Morgunblaðið - 08.04.1964, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. apríl 1964
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík,
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
KISIL G UR VERK-
SMIÐJA VIÐMÝVATN
17'rumvarp ríkisstjórnarinnar
um kísilgúrverksmiðju
við Mývatn, sem nú hefur
verið lagt fram á Alþingi, er
hið merkasta framfaramál.
Talið er að stofnsetning
kísilgúrverksmiðju við Mý-
vatn geti orðið upphaf að
mjög þýðingarmiklum út-
flutningsiðnaði. Það veltur
því á miklu að vel takist um
alla framkvæmd og undir-
búning málsíns. Hér er um
að ræða nýja framleiðslu hér
á landi, sem leita þarf mark-
aða fyrir víðs vegar um lönd
í harðri samkeppni við öfluga
framleiðendur. Hin íslenzka
kísilgúrverksmiðja þarf því
að vera fjárhagslega vel upp-
byggt fyrirtæki og hafa sem
bezta aðstöðu til að vinna
markaði erlendis. Ef vel tekst
til í þessum efnum er full
ástæða til þess að ætla að
kísilgúrverksmiðjan geti orð-
ið stórfyrirtæki, er verði veru
legur þáttur í útflutningsfram
leiðslu þjóðarinnar.
Það er íslenzku þjóðinni
mikils virði að geta komið á
fót slíkum stóriðjufyrirtækj-
um í hinum ýmsu landshlut-
um. Ný þéttbýlishverfi þurfa
að rísa víðs vegar um land.
Allt bendir til þess að þannig
verði auðævi landsins bezt
hagnýtt og þróun byggðar-
innar farsælust.
EFTIRLIT MEÐ
KVIKMYNDUM
is hefur verið mjög slælegt.
Þess vegna hefur það hent að
börnum og unglingum hafa
verið sýndar kvikmyndir, sem
engan veginn eru við þeirra
hæfi. í þessu felst veruleg
hætta, og óhætt er að full-
yrða að lélegar kvikmyndir
hafi haft ýmis konar óholl
áhrif á íslenzka æsku.
Það er þess vegna vel farið
að þessu máli hefur verið
hreyft. Við þurfum á auknu
kvikmyndaeftirliti að halda,
fyrst og fremst til verndar
æskunni gegn siðspillandi á-
hrifum lélegrar kvikmynda-
framleiðslu.
FRAMLÁGIR
FRAMSÓKNAR-
MENN
Cvo framlágir eru Framsókn-
^ armenn nú orðnir eftir að
hafa verið tæplega 6 ár utan
við ríkisstjórn, að þegar mið-
stjórnarfundur þeirra kemur
saman, fórna þeir höndum til
himins og biðja um alþingis-
kosningar! Leiðtogar Fram-
sóknarflokksins muna fullvel
að á sl. sumri fóru fram al-
mennar kosningar og í þeim
kosningum vottuðu 56% ís-
lenzkra kjóserida viðreisnar-
stefnunni eindregið traust.
Aðeins 44% kjósenda kusu
kommúnista og Framsóknar-
menn.
|Líenningarsamtök háskóla-
manna hafa nýlega sent
Alþingi og ríkisstjórn áskor-
un um að sett verði lög um
kvikmyndir og eftirlit með
sýningarefni kvikmynda. Er
þar vakin athygli á að í ís-
lenzkum lögum séu engin
lagafyrirmæli um kvikmynd-
ir utan ákvæði barnaverndar-
laganna, sem eingöngu varða
sýningu kvikmynda fyrir til-
tekna aldursflokka barna.
Láta samtökin þá skoðun í
ljós, að æskilegt sé að sett
verði kvikmyndalög, sem
tryggi að þjóðfélagið geti var-
izt siðspillandi og öðrum skað
legum áhrifum, sem vitað er
að geta stafað frá kvikmynd-
-um. Menningarsamtök há-
skó'amanna benda á, að eðli-
legt sé að lög og reglugerðir
nágrannaþjóðanna um þessi
efni verði höfð til hliðsjónar
við setningu kvikmyndalaga
hér á landi.
