Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 3
Þri'ðjúdaf^ur 14. Sprí! Í964 3 MORGUNBLADID - 3 MH » HALLDÓR Kiljan Laxness flutti sl. laugardagskvöld fyrirlestur á vegum danska stúdentafélagsins í Stud- enterforeningen í Kaup.- mannahöfn. Samkomusal- urinn var fullskipaður á- heyrendum, og meðal gesta voru sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, Stefán Jóhann Stefánsson, og fleiri Islendingar. Vakti ræða Nóbelsskáldsins mikla athygli, og ræðu- manni þakkað með lang- varandi lófataki að henni lokinni. Ræddi Laxness um skyldur rithöfunda í dag, andlegt frelsi og ófrelsi fyrr og síðar, og um sérstöðu íslenzkra bók Metta Jerichow, stud. mag.. og dr. phil Erik Stybe, taka ámóti Halldóri Laxness í Stu- denterforeningen í Kaupm amiahöfn s.L laugardag. jEnginn meginmunur á ofsóknum Hitlers og Stalíns og ofsóknum trúvillingadóms miðalda sagði Halldór Laxness á fundi hjá Studenterforeningen í Kaupmannahöfn á laugardag mennta á miðöldum. Hann benti á að á miðöldum hafi verið ördeýða í bókmenntum alls staðar í Evrópu utan ís- lands vegna trúarofstækis, rit skoðunar og andlegrar kúgun ar. Þá var það páfastóllinn, sem lagði línurnar og eftir þeim varð að fara. Engar skoðanir mátti túlka, sem voru í andstöðu við kenning- ar páfans. Eí íslenzku sagna Halldór I.axness i ræðusJ ritararnir hefðu búið annars staðar en á íslandi, hefðu bæk ur þeirra verið brenndar á báli og þeir sjálfir með. Villutrúarmenn voru misk unarlaust ofsóttir, og þegar trúarofsóknirnar voru á há- marki var ekki sakazt um þótt sannan^væru litlar, en sakborningar óspart brennd- ir. Gekk svo langt að jafnvel eiginkonur og börn sviku sak í Studenterforeningen. borninga í hendur rannsókn- arréttarins. Hafa engar ógnir jafnazt á við ofsóknir trú- villingadómsins, þótt póli- tískum morðum og heila- þvotti vorra daga svipi þar mjög til. Að sjálfsögðu er enginn meginmunur á ofsókn um Hitlers og Stalíns og of- ■ sóknum trúvillingadómsins, nema sá að fleirum var fórn að á þessari öld, sagði Lax- ness. I sambandi við ritskoð un í einræðisríkjunum nefndi Laxness Ehrenburg, einn . fremsta , rithöfund Rússa. Sagði Ehrenburg sjálfur eftir dauða Stalíns að tilviljun ein . hafi ráðið því að Stalín lét ekki taka hann af lífi. Að undanskildum verkum Dantes, voru bókmenntirnar ekki á háu stigi á miðöldun- um, og sama máli gegnir í dag um alræðisrikin þar sem einræðisþjóðfélagið er einnig ríkjandi. Varðandi skyldur rithöf- unda sagði Laxness að þeim bæri að skrifa það, sem þeir hefðu löngun til að skrifa, og láta aðra rithöfunda afskipta lausa. En hann sagði að þeir sem skrifa samkvæmt fyrir- mælum bg gæfu ekkert frá sjálfum sér væru ekki rithöf- undar. Margskonar bókmennt ir eru til, sagði Laxness, og verkefni rithöfundanna marg vísleg. Að krefjast þess sama af öllum er svo mikil fásinna, að jafnvel mestu einstrenging um kæmi aldrei til hugar að krefjast þess. Engin þjóð, sem býr við andlega kúgun, getur vænzt þess að vera tekin alvar lega. Sagði Laxness að áróð- ursmenn og trússhestar hins opinbera, væru hættir' að kunna að skammast sín, mættu svó sem gjarnan fá að starfa í friði eftir þeim fyrir- mælum, sem þelm eru gefin, því enginn nennti að hlusta á þá. Góður rómur var gerður að ræðu Laxness, og að henni lokinni þakkaði dr. phil Erik Stybe, formaður stúdentafé- lagsins honum komuna. ( NA 15 hnúUr i y SV S05r,útsr tt SnjHnmt • C'Si V Skúrir E Þrumur Zvvvxrei/; Nifesitf H Hml LÆGÐIN, sem að