Morgunblaðið - 08.04.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.04.1964, Qupperneq 8
8 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 8. aprí! 1964 Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra flytur fram sögu fyrir frumvarpi ríkisstjónarinnar um kísilgúr- verksmiðju við Mývatn. — Eysteinn Jónsson lætur í ljós góðar óskir, en gag nrýnir nokkur atriði. FUNDIR voru í báðum deild- um Alþingis i gær. 1 neðri deild hafði Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, fram- sögu fyrir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um kísilgúrverk smiðju við Mývatn. Auk hans tók til máis Eysteinn Jónsson. Umræðunni var síðan frestað. I efri deild var jarðræktar- lagafrumvarp ríkisstjórnarinn ar samþykkt sem lög frá Al- Þingi. Þá voru nokkrar um- ræður um stofnlánadeildar- frumvarpið. Til máls tóku þeir Páll Þorsteinsson, Ásgeir Bjarnason, Magnús Jónsson *g Ingólfur Jónsson, landhún- aðarráðherra. Þetta var fram- hald 2. umræðu, en atkvæða- greiðslu var frestað. Tvö önnur mál komu fyrir neðri deild í gær. Frumvarp- inu um lausaskuldir iðnaðar- ins var vísað til 3. umræðu og skipulagslagafrumvarpið var afgreitt frá deildinni til efri deildar. Breytingartillögur við það voru felldar með 20 atkv. gegn 3. Jóhann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra, hafði framsögu fyrir frumvarpi ríkisstjórnaripnar um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Frumvarpið er lagt fram í neðri deild. Ráðherrann bóf mál sitt á því að rekja aðdraganda og sögu þessa máls, rannsóknir og samn- ingaumleitanir við erlenda aðila. Lét ráðherrann sérstaklega í ljós þaikkir til Baldars Líndal, sem verið hefur mikill frumkvöðull rannsóknanna nyrðra. Samvinnan við erlenda aðila væri nýmæli og hún talin nauð- synleg vegna sérstakra ástæðna vKJ þessa framleiðslu og sölu hennar erlendis. Vitnaði Jóhann tii greinargerðar í þessu sam- bandi, en þar segir: LOKAÐUR MARKAÐUR Kísilgúrverksmiðjan við Mý- vatn yrði ekki mjög stórt iðju- fyrirtæki, t. d. samanborið við sementsverksmiðjuna og áburðar verksmiðjuna. Fjárhagslega og tæknilega væri ekki útilokað fyr ir Islendinga eina að reisa verk- smiðjuna, enda kæmi erlent láns- fé til. Vandamálið liggur hins vegar í því, að allur kísilgúrinn yrði að seljast úr landi í harðri keppni við gróna keppinauta um markaðinn, andstætt því sem gegnir að mestu um sement og köfnunarefnisáburð. >ar við bæt- ist hið sérstæða eðli markaðsins fyrir kísilgúr. Notkun hans er afar margbreytileg, en sjaldnast notað nema mjög lítið magn hjá Ihverjum kaupanda, auk þess sem kröfur um gæði og afhendingu eru mjög mismunandi. Af þess- um ástæðum er sala á kísilgúr mjög mikið starf, sem krefst góðrar skiplagningar og ekki síð- uc traustra viðskiptasamibanda, þar eð kísilgúrmarkaðurinn í Bvrópu er í höndum tiltölulega fárra en sterkra aðila. Aðstæður þær, sem lýst hefur verið hér að framan, benda ein- dregið til, að alislenzk kísilgúr- verksmiðja, sem sjálf mundi ann ast sölu gúrsins, mundi mæta miklum söluerfiðleikum. Fyrsta samkomulagið við hið bollenzka fyrirtæki AIME var gert í nóvember 1961. Síðar sagði AIME upp samkomulaginu vegna ótta um, að framleiðslan úr Mý- vatni yrði ekki samkeppnisfær. Baldur Líndal hélt þó áfram rannsóknum sínurn og sýndi fram á, að ótti hinna hollenzku var ekki á rökum reistur. Var síðan gert nýtt samkomulag um tækni- og markaðsrannsóknir í des. sl. og að lokum samkomulag við hollenzka fyrirtækið AIME í febr. sl. Staðfestingin var að sjálf sögðu með þeim fyrirvara, að