Hér er tvímælalaust hreyft
athyglisver5 1;. Sú stað-
reynd . sniðgengin,
að -UGi. úrlit hérlend
Þrátt fyrir þetta heimta
Framsóknarmenn nú kosning
ar, enda þótt þeir geri sér
vafalaust ljóst, að engar lík-
ur eru til þess að þeir mundu
auka fylgi sitt eða bæta að-
stöðu sína í slíkum kosning-
um. Það er örvæntingin og úr
ræðaleysið í stjórnarandstöð-
unni sem knýr Framsóknar-
menn til þess að gera alls kon
ar fáránlegar kröfur.
í þessu sambandi er rétt að
rifja það upp, hver afstaða
Framsóknarmanna hefur ver-
ið til efnahagsmálanna eftir
að þeir gáfust upp í vinstri
stjórninni og lýstu því sjálf-
ir yfir, að þeir ættu engin úr-
ræði til bjargar, að þjóðin
væri komin fram á hengiflug
undan.
Framsóknarmenn hafa allt
frá því að þeir fóru úr ríkis-
stjórn lagt höfuðáherzlu á
tvennt: í fyrsta lagi að afurða
verðið hækkaði sem hröðust-
um skrefum. í öðru lagi að
kaupgjaldið hækkaði sem
mest, án alls tillits til greiðslu
getu útflutningsframleiðsl-
Carlos Lagerda, héraðsstjóri
í Guanabara-héraði var einn
harðasti andstæðingur Goul-
arts, fyrrv. forseta Brasilíu.
Hann sézt hér í hópi stuðn-
ingsmanna sinna, hermanna
og óbreyttra, 2. nt.arz, eftir að
/
hann hafði tilkynnt, að G* ..-
art væri farinn frá Rio d«
Janeiro.
Tunguvandamál SÞ
TUNGUMÁLAVANDAMÁL
Sameinuðu þjóðanna er efni,
sem margir hafa áhuga á. Það
kemur m.a. fram í margs kon-
ar fyrirspurnum og tillögum,
sem samtökunum berast. —
Venjulega eru það hinir sögu-
frægu túlkar, er þýða ræður
fulltrúanna jafnóðum, sem
menn vilja fá að vita meira
um. En til er annar stór hóp-
ur málamanna hjá SÞ sem
sjaldan er talað um, en það
eru þýðendurnir. Þeir eru ekki
síður snjallir en túlkarnir og
fást ekki einungis við hin
fimm opinberu tungumál Sam
einuðu þjóðanna, heldur fjöl-
mörg önnur meira eða minna
erfið mál, sem töluð eru í hin-
um 113 aðildarríkjum samtak-
anna.
í síðasta hefti af starfs-
mannablaði SÞ, „Secretariat
News“, segir einn þessara
þýðenda frá starfi sínu. Skrif-
stofa SÞ hefur fimm „mála-
deildir", eina fyrir hvert hinna
opinberu mála, ensku, frönsku,
rússnesku, spænsku og kín-
versku. Þýðingarnar eru í
tveim flokkum, annars vegar
skjöl, bréf o. fl., frá aðildar-
ríkjunum, hins vegar opinber
skjöl Sameinuðu þjóðanna.
Áður urðu aðildarríkin að
senda skýrslur sínar á einu
opinberu málanna, en þess er
ekki lengur krafizt. Af því
leiðir að til aðalstöðvanna í
New York streyma skjöl á
ótal tungum, og þýðendurnir
hafa nóg að gera. Spurt hefur
verið, hvort þýðingavélar
gætu tekið við hlutverki
þeirra, en það mundi senni-
lega skapa enn meiri glund-
roða í alþjóðamálum en nú
er, því orð hafa svo margar
merkingar og blæbrigði.
