Morgunblaðið - 08.04.1964, Page 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Mlðvikudagur 8. apríl 1964
Valdís HlEdar Valdimars
IHinníngarorð
f langri sjúkdómsraun þeirrar
ungu konu, sem kvödd verður
hinztu kveðju miðvikudaginn 8.
apríl, hefur sú harmsára spurn
oft hugann níst, hvers vegna ein-
mitt henni var kveðinn sá ör-
iagadómur að missa heilsuna á
blómaskeiði lífsins, mitt í hinum
ijúfustu viðfangsefnum, önn og
umhyggju fyrir ungum börnum.
„Hví fölnar jurtin fríða
ag fellir blóm svo skjótt?“
Mikið þurfti til að brjóta nið-
ur þrek þessarar ungu konu og
lífsvilji hennar bilaði aldrei.
Valdís Hildur fæddist í Hafnar
firði 17'. desember 1930. Fárra
vikna gömul var hún tekin í
fóstur og aettleidd af þeim þjðð-
kunnu systrum, Steinunni og
Margréti dætrum Valdimars
Sigurðssonar útgerðarmanns á
Eskifirði og konu hans Hildar
Jónsdóttur, ljósmóður.
Steinunn og Margrét, starf-
ræktu um alllangt árabil Hótel
Skjaldbreið í Reykjavík og eru
síðan oft nefndar Skjaldbreiðar-
systur.
Hótel Skjaldbreið var fyrsta
heimili Dísu, eins og hún ávallt
var nefnd í vinahópnum stóra.
Litil, kringluleit, dökkiokkuð
hnáta steig sín fyrstu spor á
hótel jörð á fjölsóttu hóteli, sem
þá var talið í fremstu röð gisti-
húsa landsins, þarna kynntist
Disa á fyrstu æviárunum mörg-
uim þjóðkunnum mönnum, er
margir hverjir voru fremur sem
heimilismenn en gestir á Skjald-
breið, og hún skiptist á teikning-
um við snillinginn KjarvaL
Þó að í miðri borg væri var
skammt til hinna fegurstu staða,
Austurvaliar blómum skrýddum
og tjarnarinnar kvikrar o.g kvak-
andi af fuglalífi og leiftrandi í
litbrigðum sínum eftir veðurfari,
eiktum og árstíðum.
Barnfóstra fylgdi telpunni
hvert fótmál hin fyrstu æviár,
þegar fósturmæður hennar sakir
mikilla anna gátu ekki þtið eftir
henni sjálfar, en það voru
þeirra mestu yndisstundir að
njóta samvistanna við þetta
greinda og geðþekka barn. Hjá
Steinunni og Margréti var móðir
þeirra, er að sjáifsögðu var Dísu
hin elskulegasta amma og fóstur
systir þeirra Guðiaug Valdimars.
Árið 1942 hurfu systurnar
Steinunn og Margrét að því ráði
að selja hótel sitt og stofnuðu
heimili á Guðrúnargötu 7, þar
sem þær hafa búið síðan.
Valdís var öll sín barnaskóla
ár í Landakotsskóla og hlaut
þar, margvísleg verðlaun og vi‘ð-
urkenningar fyrir framfarir og
háttprýði. Hún stundaði síðan
nám við gagnfræðaskóla Vestur-
bæjar. Ailar menntaleiðir stóðu
henni opnar, en hún hafði ekki
hug á langskólanámi, aftur á
móti naut hún kennslu í ýmsum
sérgreinum; píanóleik, fram-
sögn, hannyrðum og húsmæðra-
fræðum. Þó að hæg væru heima-
tökin í þeim efnum á heimili
hennar sótti hún húsmæðranám-
skeið í Danmörku sumarið 1948.
Valdís giftist ung, en fram að
þeim tíma liðu æskuár hennar
við nám, létt störf og skemmtan-
ir eins og velflestra jafnaldra
hennar. Á sumrin dvaldi hún á
sumarheimili fjölskyldunnar,
Dalakofa við Meðalfellsvatn í
Kjós. f>ar er fagurt mjög tilkomu
mikið en þó hýrt landslag. Húsa-
kynni svo sem bezt gerist um
sumarbústaði, mikill og fjöl-
skrúðugur garður, bryggja fram
í vatnið. f Dalakofa var gest-
kvæmt og oft glatt á hjalla. Þessi
staður varð Dísu kærari með
hverju árinu, slík sumarparadís,
sem henni var þar búin með
börn sín smá.