Al- þingi veitti nauðsynlega laga- 'heimild til þess að framkvæma samkomulagið. SAMKOMULAGH) VIÐ HOLLENZKA FYRIRTÆKIÐ Þetta samkomulag milli stór- iðjunefndar og fulltrúa AIME í Amsterdam er á þessa leið: Ríkisstjórn íslands og AIME eru sammála um, að niðurstöð- ur tæknilegra rannsókna, svo og rannsókn um markaðsmöguleika, sem framkvæmdar voru á árinu 1963, séu nægilega jákvæðar til þess að réttlæta stofnun undir- búnings-hlutafélags, er annist endanlega skipulagningu og ann- an undirbúning að byggingu kísil gúrverksmiðju við Mývatn. Báð- ir aðilar eru sammála um að stofna hlutafélag í þessum til- gangi svo fljótt sem auðið er að því tilskyldu, að Alþingi sam- þykki nauðsynleg lög í því skyni. Einnig hafa aðilar komið sér saman um eftirfarandi atriði varðandi skipulag hlutafélags þessa: 1. íslenzka ríkisstjórnin skal eiga 80% af hlutabréfum í félaginu og AIME 20%. 2. Hlutaféð í félaginu skal nema 10 milljónum íslenzkra króna. Hvor aðili um sig skal fá af- hent hlutabréf án endurgjalds að upphæð, sem jafngildir þeim kostnaði, er þeir hafa staðið straum af frsim að þessu til undirbúnings kísilgúrvinnsl- unni. Það, sem þá er eftir að leggja fram af hlutafónu, skal greitt með þremur jöfnum af- borgunum, svo sem hér segir: 1) Þegar hlutafélagið er stofn- að. 2) Hinn 1. júlí 1064. 3) Hinn 1. desember 1964. 3. Stjórn undirbúningshliítafélags ins, sem stofnað verður til bráðabirgða, skal skipað fimm mönnum, og skal einn þeirra vera fulltrúi AIME. 4. Tilgangur þessa hlutafélags skal vera sá að Ijúka öllum undirbúningi, bæði að því er varðar tækniatriði, viðskipta- mál og fjármál, byggingu og rekstri kísilgúrverksmiðijunnar við Mývatn. Skal stefnt að því að hefja byggingarframkvæmd ir sumarið 1965. 5. Félagið skal annast rannsóknir á kísilgúrmarkaðnum til að ganga úr skugga um, hvert sé líklegt markaðsverð og sölu- magn. Hlutafárframlag AIME í reiðufé skal lagt til hliðar til greiðslu á þeim kostnaði, sem til fellur vegna þessara rann- sókna í Hollandi. Þegar lokið er framangreind- um undirbúningi með þeim ár- angri, sem báðir aðilar telja við- unandi, skal stofnað til tveggja félaga, framleiðslufélags og sölu- félags, á þann hátt sem hér greinir: KÍSILGÚRFÉLAGH) VI» MÝVATN Félag þetta skal vera fram- leiðslufélag, er starfi á íslandi að framleiðslu kísilgúr síunareína og flytji þau til Rotterdam eða annarra geymslustöðva sölufé- lagsins. Kísilgúrfélagið við Mývatn skal taka við af undirbúnings- hlutafélagi því, sem stofnað verður til bráðabirgða, og skal hver hluthafi í hinu síðar nefnda félagi flá aflhent hlutabréf í hinu nýja félagi, sem að nafnverði samsvari hlutabréfaeign þeirra í undirbúningsfélaginu. Heil ’iihlutafé í kísilgúrfélag- inu við Mývatn skal minnst nema 30 milljónum íslenzkra kr. Þar af skal hlutafjárframlag ís- lenzku ríkisstjórnarinnar nema minnst 51%, en AIME skal leggja fram eigi minna en 10% og eigi meira en 20% hlutafjárins. Þau 29—39%, sem þá eru eftir, skal íslenzka ríkið annað hvort sjálft leggja fram, eða selja tilsvarandi hlutabréf bæjar- og sveitarfélög- um eða öðrum aðilum á íslandi. AIME er tryggður einn fulltrúi í stjórn kísilgúrfélágsins við Mý- vatn. SÖLUFÉLAGIÐ Hlutafélag þetta skal eitt hafa rétt til þess að selja framleiðslu kísilgúrfélagsins við Mývatn ut- an íslands. Félagið skal hafa að- setur í Hollandi, og skal hluta- fé þess nema 200,000 til 400,000 hollenzkum flórínum. Jóhann Hafstein Með skiptum á hlutabréfum skal kísilgúrfélagið við Mývatn eiga rétt á því að eignast allt að því 40% af