Stáliðjuver í Afríku
Að því er snertir Norður-
Afríku leggur sérfræðingahóp
urinn m.a. til, að þegar verði
undinn bráður bugur að því
að rannsaka möguleikana á að
færa út markaðinn á fullunn-
um stálvörum, en það gæti
greitt götu þess, að samræmd
verði starfsemi þriggja járn-
og stáliðjuvera, sem þegar
hafa tekið til starfa eða eru
í byggingu í Túnis, Marokkó
og Alsír. Fjárfestingin mun
alls nema 235 milljónum doll-
ara. Hingað til hafa verið
veittar um 70 milljónir doll-
ara til þessara framkvæmda,
og má búast við að hluti þess
fjár fari í súginn, yerði starf-
semi verksmiðjanna ekki sam
ræmd. Vart mun mega vænta
frekari fjárframlaga nema
markaðurinn verði nægilega
stór, og það hefur í för með
sér, að þessi þrjú ríki verða
að taka upp samvinnu.
Hópurinn skýrir ennfremur
frá miklum möguleikum til
málm- og verksmiðjuiðnaðar
og til margs konar samvirkrar
starfsemi, að því tilskildu að
allt sé samræmt á hagkvæm-
an hátt.
Samstarf um iðnað
Með því að samræma fjár-
festingu í stórum iðnaðarfyr-
irtækjum, sem ekki eru bund-
in við einstök ríki, væri á
næstu 10 árum hægt að mynda
grundvöll verulegrar efna-
hagsútþenslu í allri Afríku.
Þessi ályktun hefur verið
dregin af rannsóknum Efna-
hagsnefndar SÞ fyrir Afríku
(ECA). Sem dæmi um slíkar
víðtækar iðnaðarframkvæmd-
ir eru nefndir bergefna-iðnað-
ur í Alsír, járn- og stáliðnað-
ur á vesturströnd Afríku og
efnafræðistofnanir sem vinna
að úrvinnslu kola í Tanganíka.
Rannsóknirnar á iðnaðar-
möguleikum Afríku voru gerð
ar af þremur hópum sérfræð-
inga frá ECA. Þeir heimsóttu
27 ríki. Skýrslur þeirra voru
ræddar á ársþingi 'ECA í
Addis Abeba um síðustu mán-
aðamót.
Hópurinn, sem ferðaðist um
Vestur-Afríku, leggur m.a. til
að hafin verði framleiðsla í
stórum stíl á alúmíníum í
Ghana, sem byggist á hráefn-
um frá Guíneu, og settar verði
upp verksmiðjur til að fram-
leiða lút og áburð, sem sjö
ríki ættu hlut að.
unnar og atvinnuveganna yf-
irleitt.
Því miður hefur Framsókn-
armönnum og kommúnistum
tekizt að koma á kapphlaupi
milli kaupgjalds og verðlags.
Hefur það leitt til ýmis kon-
ar jafnvægisleysis og erfið-
leika. Þe§s vegna varð að
hækka söluskatt eftir áramót-
in til stuðnings útflutnings-
framleiðslunni.
Af öllu þessu verður auð-
sætt að engar líkur eru til
þess að Framsóknarflokkur-
inn mundi auka fylgi sitt í
næstu kosningum, hvenær
sem þær fara fram. Það er
því engin furða þótt Fram-
sóknarmenn séu framlágir
um þessar mundir. Þeir sjá
fram á heilt kjörtímabil á-
hrifaleysis í stjórnarandstöðu.
Það óttast hin gamla, valda-
sjúkra maddama heitar en
sjálfan eldinn.
Yfirmaður strand-
gæzlu USA kemur
13. apríl n.k. kemur hingað
yfirmaður bandarísku strand-
gæzlunnar (US Coastguard),
Rowland aðmíráll og hafa nætur
dvöl á Keflavíkurflugvelli á leið
sinni til Evrópu. í för með hon-
um verður annar aðmíráll,
Rohnke að nafni. Koma þeir utn
kvöldið, og halda áfram til Evr-
ópu í býtið morguninn eftir.