Árið 1953 gekk hún að eiga
eftirlifandi mann sinn, Einar
Jónsson, nú starfsmann hjá stræt
isvágnafélagi Reykjavíkur. For-
eldrar Einars, Jón Steingyíms-
son, verkstjóri á Hverfisgötu 100
og kona hans, Þuríður Guðjóns-
dóttir, létust með stuttu mi'libili
sumarið 1962. Það eru því miklir
harmar, sem bafa sótt hinn korn-
unga mann neim síðustu árin.
Þáð verða að jafnaði mikil
þáttaskil í lífi ungrar stúlku, er
hún yfirge_fur frjálst og áhyggju- !
laust líf á traustu og grónu heim- j
ili, stofnar sjáJf heimili, sem hún
þarf að móta með daglegri iðju
og alúð. En móðurhugurinn ást- !
ríkið og umhyggjan, sem hún
ávallt hafði búið við vakti yfir
henni eftir sem áður. Hún átti
líka góðu að mæta af hálfu sinna
valinkunnu tengdaforeldra og
mágkonu, en þau, Einar og hún,
voru um nokkurt árabil í sam- j
býli við fcreldra hans og systur. j
Ári’ð 1957 eignuðust þau fag- '
urt og að öllum þægindum vel
búið heimili í Eskihlíð 10. Það
var Dísu til mikils jmdis að eiga
fallegt heimili, en skjótt brá sól
sumri. Sívaxandi vanheilsa
leiddi til sjö mánaða samfelldr-
KEIMDALLHR F.B.S.
Kvikmyndakvöld
verður í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Sýndar verða
m. a. kvikmyndirnar.
1.) Heimsókn til JAQUELINE KENNEDY
í HVÍTA HÚSIÐ.
2) HEIMSKAUTAÞJÓÐ, um líf eskimóa-
þjóða á Norðurslóðum Kanada.
3) AUÐLYNDIR SUÐURSKAUTSLANDSINS.
ar sjúkráhúsvistar, sem lauk nótt
ina eftir páska, 31. marz.
Eftir stendur ástvinahópurinn
þungúm harmi sleginn, eigin-
maður hennar, börn, fósturmæð-
ur hennar og aðrir nánir vanda-
menn og vimr. Börnin eru fjög-
ur; Steinunn Margrét 13 ára, Jón
Þór 10 ára, Hiimar 6 ára og
Sigríður Helga 5 ára.
í löngu dauðastríði var Valdís
umvafin kærleika sinna nánustu,
sem sátu við dánarbéð hennar
nætur og daga og geta nú hugg-
að sig við minninguna um það,
að hafa á næstum ofurmann-
legan hátt borið með henni sjúk-
dómsbyrðina. Og miklum áhyggj-
um hlýtur það að hafa af henni
létt, að vita börn sín njóta þess
skjóls, sem aldrei brást henni
sjálfri.
Við, sem á þriðja tug ára höf-
um verið sambýlisfólk Steinunn-
ar og Margrétar Valdimarsdætra
og þekkt Valdísi frá bernsku
hennar samhryggjumst ástvinum
hennar, sem eiga um svo sárt að
binda, og þó sóiskini vafðir þar
sem eru börn hennar vel gefin
og elskuleg.
Óli Olsen
Kveðja frá barnabörnum.
Fæddur 8. nóvember 1899.
Dáinn 21. marz 1964.
Þá leiðir skilja, lifir minning þín,
svo ljúf og björt hjá afa börnum
skín.
Þín gæði öll hér geymum hjarta í,
hve góður varst, við aldrei
gleymum því.
í heitri ástúð, okkur ung og smá,
þú ætíð vafðir, þerrðir tár af brá.
Og vaktir gleðibros með blíðri
lund,
og blessún okkur veittir hverja
stund.
Og okkur fannst, er komstu afi
kær,
sem kæmi með þér vorsins ljúfi
blær.
Hve marga gjöf í lífsins lófa lézt,
það lýsir þinni hjartahlýju bezt.