undan- eða rigning og hiti um 2 st. förnu hefúr verið kyrrstæð Sunnan lands er hiti 4—7 st. yfir Grænlandshafi er að þok- Eins og sakir standa eru horf- ast austur með suðurströnd ís- ur á norðlægri átt í bili, en lands. Vindur er orðinn NA- hins vegar er ekki kalt fyrir stæður á vestanverðu landinu norðan landið, aðeins 3 st. og víða er þar nokkur slydda frost á Jan Mayen. STAKSTHNAR Sjálfstætt fólk Alþýðiiblaðið birti sl. sunnu- dag forystugrein um útvarjjsum- ræðurnar sl. föstudagskvöld. — Komst blaðið þar m.a. að orði á þessa leið: „Kommúnistar riðu ekki feit- um hesti frá útvarpsumræðunum í fyrrakvöld, og er næsta óskilj- anleet hvað fyrir þeim vakti meöþví að efna til slíkrar viZíur- eignar, þegar þeir höfðu ekkert nýtt fram að færa. Sannleikurinn er sá, að íslend- ingar hafa haft sína eigin utan- rikisstefnu allt frá stofnun lýð- veldisins og eru þekktir af því um viða veröld að vera sjálfstætt fólk, sem ekki lýtur boði eða banni neinnar annarrar þjóðar. Kommúnistar reyna að vísu að halda fram, að vegna þátttöku í NATO hljóti íslendingar að vera handbendi stórveldanna í því bandalagi, en það er fjarri sanni. Landhelgismálið er sönnun þess, að íslendingar fara að eigin vilja, hvað sem Bretar og önnur- NATO veldi segja. ísland hefur á al- þjóðavettvangi greitt atkvæði með Alsír gegn Frökkr.m, með Kýpur gegn Bretum og yfirleitt með nf'frjálsu þjóðunum. Dvöl varnarliðsins, styrkur þess og stöðvar, er algerlega háð vilja ís- lendinga og engu öðru. Það er minnimáttarkennd, sem staþpar nærri föðurlandssvikum að breiða út þá skoðun, að nokkrir aðrir en fslendingar ráði stefnu lýðræðisflokkanna á al- þjóðavettvangi". Kosningahjal Framsóknar Framsóknarmönnum liður illa um þessar mundir. Þeir eru hún- ir að vera í stjórnarandstöðu i tæp 6 ár og sjá nú fram á það, að Viðreisnarstjórnin, sem hlaut glæsilega traustsyfirlýsingu kjós- enda i alþingiskosningunum á sl. sumri muni sitja út þetta kjör- tímabil. Þetta eru bágar horfur, finnst leiðtogum Framsóknar- flokksins. En það er spaugilegt, þegar miðstjórn Framsóknar- flokksins tekur sig til og fer að gera ályktanir um það að efnt skuli til nýrra alþinp'iskosninga áður en eitt ár er liðið af kjör- tímabili! Svoná friðlaus er hin gamla maddama orðin í því á- hrifaleysi, sem hentistefna henn- ar og ábyrgðarleysi hefur skap- að henni. Vitanlega kemur engum til hugar að nýjar kosningar fari fram fyrr en að loknu kjörtíma- bili. Flokkar Viðreisnarstjórnar- innar starfa saman af fullum heildindum og eru þess alráðnir að stjórna landinu af festu og á- byrgðartilfinningu á yfirstand- andi kjörtímabili, eins og hinu fyrra. Leiðtogum Framsóknarflokks- ins væri sæmra að temja sér aukna ábyrgðartilfinningu en að hefja upp kveinstafi og kröfur um nýjar alþingiskosningar, á miðju kjörtímabili Öllu snúið öfugt Þegar Alþingi hafði samþykkt aðild fslands að Norður-Atlants- hafsbandalaginu laumaðist einn af bingmönnum kommúnista að kvöldlagi inn í þinp-húsið, sem kommúnistar voru há búnir að brióta úr fle«tar rúður. og sneri höggmynd af Jóni Sisrurðssyn! forseta til vc-'pjar. Þessi athöfn hótti miög táknræn um allt eðli og baráttuaðp'erðir kommúnista. Þeir revna stöðugt að smía ölln öfup-t. Tíl 'læmis revnir komm- únistablaðið \sl. - sunnudag að halda hví fram í forystugrein sinni, að sú stefna, sem komm- únistar ber.iast fyrir í utanríkis- málum. sé hin „íslenzka utan- ríkisstefna"!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.