Málið væri of mikilsvert til að
leggja það til hliðar. Lögboðið
væri að brunatryggja hús, en
ekki síður væri nauðsyrilegt að
tryggja lausafjármuni.
Birgir Isleifur Gunnarsson (S)
kvaddi sér hljóðs og sagði, að á
síaðsta fundi hefði Framsóknar-
menn lagt fram tillögu um að
kanna hversu margir borgarbú-
ar hefðu innbú sitt tryggt, en
ekki komið með neinar tillögur
um hvernig slíka könnun skyldi
gera og aðspurðir hefðu þeir
ekki getað svarað því. Borgar-
stjórn hefði vísað þeirri tillögu
frá.
Birgir sagði, að varðandi hina
nýju framsóknartillögu þætti
sér enn skorta á upplýsingar
hvernig hún skyldi framkvæm-
ast og beindi þeirri ósk til Fram
sóknarmanná að þeir skýrðu mál
ið nánar.
Einar Ágústsson (F) sagði a3
þeir sem framkvæma ættu til-
löguna hlytu að geta fundið færa
leið. Engin vandi væri að fram-
kvæma hana, aðeins þyrfti að
fá svör við því hjá borgarbúum
hvort þeir hefðu vátryggt inn-
bú, hægt væri að kanna verð-
mæti innbús með skýrslugerðum
eða láta meta það og einnig
kæmi til greina að skylda fjöl-
skyldu feður til að tryggja fyrir
lágmarksupphæð. Sagðist Einar
álíta, að það væru fremur hinir
Úthlutunarnefnd listamannalauna verði skipuð 7 mönnum — Síðasti fundur efri
deildar fyrir páska — Nokkrar umrœður um húsnœðismálastofnun og skipulagslög
FUNDIR voru haldnir í samein-
uðu þingi og báðum deildum AI-
þingis í gær. 1 sameinuðu þingi
voru leyfðar fjórar fyrirspurnir
um Ljósmæðraskóla Islands, lán
til fiskvinnslustöðva, ríkisábyrgð
ir og greiðslur vegna ríkisá-
byrgða. Atkvæðagreiðslur um
fjórar þingsályktunartillögur,
sem ræddar voru í fyrradag fóru
fram og var þeim vísað til
nefnda. Samþykkt var tillaga um
úthlutun listamannalauna og
skulu nú 7 menn skipaðir í út-
hlutunarnefnd í stað 5 áður.
í efri deild voru tvö mál á
dagskrá, frv. um ríkisborgara-
rétt, fyrsta umræða og lauk
henni og afgreitt var sem lög
frv. um afnám laga um verð-
lagsskrár.
Sigurður Ó. Ólafsson, forseti
deiídarinnar, kvað þetta verða
síðasta fund í deildinni fyrir
páskahlé, ef ekkert sérstakt
kæmi fyrir. Óskaði hann deildar-
mönnum góðrar heimferðar og
gleðilegra páska. — Karl Kristj-
ánsson þakkaði forseta og óskaði
gleðilegra páska.
gÆÐtTR
Gylfi Þ. GLslason, menntamála
ráðherra, mælti fyrir frv. um
skemmtanaskatt, sem fer fram á
að framlenging hans verði ótíma-
bundin, en hefði þingið verið að
framlengja hann árlega. Málið
var komið frá efri deild. Var því
án frekari umræðna visað til
annarar umræðu.
Emil Jónsson, félagsmálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpi um
Húsnæðismálastofnun. — Kvað
hann breytingu
þá er frv. gerði
ráð fyrir felast
í því að skyldu-
sparnaður ungl-
inga á aldrinum
15—25 árahækk
aði úr 6% í
15%. — Mundi
þetta gefa á
næsta ári sem
svarar 30 milljónum, en færi síð-
an lækkandi eftir því sem heim-
ildir kæmu til úttektar á þessu
fé.
Ráðherrann kvað skyldusparn
aðinn tvíþættan, annars vegar
aflaði hann fjár til húsnæðis-
mála, en hins vegar yrði hann
til að auðvelda ungu fólki stofn-
un eigin heimila, er að því kæmi
að þau fengju hið sparaða fé
greitt.