hlutafé sölufélagsins, og skal því tryggt að eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í stjórn ýölufélagsins. Ef AIME skyldi síðar óska þess að selja hlutafjáreign sína í sölu félaginu, skal kísilgúrfélagið við Mývatn eiga forkaupsrétt að þeim hlutabréfum. Félögin tvö skulu gera með sér samkomuiag, er tryggi sann- gjarna skiptingu hagnaðar milli félaganna. íslendingum skal veitt tæki- færi til að starfa í sölufélaginu til að tryggja beztu hugsanlegu samvinnu milli félaganna beggja og til þess að íslendingar geti öðlast reynslu í sölustarfinu. MYNDUN KÍSILGÚRS OG NAFNGIFT Þessu næst fór ráðherrann nokkrum orðum um kísilgúr og myndun hans og einnig um nafn ið, sem valið hefur verið þessu hráefni. Hefði stóriðjunefnd leit að eftir tillðgum um nafn og hefði kísilgúr orðið fyrir val- inu. Það orð væri mjög svipað hinu þýzk* orði. sem notað er um þetta hráefni og hefði það augljósa kosti í för með sér, þar eð framleiðslan væri ætluð til útflutnings eingöngu. STÆRÐ MÝVATNSNÁMANNA Iðnaðarmáiöráðherra gerði nokkuð grein fyrir stærð nám- anna fyrir norðan og vitnaði í skýrslu Baldurs Líndal, sem er fylgiskjal með frumvarpinu. Heimsframleiðslan af kísilgúr væri nú um 1 millj. tonn á ári, þar af framleiddu Bandaríkja- menn helming, en helztu Evrópu lönd sem hér segir árið 1962: Frakkland 110.000 tonn, Þýzka- land 72.000 tonn, Ítalía 55.000 tonn og Bretland 25.000 tonn. Þótt gert væri ráð fyrir, að að eins 15% af kísilleirnum í Mý- vatni væri góður til námagraft- ar, en það væri án efa of lág tala, þá væri þar samt nægilegt magn fyrir 50.000 tonna verk- smiðju í 30 til 45 ár. Það væri því enginn efi á því, að nægilegt magn væri fyrir hendi í Mývatni af kísilgúr, enda muni Mývatns- námurnar sem heild vera meðal þeirra stærri, sem þekktar væru. FRAMLEIÐSLUGETA OG SÖLUMÖGULEIKAR Niðurstöður hollenzku rann- sóknarstofnunarinnar TNO væru á þá leið, að unnt væri að fram leiða síunargúr úr botnleðju Mý vatns, sem væri fyllilega sam- keppnisfær við þann bandaríska, hvað gæði snerti. Að með því að nýta 100.000 tonn af botnleðju á ári, megi framloiða 11.500 tonn af síunargúr af ýmsum tegund- um. Og að álitið sé, að unnt væri að selja minnst 12.000 tonn af íslenzkum síunargúr í Evrópu á ári, án þess að það valdi verð- lækkun á markaðinum. Þá ræddi ráðherrann um hag- kvæmi þessa atvinnurekstrar, en útreikningar sýna, að þessi starf semi á að geta gefið af sér góð- an hagnað. Með frumvarpinu fylgir sérstakt fyflgiskjal, þar sem nánar er ^erð grein fyrir þessum atriðum. EIGNARÉTTUR A» NÁMUNUM VI» MÝVATN Þegar iðnaðarmálaráðherra hafði gert þessum atriðum skil, ræddi hann nokkur almenn at- riði, sem snerta mál þetta. Fyrst um eignarétt að kísilgúrnum í Mývatni, en um það atriði fylg- ir sérstök greinargerð með frum varpinu, samin af prófessor Ól- afi Jóhannessyni. Sú greinargerð er mjög ýtarleg, en niðurstöður prófessorsins eru þessar: „Kísilgúr í netlögum tilheyrir þeirri jörð, er netlög fylgja. Vatnsbotn í stöðuvötnum utan netlaga er almenningur lands manna allra — er ríkiseign. Kís- ilgúr á vatnsbotni utan netlaga er því eign þjóðarheildarinnar, sem löggjafinn getur ráðstafað að vild sinni. Getur löggjafinn því einnig að sjálfsögðu veitt land- eigendum eða öðrum rétt til kísil gúrsins. Valdi kísilgúrtaka í al- menningi netlagaeigendum eða veiðréttarhöfum í vatninu tjóni, eiga þeir auðvitað rétt á fullum bótum“. Netlög eru 115 metra frá fjöru borði. HITAVEITA OG SAM- GÖNGUBÆTUR Þá gat ráðherrann þess, að gert væri ráð fyrir hitaveitu í