Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1964, Blaðsíða 15
-r S östudagur 20. marz 1964 MORCUNBLAÐIÐ 15 Árný Filippusdóttir sjötug • Það segir fátt, þótt semji ég kvæði um sjötuga konu í Hveragerði. En ég vil gjarnan lóð mitt leggja til liðs við hana, er dró sitt erði, plægði og sáði unninn akur anda og handar valdra kvenna, þar sem moldin angar yfir eldum lands. — Þar vildi hún kenna. Hefur margt á Hverabökkum heillað gest í salarkynnum. Æviverk úr högum höndum hvar við meira, betra finnum? — Húsfreyja á sínu setri setti markið hærra flestum, náði því að njóta að veita af nægtabrunni skólagestum. Ég hef hvergi sjóði séða af svona mörgum þáttum lista. Tök og fimi tveggja handa tel ég mesta hana gista. íslenzk þjóð má lengi leita að líka»hennar fyrr og síðar. «— Mér finnst hún orðin fyrr en varir fyrirmyndiii seinni tíðar. Hyllum dug og orku í anda und aftansól í hennar ranni. Vissulega ólík öllum, Árný kempan. — Dugurinn sahni heillaði til hetjudáða. Heilbrigt líf hún studdi af þrótti. — Þetta er kvenna heilla höllin. Hingað mörg ein vakning sótti. Sjötíu vetur elju og iðni efni nýrra söguspjalda. Landsmenn allir ættu að muna ötult starf og þökkum gjalda. •— Munum öll, sem Árnýju þekkjum öðlingskonu sterkra þátta. Veitum henni virðing ríkrar vegsemdar til hinztu nátta. Magnús Einarsson frá Laxnesi. — Minning Framh. af bls. 10 taka lærling til náms. Helgi kvað það ekki útilokað. Vilborg ljós- móðir sagði þá að unglingurinn, sem hún bæri fyrir brjósti, væri fótvana og auk þess heyrnin dauf. Það varð úr að Helgi réði dreng lnn til náms og lauk Valgeir námi á tilskildum fjórum árum. Vitnisburð hlaut hann góðan, bæði í bóklegum fræðum og verk legum úrlausnum. í þá daga var trésmíðanámið ekki einskorðað við einn þátt iðn greinarinnar, heldur lærðu svein- ar jöfnum höndum húsasmíði og húsgagnasmíði. Að auki vann Valgeir talsvert að líkkistusmíði, en trésmiðjan Rún annaðist mik- ið þann starfa. Eftir að Valgeir hafði lokið námi og hætt störfum í Rún starfaði hann að margskonar tré- smíði víðsvegar í borginni, m.a. allmörg ár í Landssmiðjunni og einnig utan borgarinnar. Síðustu érin starfaði hann í Ti'ésmiðj unni í Silfurtúni. Valgeir var, sem fyrr segir, hagur og lagtækur og því góður iðnaðarmaðúr, duglegur og kapp samur til allra starfa. Skap hans var milt og lundin létt. Var maður bjartsýnn og kjarkmikill. Vinir Valgeirs þekktu þá erfið- leika, er hann bar á baki alla ævi. Sjálfur lét hann þó aldrei hug- fallast. Yfirleitt var hann fáskiptinn og prúðmenni í allri umgengni. Valgeir kvæntist fyrir nær tuttugu árum, Lovísu Pálsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt einka- dóttur og þremur börnum Lovísu frá fyrra hjónabandi, sem áttu athvarf og heimili hjá þeim hjón- um. Á kveðjustund minnast ástvin- ir og allir aðrir, sem Valgeir þekktu, vináttu hans og tryggðar með þökk í huga fyrir samfylgd og bjartar endurminningar, er hann skilur eftir í hjörtum svo margra, sem mætt hafa honum á lífsbraut liðinna ára. A. B. — Afmæli Framhald af 6. síðu stundirnar í gömlu baðstofunni, er amma raulaði við strákinn sinn eða afi tók hann á kné sér. Nú er búið að aðskilja æskuna og ellina, segja menn og bæta við: Þeir sem vaxnir eru að reynslu og árum hafa ekki lengur næði til að skipta sér af hinum, sem ungir eru, heldur eiga nóg með sig. Svo hratt flýgur stund að menn verða uppgefnir af því einu saman að fylgjast með. En hvernig er hægt að fylgjast betur með en með því að blanda geði við ungt fólk? Og á hverju lærir ungt fólk ef ekki á slíkum kynnum? Þessvegna