Nú afi góði öll við þökkum þér,
þm kærleikslund og gjafir hér.
Á brautum lífsins blessuö
minning þín,
sem bjartur geisli í hjörtnm
okkar skín.
I. S.
f,,Mismunur verkalýBshreyfingarinnar
fyrir austan og vestan járntjald"
Nýir þátttakendur
eru velkomnir á alla
fundi klúbbsins.
Uppl. í síma 17102.
LAUNÞEGAKLÚBBUR HEIMDALLAR F.U.S.
ERINDI:
Pétur Sigurðsson, alþm., flytur
erindi á morgun, sem hann nefn ir .Misrnun-
ur verkalýðs
hreyfingar-
innar fyrir
5 'ýjfí austan og
m 4 vestan járn-
* A tjald“. Að
erindinu
loknu svarar
Pétur fyrir- spurnum.
KVIKMYNDIR:
AÐ loknu erindi Péturs Sig-
urðssonar verða sýndar
2 kvikmyndir, sem lýsa
ástandinu aústan járntjalds-
ins og þeirri persónukúgun,
sem þar ræður ríkjum.
Dísa mín, vrð þökkum þér þitit
óumbreytanlega góða viðmót og
biðjum þér allrar blessunar.
Hver hefði trúað því, þegar
við fluttum á Guðrúnargötu 7,
haustið 1942, áð þú yrðir fyrst
okkar til að hverfa inn fyrir það
„huliðstjald, sem hæðanna dýrð
oss felur.“
Þórunn Elfa Magnúsdóttir.
" J
Sigurður
Kjurtunsson
kuupmaður
75 úru
75 ÁRA er í dag Sigurður
Kjartansson kaupmaður, Lauga-
veg 41 hér í borg. Foreldrar hans
voru þau hjónin Guðfinna ísaks
dóttir og Kjartan Árnason. Sig-
urður hefur rekið all umfangs-
mikla verzlun um ára raðir á
Laugavegi 41, og bæjabúum að
góðu kunnur, vel metinn og vin-
sæll í sinni stétt. Sem unglingur
gjörðist hann nemi í prentsmiðju
Skúla Thoroddsens að Bessastöð
um. Að því námi loknu fer harm
til Ameríku og lærir rafmagns-
fræði hjá fynrtæki Hjartar Þórð
arsonar, er pá var einn þekkt-
astur Islendinga á tæknisviðinu
vestanhafs. Að því námi loknu
hverfur Sigurður aftur heim til
j íálands, og stofnar nú ásamt fleiri
mönnum hlutafélagið „Hita &
ljós“ er hafði að markmiði sölu
rafmagnstækja auk þess sem
1 einnig var sett á laggirnar um-
fangsmikið raftækjaverkstæði.
Mun hér hafa verið á ferðinni
eitt fyrsta fyrirtæki af þessu
i tagi hérlendis.
Öllum sem kynnst hafa Sig-
urði Kiartanssyni ber saman um
að þar er á ferð traustur per-
sónuleiki; mannkosta og sóma-
maður er í engu má vamm sitt
vita. Hann hefur mjög sjálfstæð-
ar lífsskoðanir, er grundvallast
af góðri greind, staðgóðri mennt
un og lífsreynslu. Giftur er hann
hinni ágætu sæmdarkonu Ástríði
Jónsdóttur, og eiga þau 5 upp-
komin börn. Er heimili þeirra
hjóna viðbrugðið fyrir gestrisni
og myndarskap.
Á þessum merkisdegi, óska ég
þessum heiðursmanni og fjöl-
skyldu hans, allra heilla og bless-
unar á komandi árum.
Vinur.
Aðalfundur Félags
íslenzkra hljóm-
listarmanna
AÐALFUNDUR Félags íslenzkra
hljómlistarmanna var haldinn í
Breiðfirðingabúð laugardaginn
28. marz sl. Stjórn félagsins fyrir
næsta starfsár skipa: Forrm,
Svavar Gests; varaform., Guð-
mundur Finnbjörnsson; ritari,
Svavar Garðarsson; gjaldkeri,
Hafliði Jónsson; fjármálariteri,
Elvar Berg Sigurðsson.