Eysteinn Jónsson (F) kvað
framsóknar-
menn hafa att
hlut að því að
styðja skyldu-
sparnað og væru
þeir fylgjandi
frv. og vitnaði
hann til nýlegr-
ar samþykktar
flokksstjórnar.
Lúðvík Jósefsson (K) taldi hér
stigið nokkuð
stórt skref, en
flokkur hans
myndi fylgjandi
auknum skyldu
sparnaði. Hins
vegar kvað hann
fleiri aðila ættu
að koma til með
framlag til hús-
næðismálastofn-
unarxnnax.
Þórarinn Þórarinsson (F)
spurði ráðherr-
ann hvort ekki
væru fyrirhug-
aðar af hálfu rík
isstjórnarinnar
fleiri aðgerðir
til aukningar
fjár til stofnun-
arinnar, hvort
ekki ætti að
hækka lánin og
yrði gert til að
hjálpa þeim, sem væru að missa
íbúðir sínar vegna lausaskulda.
Ráðherra kvaðst ekki geta á
þessu stigi gefið um öll þessi
atriði tæmandi upplýsingar, en
kvaðst vænta þess að á þessu
þingi yrðu lögð fimm frumvörp
um frekari fjáröflun.
hvort eitthvað
Skipulagslög rædd
Birgir Finnsson (A) hafði
framsögu af hálfu nefndar um
skipulagslög og rakti breyting-
artillögur nefndarinnar svo og
aðrar er borizt hefðu nefndinni.
Einar Olgeirsson (K) gerði
skipulagsmálin að umtalsefni og
kvað stærstan vandann vera hve
mikið af einstaklingum ættu lóð-
ir, einkum í Reykjavík og þá
innan Hringbrautar. Kvað hann
þetta standa mjög í vegi fyrir
skipulagi.
Loks afgreiddi deildin 2. um-
ræðu um frumvörp um auka-
tekjur ríkissjóðs og sölu hluta
úr landi Miðhúsa í Egilsstaða-
hreppi.
Dælur
Miðflóttadælur
Tannhjóladælur
Stimpildælur
Miðstöðvardælur
Dælukerfi
= HÉÐINN =
fátækari sem yrðu fyrir tjóni.
Hinir efnameiri væru gætnari I
meðferð eigna sinna.
Birgir ísleifur (S) tók aftur
til máls og kvaðst enn vilja fá
að vita meira um hvernig fiutn-
ingsmenn hugsuðu sér fram-
kvæmd tillögunnar. Sér fyndist
t.d. það hljóta að kosta mikla
fyrirhöfn og rask á högum borg-
aranna að láta matsmenn fara
inn á hvert heimili til að meta
innbúið og það yrði að gera með
ákveðnu millibili, þar sem verð-
mæti innbús breyttist, t.d. ef ný
húsgögn væru keypt.
Ennfremur, sagði Birgir, væri
vafasamt að ákveða lágmarks-
tryggingu, þó ekki væri vegna
annars en að ýmsir ættu ef til
vill ekki innbú sem að verðmæti
svaraði lágmarksupphæðinni.
Slíkt fyrirkomulag væri and-
stætt eðli trygginga. Þá taldi
hann Alþingi sýnd óvirðing með
því að senda því tillögu án nokk
urra ábendingar um hvernig
framkvæmd hennar væri hugs-
uð.
Birgir flutti því tillögu þes»
efnis, að áður en borgarstjóm
tæki afstöðu til málsins, lægi fyr
ir greinargerð flutningsmanna
um hvernig tillaga þeirra skuli
framkvæmd.
Einar Ágústsson tók aftur tii
máls og sagði ag sig hefði grun-
að að ekki yrði fallizt á tillög-
una, en á þessari stundu væri
hann ekki reiðubúin til að benda
á þá réttu leið til að framkvæma
tillöguna.
Alfreð Gíslason (K) tók til
máls og taldi málið eiga erindi
í borgarstjórn og lagði til að
framsóknartillögunni yrði vísað
til borgarráðs til athugunar.
Umræður héldu áfram góða
stund um tillöguna og lýsti
Björn Guðmundsson því m.a. yf-
ir, að annaðhvort væru rnena
með eða móti tillögunni. Lykt-
aði málinu svo, að tillaga Birgi*
ísleifs var samþykkt nxeð 9 at-
kvæðum gegn 4.