Námafjalli, sem myndi selja verksmiðjunni hita. Þessi hita- veita mundi einnig koma ná- grannasveitinni til góða. Gert væri ráð fyrir nýjum vegi um Hólasand til Húsavíkur, sem verða mun útflutningshöfn fram leiðslunnar. Mundi þessi vegur stytta leiðina til Húsavíkur um 25 kílómetra. Ráðherrann kvað Magnús Jóns son, alþingismann, hafa átt við- ræður við sveitarstjórnina í Mý- vatnssveit og landeigendur (Reykjahlíðar og Voga) að beiðni sinni. Hefðu þessar viðræð ur verið mjög jákvæðar og væri mikil ástæða til þess að fagna því. Góð samvinna við Mývetn- inga væri nauðsynleg vegna þeirr ar þéttbýlismyndunar, sem verk smiðjan mundi skapa. HLUTAFJÁREIGNIN Að lokum fór ráðherrann nokkrum orðum um greinar frum varpsins og þær heimildir, sem þær veittu. Um hlutafjáreignina sagði ráðherrann, að ríkisstjórnin hefði talið eðlilegt, • að ríkið ætti 51% hlutafjár, þar eð það hefði haft alla forgöngu um málið og ætti auk þess megnið af hrá- efninu. Af þessum sökum væri innifalin undanþága frá því á- kvæði hlutafélagalaganna, atS einn aðili geti ekki farið með meira en fimmtung atkvæða. Gert er ráð fyrir því að hol- lenzka félagið eigi allt að 20% hlutafjár og hafi einn mann i stjórn. Að lokum lét ráðherrann 1 ljós óskir um það, að_ góð sam- staða gæti orðíð um þetta fram- faramál á Alþingi og að fram- kvæmd þess mætti fara vel úr hendi til hagsbóta fyrir þjóðin* í heild og til vaxtar og viðgangs þeim sveitum og byggðarlögum, sem nátengdust verða hinum fyr irhuguðu framkvæmdum. - XXX --- EYSTEINN LÆTUR í LJÓS GÓÐAR ÓSKIR Að lokinni framsöguræðu Jó- hanns Hafstein, iðnaðarmálaráð herra, kvaddi Eysteinn Jónsson sér hljóðs. Eysteinn lét í upp- hafi máls síns í ljós þá von, atS björtustu óskir um kísilgúr- vinnslu mættu rætast. Ræðu- maður gat þess, að mál þetta hefði fyrst komið til kasta Al- þingis 1958—59, þegar samþykkt hefði verið þingsályktunartillaga frá Karli Kristjánssyni um rann sóknir nyrðra. 3oCui tuæA iuut -gijuiBjj i tgæjs -jjeCs uin jbjjijo jiuoa ' ‘buubui BJ5JZU3JSI njjeq JB jba umujo uinSanunæj J UBJSnjOJ gB ‘jAd eugej bCjta Rgaj -3[BJSjaS JSgBAIJ uuijngBuiSuicj því tengdar, að við hefðum á- vallt á að skipa sérfræðingum, sem gætu fundið úrræði í at- vinnuvegum okkar. Þessu næst vék þingmaðurinn að einstökum þáttum frumvarps ins og kvað ekkert nýstárlegt, ut an samvinnuna við hina útlendu aðila. Framlag þeirra fjárhags- lega væri mjög lítið og því væri þessi samvinna ekki nauðsynleg af fjárhagsástæðum. Tæknikunn áttu hefðum við ekki þurft að kaupa inn með slíkri samvinnu, Eysteinn taldi hinsvegar þurfa að endurskoða þá þætti samkomu lagsins, sem fjalla um sölufyrir tækið, sem ráðgert er að hafi að setur í Hollandi. Taldi hann að nægja ætti að greiða hinum hól- lenzku venjuleg sölulaun, en eignahluti þeirra væri óþarfur, - XXX ----- Að lokinni ræðu Eysteins var umræðunni frestað, þar eð fund artími var liðinn, en næstur hafði iðnaðarmálaráðherra kvatt sér hljóðs. Skálatúni berast góðar gjafir ENN hafa barnaheimilinu að Skálatúni borizt veglegar gjafir í tilefni af 10 ára afmælinu. Frá Styrktarfélagi Vangefinna kr.: 100.000.00, Kvennadeild Styrktarfélags Vangefinna kr.: 40.000.00, Sindri kr.: 7.500.00, Um dæmisstúku Suðurlands IOGT. kr.: 2.000.00, Ingu og Sigurði Bjarnasyni kr.: 1.000.00 og frá vinum kr.: 1.900.00. Stjórn barnaiheimilisins færir gefendunum sínar innilegustu þafckir fyrir þann hlýhug og velvild, sem fylgir þessum rausti arlegu gjöfum. (Frá Barnaheimil inu að Skálatúni).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.