segi ég, holl vinur minn og frændi: þú átt þakkir skilið. Með þessu segi ég ekki, að sjáist á þér elliglöp, held ur þvert á móti. Hvernig er stætt á að segja annað um mann á sjö- tugsaldri, sem umber og reynir að skilja þá, sem nú eru að koma til manndóms og þroska? Halldór Blöndal. FYRIR nokkrum árum vorum við nokkrir félagar á ferð í Borg- arfirði. Þetta var að áliðnu sumri og komið yfir lágnætti. Brotnaði þá öxull í bílnum. Það var lán í óláni, að skammt var til bæjar, Lunda í Stafholtstung um. Var afráðið að leita þar hæl- is, það sem eftir lifði nætur, og hafði um það forustu ættmaður bóndans. Sá var laussvæfur, gekk skjótt til dyra, er að var knúð, og tók okkur opnum örm- um. Eftir nokkrar orðahnippingar um pólitík og fleira var okkur boðið til stofu. Var þar sezt að góðum fagnaði og b~"+ á umræð- um, og var hl óndans ekki hvað síztur . . —jm efn- um. Orðhvass og orðheppinn, fróður um alla þá hluti, sem um var rætt, rak hann Reykvíking- ana oft í varnarstöðu, þótt státn- ir þættust. Hélt leiknum svo á- fram til morguns og næsta dag, unz bíllinn var aftur ökufær. Þetta voru fyrstu kynni mín af Geir í Lundum. Síðan höfum við oft sézt og átt marga gleðistund, þótt engin hafi tekið fram þeirri fyrstu. En alltaf eru einkenni Geirs þau sömu. Velviljaður í gerðum sín- um, þótt óvæginn kynni að vera í orðum, ef á þarf að halda. Nú er hann fluttur úr sveit- inni hingað til borgarinnar og hefur þegar sigrazt á óyndi því, sem á hann sótti fyrst eftir flutn- inginn. Og í dag er hann sextugur, þótt ekki verði séð, að ami honum ellin. Ég flyt honum hamingjuóskir mínar í tilefni dagsins. Vona ég, að viðskipti okkar verði jafn góð og hnökralaus og þau hafa verið hingað til, þótt eigi verði hnútukast lagt fyrir róða. G. E. Vélapakkningar Ford amenskur Ford Taunus Ford enskur Chevrolet, flestar tegundii Buick Dodge Plymoth De Soto Chrysler Mercedes-Benz. flestar teg. Volvo Moskwitch, allar gerðir Pobeda Gaz ’59 Opel. flestar gerðir Skoda 1100 — 1200 Renault Dauphine Volkswagen Bedford Diesel x Thames Trader BMC — Austin Gipsy GMC Willys, allar gerðir Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6. Sími 15362 og 19215. Ódýrir tékkritar Bókabúð Stefáns Stefánssona. Laugavegi 8. Hsllenzku perlon sokkarnir komnir aftur. Verð kr. 37,00. fermingargjafa Cndirkjólar Undirpils Náttföt Náttkjólar Greiðslusloppar Fallegar og vandaðar vörur í úrvali. Austurstræti 7. HJA' MARTEINI LAUGAVEG 31. Annorakkar Sformjakkar Ferðabuxur Sportskyrtur Gœruúlpur Peysur íbúð Góð 3—4 herb. íbúð óskast til kaups. Útborgun 3—400 þús. Þarf að vera laus sem fyrst. Tilboð merkt: „9180“ sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld. 6IFREIDJVEIGEIUDUR HJQLBJVRÐJVVIDGERÐIR * Vanir menn, — góð þjón- usta. A Höfum til sölu: TRELLEBORG, METZELER og rússneska hjólbarða. ér Opið alla daga, helga sem virka, frá kl. 8—23. Hjólbarbaverkstæðið KRAUNHOLT v/Miklatorg — Sími 10800 cu 8 K Y R T AIV sem ekki barf að strauja. GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Þórshamri við Templarasund Sími 1-11-71 Iðnaðarhúsnœði 60—150 ferm iðnaðarhúsnæði óskast til kaups eðá leigu. Upplýsingar í síma 23560 og eftir kl. 6 í síma 35294. VELSETJARI ÓSKAST STKAK Vinyl .....iiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiij/^uimiiiiiiiiiiiniiiiunninuy glofinn^ Vinyl \ glófinn, Afgreiðslumaður Óskum eftir röskum og reglusömum manni til lager starfa og útkeyrslu á vörum úr M.R. búðinni. — Þarf að hafa bílpróf. Mjólkurfélag Reykjavíkur Laugavegi 164. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.